Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 2
Sjósókn við Rangársanda Þrídrangar hjá Vestmannaeyjum. Þegar komið er upp á sjávarkarrubínn blasir við augum eintómur sandur. Sandspildan upp af strönd- inni er sumsstaðar margra kílómetra breið. í mestu hafrótum flæðir sjórinn yfir sandinn, alla leið upp í gróin grös. Enginn efi er á því. að sjór hefur eytt og brotið landið á liðnum öldum. Gleggst dæmi um það eru undir Austur- Eyjafjöllum, þar sem stór- býli hafa eyðzt af völdum Ægis á síðustu öldum. enda bendir margt til þess að verulegt landsig hafi orðið á Suðvesturlandi, síðan landið byggðist. , Ég man vel frá unglingsárum mínum grasi vaxna hóla á söndunum fram af La.ndeyjum og Eyjafjöllum. Voru þeir kallaðir melar og hafa að líkindum verið síðustu leifar fornra mannabústaða. Nú eru þeir að mestu eða öllu leyti horfnir. í jarðabók Árna Magn- ússonar, sem gerð var 1709—1710, eru eyðibýli í Aust- ur-Landeyjum talin vera 18, flest næst sjónum, og er þess ge.ið um þau, að sandur og vatn séu orsakir eyðileggingarinnar Oft er sandflákinn næst sjónum, sérstaklega í vætu- tíð, þakinn grunnu vatni. Leitar það hægfara vestur sandinn, en fær ekki framrás, vegna þess að sjávar- kamburinn er hærri. Fellur það síðan í vatnsföll þau, er renna til sjávar. Heitir svæði þetta ofan við sjávarkambinn Gljáin, og myndast off yfir henni undurfagrar hillingar, einkum þegar góðviðri ganga. Fram um aldamótin 1900 var enginn verzlunar- staður í Rangárvallasýslu vegna hafnleysisins. Að vísu hafði Konungsverzlunin í Vestmannaeyjum úti- bú að Bakkahjáleigu í Landeyjum á síðari hluta 18. aldar, en aldrei m,un hafa kveðið mikið að þeirri verzlun. Má því geta nærri þvilíkum erfiðleikum það hefur valdið sýslubúum, að hafa samband við kaupstað. Þessi örugleikar komu harðast við austustu hreppa sýslunnar, sem lengst áttu að sækja til Eyrar- bakka. Á þeim árum, sem ég geri hér að umtals- efni, sat Eyrarbakki að mestöllum viðskiptum við Suðurlandsundirlendið. Nokkur breyting varð þó til bóta laust fyrir 1890, þegar byrjað var að verzla í Vík í Mýrdal . Þó Rangárvallasýsla væri il'la sett, var þó miklu verr á komið fyrir Skafíafellssýslu. Sjóleiðin úr Mýr- dal til Eyja varð ærið löng fyrir áraskip en þó voru nokkur brögð að þessum ferðum. Þær lögðust þó al- gerlega niður, þegar Mýrdælingar hættu að halda úti hinum stóru margmennu skipum um sömu mund- ir og verzlun hófst í Vík. En kaupstaðaferðir til Papóss út á Eyrarbakka eða til Reykjavíkur voru afar erfiðar mönnum og skepn- um, enda s.óðu þær yfir svo vikum skipti. Eins og áður ge.ur er aðeins ellefu kílómetra sjó- leið frá Rangársandi í kaupstaðinn í Vestmannaeyj- um. Oftast voru kaupmenn þar sæmilega birgir af flestum þeim vörum sem ekki varð án verið. Á þessum árum höfðu menn off lítið handa milli. Peningar voru í fárra höndum, ull og smjör, sem voru gjaldmiðill. af svo skornum skammti hjá flest- um, að naumast hrökk fyrir þeim nauðsynjum, sem sveitaheimilin helzt þörfnuðust, og var þó kröfunum sannarlega stillt í hóf. Það úrræði sem flestir urðu að grípa til, í tekju- öf'unarskyni, var það að fara í verið, eins og það var Þorsteinn Jónsson í Laufási. orðað. Fyrir unga menn og lausa var það ekki nema holl og góð tilbreyting í tómlegu og fábreyttu lífi sveitanna að vetrarlagi. En margur varð að fara í verið, þó han.n ætti í rauninni ekki heimangegnt. Á mörgum heimilum var aðeins húsfreyjan, börn og gamalmenni eftir heima, oft einangrað og bjargarlítið, við erfið og hættuleg störf sérstaklega þegar illviðri ólmuðust. Skepnu- hirðingin krafðist alltaf síns , hvernig sem að- stæður- voru. Þær voru bágbornar hjá fjölda heimila um framanverða Rangárvallasýslu á síðustu tugum 19. aldarinnar. Hey og bjargarskortur var tíður hjá mönnum. Þegar vel árnaði bar lítið á þessum vágest- um. En flestir urðu að sætta sig við rök, köld og dimm híbýli frá vöggu til grafar. Eg hygg að myrkrið hafi verið hræðilegast. langt og umhleypingasamt skammdegið. Hlífðarfatnaður gegn hrakviðrum, bleytu og mýra- leir, var þá óþekktur. Fatnaðurinn var þannig, sér- staklega kvenna, að ýmsir viðkvæmir hlutar líkam- ans voru næstum því naktir, þótt þær yrðu dag- lega að sinna gegningum í gaddbyljum og öðrum for- aðsverðum. Töggur voru í stofninum, að fólkið skyldi þola þessa aðbúð. Var það almennt viðurkennt á þessum árum, að eingöngu harðgerðasta fólkið hefði náð þroskaaldri. Gegnir furðu hversu margt lifði, þegar allar aðstæður eru atíhugaðar. Eins og samgöngum í sveitum landsins var háttað áður en vegir og brýr léttu mönnum ferðalög og flutninga, var ekki nema eðlilegt, að fremstu og aust- ustu hreppar Rangárvallasýslu hefðu að mestu leyti viðskipti sín í Eyjum. Þangað lágu líka leiðir margra til róðra á vetrarvertíðum. Á hinn bóginn leitaði margt manna karlar og konur og unglingar, til Landsins í kaupavinnu í sláttarbyrjun. Þetta breyttist þó veru- lega um og eftir aldamótin. Sveitamenn tóku þá margir að ráða sig á þilskipin í Faxaflóa, og eyjar- skeggjar leituðu eftir sumaratvinnu á Austfjörðum. Margir breyttu þó ekki til, heldur voru ár eftir ár í kaupavinnu á sömu bæjunum. Frá því að sögur hófust hefur útræði verið stund- að af mönnum úr Rangárþingi úti í Vestmannaeyjum. Er þess víða getið í fornum heimildum. Einnig er sönnun þessa hin sérstæðu nöfn á mörgum handfæra- rniðum, sem kennd eru við klakka. Þekkist þetta hvergi við ísland, nerna Dímonarklakkar á Breiða- firði, að því er ráða má af hafnsögúbók landsins. Þykir mér liklegt, að klakkarnir á klifberunum hafi verið hafðir í huga, þegar fiskimiðunum voru gef- in nöfn, vegna þess að sveitamenn handlléku þessa hluti nær daglega. En þessi mið voru víðasthvar drangar á sjávarbotninum, sem fiskurinn hélt sig við. Fundu menn með handfærunum, að margir þessir drangar líktust klökkum á klifberum.. Hefur það ‘komið miklu betur í ljós nú við notkun nýjustu tækja. Ofsitast voru þau skip, sem Landeyingar og Fjalla- menn gerðu út í Eyjum um tíu að tölu. Þegar vel aflaðist fjölgaði þeim næstu vertíð, en fækkaði svo þegar miður gekk. Flest voru þessi skip áttœringar og sexæringar. Á nokkrum þeirra voru heimaofin segl, þegar eg man ryrst til, • og að jafnaði skauta- segl. Hafði sá seglabúnaður verið notaður frá land- námstíð. Þó lagðist þessi seglabúnaður niður þegar fram liðu stundir. Ég man aðeins eftir tveimur skip- um með þessum seglum í kaupstaðarferðum um 1890. Þau voru úr Landeyjum. Man ég að þessi sigl- ing var nefnd kýrvambarsegl í óvirðingarskyni, enda þótti hún óhentug, nema í liðugum vindi . Þegar árið 1897 var farið að veiða fisk á lóð í Vestmannaeyjum, en fram að þeim tíma hafði hand- færi eingöngu verið notað, fækkaði útróðrarskipunum úr nærsveitunum þrátt fyrir stóraukinn afla. Aðallega mun því hafa valdið skortur á húsrúmi, því að hinir gömlu verzlunarkumbaldar, sem höfðu verið athvarf aðkomuskipanna bæði við nýtingu aflans og til við- legu, urðu nú eftirsóttar af Eyjamönnum, vegna auk- innar útgerðar og aflabragða þeirra sjálfra. Þó voru nokkur landskip gerð út í Eyjum með lóðir og öfluðu ágætlega. Hélzt það þangað til mótorbátarnir komu til sögunnar fyrst á þessari öld. Þá hófust mannflutningarnir að nýju til Eyja. Tók þá margt Landmanna sér búsetu þar. Flestir þeir, sem til Eyja fluttu á þessum árum, voru úr Rangárþingi. Vestur-Skaftafellssýslu og ár- nessýslu einkum frá Stokkseyri. Flestir núlifandi Eyjabúa eiga því ættir sínar að rekja til þessara hér- aða, þó margt Eyjamanna sé einnig víðsvegr að af landinu. Á þeim tíu skipum, sem gerð voru út frá Eyjum úr nærsveitum allt fram að aldamótum, var 12—18 manna skipshöfn á hverju skipi, þar með talin bú- stýra, sem fylgdi hverju skipi. Auk þess voru á nær því öllum Eyjaskipunum Landmenn svo tugum skipti. Líklegt má telja, að sum árin hafi verið um eða yfir hundráð Landmenn, sem réru á útveg Eyjabúa, en áttu (hlut sinn sjáifir og greiddu lítilræði fyrir þjón- ustu og húsaskjól. Eftir það voðaáfall, sem Austur-Landeyjahreppur varð fyrir árið 1893, þegar skipin Bæringur og To- bías fórust með allri áihöfn, dró mikið úr sjósókn Landmanna, sérstaklega úr þessum hreppi. Af þeim tuttugu og niu mönnum, sem fórust, voru tuttugu og þrír þaðan. Allt voru það menn í blóma lífsins, nema formennirnir sem báðir voru miðaldra menn. Þessa sömu vertíð fórst einnig við Landeyjasand formaður af þriðja skipinu. Ljóst má vera hvílíkt efnalegt heljarhögg þetta hefur verið fyrir þennan kostarýra og fátæka hrepp. Að vís'u var hann allfjölmennur um þessar mundir. Þetta slysaár bjuggu þar sextíu og þrír bændur. Telja má víst, að þessi slys hafi orðið mun tilfinnan- legri fyrir Landeyinga en hinn sorglegi atburður, þegar s'kipið Bótólfur fórst við Vestmannaeyjar átta árum síðar. Þá fórust tuttugu og sjö menn, flestir úr Austur-Eyjafjallahreppi. Þó liðin sé rúmlega hálf öld síðan þeir atburðir gerðust, sem hér hefur verið drepið á, eru þeir enn í fersku minni. Man ég sérstaklega þá miklu hlut- tekningu, sem allir hér í Eyjum sýndu þeim, er mest höfðu misst. Þó fjár'hagsleg geta til hjálpar þeim nauðstöddu væri allt ön.nur en nú á dögum, þá var samúð manna sízt minni. Lífsskilyrðin voru þannig, að hver varð að styðja annan, án þess að starblína fyrst á eigin hag, eins og því miður á sér nú of oft stað. Þegar að aldamótunum dró fór á margan hátt að gæta straumhvarfa í lífi manna, bæði til sjós og sveita. Menn tóku að sinna búskapnum meira en áður hafði þekkzt. Tel ég líklegt. að hinar miklu mann- fórnir hafi átt einhvern þátt í því. Þegar jafnvægi fór að komast á, jafnvel hjá þeim heimilum, sem mest afhroð höfðu goldið, tók afkoman að batna. Það er skiljanlegt þegar það er athugað, hve timafrekar þessar sjóferðir voru. Sérstaklegu voru teppur þær sem oft fylgdu Eyja- ferðum, öllum bagalegar og flestum hvimleiðar. Þó voru til einstaka menn, sem þótti ekkert að því að teppast nokkra daga. En þegar tognaði úr teppunum í vikur og einstaka sinnum í mánuði fór öllum að þykia nóg um. Lengsta teppa, sem ég heyrði talað um, mun hafa átt sér stað skömmu fyrir 1850. Varð hún fullar sextán vikur. En árið 1952 heyrði ég í útvarpinu minnzt á teppu sem talið var að hefði áít sér stað um 1870, og varað í átján vikur. Auðunn Einarsson, bóndi á Selialandi, föðurbróðir mi.nn, var talinn hafa verið formaður fyrir þvi skipi, sem var í þeirri för. Þrátt fyrir náin kynni mín af honum framsn af ævi minni, rekur mig ekki minni til, að ég heyrði hann minnast á þessa löngu teppu. Ég man vel eftir annarri teppu, sem hann sætti haust- ið 1890. Hann kom þé um réttir út í Eyjar á Júlí. Þeir voru sex saman og var erindið að kría út einhverja smáúttekt til vetrarins. Þetta átti að verða skyndi- ferð, en svo fór að þeir komust ekki aftur til Lands- ins fyrr en 2. janúar 1891. Fóru þeir slyppir, því Framhald á bls. 12. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.