Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 5
Guðmundur Arnfinnsson Mannshjarta Hæ, litli fjörkálfur! Flýttu þér, feldu þig! Innan skamms örin flýgur af ýboga — örin hvíta sem alla hæfir. Hlauptu, hlauptu! Fjöri forðaðu! Fagur er dagur á dýrskógi. Fegurri því að falin veiztu augu kankvís á þig stara. Litli fjörkálfur, flýttu þér hægt, í skógarskugga skelmirinn bíður. Hæ, litli fjörkálfur! Ég fanga þig innan skamms segir Dauðinn. þú — og betur skyldi ég meina, því að ég var fyrir löngu búinn að koma mér hér fyrir áður en nokkur hafði byggt svo mikið sem eitt einasta hús á öllu nesinu. Það eru nú þrjátíu ár síð- an — í vor. Ég helgaði mér landið á sama hátt og forfeður mínir gerðu, er allt var þá kyrrt í veiðistöð, er það var óvant manni, eins og segir í Egils- sögu. Jónas: Ég átti bara við ... Mangi: En það máttru vita fyrir víst að vseri Ingólfur Arnarson nú uppi myndi hann frekar útdeila mér ein- hverjum skika úr landnámi sínu en nokkrum af þessum pappírsbúkum sem þú kallar „heldra fólk“, og kann þó ekki að meta gæði landsins og hlunn- indi og hefur ekki manndóm í sér að sækja útróðra. Jónas: Svona, svona Mangi minn. Ég meinti þetta nú ekkert illa, þú skilur, mig langaði bara að vita einhver deili á þessum manni, því það er nú held- ur fátítt að háttsettir diplómatar fari að stunda hrognkelsaveiðar. Mangi: Jah, ég veit nú engin deili á manninum önnur en þau, að þarna var hann kominn uppáklæddur einn morguninn þegar ég var að fara í róður, og gerði mér skiljanlegt með smábabli á íslenzku og bendingum að hann hefði hug á því að fara með mér. Nú mér leizt ekkert illa á manninn svo ég lét tilleiðast. Jónas: Þú segir nokkuð. Vildi hann fara í róður, sendi'herrann? Mangi: Sendiherrann. Jónas: Heldurðu ekki að hann hafi haft meiri hug á því að kanna dýpið, kannski fyrir herskip eða kaf- báta? Mangi: O fjandakornið. Ég held hann hafi haft mestan hug á því að kynna sér lifnaðarhætti rauðmagans og hvern- ig hann ber sig til við að púa í hrogn- in. Manntetrið var með einhverja sjón- pípu. Jónas: Og kannski önnur tæki? Mangi: Jú, ég held hann hafi verið með einhverjar tilfæringar og anstalt- ir, en ég var ekkert að hnýsast í fögg- ur hans — tíminn alltaf naumur á liggj andanum. (Hundurinn byrjar aftur að span- góla) Byrjar hundkvikindið aftur. Jónas: Er ekki óhætt að hleypa grey- inu út, honum leiðist svo þarna inni í skúrnum. Mangi: Þú gerir það þá upp á þína ábyrgð. Jónas: Heldurðu að hann fari langt? Mangi: Langt? Ætli það fari nú ekki mest eftir því hvað ilmurinn af döm- unum hefur borizt langa leið. Skratt- ast ekki strákamir þetta á bílunum langt austur fyrir fjall ef þeir hafa fundið lykt af pilsi? Eitthvað hélt ég nú að lögreglan hefði orðið vör við þess háttar. Jónas: Þú átt við að hann vilji kom- ast á lóðarí? Mangi: Hver vill ekki komast á lóð- arí, ef út í það er farið? Skyldi ekki lífið vera allt eitt lóðarí að vissu leyti? Jónas: Ég er nú ekki viss um það — Mangi: Nú að lögreglan sé á eitt- hvað hærra stigi en annað fólk? Jónas: Nei nei, ég var ekki að meina það þannig. — Mangi: Eins og hundar í tikarsnuðri. Já ætli þið munduð ekki taka undir ykkur stökk, ef þið hefðuð jafn næm skynfæri og hann Gosi minn, án þess að ég sé að bera ykkur saman að öðru leyti, enda alls óvíst hvernig sá saman- burður færi. Jónas: Það er þá þessvegna sem þú læsir hann þarna inni. Mangi: Jahá, þarna áttirðu kollgát- una — Jónas: En þú manst hvað máltækið segir: Þótt náttúran sé lamin með lurk ... Mangi: Nei ég hef ekkert lamið grey- skinnið, þó hann sé huglaus og ónýtur við rollurnar, og raunar hef ég stund- um verið kominn að því að sálga hon- um, en þó runnið alltaf á því þegar á átti að herða, því að mér þykir þó skárra, skal ég segja þér þegar ég er einn í róðri, að hafa hann frekar en engan til að spjalla við þá treg- gáfaður sé. Jónas: Það skil ég mætavel. Á eftir- litsgöngum mínum þykir mér oft slæmt að hafa engan til að spjalla við — því að það verður að hafa í huga að mað- urinn er fyrst og fremst félagsvera. Mangi: Mér er nú fortalið af óljúg- fróðum að þið í lögreglunni sitjið mest inni á stöðinni og spilið briss. Jónas: Nei það er ósatt. Mangi: Jah, það má vera svo fyrir mér. Ekki kann ég á brissið — og læri það varla héðan af, enda víst bættur skaðinn, því ég hef heyrt að menn verði geðvondir af því og fari í hár saman út af spilamennskunni. Jónas: Lögreglustjórinn myndi aldrei líða það að við spiluðum á varðstof- unni, hann er mjög strangur og geng- ur hart eftir því að farið sé eftir öllum reglum og fyrirmælum. Mangi: Á er það svo. Já víst geta reglur verið góðar þar sem þær eiga við — og reglusöm er starfsemi hjart- ans og gangur himintunglanna, flóð og fjara, því gef ég alltaf gætur — en góði úr því að þú stendur þarna iðju- laus — og strákurinn hlaupinn burt í fótbolta — þá held ég þú mættir bara greiða með mér svo sem eina trossu, það er svo skrambi seinlegt að tína allan þennan þara úr. Jónas: En ég má ekki staldra hér lengi við. Mangi: Nei nei, það er enginn að tala um það —_ strákurinn hlýtur að fara að koma. Ég skal svo gauka að þér einni grásleppu fyrir vikið, hvort sem þú vilt hana signa, saltaða eða blauta af hnífnum. Jónas: (fer úr jakkanum) Jæja, kannski ég slái þá til. Mangi: Já blessaður gerðu það. Jónas: Maður er búinn að standa í ströngu í dag — vorum að yfirheyra helvíti mikinn stórlax, sem hefur með alls konar svindli haft stórfé af ýmsum opinberum aðilum. Mangi: Blessaður segðu mér eitthvað af því — já hengdu jakkann þinn þarna á naglann. Já á naglann þarna. Veiztu hvað ég myndi gera ef ég stjórnaði landinu. Ég myndi byrja á því ... (lok fyrsta atriðis) 5. maí 1908 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.