Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 12
Sjósókn við Rangársanda Framhald af bls. 2 leiðið var tvísýnt. Þeir komust ekki heim til sín að því sinni, heldur urðu að lenda í Landeyjunum. Auð- un átti um þser mundir heima í Syðri-Rotum undir V estur-Ey j af j öllum. Faðir minn var um þessar mundir bókavörður Lestr- arfélagsins. Þá voru til í því um sex hundruð dansk- ar baekur um ýmisleg efni, og voru þær lítið lesnar. Auðun hafði án tilsagnar lært dönsku og fleiri tungu- mál. Hann dvaldist auðvitað hjá föður mínum, og urðu þessir dönsku doðrantar safnsins honum til stundastyttis og fróðleiks, enda undi hann hag sínum hið bezta, allan þennan tíma, þrátt fyrir fæði í knapp- asta lagi. Vetrarforðinn var í minnsta la,gi og þoldi illa að fullvöxnum karlmanni væri bætt á hann. Öðru máli gegndi um háseta Auðuns, sem ekki máttu missa sig að heiman, og hafa með vissu ekki haft eins góðar aðstæður til að svala fróðleiksþorsta sínum og formaður þeirra. Þeir voru óþolinmóðir í meira lagi, eftir þriggja mánaða kaupstaðaferð, sem von var til. Við Rangársanda gnauðar brimið ár og síð. Fremur var sjaldgæft að sjórinn lægi alveg niðri, eða væri „dauður" eins og 'kallað var í daglegu tali. Þó getur það átt sér stað í norðan eða norðauistanáttum, ef þær haldas-t iengi. Aftur á móti gat brimað ótrúlega fljótt, og einnig lægt brim á skömmum tíma. Langur og erfiður aðdragandi var að því að fara á flot við Sandana. Skipin varð að setja langan veg undan sjó í hvert skipti, sem komið var úr sjóferð, svo þeim væri óhætt. Marga menn þurfti til að hreyfa þau. Skipin voru óeðlilega þung vegna þess hve sterkbyggð þau voru, til þesis að þau þyldu löðr- unga sjávarins. Miúkur sandurinn gerði allan setn- ing erfiðan, þjakaði menn og málleysingja. Sjaldan var hægt að hefja störf fyrri en með birtu. Sjóferðir byrjuðu venjulega á því, að traustur mað- ur var sendur fram í sandinn, þar sem skipin voru, til þess að gæta að sjónum. Þegar sendimaðurinn kom aftur til bæja var sett upp veifa þar sem mikið bar á henni, ef sjór var fær. Ekki var vfst, að allir sæju veifuna sem það var ætla'ð. En allir töldu sér skylt jafnt þó það snerti þá ekki beinlínis, að koma boðum til þeirra, sem ætluðu á sjó. Til alls þessa fór langur tími. Þó veður væri stillt gat sjórinn verið ófaer dögum saman. Sérstaklega þótti það eiga illa við sjó, ef mikið hrím var. En oft komu dagar í röð, sem hægt var áhættuiitið að ýta á og landa við Sandinn. Þessi tækifæri voru óspart n.otuð ef aflavon var, þó ótrúleg- ir erfiðlei.kar fylgdu þessum sjóferðum. Hjá mörgum var sjávargatan löng. Þó var það al- siða, að Fljótsihlíðingar og Hvolhreppi-ngar og þeir, sem áttu langt að, lægju við á sjóbæjunum sem svo voru nefndir. Aldrei heyrði ég þess getið, að aðkoimu- mönnum væri neitað um far, þótt fullskipað væri fyrir ef nokkur kostur var að flytja þá. Allir vísbu að það var af knýjandi nauðsyn, að menn leituðu þessarar úrlausnar til bjargar sér og sínum. Þegar kom fram á Þorra. og fiskur fór að ganga upp að Söndunum, var farið að sneyðast um vetrarforð- ann og bjargarskortur fyrir dyrum hjá velflestum. Þetta var þó aðeinis be§ar illa áraði. Margar jarðir í ábúð voru svo lélegar og aðbúnaður fénaðarins þannig, að effirtekjur hans urðu margfalt minni en þurft hefði að vera, ef sætt hefði sæmilegri með- ferð. Ólíft var því á jörðunum einum. Þá var önnur ástæða til sjóróðranna sem flestum var í bléð borin. Það var ævintýra- og útþráin, sem gerir vart við sig hjá öllum heilbrigðum ungmenn- um. Þar sem fábreytnin og einangrunin var mikil. eins og átti sér stað í sveitum landsins á þessum árum, var hverri tilbreytingu tekið fegins hendi. Frásagnir af atfburðum, sem borið höfðu við í sjóferðum og verunum, höfðu mikil áhrif á ímyndunaraflið. sér- staklega unglingana. Enginn þótti maður með mönn- um, sem ekki hafði á sjó komið og tognað undir ár- inni. Því var við brugðið, hve sveitapiltar tóku skjótum framförum. þegar þeir fóru fyrst i verið. í landlegum voru aflraunír mikið stundaðar hér í Eyjum. Mátti oft sjá harðan aðgang, þegar heilar skipsfhafnir leiddu saman hesta sina í bændaglímu. Einnig æfðu margir kraftana á vogarlóðunum mörgu og þungu, sem voru við verzlanirnar á þessum árum. Fjölbreytni var mikil við þessar æfingar. Sýnir það sú saga um afa minn, Einar ísleifsson á Seljalandi. sem hér skal sögð. Einar hafði eitt sinn borið tíu lýsispunda lóð á milli húsa, um fimmtán faðma vegalengd, þegar verzlun- ar'hús Bryde kaupmanns stóðu enn inni í Skanzin- um. Lóðið- sem vóg 80 kg., bar hann ekki í höndun- um, slíkt hefði naumast þótt í frásögur færandi, held- ur í munninum. Fylgdi það sögunni, að hann hefði bitið um járniha'ldið. Þessi saga er sönn. Gísli Engilbertsson. verzlunar- stjóri á Tanganum .tengdafaðir minn, sagði mér hana eftir Einari sjálfum, þá öldruðum. Kvaðst hann hafa vafið vasaklút um hölduna. Sagði hann tímana tvenna. þyí nú gæti hann naumast bitið í sundur kökubita. Líkamslhreysti og kröftum var mjög á loft haldið um þessar mundir. Það var eðlilegt, því menn þurftu mjög á hvorutveggja að halda við flest störf. Þó nokkurs metnaðar gætti milli Eyjamanna og Landmanna minnist ég þess ekki að árekstrar yrðu aðrir en þeir, sem algengir máttu teljast. þegar mönn- um sinnast og orðaforðinn þrýtur. Þá var reynt að hafa mótstöðumanninn undir, en ekki barizt með hnefunum til óbóta. eins og nú vill við brenna. Það þótti fúlmennska, jafnvel þó menn væru nokkuð drukknir. Það var ekki sjaldséð að menn fengju sér í staupinu, en flestir neituðu sér þó um þessa nautn að mestu vegna dýrleika. og kostaði brennivínsflaskan þó ekki nema 58 aura þegar ég man fil. Aðstaða aðkomuskipanna til róðra og aflabragða var miklu verri hér í Eyjum, heldur en þeirra, sem hér áttu heima. Þau höfðu verri uppsátur og lélegri vistarverur fyrir skipShafnirnar. Fleira mætti telja. en það sem yfir tók var þó það, að skipshafnir Land- skipanna urðu sjálfar að bjarga aflanum undan sjó um langa vegleysu og gera að honum. Þau störf hafði kvenfólk og unglingar á hendi hjá Eyjamönn- um. Hinsvegar var það undantekningarlaust karl- mannsverk að fletja fiskinn og salta. Mér eru ennþá minnisstæðar hinar stóru lúðuseilar, sem Landskipin áttu stundum. þegar róðranhrota hafði staðið í marga daga. Aðgerð á lúðunum var létin sitja á hakanum þangað til landlega eða sunnu- dagur fór í hönd, þó að hann að öðrum kosti væri ekki notaður til vinnu, nema í ítrustu nauðsyn, En hér braut nauðsyn lög. Mikið verkefni hafði safnazt fyrir þegar vel hafði aflazt. hirðing á öllu því, sem til féll úr fiskinum, svo sem lifur, hrogn. sundmagar, kútmagar, að ógleymdum öllum hausunum. Ekkert fór til spillis. Þó held ég að fram til 1800 hafi aldrei neitt sem talizt gat, vexið unnið fyrir opnum dyr- um eða á aimannafæri á sunnudögum, frá því klukk- an 10 árdegis til klukkan 4 síðdegis. Ég ætla að minnast með fáum orðum tveggja kvenna sem dæmis um hina ströngu lífsbaráttu, sem flestir urðu að heyja á síðari hluta 19. aldar. Það var 'blálber neyðin, sem rak aðra þeirra sjóveika til að fara að stunda sjóinn út frá Söndunum. Þótti það þó ekki kvenna verk. þó ekki væri mulið undir kven- fólkið á þeim tímum. Sú fyrri hét Katrín Unadóttir frá Hólakoti undir Austur-Eyjaíjöllum, Hún dó fyrir nokkrum árum hér í Vestmannaeyjum. Hér eru ennþá lifandi þrír menn, sem voru henni samskipa, þó ekki samtímis. Ber þeim öllum saman um það, að hún hafi verið rösk. ósérhMfin og dug- leg til allra starfa. og vel fiskin. Var hún því eftir- sótt sem fóseti. Þegar hún réðist í róðrana var hún hjá systur sinni, Ingveldi, og manni hennar. Guðjóni Jónssyni frá Steinum, Síðar á Sandfelli í Vestmanna- eyjum. Þau bjuggu þá á Moldnúpi undir Vestur-Eyja- fjöllum. Hann var þá til sjóróðra í Vestmannaeyj- um. en heimilið algerlega bjargarlaust. Katrín leitaði til Stefáns Guðmundssonar formanns og bónda á Mið-Skála og falaði skiprúm. Hann var hinn mesti greiðamaður, eins og margir aðrir for- menn. Eflaust ihefur honum verið kunnugt um hinar bágu ástæður heimilisins, og gat því ekki neitað henni, þó það væri óþekkt þar. að kvenfólk sækti sjó út frá Sandinum. Einhvern veginn tókst Katrínu að útvega sér skinn- brók og handifæri, en skinnstakk hafði hún engan, þegar fyrsti róðurinn átti að 'hefjast. Varð það til þess að henni var neitað um að fljóta með. því öll skipsihöfnin var sammála um að ábyrgðarhluti væri, að láta hana róa verjulausa að ofan. Katrín minntist þess oft á efri árum sínum, að hún hefði verið í þungu skapi, þegar hún labbaði austur með sjónum með brókina og færið á hand- leggnum, hugsandi til þess hvílík vonbrigði yrðu heima fyrir, ef hún kæmi aftur allslaus. Ekki hafði 'hún gengið lengi, þegar hún sá eitt- hvert flykki. sem var að skolast í brimlöðrinu. Að- gætti 'hún hvað það væri, og reyndist það vera sem ný, oliuborin stuttkápa. Það má nærri geta, hvílíkur fögnuður hefur gripið hana. þegar hún á þennan ó- vænta hátt fékk upp í hendurnar þann hlut, sem hana vanhagaði svo sárlega um. Það þarf ekki að taka fram, að hún snéri aftur til skipsins, sem verið var að búa á sjó. og fékk hún nú farið. Þetta varð til þess að mestu neyðinni var bægt frá dyrunum. Katrín hélt áfram að róa út frá Sand- inum, þó sjóveik væri, oftast með mági sínum, Guð- jóni. sem var mikiU formaður og aflamaður. Hún flutti til Eyja ásamt mági sínum og'systur, skömmu eftir aldamótin, og dvaldi þar síðan til æviloka. Katrín Unadóttir fór ekki dult með þá sannfæringu sína, að æðri máttarvöld hefðu heyrt andvörp hennar. þegar hún reikaði full örvæntingar með fram sjónum. Þetta var lika sjaldgæfur reki og furðulegri, er þess er gætt. að vindur stóð ekki á land. Enginn skipreiki hafi heldur átt sér stað um þessar slóðir, svo menn vissu til. Sögumaður minn er Hannes Sigurðsson frá Selja- landi undir Eyjafjöllum, nú að Brimhól í Yestmanna- eyjum. Hann var skipsfélagi Katrínar, þegar þetta gerðist. Önnur kona, sem gat sér mikinn orðstír fyrir dugnað við sjómennsku og mannkosti alla, var Sólveig Petre- usardóttir í Krosshjáleigu í Austur-Landeyjum. Hún réri lengi með Pétri, bróður sínum. Þau voru dóttur- börn séra Páls Jónssonar skálda, börn Guðrúnar eldri. Pétur var rólyndur og æðrulaus, svo að orð var á gert. sérkennilegur í svörum og hraut aldrei ljótt orð af vörum, á hverju sem gekk. Hann var ókvæntur, en bjó í Tjarnarkoti (Krosshjáleigu). Það var eitt sinn að Pétur var að ýta á flot frá Sandinum. Sjór var vondur. Sólveig átti að róa út á. þegar skipið flaut, á móti öðrum. Aldraður maður studdi skipið að framanverðu, ásamt öðrum, svo að því slægi ekki flötu. Öldungurinn hafði ekki að vega sig upp í skipið. er það flaut. Hjarta Sól- veigar varð heilanum yfirsterkara, lagði hún upp árina til þess að innbyrða manninn. Af þessum sök- um sló skipinu flötu. og fengu þau vondan uppslátt. Byltist skipið þóftafullt af sjó í brimgarðinum, en að lokum skolaði öllu á land. Um leið og Pétur steig upp í sandinn mælti hann: .,Þetta var þér að kenna, Sólveig. Þú áttir að láta djangans karlinn hanga“. Eitt sinn lenti Pétur í miklu brimi,. þegar honum hafði verið veifað frá. Fékk hann svo stóran sjó, að skipið var að því komið að stafnstingast. Presturinn á Krossi veitti Pétri tiltal fyrir þessa lendingu. sem þó lánaðist vel. Sagði hann meðal annars, að það væri að freista drottins, að sýna svona fífldirfsku. Skipið hefði verið rétt komið fram yfir sig. .,Já, en þá þyngdi ég mér bara dálítið á, og það dugði“, sagði Pétur, Eitt sinn kom Pétur úr Eyjum sem oftar. Talið var nær ólendandi vegna brims, en landtaka tókst þó vel. Fundið var að því. að hann skyldi lenda Maríu, svo hét skipið, sem hann átti lengi og var formaður með, vegna þess hve léleg hún væri orðin. Gæti verið hætta á þvi að hún liðaðist sundur. Pétur svaraði: ..Vörurnar eru í skipinu að innan, en sjórinn heldur að því að utan, svo að Maria mín er öldungis eins og járnskip." Margt fleira þessu líkt var haft eftir Pétri. Hann drukknaði einn í lendingu af Maríu sinni veturinn 1'89'3. Var hann þá fimmtíu og eins árs að aldri. Talið var víst, að hann hefði tekið dauða sínum með sömu róseminni. sem einkennt hafði allt hans líf. Það var um og fyrir síðustu aldamót, að þessar tvær konur, sem ég gat hér, stunduðu sjó við Sand- inn. Þær stóðu fyllilega á sporði þeim karlmönnum. sem röskir þóttu. Mér er vel kunnugt, að víða á íslandi hefur kven- fólk stundað sjóróðra, sérslaklega fyrr á árum, en aðgætandi er. að aðstaða til sjósóknar er hvergi jafn slæm og við eyðisanda Rangárþings, að rétt má telja að ihalda nöfnum þeirra á loft, svo að þau falli ekki með öllu í gleymsku. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.