Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 16
Lausn á síðusfu krossgátu Il* oc :s -1 5 ¥ |r s Qr ~i A OC Ct ar •ct —. í/ £ " sí — 1 * \ a- — tt _l ar \ CE CE cn Uj y %. Or -4 I* A có ct A- cn js !•! ct Q) <x ■t. i-U or \~ <r % -4 Qr 3 Z £ Or 5= & -4 -3 B -J tt 3 <r * : 2. -- rs s: ar ve cá ctr <y. S’í i V J- - — íl; ct \r- — tz. o cc þ 2 1- — (ú- a- — or -4 — I- Œ v\ « u Or ‘3 — fiii cr C=ð (Y — -tt J V-3 tu VA ¥ 07 tt z. ctr Ck t* .5 £ U. ' 'A <r U Ck ilíí LV- jZ \~ 3 -.5 <X 3Í 3 VA u.3 «*• y p J tt r cá — tz •3 s: <S Í5 G “lí h ct ■z. v3 — <C Ul va Sr £ Z az cá t- -4 cc íl Z. Qr Z — il -J H L. <r É1 P \~ ar -4 <r o 4 £ a: NA ■fw 0 í-: k cr ar * Qd Ul 5=; a: ■2. 5 « 5 £ h w cr <r CA |S CÞ / } ct C* «1 z 1 cr Z. cr csú 11 «1 (Z ur Z. -1 or _- •2 1 o Is J ck cr U Cf) m p 1- cr Z. cy 3i Uj <S <S - P SSr Cd vd a: V — 11* i |*« ~s CE <A — z. z. íll ile ar v: tL Ooti \d ' ■ ' ; 'í ís k z m Á Fluguniýri. Ari læknir Arason bjó þá á Flugu- mýri. Hann var vinur Hjálmars mikill, cg svo Ari son hans, er síðar varð kansellíráð og átti Helgu Þorvaldsdóttur prests Böðvarssonar. — Guðlaug og Sig- ríður hétu dætur Ara læknis,, fagrar meyjar; Um þær kvað Hjálmar: Á Flugumýri fallegar finnaist heimasætur, Ijúfar eru og lystugar læknis Ara dætur. G iðlaug giftist Þórði umboðsmanni í Svlðholti, Bjarnasyni en sIBar Birni Gunnlaugssyni yfirkennara. Sigríðar bað lvfagnús Reynistaðaprestur, kallaður græni. Hann var son Sigurðar prests í Goðdölum. Sigríður tók því máli óbrátt, og höfðu menn fyrir satt að hún vildi hann ekki. En áður lengra kæmist drukknaði hann í Svartá, Lét hún þá mikimn söknuð í ljós, og setti vandaðan legsteiv á leiði hans í Goðadalakirkju- garði. Sigurður varð svo hrifinn af þessu. að hann arfleiddi hana að öllum eignum sínum. En það var stórmikið fé. Hún giftist skömmu síðar Pétri Péturssyni prófasti frá Víðivöllum (síðar biskupi.) (Bólu-Hjálmans-Saga.) ra Ljóðelskir hafa lslendingar talizt frá öndverðu og kveðskapur hefur svo langt sem sögur ná skipað veg- legan sess með þjóðinni. Á miklu hefur þótt velta, að menn gerð- ust Ijóðunum handgengnir snemma á œvi til að geta búið að þeim æ síðan. Hendingar úr skólaljóðum œskunnar eru mörgum manninum tiltækar fram á gamals aldur sem sígildur, ómetanlegur fjársjóður. Við lifum á hraðfleygri öld þar sem uppgötvanir gerbreyta við- horfum og heimsmynd og verðmœti um- skapast og birtast í nýj- um búningi. Nauðsynlegt er að fylgjast með þessu og gefa því gaum jafnan, ef við eigum ekki að standa uppi á sólskinsmorgni eins og nátttröll í þjóðsögu einn góðan veðurdag. Ljóðagerð íslendinga hefur tek- ið miklum stakkaskiptum á um- liðnum áratugum, eins og allir vita og ekki þarf að táka fram sérstak- lega. Nokkuð hefur á því borið, að óskynsamlega vœri spyrnt fœti við þessum nýmyndunum og um þœr hafa hlaðizt miklir fordómar. Það er eðlilegt að fólk, sem vanizt hefur hefðbundnu Ijóðformi og lœrt að njóta verka öndvegisskálda okkar í þeim búningi eigi erfitt með að sóðla um skyndilega og tileinka sér Ijóðið í nýjum klœðum, nýrri gerð. En hitt er jafnsjálfsagt. að ungri kyn- slóð sé kynnt Ijóðlist samtíðar og gert kleift að njóta hennar. Hún getur orðið henni jafngild og kvœði Matthíasar og Steingríms eru mörgu eldra fólki á þessu landi. Það vakti athygli mína, er ég kenndi íslenzkar bókmenntir um skeið við gagnfræðaskóla hér í Reykjavík, hve gamáldags viðhorf nútimaunglingar margir höfðu gagnvart Ijóðlist samtíðarinnar. Þessir unglingar, sem voru á þeim aldri er hugurinn á að vera op- inn og móttœkilegur, höfðu ein- hversstaðar orðið fyrir fordómum gagnvart Ijóðagerð þeirrar skálda- kynslóðar, er hœst ber um þessar mundir hér á landi og þessa for- dóma höfðu þeir drukkið í sig í stað Ijóðanna sjálfra. Hér var ekki við unglingana sjálfa að sakast, en ein- hverjir, sem þeir treystu betur en sjálfum sér, höfðu komið þessu inn hjá þeim. Þegar þessi mál voru tek- in til umrœðu. kom það hins vegar í Ijós til mikillar ánœgju, að for- dómaviðhorfin höfðu ekki eins djúpar rœtur og í fyrstu hefði mátt virðast. Á þessi mál er drepið hér nú fyr- ir þá sök, að nýlega hafa orðið nokkrar umrœður í blöðum um nú- útkomna bók, Nútímaljóð, sem Ríkisútgáfa námsbóka gefur út og œtluð er til notkunar í skólum lands ins. í bók þessari eru Ijóð eftir tólf nútímaskáld og segir í athugasemd- um, að aðeins séu tekin með skáld sem enn séu undir fimmtugu þegar bókin kemur út. Amazt hefur verið við útkomu þessarar bókar. Aldinn þulur birti Ijóð úr henni samhliða erindum úr skólaljóðum bernsku sinnar og virt- ist mótlættur yfir því að nútíma- æsku skyldi gefinn kostur á öðru vísi tilreiddu andlegu fóðri en œsku áldamótaáranna. Einnig hefur Ijóð- um þessarar bókar verið fundið það til foráttu að þau hafa ekki enda- rím og mörg hver hvorki stuðla né höfuftstafi. Þá hefur einnig ver- ið drepið á ýmislegt annað i sam- bandi við þessa útgáfu, þar sem tekið er á málum af meiri rökvísi og skynsemi. Auðvitað hlýtur alltaf að mega deila um ýmislegt í kveri sem þessu. í fyrsta lagi er það eng- an veginn einsýnt hvaða skáld velja skuli úr samtímanum og getur sýnzt nokkuð sitt hverjum um það. 1 öðru lagi hlýtur það einnig lengi að vera áhorfsmál, hvaða Ijóð hvers skálds skuli velja í verk sem þetta, þar kemur til misjafn smekkur og margt fleira. Einnig er eðlilegt að menn hafi skiptar skoðanir um það hversu ítarlegt Ijóðasafn sem þetta skuli vera og hvort skýringar skuli fylgja eða ekki. Um allt þetta má deila og er eðlilegt að þessi mál séu rœdd og hófð til hliðsjónar áð- ur en nœst verður ráðizt í útnáfu svipaða þessari. Af samtímaskáldum undir fimm- tugu sákna ég einkum í þessari bók Stefáns Harðar Grímssonar, en tvö önnur skáld, sem þarna hefðu átt heima, Þorgeir Sveinbjarnar- son og Jón Dan, eru öfugu megin við valið aldurstakmark. Fleira í þessitm dúr mætti rekja lengi. en ef nefna œtti eitthvað sérstákt mundi ég telja œskilegt að frœði- legar skýringar fylgdu nœstu út- gáfu: Orðaskýringar og bókmennta legar skilgreiningar með tilvísun til texta, sem rannar hljóta að vera grundvöllur náms í fagurbókmennt um. Þetta er til að hafa í huga, en mikils er um vert að hafizt hefur verið handa um útgáfu í þessum stíl. Æskufólk í skólum landsins hefur lengi vanhagað um úrval Ijóða samtímaskálda. Jón Hnefill Aðalsteinssov.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.