Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1968, Blaðsíða 10
Hraunsvík. Festarfjall í baksýn. Sr. Gís/i Brynjóffsson: STAÐARKIRKJA OG STADARKLERKAR K *-»irkja á Stað var, ásamt GuSi og heilagri Maríu o.fl. helguð Blasíusi bisk upi. Þar sem kirkja í þessu mikla út- róðrarplássi var honum helguð, skyldi maður ætla að hann væri verndari fiski manna og sæfara. Svo var þó ekki, heldur var á hann heitið af þeim, sem stunduðu landbúnað. Við biskup þenn- an er kenndur Blasíuboði í Reykja- nesröst „hættulegur jafnvel stærri skip um í þoku og brimi, þar á honum er yfrið grunnt um fjöru. Samt munu þar fáir farist hafa“, segir í sóknarlýsingu Grindavíkur. Staðarkirkja var allvel efnuð, átti heimaland allt, rekasælar fjörur, 4 hundr. í fríðu, 7 hundr. í skipum og tvær jarðir með kúgildum austur í Ár- nessýslu, Stóru Borg í Grimsnesi og Hvol í Ölvusi. Voru þær tvær af jörðum þeim, sem konungur, Friðrik 2., lagði til uppeldis efnalitlum prestum í Skál- holtsstifti. Fram til 1836 var torfkirkja á Stað, en þá uppbyggð af tómu timbri fyrir talsverðan styrk sóknarmanna. — En ekki stoðaði sá styrkur til lang- frama, því að 20 árum síðar er kirkjan endurbyggð í tíð séra Þorvalds Böðvars sonar síðar í Saurbæ. Var það hið vand- aðasta hús. í henni var 200 ára gamall prédikunarstóll með fögrum myndum, kirkjunni gefinn af kongshöndlaninni. Altaristaflan átti sér all—merka sögu, sem er þannig: Þegar þeir Eggert Ólafs son og Bjarni Pálsson voru á rannsókn- arferðum sínum um landið á árunum 1752—57 höfðu þeir lengstum vetursetu í Viðey hjá Skúla fégeta. — Þá lá kirkja niðri í Viðey og sóttu þeir eyjar skeggjar messur að Laugarnesi. Voru þar á kirkjuloftinu „tveir bekkir með bríkum og bakslám, sem herra land- fógetinn hefir handa sínu fólki gera látið“ segir í vísitazíugerð frá Laugar- nesi. Sem þakklætisvott til Laugarnes- kirkju gáfu þeir Eggert og Bjarni kirkj unni altaristöflu og létu á hana letra: „Til maklegrar skylduendurminningar er þessi tafla gefin heil. Mariukirkju að Laugarnesi af þeim B. og E. Ao MDCCLV11“. Laugarneskirkja var aftekin 1794. Árið eftir ráðstafaði Hannes biskup töflunni til Staðarkirkju í Grindavík. En ekki fylgdi hún kirkju Grindvík- inga inn að Járngerðarstöðum 1909. Þá var bæði taflan og prédikunarstóllinn góði frá kongshöndlaninni flutt á Þjóð- minjasafnið. — Loks má nefna einn hlut í Staðar- kirkju þótt ekki hefði hann neitt sögu- gildi, enda nú löngu fyrir bí. Það var ljósakróna mikil úr skírum kristal, sem Höskuldur Jónsson formaður á Hrauni hafði gefið kirkjunni. Er gömlum Grindvíkingum það næsta minnisstætt er þeir sem börn sáu jólaljósin ljóma og glitra í krónunni góðu á helgri hátíð í gömlu Staðarkirkju. En þetta var brot- hættur gripur og nú löngu farinn veg allrar veraldar. Um hálfri öld síðar fengu Grindvíkingar aftur ljósakrónu að gjöf til kirkju sinnar. Sæmundur Tómasson trésmiður frá Járngerðarstöð um og systur hans þrjár ákváðu að gefa sinni gömlu sóknarkirkju grip til minn- ingar um foreldra sína, þau Tómas Guðmundsson, d. 1908 og Margréti Sæ- mundsdóttur, d. 1949. Þau höfðu eign- azt 10 börn og því þótti vel við eiga að hafa 12 ljós í krónunni. Var grip- urinn valinn í samráði við prest og trúnaðarmenn safnaðarins í Grindavík. Kusu þeir, eftir prískúrant, átjánljósa krónu — hinn fegursta grip. Lét Sæ- mundur það gott heita, en pantaði tvær krónur — aðra með átján ljósum, hina með tólf, fór með báðar suður í Grinda- vík og lét tendra á þeim rafljósin úti í kirkju. Og það varð að ráði, að tólf- ljósa-krónan var valin. Hin fór seinna í Njarðvíkurkirkju. Til forna voru fleiri guðshús í Grinda vík heldur en sóknarkirkjan ein. Eitt af þeim var bænhúsið á Hrauni. Það er austasti bærinn í Grindavíkursókn fyrir utan ísólfsskála. Þessa bænhúss mun að litlu getið og kemur ekki við sögu utan einu sinni, að þar fór fram ein stærsta útför á Suðurnesjum. Frá þeím sorgaratburði segir Espólín á þessa leið: Þá týndist á fyrsta föstudag í þorra farmaskip Skálholtsstaðar hið mikla fyrir framan Þorkötlustaði i Grindavík því of grunnt var fyrir landi, en gekk að fjúk og myrkur, svo það náði ekki Járngerðarstaðasundi. Þeir höfðu lagt út af Eyrarbakka, en gekk upp land- nyrðingur og týndust fjórir menn hins þriðja tugar og ein stúlka. Þeir voru flestir grafnir að bænhúsinu að Hraum í Grindavík. Þetta var árið 1602. Svo liðu 300 ár og sjórinn var sótt- ur á Suðurnesjum eins og frá upp- hafi íslandsbyggðar og fiskur dreginn til bjargræðis fólkinu. Þá var það skömmu eftir síðustu aldamót að á Hrauni hafði vertíðarfiskur verið salt- aður í stíu í sjóhúsi suðaustan við bæ- inn. Um vorið fór pækillinn að renna úr stíunni út á túnið. Á Hrauni, eins og allsstaðar í þessari hrjóstrugu sveit, var hvert stráið dýrmætt í þá daga, og til þess að saltvatnið brenndi ekki gras- ið var tekið það ráð að grafa holu utan við húsvegginn. Átti að veita pækl inum í hana. En þegar búið var að stinga fyrstu skóflustunguna komu upp mannabein. Var þá fljótt hætt við gröft- inn. Sýnt þótti, að hér var grafreitur hins forna bænhúss, þar sem útróðrar- menn Skálholtsstaðar höfðu hlotið leg eftir sjóslysið mikla á þorranum 1602. Gísli prófastur Bjarnason. í þeim fjölmenna hópi presta, á Stað í Grindavík, er aðeins einn prófastur í Kjalarnesþingi. Stafar það vitanlega af því, að brauðið hefur þótt rýrt og ekki eftirsótt af fyrirmönnum í prestastétt. Prófasturinn er „mikilsmetinn kennimað ur og talinn einn hinna skýrustu presta um sína tíð“ (Menn og menntir), sr. Gísli Bjarnason, sem hélt Stað 1618— 1656. Sr. Gísli var hinn merkasti maður, ekki þó sérstaklega fyrir kennimann- lega hæfileika, heldur áhuga sinn á náttúrufræðum, því að eins og Sighvat- ur segir: „var hann vel að sér í mörgu, bæði skynsemi, lærdómi og ekki sízt í stjörnulist". Þótt hann væri ósigldur, hafði hann mikinn áhuga á framandi löndum, þýddi rit um „jarðarinnar deil- ing og parta" og til að menn gætu Klukkuturninn í Staðarkirkju Nýja prestsetriff í Grindavík. Gamla prestsetriff í Grindavík. fylgst með tímanum áður en almanökin komu samdi hann rímtal (Gíslarím) eitt af mörgum, sem var talið eitt hið skýrasta og vissasta meðan það var í gildi, áður en tímatalið breyttist um 1700. Einnig þýddi hann Veðurfarsbók, sem er að stofni til Díarium eftir Jens Laurit zen en aukin af sr. Gísla eftir „reynslu hans og þekkingu". Er ekki að efa að svo glöggur og athugull maður, sem sr. Gísli var, hefur haft frá ýmsu að segja á þessu sviði eftir áratuga veru sína á sjávarbakkanum. Veðurfræði hans er í mörgum köflum. Fjalla þeir um hvernig veður megi marka af sól, tungli, stjörnum, skýjum, regnboga, þoku, snjó, regni, vindi o.s. frv. Hér skal sagt frá hvernig af sjónum megi veður marka: Þegar brimlaus sjór í logni gefur hljóð af sér, það merkir regn og storm í vændum. Ef bylgjur og brim vaxa í logni yfir eðli, boðar storm og kulda. Ef sjór sýnist gruggugur og mórauður að lit með moski og ögnum í boðar storm. Óvenjulegt stórflóð í brimlausu fögru veðri boðar hafviðri. Sjái maður sjóinn óstilltan, gjálfmik- inn og úfinn í góðu veðri og logni, það er víst merki til rosa og óstilltrar veðráttu. Ef þang frýs mjög í fjöru, eða frost- gufa sést inni á fjörðum, boðar mikinn kulda. Foreldrar sr. Gísla á Stað voru sr. Bjarni Gislason á Ásum í Skaftártung- um sýslumanns Sveinssonar og Katrín Halldórsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, Skúlasonar. Um prestskap sr. Gisla fer fáum sög- um, en gera má ráð fyrir, að hann hafi rækt embætti sitt af kostgæfni, svo vel gefinn og gerður maður sem hann var, enda þótt honum hafi ef til vill verið önnur efni hugleiknari held- ur en guðfræði og messugerðir, svo sem ráða má af ritstörfum hans. En eflaust hefur hann látið sér hugleikið um sálar- heill og siðferði safnaða sinna svo sem góðum hirði sæmir. Um það ber vott, að hann tók saman ritgerð: Um hjóna- bandsmannatryggð, samtenging og lifn að út af heilagri ritningu. Og svo mik- ið er víst, að söfnuðir sr. Gísla sýndu honum bæði traust og virðingu og af- sögðu að sleppa honum meðan hann væri nokkurnveginn fær um að gegna embætti, þó hann teldist alvarlega und- an því að þjóna lengur vegna elliburða og margskonar líkamsveikleika. Samt varð það úr, að sr. Gísli veitti sókn- inni forstöðu meðan hann væri nokkurn veginn um það fær (Biskupsvísitazía 1652). Mjög lét sr. Gísli sér annt um Staðar- kirkju, gaf henni hökul af silkivefn- aði með silkitaftskrossi, sem var virtur á 2 hundruð. Er sagt í vísitazíugerð, að sr Gísli skuli hafa „þökk og sæmd fyrir sína guðlegu útgerð við þessa kirkju fyrr og síðar, gefandi hér með eftirkomendum hin loflegustu dæmi, sem og í öðrum pörtum síns embættis, hvað biskup með þakklætisharidsölum við hann ásannast lét“. Er sem maður sjái það fyrir sér, þegar meistari Brynj- ólfur þrýstir hönd þessa kirkjunnar þjóns frammi fyrir söfnuðinum og tjáir honum þakkir sínar. Það hefur eflaust verið stór stund í lífi sr. Gísla á Stað. Sem prófastur naut sr. Gísli virðing- ar sóknarpresta og trausts hjá yfir- boðurum. Kemur það fram í ummælum biskups, er hann boðar prófastskosn- ingu í stað sr. Gísla, sem „það prófasts- embætti vel og röksamlega bar meðan til vannst“. Sr. Rafn Ólafsson. Eftirmaður sr. Gísla prófasts á Stað á sér líka nokkuð kunna sögu, þótt mjög sé hún af öðrum toga heldur en fyrirrennara hans. Það er harmsaga. Eftir lát sr. Gísla, sumarið 1656, sendi Brynjólfur biskup Grindvíking- um prestsefni. Hann átti að lofa þeim að heyra í sér, svo að þeir gætu látið í Ijós álit sitt á honum áður en hann fengi embættið. Þá var sá háttur hafður með ,,prestkosningar“, að þeir, sem höfðu hug á lausu brauði, gáfu sig fram við prófast og fengu leyfi hans til að prédika. Síðan voru 7 skynsamir -------------------- 11. febrúar 1968 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.