Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 2
JÓN THORODDSEN og með styrk góðra manna komust þeir allir til mennta, gátu lagt stund á þau fræði, sem hugur þeirra stóð til. Elztur var dr. Þorvaldur prófessor, náttúru- fræðingurinn heimskunni, næstur Þórð- ur læknir og alþingismaður, fjölgáfað- ur maður og öðlingur hinn mesti, þá Skúli sýslumaður, alþingismaður og rit- stjóri, einn af fremstu og brattsækn- ustu stjórnmálaskörungum, sem þjóð- in hefur alið, en yngstur Sigurður yfir- kennari, er lauk verkfræðiprófi fyrstur íslendinga og varð um leið fyrstur lands verkfræðingur á landi hér. Af þeim bræðrum eru komnir margir hinna mæt- ustu gáfumanna, sem alkunnugt er, fá- ir íslendingar hafa orðið kynsælli en Jón Thoroddsen. c Okaldið fra Reykholum var nautna- maður alla ævi, og eflaust hefur sol'l- urinn í Kaupmannahöfn ginmt hann og glapið eins og marga aðra íslenzka stúdenta. En hann sat þó ekki auðum höndum á Hafnarárum sínum, einmitt þá varð honum að fullu ljóst, að harm var skáld og til þess borinn að rækta og stækka akur íslenzkra bókmennta. Fyrsta kvæði hans „Kveðja“ birtist í Fjölni árið 1847, og ári síðar hóf hann útgáfu nýs tímarits ásamt vini sínum Gísla Brynjólfssyni, það nefndist „Norð- urfari“ og kom út í tvö ár. Þar birfust meðal annars nokkur af beztu kvæðum Jóns og auk þeirra „Dálítil ferðasaga", fyrsta skáldsaga Jóns og eina smásagan sem hann samdi um ævina, og er harla minnisverð af þeim sökum; áður hafði engin nútíðarsaga birzt eftir íslenzkt skáld nema „Grasaferð" Jónasar Hall- grímssonar. í „Dálítilli ferðasögu" má greina frelsisanda þann, er þá gekk yfir álfuna, en ekki verður hin stutta frá- sögn talin nein Kstasmíð. Um hifct er mest vert, að skáldið hafði fundið köll- un sína og skömmu eftir að hann fékk lausn úr herþjónustu hófst hann handa og samdi heila bóksögu fyrstur fslend- inga á síðari öldum, hún hlaut nafnið „Piltur og stúlka“ og kom út í Kaup- mannahöfn árið 1850 á kostnað höf- undar. Jón gaf hina vinsælu skáldsögu út öðru sinni ári fyrir andlát sitt, nokk- uð aukna og breytta, en önnur rit eftir hann komu ekki út að honum hfandi nema fáeinir bæklingar. Kvæði skálds- ins birtust á víð og dreif í tímaritum og blöðum og voru fyrst gefin út í bók að honum látnum. ICvæði Jóns Thoroddsens öðluðust brátt mikla þjóðarhylli, enda flest ljós og alþýðleg, og vel lét honum að túlka ást sína á ættjörðinni, yrkja um unað íslenzkrar náttúru, ástir kvenna, börn og blóm. Og auðug kimnigáfa hans birt- ist víða í ljóðunum, einkum í smákvæð- um um gleðskap og fjárþröng Hafnar- áranna, þau eru allsérstæð í íslenzkum kveðskap. Jóni var létt um að yrkja, en getur þó vart kallazt mikill hagsmiður bragar, ýmis smíðalýti má finna á mörg- um kvæðum hans. Og frumlegt ljóð- skáíd var hann ekki, þegar á allt er litið, stældi Jónas Hallgrímsson leynt og Ijóst, skáld það sem hann dáði að vonum um alla aðra fram, og enduróm af kvæðum Bjarna Thorarensens, Svein bjarnar Egilssonar og fleiri íslenzkra höfunda er einnig auðgert að finna. Flest eru Ijóð hans í gíeymsku fallin, en þau beztu enn á hvers manns vör- um, enda ort af sannri list, á meðal þeirra þjóðsöngurinn fagri ,,Ó, fögur er vor fósturjörð“, hið hugljúfa vöggu- (Indride og Sigrid). Elzta þýðing á Pilti og stúlku eftir Kristian Kálund, sem lengi var bókavörður við safn Arna Magnússonar og vann íslenzkum fræð- um margt til nytsemda. Bókin var gef- in út í Kaupmannahöfn 1874. kvæði „Litfríð og ljóshærð og létt undir brún“, „Sortnar þú ■ský“, hið þunglynd- islega og innilega ljóð, sem er ef til vill innfjátgast þeirra al'lra, og „Vorið er komið og grundirnar gróa“, einföld, en hugþekk lýsing vorkomu f fslenzkrl sveit; tönn tímans mun seint vinna á slíkum ljóðum. Tvær fallegar sonnettur orti Jón, bernskuminnin,guna ,,Á Svína- dal“ og „Umdir Svörtuloftum", en þar minnist hann drukknunar Jóns Jónsson- ar kennara, er verið hafði æskuunn- usti móður hans. Mörg af ljóðum Jóns voru ort undir ljúfum lögum, þau voru ekki aðeins íesiin og lærð, heldur sung- in. Á síðari árum hafa íslenzk tónskáld samið mörg lög við kvæði Jóns og öðr- um framar afkomendur hans, Emil Thoroddsen og Skúli Halldórsson. Jón Thoroddsen var rómantískt skáld, enda ríkti sú stefna um hans daga, um það eru kvæðin ljósust vitni. Fróðlegt er að bera saman ljóð það, er hann nefnir „Smalastúlkuna“, og kvæði Hann- esar Hafsteins með sama heiti. Bæði eru vel ort, en gerólík, þótt gerð séu um sama efni, þar má ljóslega greina mun rómantíkur og raunsæisstefnu. Ef Jón hefði verið ljóðasmiður ein- göngu, myndi hann aðeins talinn til góðskálda: hann var stórskáld engu síður, og valda því sögur hans, sem ætíð munu halda nafni hans á lofti og ekki fyrnast, þótt aldir renni. Útkomu „Pilts og stúlku" er áður get- ið, en á sýsTumannsárum sínum tók Jón að semja aðra og meiri skáldsögu, en fékk ekki lokið nema um tveimur þriðju hlutum hennar fyrir dauða sinn, og er að því ærinn skaði. Hin ófullgerða saga hlaut loks nafnið „Maður og kona“ og var fyrst gefin út í Höfn árið 1876, henni fylgdi ævisaga skáldsins efltir Jón Sigurðsson forseta. „Maður og kona“ stóð lengi í skugga „Pilts og stúlku“, en nú munu flestir telja hana þroskaðra verk, listrænna og fastara í sniðum. Jón Thoroddsen var ekki aðeims frumherji íslenzkrar skáldsagnagerðar í nútíð og andlegur landnámsmaður, hann er það sem mest er um vert: sígilt skáld í fyllstu merkingu orðsins. Sögur hans lifa góðu lífi enn í dag og eru mörgum flestum bókum kærari; og á það má minna, að „Piltur og stúlka" hefur komið út sjö sinnum og „Maður og kona“ sex sinnum, og er einsdæmi um íslenzkar skáídsögur. I nnlendar fyrirmyndir hafði Jón engar nema íslendingasögur, og frá þeim gætir nokkurra áhrifa í bókum hans; en á Hafnarárum sínum hefur hann les- ið margar sögur erlendra stórskálda og að sjálfsögðu margt af þeim lært, þótt ekki verði hér skýrt frá þeim málum. Sögurnar eru rómantískar að því leyti, að elskendurnir, þau Sigríður og Ind- riði og Sigrún og Þórarinn fá að njótast að lokum þrátt fyrir þrotlaus vélráð og róg vondra manna, en að fáu íeyti öðru. Þær eru framar öllu raunsæjar og hispurslausar Iýsin,gar ísLnzks þjóð- lífs um pg fyrir daga skáldsins, víð- feðmar og litríkar með afbrigðum. Jón Thoroddsen ritaði „Pilt og stúlku“ fjarri ættjörð sinni, og hefði því mátt ætla að hann liti þjóð sína í töfra- Ijóma, en því fer víðs fjarri; hann skopast óvægilega að íöstum landa sinna, bendir á það, sem miður fer heima á Fróni. Hann lýsir nirfilshætti og búraskap sveitafólks, bakmælgi og rógi, sóðaskap og matgræðgi: hann dreg ur fram í dagsljósið einfeldninga og hálfgerða bjána, kjaftakindur, purkun- arlausa bréfafalsara og nurlara og í „Manni og konu“ lýsir hann séra Sig- válda, samvizkulausum og ágjörnum brasðaref, sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna, Allmikill hluti „Pilts og stúlku" gerist í Reykjavík, hinu fá- menna hálfdanska þorpi þeirra tíma, og á lífinu þar hefur skáldið megna fyrir- litningu: fólkið talar bjagaða dönsku, skríður fyrir dönskum kaupmönnum og búðarlokum. Það er auðvett að finna annmarka á skáldsögum Jóns Thoroddsens, þó að kostlrnlr séu miklu meiri og fleiri. Sögu- þráðurinn er víða slitróttur og hnútarn- ir ekki alltaf nógu þétt riðnir, og elsk- endurnir ungu fremur tilþrifalitlar söguhetjur, enda gallalausar og einhæf- ar, en s'likt var raunar aTgengt í verk- um erlendra skálda þeirra daga. Og í djúp sálarlífsins kafar Jón ekki, kostu- legar mannlýsingar hans eru yfirleitt á ytra borði; en það var líka siður skáld- bræðra hans. Jón ritaði islenzka tungu af mikilli snilíd, stíll hans og mál er rammís- lenzkt og bragðmikið, samtölin eðlileg, þróttmikil og lifandi. Persónur hans tala allar með sínum sérstæða hætti, í því efni hefur enginn islenzkur höfund ur komist honum framar, enda h:fur verið sagt, að Jón hafi haft tönn og tungu úr hverjum manni. Mest er vert um mannlýsingar hans, en svo hugstæð- ar hafa söguhetjur hans orðið þjóðinni, að segja má, að fjölmargar þeirra séu góðkunningjar okkar allra þótt fæst- ar séu til fyrirmyndar: Gróa á Leiti, Bárður og Guðmundur á Búrfelli, Hjálm ar tuddi, Grímur meðhjálpari, Bjarni á Leiti að ógleymdum sjálfum séra Sig- valda ,svo fáar séu nefndar; í þeim efn- um hefur enginn náð hærra nema Hall- dór Laxness einn. Það varð snemma á margra vitorði, að Jón hefði haft lif- andi fólk að fyrirmyndum að sumum persónum sínum, einkennilegar og skrýtnar konur og karla, sem hann kynntist við Breiðafjörð, og þau mál öll hefur dr. Steingrímur J. Þorsteinsson kannað af ýtrustu kostgæfni. Mannlýs- ingar hans eru að vísu oftlega nokkuð einhæfar, en jafnan bráðlifandi og sjálf- um sér samkvæmar, og margar svo skemmtilegar, að þess eru fá dæmi. Jón var gæddur óvenjuríkri athyglisgáfu, víðtækri þekkingu á landi og þjóð, sögu og þjóðtrú; eftirminnilegri og sann- ari lýsingar á þjóðlífi fyrri alda hafa tæpast verið skráðar, það er eins og sveitaíífið gamla rísi úr gröf sinni í sögum hans. Og hanm var búinn auð- ugri skopgáfu, leiftrandi kímni og á ekki sízt þeim farsælu eiginleikum óvenjumiklar ástsældir sínar að þakka. Margar söguhetjur hans, jafnvel þær smæstu, eru forkunnlega skoplegar og um margt atvikanna sama að segja: hon- um hættir að vísu til að ýkja á atöku stað og skjóta yfir markið, en að jafn- aði er gaman hans og glens hnitmiðað, eðlilegt og græskuTast, illkvittni er þar hvergi að finna. Kímnin skipair mest rúm í sögunum báðum, en ská'ldið lýsir líka sorglegum atburðum og voveifleg- um með miklum ágætum, og yndislegar og hugljúfar ■: ru einstaka lýsingar hans, einkum hjásætan í „Pilti og stúlku“, þar Framh. á bls. 14 Guðmundur Hölluson og Bárður á Búr- felli (Valur Gíslason og Brynjólfur Jó- hannesson). Piltur og stúlka. Sýning Leikfélagsins 1934—35. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. októbar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.