Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 12
Ljóðaþýðingar úr leikriti Breehts: Puntila og Matti húskarl hans EFTIR GUÐMUND SIGURDSSON Plómusöngurinn Þegar víf og villtar plómur vænleik sínum hafa náð fyllir þorpið fagur rómur farandsveins 1 leit að bráð. Meðan við í grænum garði gripum plómur trjánum frá uppí loft hann lá og starði leyndardóminn mikla á. Upp hann fann á ýmsu glingri er við suðum plómurnar þrýsti sínum þumalfingri þar og hér og hvar sem var. Seinna plómur oft við átum eftir brottför þessa manns engu sinni gleymt þó gátum glæstu manndómstákni hans. Surkala-söngur I Svíþjóð ein greifafrú göfug bjó á glæsileik hennar ei brast. „Mitt sokkaband, herra við lindann er laust það er laust, það er laust. Krjúpið við hlið mér og knýtið það fast.“ „Ó, greifafrú augnaráð yðar í kvöld er eitthvað svo tvírætt og dimmt. Yðar brjóst eru áfeng en öxin er köld hún er köld, hún er köld. Hugljúf er ástin en helstríðið grimmt.“ Og skógarvörðurinn skundaði brott í skyndi og reið nið’rað strönd. „Ó, skipstjóri tak mig um borð í þinn bát í þinn bát, í þinn bát. Flytjið mig héðan og langt útí lönd.“ Með Tófu og Hana það tendraðist ást „Mig töfraði kambur þinn skjótt.“ Heiðríkt var kvöldið en hraðfleyg er stund ó, hver stund, ó, hver stund. Fjaðrir hans einungis fundust þá nótt. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í heila öíd reyndu Frakkar Srangurs- laust að fá Araba til að leggja niður blæjuna og klæðast að hætti Evrópu- búa. í uppreisninni í Alsír á árunum 1954-58 snerist þetta við. Þá voru það arabarnir sjálfri, sem létu konur sínar taka af sér blæjurnar, svo að þæryrðu síður aðgreindar frá Evrópukonum. En þessi breyting átti eftir að hafa miklu víðtækari áhrif en nokkurn hafði ór- að fyrir. Vesalings konurnar voru eins og fiskar á þurru landi, þær gátu ekki viltt á sér heimildir, því að í hvert sinn, er þær urðu að fara yfir götu, stíga upp í bíl eða strætisvagn, voru þær skelfingu lostniar. Þær þráðu það eitt að geta falið sig á ný bak við blæj- una. En það skelfilega var, að aftur- hvarf til fyrri lífshátta var þeim ekki engur neitt hjálpræði. Þær höfðu losn- að úr tengslum við uppruna sinn og Á móti því skrautlegasta er þessi ungi maöur í London klæddur á hefðbund- inn hátt. gatu etcnt smnw aíaur. Fær voru man- garðs í því þjóðféíagi, sem hafði alið þær af sér. Eins og allir vita eyðist mikil líkams- orka við lestur. Þess vegna er hag- kvæmara að vera í einhverju utan um sig, þegar maður les, því að eins og all- ir vita draga fötin verulega úr útguf- unni, og því nýtist orkan betur. Þess vegna var það, að Afríkuþjóðir fóru að klæðast að hætti Evrópubúa, þegar þeir byrjuðu að lesa af bókum. Þeir þjóð- flokkar, sem ganga fáklæddir eiga erf- itt með að vera án matar og drykkjar lengur en sólarhring. Hins vegar geta Eskimóar, sem lifa annars við hin erf- iðustu skilyrði, verið matarlausir dög- um saman án þess að líða fyrir það. Eyðimerkurbúar klæðast þykkum fötum ti'l þess að verjast hitanum, sem er and- Hipparnir áttu mikinn þátt í út- breiðslu alls konar undarlegs fatn aðar, en þessi tízka hefur gripið um sig langt út fyrir raðir þeirra. 20. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.