Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 13
SMÁSAGAN Framh. af bls. 5 Vera. Hún gat varla haldið augunum opnum. Hún lagðist niður, dró mig á eftir sér og byrjaði að strjúka mig all- an. „Ég er aðeins unglingur," hrópaði ég, „ég hef verið með Armenunum, skilurðu það ekki?“ Ó, Guð æsku minnar! ... f fimm af tuttugu árum ævi minnar hafði ég verið að spinna upp sögur, svo þúsundum skipti, þær voru að sprengja utan af sér heila minn. Ég var blátt áfram að slig- ast undan þeim. Og nú hafði ein fallið til jarðar í krafti einmanaleika míns. Það voru greinilega eins konar örlög, að vændiskona í Tiflis skyldi verða fyrsti „lesandi“ minn. Það fór hrollur um mig við þessa skyndilegu uppgötv- un, og ég sagði henni söguna um mig sem „unglinginn með Armenunum." Hefði ég ekki verið svo leikinn í list minni, mundi ég hafa sagt henni ein- hverja hversdagslega sögu um það, að ég væri sonur efnaðs embættismanns, sem hefði rekið mig að heiman, sögu um ráðríkan föður og misskilda móður. En ég var ekki svo vitlaus. Það er engin þörf að segja sannleikann ef sagan er góð. Sannleikurinn líkist fremur góðri sögu. Þess vegna — og þannig vildi hlustandi minn hafa það — var ég fædd ur í Alyoshki, lítilli borg í Khersonhér- aði. Faðir minn starfaði sem teiknarihjá eimskipafélagi. Hann sleit sér út við teikniborðið nótt sem nýtan dag til þess að geta veitt okkur, börnum sínum, góða menntun. En við líktumst öll móð- ur okkar, heimskri konu, sem óskaði þess eins að njóta lífsins. Tíu ára að aldri byrjaði ég að hnupla frá föður mínum. Þegar ég var orðinn fullvaxinn, hljópst ég að heiman til Baku, til ætt- ingja móður minnar. Þeir komu mér í kynni við Armena nokkurn, sem hét Stepan Ivanovich. Seinna fluttist ég til hans, og við bjuggum saman í fjögur ár ... „En hvað varstu gamall þá? ... “ „Fimmtán." Vera bjóst við, að ég mundi segja henni frá vélabrögðum Armenans, sem spilti mér, en ég hélt áfram: „Við bjuggum saman í fjögur ár. Stepan Ivanovich var einhver sú heið- arlegasta og traustasta manneskja, sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Hann trúði öllu, sem vinir hans sögðu honum ... ég hefði átt að læra einhverja iðn á þess- um fjórum árum, en ég gerði ekki hand- tak ... Allt og sumt, sem ég hafði áhuga á var að spila billiard ... vinir Stepans Ivanovich komu honum um koll. Hann lét þá hafa óútfylltar ávísanir, og vin- ir hans misnotuðu traustið, sem hann sýndi þeim ..." „Óútfylltar ávísanir“ — ég veit ekki, hvernig mér datt það í hug, en það var klókt af mér að nefna þær. Vera trúði öllu eftir þetta. Hún vafði sjalinu um skjálfandi herðar sér. „Stepan Ivanovich var gjaldþrota. Honum var kastað út úr íbúðinni, og húsgögnin voru seld á uppboði. Hann gerðist farandsali. Ég kærði mig ekki um að búa lengur hjá honum, þar sem hann átti enga peninga, svo að ég flutt ist til gamals kirkjuvarðar ... “ „Kirkjuverðinum“ stal ég frá ein- hverjum rithöfundi: hann var aðeins heilaspuni einhvers fáráðlings, sem nermir ekki að skapa raunverulega per- sónu. Ég sagði „kirkjuvörður“: Vera skotraði augunum, og ég missti stjórn- ina eitt augnablik. Til þess að bæta úr gerði ég gamla manninum upp þyngsli í fölnuðu brjóstinu. Þegar brjóstþyngsl- in ágerðust, hvein átakanlega í honum. Hann stökk fram úr rúminu á nótt- unni og hóstaði út í olíuþrungið loft Bakuborgar. Það leið ekki á löngu, þar til hann gaf upp öndina. Brjóstþyngs-1 in riðu honum að fullu. Ættingjar mín- !r vfidu engin afskipti af mér hafa. Þannig stóð á því, að ég var kominn hingað til Tiflis með 20 rúblur í vas- anum, þær hinar sömu og Vera hafði talið upp úr buddu minni í dyraskotinu við Golovinstræt. Þjónninn á hótelinu, þar sem ég bjó, hafði lofað að útvega mér ríka viðskiptavini, en fram að þessu hafði hann aðeins sent mér armenska kráreigendur með stórar feitar ístr- ur ... Þetta fólk elskar sína eigin þjóð, elskar söngva sína og vínið sitt, en þeir traðka á öðru fólki, mönnum og konum, eins og þjófur traðkar í garði nágrann- ans ... Og ég fór að segja alls konar þvætt- ing sem ég hafði heyrt hér og þar um kráreigendur ... Hjarta mitt var að springa af sjálfsmeðaumkvun. Mér fannst ég vera fordæmdur. Ég titraði af sorg og andagift. ískaldir svitadrop- ar boguðu af andliti mínu, eins og snák- ar sem smjúga yfir sölnað gras. Ég hætti að tala, fór að skæla og sneri mér undan. Ég hafði lokið sögu minni. Það hafði slokknað á prímusnum fyrir löngu. Vatnið hafði soðið, en var orð- ið kalt aftur. Gúmmíslangan hékk ofan af veggnum. Vera gekk hljóðlega að glugganum. Herðar hennar, skjannahvít- ar og dapurlegar, hófust og hnigu. Út um gluggann sá ég, að það var byrjað að birta umhverfis fjallatindana. „Það sem fólk tekur upp á ..." hvísl- aði Vera án þess að snúa sér við. „Já, Guð minn góður, það sem fólk tekur upp á... “ Hún teygði nakta handleggi sína og opnaði gluggahlerana. Lykt af ryki og vatni barst inn um gluggann. ... Vera hristi höfuðið án afláts. Svo að þú ert hóra ... alveg eins og við ... “ Ég hneigði höfuðið. „Hóra eins og þú ... “ Vera sneri sér að mér Undirpilsið hékk utan á henni eins og tötrar. „Ja, það sem fólk tekur upp á,“ sagði hún aftur hærra. „Guð minn góður, það sem fólk tekur upp á ... Hefurðu nokkurn tíma verið með kvenmanni?“ Ég þrýsti köldum vörum á hönd henn ar. „Nei, hvernig gat ég það? Þeir leyfðu mér það ekki ..." Ég þrýsti höfði mínu að brjóstum hennar, sem flóðu yfir höfuð mitt. Stinnar geirvörturnar snertu vanga minn. Þeir voru rakir eins og litlir kálfar. Vera leit niður til mín. „Systir ... “ hvislaði hún og settist á gólfið við hliðina á mér. „Litla systir mín ... “ „Segðu mér nú eitt: hefurðu nokk- urn tíma séð þorpssmiðinn hjálpa fé- laga sínum við að byggja hús? Hef- urðu séð, hvernig hefilspænirnir þjóta í gegnum loftið ört og glaðlega, þegar þeir vinna saman? ... Þessa nótt kenndi þessi þrítuga kona mér alla klæki stétt- ar sinnar. Þessa nótt hejrrði ég öll þau leyndarmál, sem þú munt aldrei fá að vita, ég upplifði ást, sem þú munnt aldrei kynnast, ég heyrði orð, sem kona hvíslar í eyru kynsystur sinnar. Ég er búinn að gleyma þeim. Við eigum heldur ekki að festa þau okkur í minni. Við sofnuðum í dögun. Það sem vakti okkur var funi líkama okkar, funi sem hvíldi í rúminu eins og lík. Þegar við vöknuðum, hlógum við hvort til ann- ars. Ég fór ekki til prentsmiðjunnar þennan dag. Við drukkum te á mark- aðstorginu í gömlu borginni. Hæglátur Tyrki hellti okkur te úr samóvar, sem var vafinn í handklæði. Það var mórautt, og gufuna lagði upp úr því eins og heitu blóði. Brennheit- ir sólargeislarnir spegluðust í glösum okkar. Langt og sefandi hnegg asnanna rann saman við hamarshögg tin- smiðsins. Koparkrúsir stóðu í röðum á upplit uðum teppum undir sölutjöldunum. Hundar snuðruðu umhverfis nautainn- yfli og annan úrgang. Rykmökkur barst inn yfir borgina Tiflis, borg ilmandi rósa og sterkjunnar af feitu kjöti. Ryk- ið byrgði fyrr eldrauða sólina. Tyrk- inn hellti okkur meira te og lagði sam- an brauðsnúðana, sem hurfu ofan í okk- ur, á talnagrind. Lífið var dásamlegt þennan dag. Ég vr orðinn blautur af svita og sneri glasinu mínu á hvolf. Þeg- ar ég hafði borgað Tyrkjanum, ýtti ég tveimur fimmrúblumyntum yfir til Veru. Slyttislegur fótleggur hennar lá yfir minn. Hún ýtti peningunum frá sér og dró að sér fótinn. „Við skulum ekki þrátta, systir ... “ Nei, ég vildi ekki þrátta. Við ákváð- um að hittast um kvöldið og ég stakk gullpeningunum, fyrstu bókmenntalaun- unum mínum, aftur í budduna. Þetta gerðist fyrir löngu, og síðan hef ég oft tekið við peningum frá út- gefendum, lærðum mönnum og Gyðing- um, sem höndla með bækur. En það hafa allt verið smáupphæðir hjá þeirri sem ég fékk í æsku frá fyrsta „les- anda“ mínum. En ég er ekki bitur, vegna þess að ég veit, að ég mun ekki deyja, fyrr en mér hefur áskotnazt enn einn gullpeningur, sá síðasti, og greið- andinn verður ástin sjálf. EDDA OG HÓMER Framh. af bls. 9 fá mjög skýr einstakUngseinkenni, jafn vel skýrari en einkenni Hómersgoða. Munur á lyndi goðanna verður nú meir og meir undirstaða kvæða, og eru Hár- barðsljóð gott dæmi þess. Um þessa guði í mannsmynd eru sagð- ar gamlar sögur, mótaðar af hinum frumstæðu hugmyndum. Og þá koma í fyllingu tímans menn, sem leggja mæli- spjald mannlegrar siðfræði á þessar sög ur. Þeir fella sig ekki við, að goðun- um séu eignaðar athafnir, sem til smán- ar hefðu þótt, ef eignaðar hefðu verið hinum betri persónum hetjukvæðanna. Sagt var, að „seið Yggr til Rindar", en slíkt hefði Sigurður Fáfnisbani aldrei gert. Frjósemigoðum fylgdu helgisiðir, sem sviptir blóthelgi sinni virtust ekki annað en saurlifnaður, sem brutu íbága við siðavendni hins forna ættarþjóðfé- lags. Sögur af ástum Friggjar og bræðra Óðins hafa ef til vill verið sprottnar af saklausri dýrkun árstíðagoða, en þegar það var gleymt, rákust þær á vanaleg- ar skírlífiskröfur þjóðfélagsins. Eiðar voru heilagir, og þó rauf Óðinn eiða og trúnað. Þannig komu upp umbrot og barátta innan heiðinnar trúar, þegar goðin gerðust mennskari, vegna almennr ar þróunar þjóðfélagsins og vegna um- brota víkingaaldar og vegna hugsjóna hetjukvæða. Þetta síðasta, áhrif hetjukvæðanna, gefur tilefni til hugleiðinga um hetjur eddukvæða og Hómersljóða, og væri það næsta forvitnilegt efni. En það er þó miklu meira en svo, að hér sé unnt að sinna því. Auk þeirra þátta, sem fléttuðust í þessa þróun, má ekki gleyma því, að Norðurlandabúar höfðu veður af kristn inni, meira eða minna allt frá 9. öld. Að órannsökuðu máli væri fjarstæða að neita einhverjum áhrifum þaðan. En gaumgæfileg athugun flestra kvæða þeirra, sem um er að ræða, virðist mér frekar benda á fjarlæg áhrif enmikla þekkingu, frekar á neikvæð áhrif en jákvæð, þ.e. að kristnin kunni að hafa eflt hina heiðnu gagnrýni á goðin, án þess að menn yrðu nokkuð kristnari við það sjálfir. Aðeins í Völuspá eru nokk- ur jákvæð áhrif, kristin minni, og vera má, að kristnin hafi skerpt hugsjónir skáldsins. Vel er vert að gæta þess, að ádéijur munka á heiðin goð eru vana- lega miklu ófimlegri og klaufalegri en kímnin í þessum kvæðum. Nú skal að lokum víkja ögn að þeim kvæðum, sem helzt bera vitni um gagn- rýni á goðin, eins og goðsögurnar gömlu lýslu þeim. í Hárbarðsljóðum er hinum ramma þrumuguði Þór lýst svo sem hann sé hinn mesti verndari mannanna. En um leið nýtur þó skáldið þess að láta Hár- barð glettast við hann fyrir það, hve hann er seinn að hugsa og' hver hugs- un hans er einföld. Hárbarður er Óð- inn, sem hér er höfðingjastéttar guð, gæddur skörpum og skjótum gáf- um, Don Juan, að nokkru hafinn yfir gott og illt. Honum er lýst með „miles- iskum anda“ og mikilli ánægju. Að nokkru má einnig tala um „milesiskan anda“ í tveimur smákvæðum í Hávamál- um um ástir Óðins: það eru lítil meist- araverk, þar sem léttúðinni blandast djúpar og blæbrigðaríkar tilfinning- ar, í öðru kvæðinu er ást hans lýst sem sótt er heltekur mann, meðan það er: en kvæðinu lýkur með eins konar glott- andi umburðarlyndi. í hinu kvæðinu blandast saman ást og þökk til konu við ánægju yfir því að ná valdi á henni og hlökkun yfir bragðvísi sinni. Þessi undarlega blæbrigðaríku og útsmognu k'/æði minna, þó undarlegt sé, á 18. öldina. Ólík þeim, full af beizkri og misk- unnarlausri ádeilu er Lokasenna. Goðin eru skáldinu lifandi veruleiki, þess vegna er ádeilan svo ofsaleg. Loki, sem flytur fram í kvæðinu gagnrýni skálds- ins, veit mikið um opinberar vammir guðanna, um leyndar syndir gyðjanna, þ.e. hann kann mikið af gömlum goða- sögum og veit mikið um gamla helgisiði: hann segir ekki allt satt, en hann segir of mikið satt. Syndaregistur goðanna er allt of langt og allt of ljótt, samkvæmt hugsunarhætti samtímans: auðsjáanlega verður þeim ekki fyrirgefið. Aðeins eitt goðanna vill skáldið ekki segja með öllu skilið við: Loki hæðir Þór, en hann þokar loks fyrir honum, hinum dygga, einfalda og sterka guði. í annan heim er komið, þegar kom- ið er til Völuspár. Skáldið sér ávirð- ingar goðanna: brot þeirra móti siðferð- islögmálinu (sem birtist skýrt í kvæð- inu) hafa sýkt heiminn. En skáldið elsk ar guði sína, honum er kvöl að hugsa um, að þeir séu dæmdir. Þannig er af- staða hans miklu nær afstöðu sumra tragedíuskáldanna, einkum Æskhýlosar, til goðanna, en afstaða Hómers. Én svo rík er siðferðisvitund skálds Völuspár, að hann er sannfærður um, að guðir hans, sem hann elskar, séu dauðadæmd- ir, þeir hljóti að farast í ragnarökum, svro sem hinar öldnu heiðnu spár höfðu boðað. En þeir úr hópi goðanna, sem vammlausastir voru, og nýjar kynslóð- ir þeirra, verða á síðan drottnarar í nýjum heimi sem rís úr sæ, eftir að allt, himinn og jörð, hafa farizt. Þess- um nýja heimi er lýst svo, að hann sé hreinn, og vítalaus, og eigi ekki í sér fólgið fræ dauðans. Þó að kristin minni komi, eins og fyrr var sagt, sumstaðar fyrir í frásögninni, kemur mest af efni Völuspár þó fyrir í gömlum, heiðnum eddukvæðum. Það er skemmtilegt að íhuga, að við leiðsögn hins mikla gríska meistara liggur efni þessara kvæða allt Ijóst fyrir. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Ritstj.fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Útge<fandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. 4. ágúst 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.