Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 11
Ásdís Thoroddsen er sjálfstæð lista- kona. Ilálsmeninu hérna er lýst í grein inni. lagt sitt til þess að þjóðbúningurinn er nú í augum unga fólksins fremur safngripur en íveruflík. Þarmeð er það skiljanlegt, og að vissu leyti eðlilegt að víravirkishefðin láti undan síga. Eigi hún að halda velli, verður að koma henni aftur í gagnið án þess að hún missi við það verðmæti sitt sem hefð. Það hlýtur að vera ákjósan- legra en að horfa eins og nú á þessa ústgrein úrkynjast — og það sem verst er, að sjá hana birtast í ómerkilegu túristaskrani. Þó tókst mér að finna ósvikna hefð samfara háþróuðu og næmu skyni fyrir víravirki, á fundi mínum með einum hinna síðustu meistara víravirkisins, hinum 82ja ára gamla Kristofer Pét- urssyni á bænum Kúludalsá nálægt Akranesi. Hann er sjálfmenntaður, hef- ur ekki einu sinni gengið í skóla. Auk víravirkisins hefur hann áður fyrr iíengizt við steypingu og viðgerðir á úrverkum. Hið litla verkstæði Kristo- fers Péturssonar, þar sem hann vinn- ur einsamall, er áfast búinu, sem rekið er af dóttur hans og tengdasyni. Á verkstæðinu ríkir „snyrtileg ringulreið“ og mikið af hinum frumstæðu verkfær- um, sem hann notar, eru heimatilbúin. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn að Fri- landssafninu í Lyngby með hinum starf andi heimilisiðnaðarverkstæðum. Hug- takið heimilisiðnaður á sennilega einn- ig bezt við um smíðar Kristofers Pét- urssonar. Flestir smíðisgripir hans eru pantanir og honum tekst sjaldan að koma sér upp birgðum. Viðskiptavin- ir hans eru sveitafólkið og hann selur ekki til Reykjavíkur. Hjá hinum yngri — og nútímalegri •— gullsmiðum fannst mér einkum gæta eirðarleysis og skorts á samhengi. Það var eins og menn vissu ekki hvaða leiðir skyldi halda eða hvaða efni not- uð. Þetta setur einnig sinn svip á mynd^fnið. Að mínu áliti er Ásdís Thoroddsen sérlega spennandi og frumlegur skart- grip •■miður. Skartgripi sína smíðar Annar lielmingur sandsteypumóts. Venjuleg ávöl þjöl er notuð til að mynda innrennslið. Sandsteypa er stór liður í tækni íslenzkra gullsmiða. Hún kemur í stað pressutækninnar, sem er lítið notuð á íslandi. hún mestmegnis eftir beiðni og ógjarn- an tvo eins. Framleiðslan er fremur lít- il að vöxtum og sökum vinnutil'högun- arinnar var það því miður ekki margt, sem hún hafði til sýnis. Það er augljóst að Ásdís Thorodd- sen er engum háð er hún skapar skart- gripi sína, sem eru mjög sérstæðir og fíngerðir. Hún fer eftir því sem náttúr- an og efnið sjálft blæs henni í brjóst. Það er ekki ofmælt að íslenzk gull- smíði yrði nokkuð sviplaus yfirlitum án hennar framlags. Jafnvel þótt tjáning- arform hennar sé nokkuð reikult — og því erfitt að skipa því innan viss ramma — eiga þó skartgripir hennar sér þann samnefnara, að þeir eru mjög lífrænir. Milli allra hluta hvers ein- staks skartgrips ríkir hið fyllsta sam- ræmi jafnvel í smæstu atriðum, öll um- skipti eru vel rökfest — bakhliðin fær meira að segja ekki að vera í friði — sem annars er mjög algengt — held- ur er hún látin vera með í ráðum. Á hálsfestinni, sem hér er sýnd má ef til vill sjá það að hún er í raun og veru mótuð fyrir einn ákveðinn háls. Þrátt fyrir það, að með nokkrum rétti sé hægt að kalla formmeðferðina við- vaningslega, stendur þessi vinna mjög framarlega miðað við íslenzkar aðstæð- ur. Málarinn og gullsmiðurinn Jóhannes Jóhannesson er af mörgum íslendingum 'talinn nýtízkulegasti gullsmiður ís- lands: og ef með því er aðallega átt við að skartgripir hans séu öðruvísi, þá er þetta vissulega rétt. Hann er í höfuðatriðum öðruvísi. Framleiðsla hans er mjög einhliða. Að frátöldum fáum og dreifðum útúrdúrum eru allir skart gripir hans byggðir upp með notkun sömu þráð—bræðslu—kveikju—tækn- innar. Skartgripir Jóhannesar Jóhann- essonar eru oft oxyderaðir, sömuleiðis notar hann mikið steina. Mér kom það svo fyrir sjónir, að þessi aðferð væri illa fallin til þeirrar áköfu iðkunar, sem hún verður hér fyrir. Fyrstu skart- gripirnir hafa ugglaust getað vakið hrifningu, en það er jafn áreiðanlegt að sífelld endurtekning samfara mik- illi einhæfni hefur að nokkru leyti kæft áhrifin — og hvað er þá eftir? Eins og áður er lýst, er fagkennslan á íslandi mjög alhliða. Að það er — þrátt fyrir þetta — mögulegt að ná prýðilegri verklægni, sannaðist hjá Val Fannar og Gunnari Hjaltasyni. Hálsmen eftir Jóhannes Jóhannesson. Valur Fannar er mjög úthverfur og mjög opinn fyrir utanaðkomandi áhrif- um. Hann vinnur svo að segja að öll- um greinum þessa iðnaðar og getur — á handverksmælikvarða — nærri kall- ast „einsmannsverksmiðja“. Er frá eru taldir hinir stærri grip- ir, sem minnzt verður á hér á eftir, er (þótt skrýtið sé) erfitt að koma auga á nokkuð verulega jákvætt við framleiðslu Vals Fannar. Það sem ein- kenndi hana var skortur á samhengi og alúð við verkefnið — það var of létt! Hann er góður handverksmaður en notar um leið svo samanslungnar stíl- tegundir, að mér er ómögulegt að gefa þeim neitt nafn. Réttilega skal á það minnzt, að þessi óvægilega gagnrýni mildast ef litið er á hana út frá heild- armyndinni. Valur Fannar hefur fengizt nokkuð við framleiðslu á ferðamannavörum og skreytingar fyrir ýmsar íslenzkar stofnanir. Ein slík er sýnd hér, grip- ur gerður eftir beiðni Slysavarnarfé- Uagsins, og gefin öðru félagi, norsku. Ásamt öðrum gripum, m.a. silfur- fánastöng á fæti úr áletruðum steini, sýnir hann að Valur Fannar býr yfir hæfileikum, sem vekja nokkra undr- un yfir annarri framleiðslu hans. Gunnar Hjaltason á mjög lítið verk- stæði í Hafnarfirði. Eins og flestir verkstæðisrekendur vinnur hann að mestu eftir beiðnum. Hinir fáu gripir, sem ég fékk tækifæri til að skoða sýndu heilbrigðan, og að vissu leyti hefð- bundinn skilning, bæði hvað snerti stíl og efnisnotkun. Oft var það silfur með hvaltönn eða steinum, sem hann hefur fundið sjálfur. Gunnar Hjaltason hefur fengið mörg stór verkefni fyrir stjórnina og forseta íslands. Til dæmis hefur hann gert spennur, horn og upphafsstafi úr víra- virki á sérstaklega innbundið eintak af hinum íslenzku handritum, sem fs- land færði Elísabetu Englandsdrottn- ingu að gjöf. Mér tókst þvi miður ekki að ná í myndir af verkum Gunnars Hjaltason- ar, einkum hefði ég gjarnan viljað sýna lesendum tóbaksbauk að lögun eins og púðurhorn. Hann var skorinn út úr hvaltönn, háls og tappi úr silfri og nafn eigandans grafið með rúnaletri — það var mjög fínlegur og hógvær grip- ur. Einkennandi fyrir mikinn hluta þeirra víravirkisgripa, sem nú eru fram leiddir á íslandi, eru vafasöm gæði og útþvæld form. Þar sem verkgreiningu vantar í iðn- aðinn neyðast íslenzkir gullsmiðir til; að vera verklega alhliða. Tækifæris- gripur eins og þessi afmælisgjöf er' smiðaður af einum manni (Val Fann- ar). Hann hefur smíðað úr steini, silfri og rostungstönn. 5. maí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.