Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 10
Per Lofzfeldt. Eins og hún kemur Dönum fyrir sjónir. Crein úr faghlaði danskra gullsmiða Nestor íslenzkra gull- smiða, Kristófer Péturs- son Kúludalsá í Akra- neshreppi, 82 ára, er einn þeirra fáu, sem halda víravirkishefð inni „hreinni". Hér sýnir liann okkur silfurbelti al sett víravirkisskreyting- um. íslenzkir gullsmiðir og framleiðsla þeirra má segja að sé óþekkt í Dan- mörku. Við höfum varla nokkra hugmynd um hvað þeir búa til. Eftirfarandi á að vera tilraun til að ráða bót á þessu. Silfur- og gullsmíðavinnu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, þekkjum við vel. Við sjáum sýningar, oft norrænar að uppbyggingu, og ritaðar hafa verið marg ar bækur og greinar. Þetta er gott og árangursríkt, en við það er eitt að at- huga, þarna rekumst við að segja má aldrei á Island, hver sem ástæðan kann að vera. Það liggur í augum uppi, að fræðilega hefur ísland sérstöðu og á sjálfsagt erfiðara með að stofna til og viðhalda sambandi við hin Norðurlönd- in. Sé það skoðun manna, að íslend- ingar eigi sjálfir að gera ráðstafanir til að koma hingað, má víst segja að þeir hafa ekki hafzt mikið að — en því miður er hinu gagnstæða ekki held- ur fyrir að fara. Árið 1964 var í Gautaborg haldin sýning undir nafninu „Skandinaviskir nútímaskartgripir". Þar hafði bersýni- lega ekki þótt ástæða til að taka fs- lendinga með. Ég tek hér upp úr sýn- íngarskránni ummæli arkitektsins Ibi Trier Mörch, sem er vildar- og fróð- leiksmaður um fagið: „Um aldamótin kom fram þjóðlegur, norrænn stíll í Danmörku, náði hann fótfestu i Svíþjóð fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri og breiddist brátt út um Nor- eg. Eftir siðari heimsstyrjöldina tók jafnvel Finnland sér sæti með öðrum skandinavíulöndum á sviði skartgripa- gerðar." Sem dæmi sýnir þessi tilvitnun eins greinilega og óskað verður, hversu lít- illar athygli ísland nýtur á þessu sviði. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að finna verk íslenzkra gullsmiða á sýn- ingu, sem ætluð er til kynningar á nú- tíma skartgripagerðarlist Norðurlanda. í dag eru starfandi á íslandi um 80 sjálfstæðir gullsmiðir. Það er ekki lág tala þegar haft er í huga, að íbúatalan er innanvið 200.000. Af þessum gull- smiðum hafa hinir atkvæðamestu verk- stæði sín og útsölur í Reykjavík eða nágrenni. Flest verkstæðin eru lítil — ósjaldan vinna menn einir og oft eftir pöntun. Hægt er að telja gullsmíðavinnu á fslandi handiðn að mjög verulegu leyti, verksmiðjur eru engar til: að því er virðist er engin þörf eða grundvöllur fyrir meiri framleiðslu. Verkstæðin geta vel fullnægt óskum neytenda. Þó er um að ræða vísi að fjöldaframleiðslu — einkum á ferðamannavörum: þar eru einnig notuð stærri verkfæri, til dæmis pressur. En mér kom þó svo fyrir sjón- ir, að fjöldaframleiðslan væri hverf- andi hluti af heildinni. Sandsteyputæknin er drjúgur þáttur í framleiðsluaðferðum. Þessi steypu- tækni, sem ekki er með öllu auðvelt að tileinka sér til fulls, er notuð af mörgum, en einkum hafa þeir hana á valdi sínu hjá Jóni Dalmannssyni, gull- smið, og það svo, að margir gullsmiðir kjósa að láta hann steypa fyrir sig í stað þess að fórna sjálfir tíma og kröft- um í það, Það er einkanlega 830/1000 silfur sem steypt er: hefur það reynzt hæfast, þó er steypt skírara silfur og jafnframt gull. Ef það er frátalið, að ekki er hægt að nota þessa aðferð við aðra muni en þá, sem greinilega hafa fram- og afturhlið, verður hún að teljast mjög mikilvæg — einnig fyrir okkur. Að sjálfsögðu er notkun mjög útbreidd á íslenzkum kvarzsamböndum ásamt hinu glerkennda hraunlíparíti, er obsi- dian nefnist. Mest er notað af kalcedon, jaspis og agat og enda þótt hér sé sjaldan um verðmæta skartsteina að ræða og þeir þoli því varla samanburð við það sem notað er hér í Danmörku sömu tegunda, þá sá ég þá oft notaða á sannfærandi hátt. Gullsmiðirnir finna þá og slípa sjálfir. Örfáir ófaglærðir menn hafa tekið upp steinslípun sem tómstundavinnu og ná furðu góðum ár- angri með frumstæðum tækjum. En oft eru steinarnir notaðir blátt áfram eins og þeir koma fyrir. Annars virðist notk un eðalsteina afar sparleg ef frá eru taldir ódýrari gervisteinar, sem með skjannalegum litum sínum eru ekki til mikils yndisauka. Hvaltönn er talsvert notuð, ennfrem- ur málmsteinar eins og granit, þó meira í ýmsa skrautmuni. í náminu er ekki eins og hér gerð- ur greinarmunur á gull- og silfursmið- um, fágurum, greypurum og leturgröf- urum- Menn læra allt saman, að fjórum árum liðnum er lagt fram sveinsstykki og maðurinn er orðinn gullsmiður. Hvort þessi fagkennsla er góð eða slæm er mér ómögulegt að úrskurða. Ég get aðeins ímyndað mér töluverð líkindi til að þessi aðhæfing veiti of litla þjálf- un í einstökum atriðum og í henni sé að finna nokkuð af sökinni á hinu islenz'kt víravirki með klassisku sniöi: liluti af beltissylgju frá því um ' Í00. (5,1x2 cm ) Tnn!"nt efni til skartgripngerðar: ýms -r kvarz- og kalksprattegundir ásamt 'síitngstönn. T.h. Dæmi um nútíma sandsteypta silfursmíð á íslandi eins og h >n lítur út nýsteypt en ófægð. Fullgcrð sykurskeið lengst til hægri er gott dæmi um framieiðslu lands- manna á ferðamannavamingi. Sé vel að gáð, sést orðið ísland letrað á skaftið. „þunglamalega" sem ég sá í hinum lé- lcgri smíðisgripum. fslenzkir gullsmiðir hafa ekki góðar starfsaðstæður. Allt sem nota þarf til framleiðs'unnar — með örfáum undan- tekningum, verða þeir að flytja inn. Þetta á við t.d. um verkfæri, hálfunnið efni og steina. Jafnframt því þurfa þeir að verða sér úti um allar nýj- ungar sjálfir — hvort sem er fagleg- ar eða listrænar. Þessar aðstæður verð- ur að taka til greina í sambandi við eftirfarandi ummæli um ýmsa íslenzka gullsmiði. Víravirki er íslenzkt sérkenni og notkun þess má rekja allt aftur til ■inna fyrstu norsku landnema. Eins og það er unnið í dag, á það rætur sínar aftur í átjándu öldinni. Þeir víravirkisgripir s?m ég sá í verzlunum í Reykiavík báru ekki vott um neinn hstrænan styrk. Þeir voru oftast svo lítílfjörlegir, að erfitt var að ímynda sér bá sem merki lifandi hefðar. Svo viríist, sem sambandið við fortíðina hefði rofnað og menn h?fðu gefizt upp við að finna víravirkisskrautinu eðli- !"'gan stað í klæðatízku nútímans, þótt ýmsar tilraunir væru sjáanlegar í ein- hverskonar að’ögun. Því miður án veru- l":gs árangurs. Aðstæður, sem ef til vill eiga sinn bátt í því hve víravirkisskartgripimir virðast utanveltu, eru síminnkandi notkun íslenzka þjóðbúningsins, þar sem þeir eru aðal skartið og hafa auk þess notagildi. Æska íslands fylgist mjög vel með tizkunni og sjást þess alistaðar merki. Það er vitaskuld, að hin miklu menn- ingarlegu og efnahagslegu áhrif að austan — og vestan — hafa illu heilli Útfærslan er góð og hefðinni við- haldið í þessu djásni eftir Kristófer Pétursson. Hálsmen eftir Jóhannes Jóhannesson. ÍSLENZK GULLSMÍÐI 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. maí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.