Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Síða 9
RÓMANTlKINA ar sögu. Það leynir sér ekki á gerð Sagnanna að þær eiga sér raunsannar fyrirmyndir, hvernig svo sem þær eru sjálf- ar komnar á bækur. Ýkjusagan leynir ekki á sér, þegar hún kemur inní bókmenntirnar og eru skilin glögg og þarf ekki að ræða það. Söguformið rýrir ekki sannleiksgildi sagnanna, bæði var að mennirnir þekktu ekki til annars frásagnarmáta — til allrar guðs lukku — á staðreyndum, og í annan stað er „skáldsaga,“ af þessu tagi, ef menn vilja nota það orð, sízt lakara heimildarrit um hagi og háttu þjóðarinnar, en Búnaðarritið, Ægir eða Fjár- málatíðindin, þó að með öðrum hætti sé. íslendingar hafa ald- rei kunnað að segja almenni- lega annað en sannar sögur, og það á við enn í dag. Sögur Jóns Thoroddsen eru sannar sögur og hin bezta heimild um líf fólks í sveitum landsins á 19. öldinni, Salka Valka er bezta heimildarrit sem ég þekki um sjávarþorp á þriðja og fjórða tug þessarar aldar, og er mér það mál kunnugt, því að ég lifði í sjávarþorpi á þeim ár- um, sem sagan var skrifuð. Allir okkar beztu höfundar standa föstum fótum í raun- veruleikanum og hefur svo allt af verið. Þeir velja sér raun- sannar fyrirmyndir og það er varla hægt að benda á atburð í sögum þeirra né persónu, sem Er ekki kominn tími til að setja hnefann í borðið og endurvekja bóksfafstrúna á íslendingasögurnar ekki sé hægt að sanna að hafi skeð eða verið til. Þannig gildir það einu þótt menn vilja telja íslendingasög- urnar skáldverk, þær eru þá skáldverk af því tagi, að þær eru jafn-sannar ef ekki sannari eftir þeim skilningi. Þetta hef- ur almenningur ekki gert sér ljóst, heldur sem fyrr segir, látið orðið skáldsaga jafngilda orðinu lygisaga og hætt að trúa íslendingasögunum. N- l'uer það erindi þessa mals, að vekja athygli mætra manna á því, hvort ekki sé tími til kominn í því rótleysi sem menn vilja telja að eigi sér stað með æsku þjóðarinnar, að end- urvekja bókstafstrúna á íslend- ingasögurnar, setja hnefann í borðið og kenna fullum fetum þann örugga sannleika, að þetta séu að langmestu leyti sannar sögur, og hætta að læða því inn með börnum okkar að Egill sé uppdiktuð persóna, heldur hafi hann verið sem sagan seg- ir, mikill kappi og skáld og ort vísu þrevetur (Ég skil ekki að kennurum ætti að flökra við því, fyrst þeir geta kennt af sannfæringu að Abraham hafi átt barn með Söru tvö hundruð ára gamalli, eða svo). Sem sagt, við snúum heróp- inu við aftur: — Upp með rómantíkina! Æskuna vantar rómantík í líf sitt. Það er það sem að er, ef það er þá eitthvað að. Per- sónulega held ég nú að það sé ekkert að æskunni, heldur full- orðna fólkinu. Það er eilítið taugaveiklaðra og vitlausara en næstu feður — enda sú kyn- slóðin, sem missti trúna á helgi- ritin. Við þurfum að koma þeim félögum Batman og Superman af stallinum og gamla Gretti og Skarphéðni upp á ný, og það gerist ekki með neinni hálf- velgju eða vingulshætti, heldur skörungsskap. Lítið til Gyð- inganna. Ekki eru þeir heimsk- ari menn en við og hafa þó aldrei leyft sér að rótfesta með sér vantrú á helgirit sín og eru þau þó sýnu fjarstæðukenndari en okkar. Ónákvæmnin og ó- samræmið í íslendingasögum í ýmsum aukaatriðum, eins og ársetningu — staða- og manns- nöfn aukapersóna — er ekki til að gera veður af. Það er ekki verra en í Biblíunni. Það er rétt að þjóðin sigli og sigli mik- inn, en hitt nær engri átt, þótt sæmilega viðri í dag, að kasta út seglfestunni. Það getur reynzt tutlað í fyrir eftirkom- endur okkar, ef lengra er hald- ið frá landi án grunnmúraðr- ar kjalfestu, að snúa til lands aftur að sækja sér meiri segl- festu, ef hann versnar á þjóða- hafinu, og við þurfum reyndar þegar að sigla með gát, ekki af því að það sé beinlínis hættu- veður eins og sakirnar standa, heldur er um verulega afdrift að ræða, sem við þurfum að gera ráð fyrir á siglingunni, þar sem eru hin gífurlegu út- lendu áhrif, sem ryðjast hér inn yfir, sem einn staðvindur, með breyttum lifnaðarháttum þjóðarinnar. Er það ekki skeif- högg að eyða orku sinni til að lemjast við þessa tindáta suður á nesjum innan girðingar; þá hættu þekkjum við og höfum séð hana magnaðri og getum varazt hana, en útlendur hugs- unarháttur á öllum sviðum: í mannasiðum, húsbúnaði, matar- æði, tækni, viðskiptum og öll- um framkvæmdum, bókmennt- um (ungu skáldin fara til Spánar til að læra að skrifa á íslenzku) — klæðaburði og allri hegðan — er lúmsk hætta, blind sker og því hættulegri en þau . sem uppúr standa. Spássertúrar suður um nes er neikvæð barátta ,auk þess sem hún er eindæma lágkúru- leg, hitt myndi ég telja þessu fólki, sem margt er ákafir þjóð- ernissinnar og meinar vel, verð- ugra hlutskipti að taka upp þá jákvæðu baráttu að endurvekja með æskulýð landsins trúna á helgirit okkar, Sögurnar, Jónas Jónsson var máski mistækur stjórnmálamaður, a.m.k. finnst Uppdráttur af Þingvöllum ásamt nokkrum helztu búðun- um. mér það, en íslandssaga hans fyrir börn er meistarastykki og hana á að kenna sem eitt evan- gelíum og öll hálfvelgja og hálf yrði eru glæpur gagnvart börn- um okkar og komandi íslend- ingum. Trúarjátningin sé því: Við erum af höfðingjum komnir, hér bjuggu hetjur og andlegir afreksmenn. Við trú- um því í hjarta okkar, að við séum eilítið umfram aðra menn (og lítum niður á útlendinga fremur en dýrka þá að minnsta kosti, ef um það tvennt er að velja, hver einasta þjóð sveifl- ast á milli þessa tvenns, um meðalveginn er ekki að ræða, þó að bjartsýnir hugsjónamenn trúi öðru á góðum stundum), börn okkar leiki Gretti og Skarphéðin og taki sér sverð í hönd í stað skammbyssunn- ar, Egill orti vísu þrevetur, Njáll kunni ráð við öllu, Gunn- ar á Hlíðarenda var kappi og Lyga-Mörður óþokki. — Upp með rómantíkina! Um leið og sér yfir Þingvelli veltur sagan yfir mann. Þarna á hver þúfa, hver steinn, hvert barð, hver pyttur, hver gjá og hver skorningur sér sögu. EinS og alkunna er fór Grím- ur geitskór um landið að huga að þingstað fyrir alla lands- menn og var það á árunum eft- ir níu hundruð. Sagt er að þingstaðurinn hafi átt að vera í landnámi Ingólfs, þar sem Þórsteinn sonur hans beitti sér helzt fyrir stofnun allsherjar- þings, en þá vildi svo til, að um þessar mundir varð land- svæðið rétt við mörkin á landi Ingólfs eða niðja hans, eiganda- laust, þar sem Þórir kroppin- skeggi bóndi á Bláskógalandi hafði orðið sekur, er talið, að þetta hafi valdið nokkru um val þingstaðarins, en hitt þó vafalaust meira, hversu vel staðurinn lá við öllum lands- hlutum og þó enn mest að þarna var brekka og víðir vell- ir. MT ing kom saman fyrst í 9. viku sumars, en síðar í 10. vik- unni, eftir að bætt var í sumar- auka, eða dagana 18.—24. júní að okkar tali. Menn myndu því hafa verið að flykkjast til þings rétt sem ég stend þarna að- faranótt fimmtudagsins 22. júní, en að kvöldi þess dags „Hún hefd'i þolaö lengingu þessi.“ hefði svo þingið verið helgað. Alla nóttina eru menn að tínast að. Austfirðingarnir og Sunnlendingarnir koma vestur yfir hraunið, en Norðlending- arnir og Vestfirðingarnir nið- ur með Ármannsfelli. Þetta eru geysilegir hópar, mörg hundruð manna í sumum þeirra, og hef- ur hver tvo til reiðar, því að jafnvel Borgfirðingar töldu ekki fært að ríða einhesta til þings. Auk þessa bætist við fjöldi trússahesta, því að ann- ar eins mannfjöldi og hér var á ferð, þarf mikið til sín í tíu daga eða allt að hálfum mán- uði. Hér hefur oft verið um mikla mannmergð að ræða. stundum kannski allt að tíu þúsund manns, og hrossafjöld- inn þá þar eftir og hefur þurft mikla haga fyrir allt þetta stóð. Hestagjáin getur ekki hafa verið notuð til annars en safna saman í hana stóðinu, og hag- arnir hafa verið á flötunum efra. M ITJ.enn taka þarna til starfa jafnharðan og þeir ríða á þing- staðinn, það er tekið ofan af trússhestunum, farið með stóð- ið í haga, dyttað að hleðslum í búðarveggjum og búðirnar tjaldaðar, þarna hittast vinir og frændur og þarna er kaup- slagað og samið og þarna hitt- ast elskendur. Alls staðar er Hann stóð á fætur og tók aff hundskamma hjólið. starf og líf. Hinir meiri menn- irnir eiga búðir vestan árinnar en allur almenningur tjaldar á völlunum. Pottar eru settir á hlóðir utan búðardyra, og þarna eru sútarar og sverð- skriðar og skemmtanamenn og hestasveinar og það er galsi í fólkinu, en fyrirmenn ganga strax á vit annarra höfðingja og þeir rölta saman um gjána þungt hugsandi og áhyggjufull- ir eins og fyrirmönnum ber að vera og þeir gefa sig ekki við glensinu í lýðnum. Margir eru þeir, sem telja að Lögberg hafi eitt sinn verið á rindanum milli Flosagjár og Nikulásargjár (Heiðna-Lög- berg). Auðvitað er ég ekki dóm bær um þetta, en mér skilst, að þetta mæli gegn heilbrigðri skynsemi, og það er yfirleitt talið verra, ef kenningar gera það. Norrænir þingstaðir voru að sögn þeirra sem rannsakað hafa, undantekningarlaust í brekkum og það er vafalaust að hin ákjósanlega brekka fyr- ir Lögberg hefur ráðið miklu um val þingstaðarins. Strax í fyrstu sögunum er talað um þingbrekkuna. í Egilssögu seg- ir: . . .gekk Egill og Þorsteinn með flokkinn allan upp í þing- Framhald á bls. 11 J 19. nóiv. 1867 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.