Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 9
mannýga tarfa? — O, sei, sei, já. Ég var hræddur við drauga þegar ég var strákur. Ég var óskaplega myrkfælinn. A þeim árum var trúin á Þorgeirsbola sérstak- lega dóminerandi. Það var reyndar eitt bölvað nautið i viðbót. — Og ertu þá ekki myrkfæl- inn enn? — Nei, alveg laus við þann kvilla. Ég var vaninn af þeirri vitleysu. Mé.r fannst það reynd ar nokkuð harkalega gert, en það borgaði sig. Úr Unadilnum fór ég tólf ára. Það var 1920. Þá var ég eitt ár á Saurbæ í Lýtingisstaðahreppi og annað á Daufá. Það var gömul kona á Saurbæ, sem vandi mig af vit- leysunni. Það var á dimmu kvöldi, sem hún bað mig að koma með sér fram í búr og halda fyrir sig á týru. Hún ætlaði að sækja eitthvað. Við kókluðumst gegnum -angha'.a. Ég var á undan inn í búrið. Þá slökkti hún á týrunnl og skehti í lás á bak við mig og þramm- aði inn göngin. Og ég va,ð einn eftir í kol-niðamyrkri. Ai- einn hjá Þorgeirsbola og öllum heimsins draugum. En það und- arlega skeði. Mér duttu þéií varla í hug. Ég varð ofsalega reiður. Ég gafist filjótt uipp við að reyna að komast út og fór að brjóta hei'Iann urn hvernig ég gæti hefnt mín á kerling- unni. Annað_ komst ekki að í huga mér. Ég var öskureiður yfir þessari sneypu. Ég þreif- aði fyrir mér langa lengi unz ég rak lúkurnar í fiullt graut- arfat. Ég tók það og kcnmst með það til dyranna. Þar beið ég og gæHi við geðvonzkuna, sem frekar jókst en hitt. Mér fannst líða ógurlegur tími, en lokisins heyrði ég komið fram göngin aftur og vissi að það mundi vera gamla konan að sleppa mér úr prísundinni. Um leið og hún opnaði dembdi ég úr graut arfatinu beint framan í han,a og ruddist gegnum dyrnar og burt. — Þetta hefur allt verið gert í góðri meiningu, og þið hafið orðið perluvinir á eftir. — Góðri meiningu? Ég held þáð, já. Eg hefi aldrei fundið til myrkhræðslu síðan, en ég gat seint fyrir- gefið gömlu konunni hrekkinn. — Og hvernig spannst svo þráðurinn áfram? — Meðan ég var á Daufá veiktist óg af taugaveiki og lá í fjórtán vikur. Þá hef ég ver- ið hættast kominn á ævinni, — eiginlega í eina skiptið sem mér hefiur liðið verulega illa. Verstur var bölvaður sultur- inn. Sveltið var samkvæmt læknisráði. Ekkert nema þunnt mjóikurbland og síðan hafra- seyði. Ég þefaði tárvotur efitir hverri matairlykt. Það var bölv uð líðan. Fyrir sárbeiðni fékk ég einu sinni smáögn af jóla- kökusneið, sem ég treindi mér lengi. Það var blessuð gömul kona sem miðlaði mér af sinni náð. Ég sagði aldrei frá því, bara þrætti. Það var haldið að ég hefði komizt í mat, því hitinn rauk upp og mér versn- aði. Ég var ekki mikill bógur um vorið. Þá fór ég að Hofi í Vesturdal til Jóns Guðmunds- sonar. Hann sótti mig á Kross- messu. Ég var þar smali um sumarið. Ærnar voru kringum 80. Ég tel að ég eigi hjónunum á Hofi það að þakka, að ég varð ekki vesalingur til frarn- búðar. Þetta var hörkuduglegt fiólk. En það dekraði við mig. Jón lét ærnar út klukkan sex. þær voru síðan mjaltaðar, en ég var ekki vakinn fyrr en átta. Og allt var eftir þessu. Þetta var mér gott fólk. Ég var ekki beysinn, en ég náði mér. Það á ég þeim að þakka þessum ágætu hjónum. Ég fékk 150 krónur í kaup og mátti velja mér fallegasta dilkinn að auki. Það var höfðinglegt. Um jólin fékk ég að heimsækja foreldra mína út á Höfðaströnd. Þegar ég kom til baka var mér af- hentur kisti'll fu.llur af jólamat. Hver og einn hafði fengið sinn jólamat skammtaðan, eins og lönigum var siður hér áður. Allt það góðgæli, sem ég mundi hafa fengið þar heima, hefði ég ekki farið burt, það beið mín nú ósnert. Þetta var höfðingsskap- ur ,sem fiáir hefðu sýnt — og það var ekkert skorið við nögl og ég var beðinn að vera áfram næsta ár. En af því gat ekki orðið, hafði ráðið mig til Bjarna, bróður míns að Hól- koti á Reykjaströnd, hélt ég fengi ekki að vera lengur, hafði aldrei fyrr verið á það minnzt. Þótti það slæmt. Hefði viljað vera áfram. Jón á Hofi var skapmaður, en sagði aldrei styggðaryrði við nokkurn mann, það ég vissi. Það var þá helzt í réttum eða við sam- anreksturinn. Þá gátu spökustu menn átt það til að fjúka upp. Ekki veit ég a,f hverju, það er víst gömlu lenzka. — Og fór þá flækingnum að linna? — Svo má heita. Ég var næstu tvö árin að mestu hjá Bjarna bróður, bæði á landi og sjó. Tólf vikur var ég hjá Mar- geiri á ögmiundarstöðum og lærði, en 1927 settist ég að á Sauðárkróki. Byrjaði þá í bak- araiðn hjá Snæbirni heitnum. Þessi 40 ár befi ég síðan verið á Króknum að undanskildum tæpum tveim árum, sem ég var í Kaupmannahöfn. Þar lauk ég sveinsprófi í bakaraiðn 1932. — Síðan hefurðu bakað, iðk- að pólitík og fleira í bland? — Það má segja svo. — Og þú hefur tekið mikinn þátt í félagsmáluim, meðal ann- ars leikið með Leikfélaginu? — Já, og fileirum. Já ég hefi leikið töluvert. Byrjaði 1928 í Gæfumuninum hjá stúkunni. í stúku sjálfur? — Nei, ekki þá, en var það stundum, ekki núna. Ég fór með fimm 'hlutverk í Templó á þessum árum, en alls mun ég hafa leikið 67 hlutverk eftir því sem næst verður komizt, að vísu ekki öll stór, þarna eru meðtaldar revíur og smáþættir. -— Og stærsta hlutverkið? — Jón í Gullna Miðinu, og hann var skemmtilegastur. Mér þótti vænt um þann karfl. Hann var svo mannlega breyzkur. Ó- gæfumaður að vísu. Ást kon- unnar bjargaði homum — oig stoltið, hann vildi aldrei láta sinn hlu't. — Önnur hlutverk, sem þér hafa orðið huígstæð? — Arnes í Fjalla-Eyvindi, Freysteinn Kotstrandarkvikindi í Léniharði. Svo ihafði ég gaman af Pétri skraddara í Orðinu, annars man ég þetta ekki. En yfirleitt féll mér betur að leika hlutverk í íslenzkum leikjum, fannst þau standa mér nær. — Og þú befur stjórnað leik- sýningum? — Lítið fer nú fyrir því. Það mundi þá helzt vera Gullna hliðið. Ég hafði alltaf gatnan af að fást við leiklistina. En maður hefiur haft í ýrnsu að snúast og nú er ég kominn út- úr þessu öllu. — Og revíurnar. Þú samdir þær? — Dálítið, bæði einn og með öðruim. Það voru aðallega ýmis skemmtileg atvik hér heima fyrir, sem maður reyndi að taka fyrir. Fóikið virtist haía gaman af þessu. En nú má eniginn vera að neinu. Annars er hollt að fiást við svona Muti með góðuim félögum. — Hverja viltu nefna í því samibandi? — Eyþór og Valgarð tví- mælalaust. Eýþór tónskáld og Valgarð Blöndal, póstaí- greiðslumann með meiru. Þú hefur kynnzt þeim báðum. Fé- lagsmenn og gleðimenn í þess orðs beztu merkingu. — Eitthvað sérstakt, sem þú manst í sa-mibandi við þinn ieik listarferil? — Held ekki. Við fórum með Gullna hliðið til Siiglufjiarðar og höfðuim þar 7 sýningar. Þar urðu smámistök, uppistand og vandræði í himnaríkissenunni, — ekfcert til að hafa orð á. — Fleiri ævintýri. — Nei. Ég var búinn að segja þér frá þessu í Höfn, þegar ég fór á grímudansleikinn. Ég er smávaxinn og nettur eins og þú veizt. Var ég búinn sem ung- pía — innst sem yzt, með hatt og tösku og allt tilheyrandi og léttur uppá fótinn. Þar slceði það, sem reyndar er ekkert í frásögur færandi að einn gest- anna, sem var grímulaus, önd- veg'ismaður og síðar framá- maður í íslenzku þjóðlífi, gerði hosur sínar áberandi grænar fyrir ungu dömunni, gekk svo lengi um kvöldið, og var haft mikið gaman af meðal þeirra sem þekktu mig. En allt komst upp um síðir. En þá tók ekki betra við. Auimingja maðurinn lagði alltaf á flótta er hann mætti mér eftir þetta — höfð- um við þó verið nokkuð kunn- ugir áður. — Meira um áhugamál. — Útivera og veiðiskapur. Það er líf mitt og eftirlæti. Komst bara of sjaldan. Þó er kannske mest um vert, að við veiðar hefi ég kynnzt svo mörg um góðum félögum, sem ég hefði ella ekki augum litið. Ég hefi verið 20 sumur á Laxá á Skaga, einnig í Víðidatsá, Svartá og Ósnum. —- Og svo hefur póilitíkin verið þér hugleikin? — Veit það ekki. Ég fór í hreppsnefnd 1946, þá síðustu á Króknum, síðan óslitið í bæjar- stjórn. — Og forseti bæjarstjórnar. i— Sex, sjö ár, ég var það. Það gat orðið argsamt, stund- um. — Nokkuð illa við andstæð- ingana? — Það held ég ekki. Það á ekki að verka illa á mann, þó andstæðin.garnir séu harðir í málflutningi, ef þeir eru drengskaparmenn. En stund- uim hefur kannske hitnað fiull- mikið í kolunum. — Hver telur þú mestu heillasporin, sem stigin hafa verið síðan Sauðárkrókur fékk bæjarréttindi? — Tilkoma hitaveitunnar og rafveitunnar frá Gönguskarðsá. Við tilkomu hennar komst fjör kippur í iðnaðinn í bænum, sem fer sífollt vaxandi og á mikla framtíð, ef rétt er á máluim haldið. — Og þú unir lífinu og lífs- starfinu vel? — Undanbragðalaust Ég hefi alltaf kynnzt góðu fólki, aðeins misjafnlega góðu, og mér finnist gama.n að liifa lífinu. Framhald á bls. 13. 14. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.