Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1968, Blaðsíða 13
f síðasta skákþætti urðu þau leiðu mistök að niður féll stöðumyndin af skákþrautinni, sem um var fjallað í þættinum. Verður nú bætt úr þessu: myndin birt og aðallausnarleikirnir. » b c d e Ig h a b c d e f g b Hvítur leikur og vinnur. Lausn: 1. c7 Hd6f 2. Kb5 Hd5f 3. Kb4 Hd4f 4. Kc3 Hdl 5. Kc2 Hd4 6. c8H! Ha4 7. Kb3 og svartur gefst upp. Annar sovézku skákmannanna, er hér tefla á Stórmótinu verður Evgenij Vas- júkov. Hann varð í þriðja sæti á síð- asta Skákþingi Sovétríkjanna á eftir þeim Tal og Polugajevski, en Taimanov hafnaði í fjórða sæti. Vasjúkov tefldi hér á síðasta Stórmóti, en varð að láta sér nægja annað sætið á eftir Friðriki Ólafssyni. Friðrik hlaut 9 vinninga af 11 mögulegum, en Vasjúkov 8 og hálf- an. Freysteinn Þorbergsson gerði jafn tefli við Vasjúkov, en tapaði hinsvegar fyrir Friðriki. Birtist nú skák þeirra Freysteins og Vasjúkov. Hvítt: Freysteinn Þorbergsson Svart: Vasjúkov Pirc — vörn. 1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be2 Hvassari leikur er 4. f4 og setur svörtum erfiðari vandamál. 4. - Bg7 5. Be3 c6 6. Dd2 Rb-d7 7. h4 h5 Svartur áræðir ekki að hleypa h- Skák telfd á síðasta Skákþingi Sovét- peði hvíts öllu lengra. ríkjanna. 8. f3 b5 Hvítt: Vasjúkov 9. a3 Rb6 Svart: Gurgenidse 10. b3 Sikileyj arvör n. Góður leikur, sem takmarkar athafna 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd4 svæði svarta riddarans. Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Bb3 a6 10. - Bb7 8. Be3 Ra5 9. 0-0 Be7 10. f4 Rxb3 11. Rh3 Dc7 11. axb3 0-0 12. Df3 Dc7 13. g4 d5 12. Hdl Hd8 14. e5 Rd7 15. g5 Rc5 16. Dh5 Re4 13. Rf2 a6 17. Hf3 Rxc3 18. Hh3 h6 19. bxc3 Dxc3 14. Rh3 0-0 20. Hdl Kh7 21. f5 exf5 22. Hg3 Bc5 15. Bh6 e5 23. g6f Kg8 24. Bxh6 Bxd4f 25. Khl 16. Bxg7 Kxg7 fxg6 26. Dxg6 Bxe5 27. Hxc3 Bxc3 17. 0-0 exd4 28. Hel f4 29. He7 Gefið. 18. Dxð4 c5 19. Df2! De7 20. Hf-el Hf-e8 21. Dg3 d5 22. Rxd5 Bxd5 23. exd5 Hxd5 24. Bd3 Ekki 24. Bxb5 ? vegna 24. - Hxdl og hv. tapar manni. 24. - He5 25. Dxe5 Dxe5 26. Hxe5 Hxe5 27. Bfl Hd5 28. Rf2 Hxdl 29. Rxdl Jafntefli. Björn Daníelsson: Á VÍSNAMIÐUM Margir kunna vísu Andrésar Björnssonar: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, seinna oft í hendi hans hvöss sem byssustingur. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ferskeytlan var um langar aldir einn af uppalendum íslenzks máls, og speglaði hug og aldarhátt samferðamannanna frekar mörgu öðru. Það væri verðugt rannsóknar- efni að kanna sögu vísnagerðar, fyrst og fremst sögu lausavísunnar. Hún hefur án efa verið svo snar þáttur daglegs lífs, jafnframt því að vera ákveðin grein íslenzkra bók- mennta, að fram hjá henni verður aldrei gengið. Jafnvel þótt svo kunni að fara, að atómljóðin vinni svo á í meðvitund þjóðarinnar, að þar þyki ekkert lífvænlegt, nema stuðla og höfuðstafi vanti. En þessum fáu orðum var alls ekki sá bás markaður að reyna að skil- greina stöðu stökunnar í lífssögu eða menningu, heldur aðeins að grípa niður hjá nokkrum hagyrðingum, og vita hvað þeir hafa að bjóða. Ég var að fletta bókinni Skag- firzk ljóð, sem kom út árið 1957. Þetta er safnrit með sýnishomum úr verkum 68 höfunda. Ýmsir munu efalaust halda því fram, að engum sköpum hefði skipt, þótt ljóðin, sem bókin flytur, væru óprentuð enn þann dag í dag. Svo má líka vel vera. Við kæmumst líka af án bíla, flugvéla, símaþjónustu og atómvopna. en — Lítil þjóð, sem liðfá stóð list og fróðleik unni brattar alóðir tíðum tróð, talaði ljóð af munni., sagði Ámi G. Eylands. Þessi þjóð fékk í vís- unni útrás fyrir harm sinn eða gleði, hugleiðingar um menn og málefni, ádeilur sínar og aðdáun. Hvar frek- ar gat hún komið skoðun sinni á framfæri meðal annarra. Góð vísa var numin, og hún barst frá manni til manns með furðulegum skjótleika. Bjarni Halldórsson, bóndi á Upp- sölum í Blönduhlíð, sendi eitt sinn ókvæntum vini sínum kveðju. Vissi hvers ókvæntur maður þurfti með, jafnframt sem vísan er hvatning til aðgerða! Árin streyma ört þér frá, æskan dreymin líður, en víða feimin veigagná vakir heima og bíður. — Vissu- ulega bíður hún þess sama og mað- urinn, og Bjarni skilgreinir ástand- ið með ágætum. Eftir því sem borgarbúinn lok- ast meira inni mi,’li stórhýsanna og bílanna, og verður þrælbundnari hraðanum og auknu álagi í hvers- dagslegu lífi, þeim mun kærari verð- ur honum hvíld í næði, þar sem tök eru á að nálgast uppruna sinn í sam- skiptum við mold og gróður, á gangi á vatnsbakkanum, eða meðfram streymandi ánni, þar sem lax stekk- ur á flúðum. Skúli Guðjónsson, pró- fessor, var einn þeirra gæfumanna, sem skynjaði gleði veiðimannsins og naut þess að veita henni útrás gegn- um þessar stökur: Tognar lína, stælist stöng strengir fínir titra. Hjólin hvína lotulöng, laxar skína og glitra. Bláum unnum fögrum frá fiskur runninn blikar. Lágum, þunnum uggum á elfur grunnar stikar. — Með því að setja saman þessar hringhendur, geyma þær og kunna, hafði prófess- or Skúli — enn frekar en ella — bundið í minni sínu þær unaðsstund- ir, sem hann hafði átt í ánni á liðnu sumri. Þeir, sem eyða frístundum sínum í ferðalög um okkar strjálbýla land, kynnast oftlega undrum sérkenni- legra landshátta, ef þeir á annað borð gefa sér tíma til að nema stað- ar og litast um, en gefa ekki fullt bensín meðan fjöll og dalir hverfa undir hjól bílsins. Sé svo — sem oft verður — er kannske litlu betur af stað farið, en heima setið. Tómas Guðmundsson sagði eitt sinn rétti- lega: Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt. — Segja má að í þessum orðum felist furðu- leg þversögn. En sé betur að gætt er margur ferðamaðurinn með því ágæta marki brenndur, að vilja kynn ast því sem hann sér betur, en læra má með sjóninni einni. Sagan er sam- ofin örnefnum, sem hvarvetna varða leiðina. Þessi nöfn þarf að læra og muna. Það eykur fyllinguna í skoð- un fagurra staða. Þó þarf ekki endi- lega sögu til að segja okkur hvað síðkvöld sumarsins eða gróður- angandi vormorgnar tjá okkur, ef við viljum nema staðar og hlusta. Friðrik Hansen fann þögnina tala: Inn á landi, úti við sjó allar raddir þegja. Það er eins og þessi ró þurfi margt að segja. — Enginn veit hváð átt hefur fyrr en misst hefur, segir mál- tækið gamla. Ekki vil ég þó væna Frímann Jónasson um það, að hann hafi ekki ávallt kunnað að meta yndi sinna æskustöðva. En oft er það svo með þá, sem flytjast í fjarlægðina, að þeir sjá enn gleggri augum þá birtu, sem ríkir um dalinn þar sem löngu fyrr mörkuðust „spor eftir lítinn fót.“ En Frímann segir: Hér við litla birtu ég bý. Bágt er því að gleyma, að nú er sól og sumar I sveitinni minni heima. Yrkisefnin eru mörg. Þorbergur Þorsteinsson frá Sauðá vill ekki draga blæju yfir yfirsjónir sínar, en hann leitar sér málsbóta svo sem flestum er tamt — og ferst það ekki óhönduglega: Mér er ljúft að lifa í synd, ljósan ber þess vottinn. En þú skalt dæma þína mynd þó með samúð, Drottinn. Á hörðum vetrum var eðlilegt að kvíði sækti á þá, sem þurftu að sjá fyrir sér og sínum — báru ábyrgð á búi og búpeningi. Stundum var kannske djarflega sett á, reynt að fjölga bústofninum meira en sam- vizkusamasta rökhyggja mælti með. En enginn skyldi láta áhyggjurnar beygja sig. Þótt kaldur þorri yggli sig ámátlega og hafi í hótunum við menn og málleysingja geta ferskir draumar haldið lífsþróttinum vak- andi. Jónas frá Hofdölum segir svo: Frostið herðir heljartök hrími litar skjáinn, en andinn heldur auðri vök út í drauma—bláinn. Sumum er það gjarnt að birta sjálfskrítik í kveðskap sínum. Ekki er Haraldur Hjálmarsson ásáttur við þann hátt, heldur maldar í móinn — svo sem vera ber: Byrðar lífsins ber ég hátt, brattann stika halla. Reyni að sýna með því mátt meðan ég er að falla. Ég vil svo að endingu Ijúka þess- um þætti með tveim vísum eftir Pét- ur Jónsson frá Nauthóli. Þær eru ekki samstæðar, en báðar spegla þær svipuð sjónarmið: Grun hverfulleik- ans, sem þó er ekki sneyddur von- inni um tilvist bjartra daga, en samt skyldi vera við öllu búinn: Mætti ég fegurð meiri sjá mundi ég reyna að vaka, meðan logar ljósið á lífsins vonastjaka. Fjör og máttur fjara brátt, feigð í gáttum kvikar. Lyftum hátt við lokaþátt lifsins sáttabikar. —1 5. maí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 .'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.