Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 8
Horft um öxl / Kvöld í sjávarþorpi eftir Jón E ngilberts. í Tímanum sunnudaginn 3. maí 1942 má sjá, að eftir .ófrægingarsýninguna hefur ver ið efnt til annarar sýningar á sama stað: nema hvað þar var ,sýnt, hvernig ætti að mála. Það er auðséð hvaða afstöðu Tím- inn hefur, þegar hann segir frá þessari sýningu. „Málverk hinna mikillátu málara, sem hafa að kjörorði: „Vér einir vitum“ eru nú horfin úr sýningargluggan- um í Aðalstræti. í stað þeirra eru komnar þar nokkrar mynd ir eftir Sigurð Guðmundsson, Þórarinn B. Þorláksson, Ás- grím, Jón Stefánsson, Ríkharð, Gunnlaug Blöndal og Kjarval. Glugginn er hinn sami, myndir nar eru aðrar. Nú getur al- menningur sem á þess kost, myndað sér skoðun á því, hvort þessi sýning sé höfund- um myndanna til vansæmdar eins og sum bæjarblöðin full- yrtu um hina fyrri sýningu.“ Deilur Jónasar og Sigurðar Nordal Þegar hinn mikli ágreining- ur Jónasar Jónssonar og Sig- urðar Nordals var opinber orð inn og þeir voru farnir að senda hvor öðrum bréf í Tím- anum og Morgunblaðinu, þá er óhætt að segja að öll þjóðin fylgdist með, því þessir and- stæðingar voru meðal hinna rit færustu manna þjóðarinnar. f Morgunblaðinu 21, apríl 1942 birtist undir stórri fyrirsögn: Bréf til fyrrverandi ráðherra, Jónasar Jónssonar. Eftir Sigurð Nordal. Þar gætir þrátt fyrir allt meiri vingjarnleika en í greinum Jónasar sem síðar birtust og það er engu líkara en að Sigurður sé að tala við mann, sem hefur farið í hund- ana og honum þykir það leiðin legt. í þessu fyrsta bréfi sínu til Jónasar segir hann m.a. svo: „Þú hefur í síðustu tölublöð- um Tímans sent mér kveðjur þínar. Líklega þætti þér miður ef jeg virti þig ekki svars. Þú verður að afsaka ,þó grein- ar mínar verði færri en þínar og jeg geti ekki látið prenta þær með feitu letri. Þjer er svo ljett um að skrifa, að því er við brugðið. Þú hefur ótak- mörkuð yfirráð þíns einkablaðs og einstaka æfingu í að kasta rekum á gamla vini og fylgis- menn. Mjer er stirt um mál, er óvanur þrasinu, vil helzt skrifa um það, sem mjer þykir vænt um og mikið til koma. Þegar jeg hugsa til fornar kynningar og þeirra vona, sem jeg gerði mjer einu sinni um þig, er mjer alls ekki sársaukalaust að skrifa um þig í þeim ham, sem þú hefur færzt í á seinni árum.“ Þetta eru einskonar aðfarar- orð að þessari miklu deilu og Sigurður fer varlega af stað. Sjálft deilumálið liggur í lág- inni í bili: fyrst er að sálgreina andstæðinginn, komast að rót- um meinsins: „Þegar jeg kynntist þjer fyrst varstu einstaklega geð- felldur og efnilegur unglingur, þú vildir ekki aðeins verða að manni, heldur verða til gagns. Jeg fékk mætur á þjer eins og þú varst, með mikla kosti, sem jeg vonaði að mundi dafna og veilur, sem virtust geta minnkað. Þó að við værum ólík ir og hefðum gengið hvor sína leið fram yfir tvítugt urðum við mjög samrýmdir. Mig lang aði ekki til þess að ráða yfir þjer, nje umskapa þig í minni mynd. Og jeg efast um að þjer hafi þá dottið í hug að gera slíkar kröfur til mín. Þú gerð- ist stjórnmálamaður. Þú fyrir- gafst mjer, að ég var því frá- bitinn. Jeg ljet sem mjer kæmi það ekki við, hvað þú gerðir á þeim vettvangi. í raun og veru fór þjer vel að vera upp- reisnarmaður í þjóðfélagi, sem var áfátt í mörgu. Þó að þú beittir stundum vopnum og brögðum, sem mér geðjaðist ekki að, fannst mjer það ekki nema mannlegt. Þjer var illa tekið af voldugum mönnum, oft gert rangt til, reynt að fyrir- líta þig sem aðskotadýr og upp skafning. Því miður hafði ýmis legt aðkast, sem þú varðst fyr- ir of mikil áhrif á viðkvæma lund þína og ýfði mein, sem þú varaðir þig ekki á. En sjálf- byrgingsskapur þröngsýnna oddborgara varð þér mikil af- sökun, þótt þú beittir klónum óþyrmilega. Þú varst á þess- um árum hégómalaus á yfir- Cís/i Sigurðsson: MGUSBMMilll 1942 og deilurnar, sem ai henni spruttu - sidari hluti - borði, virtist berjast fyrir mál- efnum og dugnaður þinn var ótvíræður." Sigurður heldur áfram að rekja þær breytingar sem hann telur hafa orðið á forn- vini sínum Jónasi, eftir að hann varð ráðherra: ........þjer fór svo undar- lega, að gömul vanmet og inn- anmein, sem hefðu átt að þurrk ast út við slíkan frama, elnuðu nú um allan helming. Þjer varð sífellt erfiðara að þola andmæli. Allt af sat um þig sá uggur, að þú værir of lítils metinn. Illvígar og illkynjaðar árásir voru gerðar á þig. Þær urðu þér til framdráttar í bili. I raun og veru höfðu vinsældir þínar meðal þeirra flokks manna þinna, sem mest höfðu saman við þig að sælda, verið síþverrandi....... Hið innra varstu sárari en áður, þig þyrsti í meiri og meiri uppbætur og álit. Eftir á ef á að dæma þig réttlátlega síðar meir, má aldrei gleyma hver vorkunn þér var í þessu... Þú sagðir í Tímanum á laug- ardaginn, að jeg hefði aldrei haft þinglukku. Ó, Jónas minn, hvað ég vildi feginn óska, að þú hefðir unnið til og notið meiri þinglukku, en þú hefur öðlazt. Allrar þeirrar þinglukku sem þú hefur þráð og í ofan- álag allrar þinglukku sem jeg hef farið á mis við. Sambúð þín við hið háa Alþingi hefur ekki verið neitt tilhuga- líf seinni árin, og samt veiztu varla sjálfur alla meinbugi, sem á henni eru. En þá sögu hef ég enga löngum til að rekja ........Ef nokkra brú ætti að finna í þjóðmálastefnu þinni, væri það helzt að þú værir samvinnumaður. En ef til vill hefur þú lent þar alveg á rangri hillu. Að minnsta kosti gengur þjer illa að hugsa „sem slíkur". Þú er ekki ein- staklingshyggjandi í þeim skiln ingi, að þú viljir fara þinna eigin ferða og lofa öðrum að fara sinna. En samt sérðu alt af tóma einstaklinga, fyrst og fremst mann, sem heitir Jónas Jónsson, þvínæst menn sem eiga að vera vinir hans eða óvinir, lúta honum eða lúta í lægra haldi fyrir honum. Ef þú hefur greitt þitt eina atkvæði með einhverju máli á Alþingi, þá hefur þú tryggt framgang málsins. Ef Framsóknarflokkur inn hefur gert eitthvað, þá hef ur þú látið hann gera það. Það er gamalt máltæki, að sér eigni smalinn féð, þó enga eigi hann kindina. Þú ert duglegur smala maður, en þjer hefur orðið hált á því að eigna þér kindur, sem hafa verið ófúsar að viður- kenna að bezt væri að hafa eina hjörð og einn hirði.“ Og síðan fer Sigurður að orða sjálft deilumálið, sem hæst hefur risið að undanförnu: .........Nú hafa listamenn og rithöfundar látið í ljós ó- ánægju sína með þína föður- legu forsjá, velgerðir, hirting- ar og leiðbeiningar. Ef ég væri þar annar eins forustumaður og þú heldur eða villt vera láta, þá væri þetta meinlaust og gagnslaust, svo liðónýtur félags maður sem jeg er. Yfirleitt vil jeg halda því fram, að þetta fólk sé illa til þess fallið að vera hjörð. Það þarf talsvert til að það taki höndum saman um nokkurn hlut. Líklega á jeg ekki meira í þessu skjali, sem þú eignar mjer svo afdrátt arlaust en Jón Þórðarson prent ari á í Tímagreinum þínum. Einhverja hagræðingu á bún- ingi, ekkert að efninu.” Laugardaginn 2. maí sést, að Sigurður Nordal hefur enn stungið niður penna og yfir- skrift greinarinnar í Morgun- blaðinu er Raunalcg ástarsaga Þar segir svo: „Jónas Jónsson var einu sinni maður , sem vildi mennta sig. Á þeim árum las hann meira en hann skrifaði, hugs- aði meira en hann talaði, heimt aði ekki að hafa vit á öllu að óathuguðu máli. . . . ......Meðal annars langaði Jónas mjög til þess að kynn ast fögrum listum. Hann stóð þar að sumu leyti óvenjulega illa að vígi. Tónlist er honum til dæmis svo algerlega lokað- ur heimur, að fágætt er, að slíkt komi fyrir. Eðlissmekkur hans á aðrar listgreinar var yfirleitt furðu stopull og glomp óttur, þegar þess er gætt hversu góðar náttúrugáfur hans voru á sumum sviðum. En að því skapi var áhugi hans virðingarverðari. Hann skyldi það rétt, að með því að lesa og skoða það, sem al- mennt var viðurkennt í bókum og sjónlistum, gæti hann bætt úr miklu og hann gekk að því með elju.“ Sigurður ræðir um í síðari greininni að Jónas muni hafa haft skilyrði til að verða ís- lenzkum listum að vissum nöt- um, hann hafi haft góðan vilja og lipran penna og hann hefði átt að geta notið þeirrar gleði að sjá unga og efnilega list og listamenn blómgast í kringum sig, og vingast við tegund manna, sem honum var bæði gaman og metnaður í að kynn- ast. Síðan heldur hann áfram úttektinni á formanni mennta- málaráðs. „ Honum var ekki nóg að styðja góð málefni. Hann vildi nota þau sjer til framdráttar, hældi sjer fyrir það í ótelj- andi Tímadálkum, endurtók það, þangað til fólk varð sár- leitt á því. Þetta var samt mein laust hjá öðru verra. Hann vildi fá þakklæti listamanna fyrir verulega eða ímyndaða greiðasemi í gjaldeyri sem þeir höfðu ekki á boðstólum: Póli- tisku fylgi, auðsveipni og þjónkun. Hann vildi láta þá viðurkenna smekk sinn og lær dóm. Því minni alúð, sem hann gat lagt í að skilja það sem fram fór í kringum hann, því meiri kröfur gerði hann til páfadóms í listasmekk. Nú er svo komið að almenningur hjer í Reykjavík virðist með sína takmörkuðu listaþekkingu geta sjeð betur en Jónas, eins og kemur fram í dómum manna um gluggasýninguna frægu. Hver hefði trúað því að lær- dómur ætti eftir að standa Jón- asi fyrir þrifum, samskonar stirnun og oft þjáir „langskóla- gengna“ menn. Samt er þa8 bvo, ómelt bókvit gerir hann þröng- sýnan af því að brjóstvitið bregzt. Hann sjer til dæmis tóma hnignun í þeirri mynd- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. miaí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.