Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 6
Menzki skipstjórlnn «li kimrrska tikin Leira Snœbjörn Jónsson tók saman Bogi Jón er íslenzkur skipstjóri á Englandi. Fjórtán ára gamall gekk hann í þjónustu enska landvarnarliðsins, sem kom hingað í maí 1940, og var á hát sem fiutti vatn frá Reykjavík til herskip- anna sem lágu á Hvalfirði. Við breytta tilhögun lögðust þessir flutningur nið- ur, og fór hann þá nokkrar ferðir til Ameríku á skipum Eimskipafélagsins, en á ofanverðu árinu 1943 réðist hann á danskt vöruflutningaskip, sem var í þjónustu Breta. í þeim siglingum var hann til stríðsloka, en á ýmsum skipum, því þeim var sökkt hverju eftir annað. Að stríðinu loknu fór Bogi á sjó- mannaskóla í London (King Edward VII Nautical School) og tók þar á þrem árum öll þau próf, sem til þess þurfti að öðlast fyllstu skipstjórnarrétt- indi í brezka kaupskipaflotanum. Var hann síðan í fjórtán ár skipstjórnarmað- ur í þjónustu Shellfélagsins, og þá lengstum í austurhöfum, en sigldi ann- ars um öll veraldarhöfin. En ferðum þessara skipa var þannig háttað, að liðið gátu fjórtán mánuðir á milli þess, að hann kæmi heim til sín. Eftir að hann hafði stofnað sitt eigið heimili og þau hjónin eignazt böirn (þau eiga tvo drengi, fædda 1954 og 1958), mátti þetta kallast með öllu óviðunandi, og afréð hann þá að flytjast milli útgerðarfélaga og gek'k í þjónustu félags þess, er nefn- ist Palm Line Ltd. Það hefir aðalaðset- ur í London, en skip þess (11-13 þús. tonna) sigla einkum til Afriku, sérstak- lega vesturstrandarinnar, og jafnframt til margra hafna á meginlandi Evrópu. Er hann venjulega tvo til þrjá mánuði í hverri ferð. Fer hann iðulega af skipinu í fyrstu höfn, sem hann kemur til í Evr- ópu, en annar skipstjóri er þá sendur til að ljúka ferðinni og sigla því að lokum í ibrezka höfn, en hann fer heim flug- leiðis. Úr því að minnzt er á þessar Afr- í'kusiglingar hans, má geta þess, að oft- sinnis hefir hann haft íslenzka skreið meðferðis þegar ‘hann lét úr höfn í London. Hundasaga sú, sem hér er nú þýdd, biritist í blaðinu Hampshire Telegraph 18. maí 1962. Um ævilok kínversku tík- arinnar er það að segja, að 'hún varð bráðdauð úti fyrir hliðinu heim til húsbænda sinna, og mun hún þá hafa verið að stugga við bíl, sem um veginn fór; má ætla að hún hafi þá verið í æstu skapi og hugsanlegt að æsinguna hafi hún ekki þolað. Var talið að hjarta- bilun hefði orðið henni að fjörtjóni. Og nú hefst sagan: Það var árið 1946, að skipstjórnar- maður, Bogi að nafni, í kaupskipaflot- anum fann svolítinn hvolp í leirnum við bakka Shanghaifljófs. Þetta var tík af Norður-kínversku kyni og var fót- brotin á öUum fótum. Kínverjar, sem ekki vilja deyða skepnur, hafa þann háttinn á þegar þeir þurfa að stytta einhverri skepnu aldur, að þeir brjóta fótleggi hennar og varpa henni svo í eitthvert fljótið. Þar með líta þeir svo á, að ekki eigi þeir sök á dauða skepn- unnar, heldur hafi hún orðið sjálfdauð, og því engin hætta á, að sál hennar sæki að þeim með 'hefndarhug. Bogi tól: veslings hvolpinn upp á skip sitt, og með tilhjálp annarra tókst hon- um að gera við öll beinbrotin og binda spelkur á lappir hvolpsins. Lét hann svo l’iggja í káetu sinni og hjúkraði honum af mikilli nákvæmni, enda lækn- uðust fótbrotin til fuUs. Litlu tíkinni var gefið nafn og hún kölluð Leira, sökum þess, að upp úr leirnum hafði henni verið bjargað. Hún var síðan á skipinu í fjögur ár, og svo varð hún hænd að Boga að hún mátti helzt ekki af honum sjá. Þegar hann var á stjórnvakt, rölti hún fram og aftur í brúnni, en var annars alltaf hjá honum í káetunni. Engum hundi vildi hún leyfa að koma út í skipið. Hundur af því kyni sem Stór-Dani nefn- ist, komist eitt sinn upp í það, en þá var Leira ekki sein að ráðast á hann og að þessu sinni varð hann að sætta sig við að lúta í lægra haldi og hypja sig burt illa útleikinn. Alltaf mátti Bogi fara með hana eins og honum sýndist; hún möglaði aldrei. Má vera að hún hafi verið þess minnug að það var hann sem í bókstaflegasta skilningi hafði komið fótum undir hana. Þegar skipið hélt heimleiðs úr aust- urhöfum, fór öll áhöfnin af því í Gí- braltar og þaðan heim flugleiðis. Bogi mátti ekki taka Leiru með sér og þótti honum þó harla sár,t að verða að skilja hana eftir. En ekki tjáir að deila við dómarann. Til þess að höggva á Gordíonshnútinn, tók einn stýrimanna það til bragðs að hann fór til Boga með byssu í hendinni og sagðist hafa verið að skjóta tíkina. Tjáði þá ekki að eyða orðum um málið, því að eins og Pindar sogir, getur jafnvel ekki guð almáttugur gert það ógert sem eitt sinn hefir gert verið. Sögunni var þá lokið. Svo leið heilt misseri. Spánsk gæzlu- áhöfn hafði verið ráðin á skipið og það látið liggja í Gibraltar allan þenna tíma. Og nú kom Bogi þangað aftur til að taka við sínu fyrra starfi. Rakst hann þá á kunningja sinn og sagði sá honum, að Leira væri enn á l'ífi, hefði ekki verið skotin, en væri hjá spánsku áhöfninni á skipinu. Höfðu þessir menn fleygt í hana mat og haft hana fyrir varðhund, enda var hún vel til þess fall- in. Fór þá Bogi út á skipið og reyndist allt satt, sem kunningi hans hafði sagt honum. En fyrst í stað var eins og veslings tíkin gæti ekki trúað sínum eigin augum að húsbóndi hennar væri þarna aftur kominn. Þegar hún svo hafði rækilega þefað af fötum hans og sannfærzt um, að þarna væri um enga missýningu að ræða, trylltist hún hreint af fögnuði. Og nú varð samfélag þeirra eins og það hafði áður verið á skipinu. Næst þegar Bogi fór til Englands, fór hann sjóveg alla leiðina og gat því tekið Leiru með sér. En vitanlega varð hún að fara í sex mánaða sóttkví. Þegar hún hafði verið þar í þrjá mánuði, veiktist hún af mieltingarkvil’la sökurn þess að hún hafði ekki haft það viðurværi, sem henni ihentaði. Hún lifði þetta þó af, og eingöngu vegna þess, að stúlka sú, er hundana annaðist, sá að hverju stefndi, og tók það ráð, að kaupa fyrir sína eig- in vaisapeninga hrátt -kjöt til að gefa tíkinni, sem varð til þess, að hún hjarn- aði við aftur. Þegar hér var fcomið, var Bogi kvæntur. Leira var ákaflega afíbrýðis- söm við Hazel konu hans fyrst í stað, lá bara og urraði við henni, fitjaði upp á trýnið og sýndi tenmur. Það var rétt sama hvað Hazel gerði til þess að laða hana að sér; það bar engan arangur. Loks gramdist henni þessi þvermóðska og sló Leiru góðan löðrung. Upp frá þeirri stundu voru þær slíkir vinir að hvorug vi'ldi án hinnar vera. Helzt var það, að hugur Leiru væri ekki alveg eins rígibundinn við Hazel þegar Bogi var heima, í fríum sínum. Þegar Graeme fæddist, eldri sonur hjónanna, var farið með Leiru upp á l'oft til þess að sýna henni barnið. Eftir að hún var búin að skoða -hann að vild, hljóp hún niður stigann og út, -beint út í garð og gróf þar upp bezta beinið sitt, hljóp aftur upp á loft með það og lagði það niður við vöggu nýfædda drengsins. Og svo gerði hún sér t'ítt um hann að hún lá tímunum samun við vagninn sem hann kúrði í. Einn dag var það, að sendimaður frá matvöruverzluninni gekk þvert yfir flötina í garðinum og að vagni þarns- ins, til þess að sjá það. Leiru gazt ekki af s’l'íkri afskiptasemi, og það „sagði“ hún svo, að ekki var til að misskilja. Eftir það vildi maðurinn ekki hætta á að fara út úr bíl sínum fyr en ein- hver var kominn út, ef hann sá Leiru þar á næstu grösum. Þegar Leira kom úr sóttkvínni, hafði hún aldrei á ævi sinni séð gras, en nú varð það fyrir henni þegar heim kom. Og svo fannst henni mikið til um það, að hún ætlaði aldrei að geta velt sér í því nægju sína. Aftur á móti var hún ofsalega hrædd við að fara yfir götu og vildi helzt skjótast það á hlið. Þrennt var það annað, sem henni stóð mestur stuggur af, en það var eldur (hann hafði hún aldrei séð á skipunum), það voru þrurnur, og það voru eldingar. Þegar sknuggur voru að degi til, hljóp hún upp í fangið á ein-hverjum, en að nóttu til 'hljóp hún upp i rúm til þess að láta halda sér. Um eitt skeið hafði Hazel ibúð í húsi móður sinnar í Sussex. Móðir hennar átti veiðihund, sem hét Tumi, og ef báð- ir hundarnir voru lausir samtímis, var það háttur Tuma að taka Leiru með sér í veiðiför. Því voru þau lokuð inn-i til skiptis, eða tjóðruð. Ef Tumi var tjóðraður, hafð'i Leira það til, að naga sundur tjóðurbandið, og þá var ekki að því að spyrja, að þau þutu út í ibuskann. Þetta var uppi í sveit og þarna var mikið um óræktar- runna og viðarflækjur. Þangað varð Turni að hendast til þess að fæla kan- ínurnar út þaðan, en Leira var sérlegur hlaupagarpur, og hennar hlutverk var að þeytast í kring um runnann til þess að grípa kanínurnar. Ef þau uppgötv- uðust við þessa iðju, þaut Leira heim, í þeirri von að hafa ekki sézt, en lét Tuma eftir til þess að taka út refsing- una. A heimilinu var ennfremur síamskur köttur, sem Mangi hét, en hann veiddi mýs og mold’vörpur og lék sér að þeim lifandi. Þetta gat Leira ekki þolað að sjá. Ef hún var nærstödd, rauk hún til og deyddi kvikindið og fékk svo Manga það aftur. í fyrsta sinn sem sem Leira og Mangi hittust, réðst hann á hana með alveg ósvikinni kattargrimmd, elti hana upp stigann og niður aftur ibakdyramegin. Svo veiktist hennar góði vinur, Tumi. Hún kom þá inn í stofuna, þar sem hann. lá. Hann gerði tilraun til þess að dilla til hennar rófunni, en hafði naum- ast mát't til þess. Hún stanzaði snögg- lega, áður en hún var komin alla leið tii hans, lagði niður rófuna, hvarf út aftur og fékkst ekki til að koma inn aftur. Tumi dó þennan sama dag. Eftir að hann var dauður, var Leira óhugg- andi, ráfaði um í heila viku, leitandi að Tuma, og vildi ekki éta. Hún leitaði hans jafnvel niður í kjallara, en um þann stað hafði henni alla tíð verið l'ítið gefið. Leira lifði það, að verða fjórtán ára. Hún var sérlega fallegur og snotur Framlhald á bls. 11 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.