Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 5
LSD Smásaga eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Framhald af bls. 2 mjög óstöðugur. Fer aftur í rúmið. Virðist haldinn kligju, ölvaður.) Síð ar sagði Dr. Ray að ég hafi litið svo illa út að hann kligjaði við). Ef ég gæti komizt á fætur, komizt upp af þessiun legubekk, kynni ég ef til vill að geta haldið mér við fulla meðvitund. Ég stritaði við að komast á fætur, hékk hjálp frá Dr. Ray, en lík- aminn var svo kraftlaus að þetta tókst ekki. Eg er svo veikur, veikur, veikur. Fer aftur í rúmið. Kl. 2,45. Sezt upp aftur og berst við að halda sér uppi. Virðist vera að komast út úr þessu. Inn kemur hjúkrunarkona: hann verður glað- ur við. Ég verð að halda mér við ráð og rænu. Ég sít öðru megin á legubekkn- um, teygi úr mér, líkt og ég væri að reyna að halda mér vakandi að nóttu til, akandi á hraðumferðavegi. Skyndilega kemur inn hjúkrunar- kona, snotur litil stúlka, sem ég kann- ast við frá minni deild. Það finnst mér indælt. „Hvar var þurfti yður ég hven- ær?“ segi ég svo vel sem ég get, skil því næst að orðin mynda enga mein- ingu, bæti svo við:„Þarna voru orðin, setjið þau saman eins og yður vel lík- ar“. Klifrið upp í flugbátinn minn“held ég áfram. „Farið úr einkennisbúningn- um, og við skulum velta okkur á stopp uðu gólfinu hérna í klefanum". En hún skilur ekki neitt. Hún er líka ein af hinum. Kl. 3,00. Farinn á fætur og gengur um. Fer inn í baðherbergið. Fer aftur að hafa ánægju af tilverunni og segir brandara. II, ann þrýsti blautu andlitinu að gólfinu. Það var kalt. Gráturinn sefaðist, en hann sveið í hálsinn og kuldinn seildist upp eftir bakinu á honum. Hann verkjaði um allan skrokkinn, samt hreyfði hann sig ekki. Aldrei framar ætl- aði hann að hreyfa sig. Hérna ætlaði hann að liggja aleinn í kaldri stofunni og deyja. Það var mátulegt á þau. Kannski skammast þau sín, þegar þau finna hann dáinn og þá rennur upp fyrir þeim, að þau hafa verið vond við hann saklausan? En þá er það of seint, og þau fara að gráta. Gráta yfir honum og skilja, að hann hafði verið beztur af bömunum. Hann saug upp í nefið og hlustaði eftir umgangi, en ekk- ert heyrðist. Hann hætti að gráta. Þögnin rann saman við kuldann og gerði hann enn sárari. Hann vissi hvernig menn dóu. Þeir urðu kaldir og stirðir og loks gátu þeir ekki lengur hreyft sig eða talað. Fyrst dóu fæturnir. Svo fikraði dauðakuldinn sig alla leið upp til hjartans og það hætti að slá. Hann teygði aðeins úr öðrum fætinum til þess að vita hvort hann væri lifandi ennþá. Fóturinn var dofinn. Við hreyfinguna fór hrollur um drenginn alveg upp í höfuð. Hann fann til feginleika, því þetta var áreiðanlega byrj- unin. Þá tók hann eftir tístinu. Litli straumandarunginn var að tista Hann var alveg búinn að gleyma unganum, þó var hann hér inni hjá honum. Hann þurfti ekki að snúa sér við til að gá, unginn var í kassanum sínum í horninu hjá ofninum. Enginn hafði kveikt upp í ofninum í dag svo nú var kalt hjá unganum. Hvemig gat hann gleymt honum? Ekkert í heiminum var eins fallegt og unginn. Það var líka eitthvað dularfullt við hann. Hvernig hann fannst. Bræður hans komu með hann í fyrradag. Þeir fundu hann í árgilinu fyrir neðan fossa. Þar var hann einsamall að synda milli steina í þessari líka rigningunni og kuldanum. Engin önd sjáanleg. Enda hefur straumöndin aldrei verpt fyrir neðan fossa. Hún hefur árum saman verpt á sama stað við bugðuna á ánni ofan við Efrifoss. Hvernig gat svona ungakríli ný- skriðið úr egginu komizt lifandi niður báða fossana? Fólk- ið hélt reyndar, að öndin hefði brugðið út af vananum og verpt fyrir neðan fossa af því hvað vorið var kalt. Það var þráttað um það fram og aftur og loks veðjað. Bræður hans leituðu að hreiðrinu, annar fyrir ofan fossa, hinn fyrir neðan. Hvorugur fann nokkuð. Til straumandarinnar sást ekkert. Unginn var látinn í stóran pappakassa og ullarrýja breidd undir hann. Kassinn var svo settur við ofninn og það var kveikt upp. Allir dáðust að unganum. Litlu krökkunum var bannað að vera að káfa í honum. Og nú voru þeir hér tveir einir í kuldanum. Enginn mimdi eftir þeim. Drengurinn vorkenndi litla unganum og fór að hugsa um að ná í hann og hafa hann hjá sér. Þegar hann ætlaði að rísa upp var hann svo kaldur og dof- inn, að hann átti bágt með að hreyfa sig. Þá tísti unginn á- kaft, og drengurinn talaði til hans og bað hann að koma til sín, þó hann mætti vita að lítill ungi komst ekki upp úr háum kassa. Samt kom unginn. Drengurinn hlustaði hvernig tístið nálgaðist, en gat ekki snúið höfðinu til að sjá ungann, það var svo þungt. Svo kom unginn fast upp að andlitinu á honum og rak lítið kalt nef í kinnina. Allt í einu vissi drengurinn hvernig unginn hafði komist niður fossana og upp úr kassanum. Það var Guð sem rétti niður stóra gagnsæja hönd og lyfti unganum svo undur mjúklega yfir straumkastið og stórgrýtið í fossgljúfrunum. Þessi sama glæra hönd bar ungann upp úr kassanum. Dregurinn lagði lófann utan um ungann, svo blés hann á hann hlýrri andgufu til að verma hann, en unginn hélt áfram að kólna. Skelfing greip drenginn Unginn var hættur að tísta. Hann lá kaldur og kyrr í hálsakoti hans. Drengurinn reyndi að hrópa á einhvem, en hljóðið stóð fast í hálsinum. Stuttu síðar fann móðir hans hann sofandi á stofugólf- inu með dauðann ungann undir kverkinni - Ég held að hjúkrunarkonan hafi sett það af stað. Ég er aftur farinn að beina huganum út á við, og hef nokkra stjórn á mér, a.m.k. næga til að nota baðherbergið, eins og ég hef óskað síð- ast liðnar tvær stundir. Ég kem aftur þaðan, sezt á stól og held jafnvægi. Inn kemur dr. Shagass, og ég skellihlæ að því hvernig pípan hans afskræmir neðri vörina. - Það er heldur draugalegt niðri í fylgsnum hugans“ segi ég. „Það eru skrímsli þar niðri. En það er hverjum manni heimilt að eiga svo sem eitt eða tvö skrímsli“. -„Allt í lagi, þér eruð leystur frá störfum“ segi ég hryssingslega og sný mér að mínum eigin hugsunum. En ég verða að vera mjög þolinmóður við hann, því að hann hefir ekki „verið hér“. Síðar útskýrði Dr. Shagass að hann leyfði engum lækna sinna að reyna LSD á sjálfum sér. „Þeir missa alla hlut- Iægni“ segir hann. „Annaðhvort gerast þeir lyfinu ofsalega andstæðir, eða taka til við að telja um fyrir mönnum". Þegar hann hóf starf sitt upphaflega, reyndi einn af fastráðnum geðlæknum hans meðalið á sjálfum sér, en þá stofn- uðu þeir strax „klúbb“ þessi læknir og annar starfsmaður sjúkrahússins, en sá hafði líka tekið inn lyfið. Nú fannst mér að lyfið færi fljót- lega að missa tökin á mér. Ég gekk fram og aftur, steig fáein dansspor, þótt ég væri reyndar yfir mig þreyttur. Mér fannst að morgunn næsta dags væri kominn. En klukkan var aðeins fimm eftir hádegi þann sama dag. Dr. Ray Framhald á bls. 13 11. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.