Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 4
Formáli Saga sú, sem hér birtist, sást fyrst á prenti árið 1964 í tímaritinu En- counter. Seinna kom hún svo í bók, sem dóttir höfundar gaf út í Banda- ríkjunum og nefnist „The Lonely Years: 1925-1939“ (Farrar, Strauss, New York). Isac Babel var Gyðingur fæddur í borginni Odessa í Rússlandi, þar sem stóð vagga hinnar háþróuðu list- ar rússneskra Gyðinga í tónlist og bókmenntum: hann var samtímamað- ur Yasha Heifetz. Babel bjó þó ekki yfir neinni tónlistargáfu, en var mik- ill málamaður. Hann elskaði Odessu og þó sérstaklega Gyðingahverfið, Moldavanka, þar sem hann var fædd ur. Margar beztu sögur hans fjalla um þennan borgarhluta og undir- heima hans. Það var Maxim Gorky, sem fyrst uppgötvaði Isaac Babel, og fyrstu sögur hans birtust í tímariti Gorkys, Annálnum. Það var árið 1916. Að ráðum Gorkys lagði Babel ritstörfin á hilluna um tíma til þess að afla sér meiri þekkingar og reynslu. í stríðinu milli Pólverja og Rússa var hann sendur á vígstöðvarnar sem fréttaritari, Það var ekki fyrr en árið 1924, sem rithöfundaferill Babels hófst fyr ir alvöru. Tvær bækur voru gefnar út með stuttu millibili, Rauða ridd- araliðið og Odessa. Hann skrifaði einnig nokkur kvikmyndahandrit, sem eru talin til hreinna listaverka. En vegna uppruna síns var Babel í stöðugri lífshættu og ofsóttur vegna skoðana sinna. Gorky var mik ill vinur hans og hélt verndarhendi sinni yfir honum fram til dauðadags, árið 1935. Babel var mjög sjálfstæður og þrá- aðist við að gangast undir járnaga flokksins um að hlíta í biíndni bók- menntalegum rétttrúnaði: social real- isma. Meðan Gorkys naut við, gat hann verið nokkurn veginn óhultur, en eftir hans dag varð þögnin hans eina vörn. Hann var strikaður út úr hinum bókmenntalega heimi Sovét- ríkjanna, verk hans voru hvergi birt, hann var ekki lengur til. Engu að síð ur var hann tekinn til fanga árið 1939 samkvæmt fyrirskipun Stalíns og settur í fangabúðir í Síberíu. Þar lézt hann tveimur árum seinna við hin hörmulegustu kjör, gleymdur sinni eigin þjóð. Það er ekki fyrr en nú á seinustu árum, sem Isaac Babel hefur hlotið „uppreisn æru“ í heimalandi sínu. Hefur megnið af verkum hans verið gefið út á ný. Þessi saga, sem hér er birt, hefur samt aldrei komið út þar, nema í styttri útgáfu, en það er lík- lega fremur af siðgæðis- en pólitísk- um ástæðum. Þýð. Það er skeifilegt að búa í Tiflis að vorlagi, vera tvítugur og ástlaus. Það var ég einu sinni. Eg starfaði sem próf- arkalésari í prentsmiðju nokkurri á hernaðarsvæði Kákasuslandanna. Niður inn frá ánni Kuru barst inn um þak- herbergisgluggann minn. Á morgnana speglaðist sólin í svörtum flaumnum, þar sem hann brauzt fram á milli fjall- anna. Ég leigði hjá nýgiftum ,georgisk- um hjónum. Eiginmaðurinn var slátrari á austurmarkaðnum. Handan veggjar- ins veltu þau sér og undu í algleymingi ástarinnar eins og tveir stórir fiskar í litlu búri. Sporðar þessara tveggja hams lausu fiska slógust látlaust í þilið. Þeir skóku sólsvart þakið, rifu það af stoð- um sínum og báru út í eilífðina. Þeir gnístu tönnum í miskunnarlausum á- stríðuhita. Á morgnana sótti Miliet, eig- inkonan, brauðið. Hún var svo mátt- farin, að hún varð að styðjast við stiga- handriðið til þess að hníga ekki niður. Hún þreifaði fyrir sér með örsmáum fót- um og brosti fölu, tómlátu brosi, eins og sá, sem er nýstiginn úr rekkju eftir langvarandi veikindi. Með höndina yfir meyjarlegum brjóstunum hneigði hún höfuðið til allra, sem urðu á vegi henn- ar — til gamla Assýríumannsins, sem orðinn var grænn af elli, til mannsins, sem færði okkur olíuna, og til uppþorn- uðu, hrukkóttu kerlinganna, sem seldu ullarvöndla. Eftir stunur og bríma næt- urinnar fylgdi þögnin, nístandi eins og fallbyssudrunur. Það er skelfilegt að búa í Tiflis, vera EFTIR ISAAC BABEL Bryndís Schram þýddi aðeins tvítugur og hlusta á ástríðu- þrungna þögn elskendanna. Ég varð að komast burt, ég æddi út úr húsinu nið- ur að ánni. Heitur raki vorsins þyrmdi yfir mig. Hann skall á mér af öllum sínum þunga og bar mig ofurliði. Ég reikaði um fátækleg strætin, þurr í kverkum. Hitasvækjan þvingaði mig til að snúa aftur til herbergis míns. En ég varð að finna ástina. Og auðvitað fann ég hana. Þið ráðið, hvort þið trúið því eða ekki, en sú sem ég valdi, var vænd- iskona. Hún hét Vera. Ég veitti henni eftirför á hverju einasta kvöldi eftir endilöngu Golovinstræti án þess að voga mér að yrða á hana. Ég átti hvorki peninga handa henni né orð — þessi endalausu, margþvældu og nöld- urslegu ástarorð. Frá því ég var smá- barn hafði ég helgað öllum kröftum mín um til þess að spinna upp sögur, leikrit og ævintýri — þúsundum saman. Þau lágu á hjarta mínu eins og mara. Ég var heltekinn djöfullegu stærilæti og vildi ekki vera of fljótur á mér að festa þau á blað. Mér fannst það vera tíma- eyðsla að skrifa verr en Leo Tolstoy. Ég var staðráðinn í, að sögur mínar skyldu lifa. Djarflegar hugsanir og brennandi ástríður eru því aðeins á- reynslunnar virði að þeim sé búið göfugt form. En hvernig á það form að vera? Það er erfitt fyrir mann, sem er alger þræll hugsana sinna, algerlega háður höggormslegu tungutaki þeirra, að temja sér fánýtt og hversdagslegt hjal elskandans. Slíkur maður er of stoltur til þess að tárast af sorg, og hann kann ekki að hlægja af kátínu. Þar sem ég var draumóramaður, hafði ég aldrei get- að náð valdi á hinni fjarstæðukenndu list hamingjunnar. Og þess vegna mundi ég neyðast til að gefa Veru tíu rúblur af fátæklegum launum mínum. Þegar ég hafði komizt að þessari niðurstöðu, á- kvað ég að bíða hennar um kvöldið fyr- ir utan veitingahúsið „Samúðin". Tatar- ar í bláum skikkjum og mjúkum leður- stígvélum reikuðu fram hjá mér. Þeir stönguðu úr tönnum sér með silfur- stönglum og renndu hýru auga til rauð- málaðra kvennanna — Georgíu- kvenna með stórar fætur og mjó læri. Rökkvið var blárautt. Blómstrandi ak- asíurnar meðfram götunni andvörpuðu lágt og hikandi. Hópur liðsforingja í hvítum frökkum sveimuðu undir trjá- göngunum, og sefandi andvari barst til þeirra ofan úr hlíðum fjallsins Kazbek. Vera kom seinna, þegar orðið var al- dimmt. Há og fölleit sigldi hún fyrir stafni þessarar apahjarðar eins og hei- iög María í stafni fiskibáts. Hún gekk fram hjá anddyri veitingahússins. Ég skjögraði í kjölfar hennar: „Ertu að fara eitthvað sérstakt?“ Breiðar, fölar herðar hennar hreyfð- ust á undan mér. Hún sneri sér við: „Hvað varstu að segja?“ Hún glotti, en hló með augunum. „Hvert ertu að fara?“ Orðin brotnuðu í munni mínum eins og þurrt sprek. Vera hægði á sér og kom upp að hliðinni á mér. ,,Tíu rúblur, er það í lagi?“ Ég var svo fljótur að samþykltja, að hún varð tortryggin. „En áttu tíu rúblur?" 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.