Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 2
-V Landsprófsnemendur önnum kafnir. LANDSPRéFIÐ Ég dreg vitanlega ekki í efa, að Steindór skólameistari gerir sér ljósan þennan vanda, enda vill hann ekki sleppa landsprófinu algerlega. Hann seg ir: „Þó tel ég ekki ósanngjarnt að sam- eiginleg verkefni og dómur væri fyrir allt landið í íslenzkum stíl, ólesinni stærðfræði og dönsku eða ensku. Lág- markseinkunn til að standast prófið væri hin sama og nú er. Skarpar yrði ákveð- ið um námsefni, og haft um það sam- ráð við menntaskólana." Slíka takmörk- un hefði mátt gera á fyrsta framkvæmda ári fræðslulaganna, sem kveða svo á, að miðskólapróf sé „landspróf að öllu eða einhverju leyti“. Löggjafinn lét það sem sé standa opið, hvaða námsgreinar yrðu landsprófsgreinar, en í reglugerð 1947 er tekið af skarið um þetta og allar námsgreinar, þar sem skriflegum prófum verður við komið, felldar undir landsprófsákvæðin. Víst kynni það að reynast nokkur úr- bót að fækka landsprófsskyldum grein- um. Steindór telur það höfuðgalla lands- prófsskipulagsins, „hve vélrænt það er“, og jafnar því við hið illræmda minnis- greinastagl á fyrstu tugum aldarinnar. Ef nokkur tiluti námsgreinanna yrði leystur undan landsprófsskyldunni fengju kennarar aukið svigrúm til að leggja áherzlu á þá þætti námsefnis- ins, sem þeim sjálfum þættu mikilvæg- astir, en hefðu eftir sem áður stuðning af samræmdum dómi landsprófsnefndar í öðrum greinum. Þegar ég las fyrst fullbúin frumvörpin að fræðslulögunum 1946, gerði ég fastlega ráð fyrir, að þessi yrði skipan náms undir mennta- skóla. Reglugerðin 1947 markaði aðra stefnu. Síðan eru liðnir tveir áratugir. Samfélag okkar hefir ekki staðið í stað, einnig kröfur til náms og kennslu hafa breytzt. Því eru litlar iíkur til að við leysum vanda þessa námskafla með því einu að breyta aftur í fyrra horf. Ymsir krefjast þess, að landspróf verði lagt niður afdráttarlaust og ekkert skuli koma í þess stað. Sú afstaða er skýr og ótvíræð. En ég hefi hvergi séð á prenti neinn umræðuhæfan rökstuðning fyrir henni og ræði hana því ekki hér. Aðeins á það vil ég benda, að próf gegna þýðingarmeira hlutverki í fræðslu kerfi okkar en svo, að þau gætu fallið brott, án þess að nokkuð kæmi í stað- inn. í framhaldi þessarar greinar er því gert ráð fyrir, að prófs verði krafizt til inngöngu í menntaskóla og hliðstæð- ar menntastofnanir. Vandinn er þá sá, hvernig slíku prófi skuli hagað, svo að það þjóni sem bezt framangreindum tví- þættum tilgangi sínum. III. Ef landspróf á að gegna til fulls því meginhlutverki sínu að votta hæfni ungl inga til æðrá náms, hvar sem þeir búa á landinu, þarf það að breytast frá rótum. Breyta þarf í fyrsta lagi gerð og inntaki prófsins, í öðru lagi þarf sú úrvinzun, sem því er ætlað að annast, að gerast í náinni samvinnu við kenn- ara unglinganna, og loks þarf í þriðja lagi náms- og reynslutíminn undir lands próf að hefjast fyrr en nú er og standa tvö ár hið skemmsta. Skal nú reynt að færa nánari rök að þessu. Fyrst verður fyrir að spyrja, hvaða greinar eigi að falla undir landspróf. Nú eru þær átta: Islenzka, danska, enska, saga, landafræði, náttúrufræði, stærðfræði, og eðlisfræði. Meðfram vegna þess mikla námsgreinafjölda verð ur landsprófið þungt í vöfum. Vafa- samt er þó, að úrskurður þess um hæfni til framhaldsnáms verði þess vegna ör- uggari- Ég er Steindóri skólameistara sammála um, að landsprófsgreinum eigi að fækka, og mér virðist liggja beinast við að skipta þeim jafnt á milli skóla- prófs og landsprófs. Hitt er vissulega álitamál, í hvorn flokkinn tiltekin grein skuli faila. Ef menn trúa því, að lands- próf sé trygging fyrir bezta samræmi í prófkröfum, þá ættu þeir að telja íslenzku og stærðfræði sjálfsagðar lands prófsgreinar. Þær eru undirstöðugrein- ar í námi og veita auk þess einna öruggastan úrskurð um hæfni nemenda til sjálfstæðra ályktana. Nokkrar líkur benda til þess, að kennsla í náttúru- fræði breytist í það horf, að líffræði og lífeðlisfræði verði undirstöðugrein- ar í framhaldsnámi. Enska er sú tunga erlend, sem nú er lögð mest rækt við í menntaskóla, enda er hún lykill að bókmenntum allra fræða. Þessar tvær greinar mættu þvi einnig falla undir landspróf. Það varpar vitanlega ekki rýrð á neina námsgrein, þó að kennurum á- samt stjórnskipuðum prófdómara sé fal- ið að meta prófúrlausnina. Hins vegar gerir það prófið miklu einfaldara og ætti að leiða til betra samræmis milli kennslu og prófkröfu. Óþarft er að fella bæði erlendu tungumálin undir landspróf, ef því prófi er einkum ætlað að skera úr um námshæfni, því að báð- ar tungurnar reyna vitanlega á sömu námshæfileikana. Að nokkru leyti á þetta einnig við um eðlisfræði og stærð- fræði. Þær krefjast framar öllu rök- ræns skilnings og nákvæmni í ályktun- um, en vel nægir að nemandi sanni þá getu sína í stærðfræðinni einnig, enda er aðstaða til eðlisfræðikennslu misjöfn í gagnfræðaskólum. Mannkynssaga og landafræði veita kennurum mikið svig- rúm til túlkunar og mismunandi á- herzlu á ýmis atriði og þætti náms- efnisins. Menntunaráhrif þessara greina verða ekki fyllilega virk, nema kennar- inn neyti þessa tækifæris. Hins vegar getur hann tæpast leyft sér nauðsyn- leg frávik frá kennslubókartextanum, ef hann má vænta þess, að einstök minnisatriði verði tínd saman í alls- Iherjarpróf fyrir landsprófsárganginn. Tveir unglingar kunna að njóta kennslu sem leggur áherzlu á ólíka þætti sög- unnar, og verða samt jafnt hæfir báðir til æðra náms. í þessum greinum hent- ar bezt, að kennari og prófdómari dæmi óskorað um prófið. Einkunnagildi prófgreinar á vitan- lega að vera hið sama, hvort sem lands- prófsnefnd dæmir eða skólinn einn. Meðaleinkunn úr þessum 2x4 grein- um er þá talnakvarðinn, sem lagður yrði á hæfni nemandans til þáttöku í æðra námi. IV. Þessar tillögur miða að því, að kenn- arar, sem þekkja nemendurna og hafa fylgzt með námsstarfi þeirra, taki rík- ari þátt í að dæma um hæfni þeirra til áframhaldandi náms, þó að lands- prófi sé haldið í nokkrum megingrein- um. Því fer þó fjarri, að sú tilhög- un ein megni að leysa vanda lands- prófsins að fullu. Stefnan um það, hvað prófa skuli, skiptir í raun meira máli en hitt, hver prófar. Steindór skóla- meistari fer hörðum orðum um það, að framkvæmd landsprófsins sé með þeim hætti, „að velja verður spurningarnar að nokkru eftir því, hvort hægt er að svara þeim með jái eða neii, ef svo mætti að orði kveða. Sáralítið verður oft séð á svörunum, hvort um skilning er að ræða eða hreinan páfagaukslær- dóm. En af þessu leiðir einnig, aðspyrja verður um óteljandi smáatriði, sem vel eru fallin til svars, en skipta raun- verulega litlu máli um kunnáttu nem- andans, eins og oft hefir verið bent á“. — Ég hefi athugað landsprófsverkefn- in frá flestum árunum, síðan til þessa prófa var stofnað, og mér hefir blöskr- að sú mergð samhengislausra smáatriða sem unglingunum er ætlað að tína fram úr minni sínu. Það á að vísu ekki jafnt við um allar greinar, en þess eru dæmi, að spurt sé í lotu um 100 — eitthundrað — slík minnisatriði. Ætli svörin við slíkum spurningum séu ör- uggur mælikvarði á hæfni unglinga til æðra náms? Hvað um hugkvæmni, dóm- greind, rökvísi og skapandi gáfur? Svar ið liggur í augum uppi, og ég held að landsprófsnefnd sé að skiljast það. Verk efnin á landsprófi 1967 bera víða vitni um nokkra stefnubrytingu, sem von- andi boðar endanlegt fráhvarf frá smá- atriðatínslunni. Inngönguprófi að mennt skólanámi er framar öllu ætlað að kanna skilning nemenda á grundvall- aratriðum, og hugarskerpu þeirra til að álykta út frá þeim. Vissulega eru staðreyndaþekking og minni á einstök atriði nauðsynleg, samt má sá þáttur ekki yfirgnæfa þann megintilgang náms og kennslu að glæða skilning nemand- ans og hæfni til athugunar, íhugunar og sjálfstæðra ályktana. Framkvæmd í þessum anda myndi landspróf ekki binda um of hendur kennarans og gera kennslu hans „þurra og beinagrindar- lega“, eins og Steindör Rvartar unctan. Og landsprófsnefnd myndi verða fund- vísari á hæfni unglinga til framhalds- náms. Sú hæfni segir gleggst til sín í því, hvort hugsunarskerpa unglings- ins nægir til að skilja grundvallaratr- iði og meginreglur og draga rökvíslega ályktanir í anda fræðigreinarinnar. V. Hvernig sem próf er skipulagt, merk- ir úrlausnin þó ekki annað en forsendu fyrir ályktun um námsárangur. En það er nokkurum vanda bundið að draga þá ályktun rétt. Framar öllu þarf próf- krafan að vera í samræmi við þá kennslu sem nemendur fengu eða sanngjarn- lega má ætla, að þeir hafi hlotið. Bregð- ist þessi viðmiðun, fer fleira úr skorð- um. Kennarar taka þá e.t.v. að ein- blína um of á prófið, en við það verð- ur kennslan bundin og staglkennd og myndar beinlínis ranga forsendu fyrir dómi um hæfni unglinganna til æðra náms. Ef rétt er prófað, leiðir prófár- angurinn beint af samspili náms og kennslu, sem er engu háð, nema kröfu námsefnisins sjálfs. Þegar skóli annast próf á eigin ábyrgð, eru líkur til að prófkrafan falli betur að þeim þáttum, sem megináherzla var lögð á í kennsl- unni. Landsprófsnefnd þarf að leitast við að ná slíku samræmi í verkefna- vali sinu. Um það þarf að takast náin samvinna milli hennar og kennara. Raddir hafa komið fram um að leysa vandann með „handleiðslu í stað prófa“. Hér er um flókið mál að ræða. Margir þeirra, sem undir þessa kröfu taka, gera sér eflaust enga grein fyrir því, hvað i henni felst. Skýring á því verð- ur ekki veitt í þessari grein. En ég dreg í efa, að íslenzk kennarastétt og skólarnir sem stofnanir — t.d. að því er varðar húsrými, bókakost og kennslu tæki — séu viðbúin snöggum umskipt- um í þessa átt. Samt þörfnust við sér- lega aukinnar handleiðslu, kannske ekki „í stað“ prófa, heldur sem náms- og kennsluskipunar, sem legði áherzlu á persónulega handleiðslu, en próf gegndi eftir sem áður, jákvæðu hlutverki og markaði eðlileg — og ekki of tíð — áfangaskil. í íslenzkum skólum vantar tilfinnanlega það, sem ég vil kalla innri námsstjórn og svarar nokkurn vegirun til guidance-hugtaksins, eins og þvi er beittt í nútíma kennslufræði. Skyndi- prófin eru eins konar örþrifaráð til að bæta þá vöntun upp, en þau geta aldrei gengt hlutverki jákvæðrar handleiðslu. Ofnotkun prófa, hvort sem er að tíðni eða strangleik, getur beinlínis lamað áhuga unglinga. Hóflegar prófkröfur aftur á móti eru vel samrýmanlegar skilningsríkri handleiðslu og einstakl- ingsbundnum leiðbeiningum í námi, enda er aðaltilgangur prófa innan skólans sá, að nemendum sjálfum skiljist, hvem ig þeim sækist námið, — líkt og veg- farandi staðnæmist og litast um, hvað miði að næsta áningarstað. Inngönguprófi að æðra námi hefir löngum verið ætlað eins konar síu- eða úrvinzunarhlutverk. Sú framkvæmd er ekki sársaukalaus og mun seint reyn- ast óskeikul. Samt á hún sér nokkra réttlætingu. Hjá þjóðum, sem halda æðri menntastofnunum í sífelldri fjár- hagskreppu, virðist sú viðleitni ekki óskynsamleg að beina helzt þeim ungl- ingum inn i æðri skóla, sem virðast hæfastir til að notfæra sér menntunar- skilyrðin, sem þar bjóðast. Á það má einnig benda, að það er vafasamur greiði við tornæman ungling að stefna honum inn í nám, sem er hæfileikum hans með öllu ofvaxið. Hjá auðugum þjóðum, sem ekki þurfa að skera við nögl fjárfram- lög til æðri menntunar, kann úrvinz- unarhlutverk skólakerfisins að verða nokkuð annað, af því að leiðir til mennta verða þar fjölbreytilegri. Við vitum eigi að síður, að slíkar þjóðir eiga við örð- ug kennslu- og uppeldisvandamál að etja og leiðandi menn í skólamálum ekki ásáttari um námsskipunina þar en Framhald á bls. 12. M 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. nnaí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.