Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1968, Blaðsíða 15
ENGELBERT Engilbert. Fjölmargar nýjar pop-stjörn ur komu fram á sjónarsviðið á sl. ári. Ein hinna skærari var Engilbert Humperdinck. I en jiu, var bæði hörð og misk- unnarlaus og Gerry vairð fljót- lega undir í vi'ðureigninni um hjörtu fólksins. Hæfileikarn- ir voru fyrir hendi en skiln- ingur á afstöðu fólks ekki. Stærstu mistök Gerry Dorsey voru hugsanaskekkja varðandi smekk fólksins og sú kjánalega stefna að halda sig utan við allt sem pop-tónlist viðvék. Fyrsta plata hans CRAZY BELLS mistókst algjörlega og marz sigráði hann heiminn með laginu „Release Me“ og síðan komu lög eins og HERE GOES ME EVERYTHING og „Síðasti valsinn" svo að eitt- hvað sé nefnt. En lífið hefur ekki alltaf verið honum dans á rósum og ganga hans a topp stjörnuhiminsins hefur bæði verið löng og erfið. Engilbert, sem að réttu nafni heitir Gerry Dorsey, hó£ söngferil s;nn fyr- ir u.þ.b. 7 árum síðan. Sam- keppnin í þá daga, ekki síður eins fór um þær sem á eftir komu. En Gerry var ekki á því að gefast upp. Hann fékk sér nýjan umboðsmann, breytti um útlit og stíl og breytti nafni sínu úr Gerry Dorsey í Engilbert Humperdinck og ár- angurinn lét ekki á sér standa. Að öllum líkindum eigum við eftir að heyra nokkuð meira frá Engilbert Humperdinck og athyglisvert verður að fylgjast með þessum ágæta söngvara í náinni framtíð. V doe Loss, sem þjóðkunnur er á meðal vor Islendinga varð svo frægur að leika í Buckingham Palace nú nýverið í árlegu jólapartíi konungf iölskyldunnar brezku. Hefur honum eflaust þótt mikið til þessa koma eftir áratuga basl og upptroðning í Ríkisútvarpinu íslenzlca. > Elvis Presley og Nancy Sinatra leika nú saman í kvikmynd sem nefnist „SPEEDWAY“. Hann ætlar ekki að gera það endasleppt „gaml'. maður:nn“. V Litið sem ekkert hefur heyrzt frá Mannfred Mann að undanförnu, sem ekki er von því að um þessar mundir s'tur hann með sve ttan skallann og semur lög sem væntanleg eru á markáðinn innan skamms. ■> Nú geysar sá orðrómur um Lundúnaborg að Mick Jagger eigi tvo ,,rollinga“ utan hiónabands (eitt bandið enn), sitt með hvorri. Kiðlingar þessir eiga að hafa fæðzt á árunum 1964—66. Ari'ð 1967 var ekki gott ár fyrir Rolling Stones, engin „hit“-plata. Mörg löng og þreytandi málaferli hafa gert þá mjög taugaveiklaða og hafa haft mjög neikvæð áhrif á plötuútgáfu þessara 5 annars ágætu pilta. Það byrjaði fyrst að ganga illa eftir að þeir gáfu út plötuna, „Between the Buttons", sem þrátt fyrir hrós g agnrýnenda hlaut ekki góða sölu. Síðan komu lögin „Lets Spend The Night Together", sem í Ameríku hlaut nafnið „Lets Spend Soma Time Together" og Flower Power sagan, We Love Y ou“, sem verkaði á aðdáendur þeirra sem ör- væntingarhróp. Bæði voru lögin einföld og seld ust fyrst og fremst vegna þess að fólk hélt, að frá Rollingunum kæmu ekki nema vönduð og gó'ð lög eins og á 3 undanförnum árum, en svo var þó ekki. Nú hafa þeir hætt að mestu að leika á hljómleikum eins og Bítlarnir og hafa helgað sig heimilislífinu. Aðeins einu sinni á ár inu voru þeir á forsíðum blaðanna og var það ekki efnilegt sem um þá var ritað þar. Mick J agger og Brian Jones voru staðnir að verki við neyzlu deyfilyfja í taumlausri veizlu í London sem blaðið, „News Of The World“ vísaði lög- reglunni á. Ákæran var notkun deyfilyfja og Jagger og Richard voru sýknaðir en hinn fljót- mælti og hreinskilni Jones var dæmdur í 9 mánaða fangelsi. Dómnum var áfrýjáð svo að enginn veit ennþá hver málalok verða. Vandamálin hafa einnig skotið upp kollinum í einka- lífi þeirra félaga, Chrissie Shrimpton yfirgaf Jagger, en hann fékk fljótlega Marianne Faith- ful til að „passa" sig. Bill Wyman er búinn að skilja við konu sína og Brian Jones er ekki lengur með þýzku leikkonunni Anita Pallenburg, því hún er byrjuð að slá sér upp með Keith Richard. Og nú hafa þeir sent frá sér enn eina L.P. plötu sem kom út í desember sl. og ekki virðist vera áhugi fyrir henni frekar en þeim sem áður hafa komið. pgign-::!: ,j!X -■ Í pfeL-- 420 þús. ísl. krónur eru vissu lega álitlega fjárhæð. En Stevie Winwood, sem ekki kallar allt ömmu sína, fannst það alls ekki of mikið fyrir bezta orgel og magnara sem völ er á. En Stevie var staðráðinn í því að slá í gegn og mánuð- um saman vann hann með hljómsveit sinni Traffic. Hann ætlaði að sýna af sér eitthvað algjörlega nýtt eða réttara sagt ætlaði hann að gjörbylta pop- heiminum. Og lögin PAPER SUN og HOLE IN MY SHOE gáfu ríka ástæðu til að ætla að svo myndi fara. En nú er komi'ð babb í bátinn því að annar aðalmaður hljómsveitar- innar DAVE MASON, sem ver ið hefur aðal lagasmiður þeirra félaga hefur ákveðið að yfir- gefa hljómsveitina. Aðalástæð- urnar munu vera þær að hon- um finnst Stevie vera gert of hátt undir höfði í sambandi við velgengni hljómsveitarinnar svo og er hann lítið gefinn fyrir ferðalög en Traffic ferð- ast töluvert. Vissulega er þetta miki'ð áfall fyrir Traffic því að ekki er ætlunin að ráða annan mann í hans stað í bráð og þó svo yrði gert mundi erfitt að fylla skarð þessa ágæta hljóm- listarmanns. Traffic munu halda áfram og þá sem trió því margt er á döfinni hjá þeim félögum og ekki þýðir að leggja árar í bát. Hins veg- ar verður fróðlegt að sjá hvort vinsældir hljómsveitarinnar raskast eitthvað þegar þeir verða aðeins otðnir þrír. 14. ' múar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.