Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1968, Blaðsíða 10
ÓLI SEGIR SJALFUR FRA III. EFTIR BJORN DANIELSSON Rœtt v/ð Óla Bieltvedt skólatannlœkni Bieltvedt, bóndabær 35 km sunnan við Osló. Þar er ÖIi fæddur. Hann er tannlæknir. — Hann er þriðji Ólinn, sem ég ákvað að spjalla við af þeim, sem dvöldu lengi sam- tímis á Sauðárkróki. Allir komnir handan yfir hafið, og hafa með ár- unum orðið engu síðri íslendingar, en margir þeirra, sem hér eru born- ir og barnfæddir. Hann spólaði, holufyllti og dró úr hundruðum Króksara þann tíma, sem hann var meðal þeirra, endurbætti tanngarða þeirra og smíðaði nýja, svo mörg ásjóna norður þar á honum sitthvað að þakka. Mér fannst sjálfsagt að hafa Óla Bieltvedt í þeim hópi, sem ég spjall- aði við, enda þótt hann sé nú fluttur suður, — þessvegna kemur hér þriðji þátturinn, sem ég nefni: Óli segir sjálfur frá. Það var ísing og fljúgandi hálka um kvöldið, þegar ég ákvað að leita Óla uppi. Ég var búinn að tala við hann í síma — hann á nú heima í Kópavogi, og hann hafði sagt mér sem greinilegast til vegar, en þegar á hólminn var komið gleymdi ég öll- um leiðbeiningum og fór töluverðar krókaleiðir um gleraðan Kópavogs- hálsinn, en komst þó um síðir á leið- arenda, að Hlíðarvegi 30. Þar býr yfirskólatannlæknirinn Ole Bilt- vedt ásamt Guðnýju konu sinni. Eins og gefur að skilja, þegar gaml ir kunningjar hittast, var byrjað á almennu rabbi og spurzt frétta. Við höfðum komið okkur vel fyrir í vist- legri stofu og ég fann þá hóglátu vin semd, sem ávallt fylgir Óla, og allir þekkja, sem honum hafa kynnst og hlýddi á hressilegt tal húsmóðurinn- ar, og ég hafði það strax á meðvit- undinni, að ég var velkominn, — slíkt er eitthvað, sem maður þarf ekki að vita, heldur finnur. í Á veggnum beint á móti mér hanga myndir úr frumstæðum ævintýra- heimi, frá hjásetu og álfaborgum með annarlegum verum. — Já, þær eru eftir hann ísleif, segir Guðný. Þú mannst, gamla mann inn, sem er þekktasti prímitivisti á landinu. Mér fundust þær svo skemmtilegar að ég bara keypti þær. Mér fannst ég vera svo rík, þegar ég fór aftur að vinna úti. Ég vinn á síma hálfan daginn. Það er viss á- nægja fólgin í því að vinna sér inn peninga, og Guðný hlær við. — En nú er best að ég fari og hiti kaffi og láti ykkur eina. Og nú byrja ég að forvitnast um aldur og uppruna. — Ég er fæddur 8. marz 1906 í Krákstad um 30 km frá Osló. Þávar þar járnbrautarstöð og 3-4 hús, járn- brautarstöðin kom þarna 1880 — núna er þarna stórt þorp. — Fæddistu í einu þessara húsa? — Nei, á bóndabæ þar rétt hjá. Ég var elztur 5 systkina og byrjaði því snemma að hjálpa til við búskapinn. — Og hvað þá helzt? — Ég byrjaði að mjólka, þegar ég 'var 6 ára gamall, og þegar ég var orðinn 8 ára gamall mjólkaði ég stundum jafnmargar kýr og aldursár in voru mörg .Ég man eftir fyrsta kálfs kvígu, sem var nokkuð bald- in. Hún var sífellt að sparka í föt- una hjá mér, en mér gekk furðan- lega að bjarga mjólkinni, ég var frá upphafi vanur að fást við dýr, það hjálpaði mér. — Ég kannast við að það er erfitt að mjólka, en þá hefurðu líka feng- ið stælingu í handleggina, það hef- ur hjálpað þér seinna, þegar þú þurftir að draga erfiða endajaxla úr náunganum? Nú hlær Óli. Kannske, segir hann, en það var oft þreytandi. Þarna var sjaldgæft að menn hefðu fé, en kartöflurækt og kornrækt var tölu- vert stunduð. Þegar ég stálpaðist og var farinn að ganga í skóla var ég alltaf heima á sumrin. Þá var mitt verk að slá með hestasláttuvél. Þá var venjan að byrja eldsnemma að slá, svona 2-3 á nóttunni, svo hitt fólkið hefði nóg að gera, þegar það vaknaði. Heyinu var þá rakað sam- an og sett á hesjur og þurkað þann- ig. Vanalega var ég berfættur. Eitt sinn man ég eftir því, að ég gekk meðfram óslægjunni og var að sparka múgnum frá, þá sparkaði ég í stóran höggorm og hrökk illilega við, en til allrar hamingju var hann hauslaus, ég hafði slegið af honum hausinn í fyrri umferð. Höggormar geta verið stórhættulegir, sérstak- lega þegar heitt er í veðri. Annars reyna þeir vanalega að flýja menn, en geta höggvið ef komið er að þeim óvörum. — Manstu nokkra höggorma- sögu? — Já, stór hundur á næsta bæ var bitinn heiftarlega og bólgnaði upp, og var talinn dauðans matur, en var þó bjargað. Rétt í túnjarðrinum bjó gamall húsmaður og til hans var leit- að. Það var sagt að hann ætti svarta- bók“ og vissi jafn langt nefi sínu. Eftir að hafa litið á hundinn tók hann smjörlíki og fór með það inná klósett, og við vissum ekki hvað hann gerði þar, en heyrðum til hans eitthvert óskiljanlegt muldur. Þegar hann kom út bar hann smjörlíkið á bólguna á hundinum, og um kvöldið var honum batnað. Þessi gamli mað- ur gerði ýmislegt, sem aðrir gátu aldrei skilið. — Hvað varð svo um „svörtu bók- ina“? — Það veit enginn. Hún fannst ekki að honum látnum, en samt var mikið leitað. — Var fólk hjátrúarfullt í þinni sveit? — Ekki mikið. Helzt var það trú- in á nissana, búálfana. Sú trú var almenn, — kannske ekki trú, heldur siður. Það voru húsnissar á hverjum bæ. Það var t.d. talað um Bielt- vedtnissann og Tömtnissann frá næsta bæ. Þessir nissar héldu sig vanalega í peningshúsunum og yfir- leitt voru ákveðnar skepnur í uppá- haldi hjá þeim, og voru þá feitari og búsnari en önnur dýr. Nissanum hjá mér og Tömtnissanum kom illa saman, og eitt sinn þegar þröngt var í búi heyrði ég frá því sagt, að Tömtnissinn hefði ætlað að stela heyi frá Bieltvedt, og þá hefðu þeir lent í heiftarlegum slag! — Nú er þessi búálfatrú mikið að hverfa, en hún er á vissan hátt skemmtileg og athyglisverð eins og önnur þjóðtrú. Hefur þú sjálfur orðið var við nokkuð það, sem hægt er að kalla y f ir skilvitlegt ? — Það get ég varla sagt. Pabbi var vantrúaður á undarlegheit, þó taldi hann sig eitt sinn hafa séð strák, sem vel gat verið nissi eftir Fjölskylda Óla á Sauðárkróki fyrir átta árum: Hjónln og 3 börn þeirra. Óli, Guðný og dóttirin Brit. Myndin er tekin 1960 á Sauðárkróki. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. ágúst 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.