Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 11
OLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ, hið 18. í röð- inni, verður að þessu sinni haldið í Lug- ano í Sviss, á tímabilinu 17. okt. til 7. nóv. Alls hafa 54 þjóðir tilkynnt þátt- töku eöa tveimur fleiri en í Havana 1966. í undanúrslitum verður teflt í 5 riðlum með 8 þjóðum og 2 riðlum með 7 þjóðum. Tvær efstu þjóðirnar í hverj- um riðli komast í A-úrslitariðil. íslend- ingar urðu nr. 11 í A-riðli á síðasta Ol- ympíumóti eins og margir muna. ís- lenzka sveitir teflir nú án Friðriks Ól- afssonar, sem var helzti brimbrjótur sveitarinnar síðast, en vonandi stendur sveitin sig vel, þó svo hún sé ekki skip- uð sterkustu skákmönnum okkar að þessu sinni. Sovétríkin hafa sigrað á þessum Olympíumótum frá því þeir byrjuðu að taka þátt í þeim, en það var í Helsingfors 1952. Þeirra sveit verður ekki af verri endanum að þessu sinni eða þeir: Petrosjan, Spassky, Kortsnoj, Tal, Geller og Polugajevski. Bandarikja- menn eru sagðir hafa mikinn hug á að koma í veg fyrir 9. sigur þeirra og hafa loks fengið Reshevsky til að tefla á 2. borði á eftir Fischer. Verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þessara stórvelda við skákborðið, en síðast skildu 5 vinn- ingar á milli þeirra. Robert Ficher tefldi á þessu ári sem gestur á skákmóti í Nat- ania í ísrael og sigraði eins og hans var von og vísa. Fyrir að taka þátt hlaut hann 3000 dollara, en fyrir að sigra hlaut hann 400 israelsk pund. Hann hef- ur þegið boð um að tefla aftur að ári! Hér fer á eftir stutt skák úr þessu móti. Hvítt: R. Fischer Svart: S. Haman (Danmörku) Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 cG 7. Bb3 Be7 8. Be3 a6 9. f4 Dc7 10. 0-0 Ra5 11. Df3 0-0 12. f5 e5 13. Rde2 Rxb3 14. axb3 b5 15. g4 b4 16. S5 bxc3 17. gxf6 BxfG 18. bxc3 Bb7 19. c4 d5 (Við þessum leik bjóst Fischer) 20. exd5 e4 (Nú vinnur sv. hrók fyrir biskup og tvö peð, en það verður hv. sem hagnast). 21. Dg3! (Ekki 21. Dxe4 Bxal 22. Hxal He8 og síðan Da5 og sv. vinnur) 21. — Dxg3! 22. Rxg3 Bxal 23. Hxal (Nú hótar hv. f6 og síðan Rh5) 23. — f6 24. Kf2 Hfe8 25. Hdl a5 26. c5 (Vinningurinn liggur nú í augum uppi fyrir hvítan) 26. — Hed8 27. c4 a4 28. b4 a3 29. b5 a2 30. Hal Ha4 31. c6 Bc8 32. Bb6 og svartur gafst upp, BOEINC 747 Framh. af bls. 9 breidd skipaskurða og brúa takmarka stærð skipa og bíla. Mönnum er nú orðið það ljóst, að forvígismenn flug- félaga verða að sýna miklu meiri á- huga á flugvallamálum en þeir hafa gert hingað til, og að allar áætlanir þeirra um viðhald og endurnýjun flug- vélaflotans verða að liggja ljóst fyrir, þegar flugvellir og mannvirki á þeim eru skipulögð. Nú hljóta menn að álykta sem svo, að flugfélögin hafi ærna ástæðu til þess að leggja út í kaup á flugvél, sem kost- ar meira en fimm stærstu þotur samtím- ans. Og kaupverðið eitt er ekki öll sag- an, því að fyrir það fé, sem greiða þarf fyrir þjálfun áhafna, varahluti, tæki o.s.frv., mætti kaupa margar farþega- þotur af fullkomnustu gerð. Aðalástæð- an mun vera sú, að með Boeing 747 telja flugfélögin mögulegt að lækka reksturskostnaðinn og þannig að nokkru marki mæta síhækkandi kostn- aði við flugvélaútgerðina yfirleitt. Þannig er það ekki eingöngu spáin um vaxandi farþegafjölda, sem ræður þessari miklu fjárfestingu, því að hon- um hefði verið auðvelt að mæta með því að fjölga flugvélunum sem til voru fyrir. Einnig er það nauðsynlegt fyrir flugfélögin að afla sér svipaðra far- kosta, ef þau eiga að halda samkeppn- isaðstöðu sinni og hljóta sinn skerf af Útgefandi-: H:C. Árvakur, 'Eeykjavlk. Frr.mkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Hitstjórar: Sigurður Bjarnascn £iá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Hitstj.fltr.: iGísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. stækkandi markaði. Á hinn bóginn hafa ýmsir talsmenn flugfélaganna taliðhæp ið að festa fé í nýjum flota flugvéla á þeim tímum, sem flugfélögin horfast í augu við greiðsluerfiðleika, en aðrir aftur á mót'i sjá fram á lausn vanda- málanna með hinni nýju flugvél. Samkvæmt skýrslu ICAO, Alþjóða Flugmálastofnunarinnar, fyrir árið 1967, jukust tekjur flugfélaga um 15 prs., en kostnaður jókst hins vegar um 16 prs. Þrátt fyrir þetta lækkaði kostn- aður miðað við flogna vegalengd, en miðað við afkastagetu varð kostnaður- inn talsvert meiri en árið áður, og hleðslunýtingin lækkaði um 2 prs., og fjöldi flugfélaga starfaði með halla. Takmarkið hlýtur því að vera að auka flutningana og um leið að halda kostn- aðinum niðri. Arið 1967 jukust farþegaflutningarn- ir um 18 prs. og vöruflutningaleiðir í lofti um 14 prs. Ólíklegt er talið að hægt verði að auka þennan vöxt, nema með því að lækka fargjöld, en senni- lega liafa flugfélögin gengið eins Iangt og þeim er unnt í þessa átt á meðan kostnaður hefur hækkað, svo sem raun ber vitni. Flestum mun nú kunnar þær margvíslegu fargjaldalækkanir, sem flugfélögin hafa boðið, einkum síðustu fimm árin, í þeim tilgangi að laða til sín farþega á þeim timum ársins, sem fólk hefur liingað til notað minna til ferðalaga. Þetta liefur þeim tekizt að nokkru marki, en það hljóta að vera takmörk fyrir því, hverju tekst að afla með þessu móti. Sífelldur afsláttur minnkar tekjurnar og laðar til sín far- þega, sem hefðu flogið hvort eð var um háannatímann. Flugfélögin hljóta því að keppa að því að auka flutningana, auka sætanýt- inguna allt árið. Þetta telja sumir ekki hægt nema með því að lækka fargjöld- in, og þegar Boeing 747 var á teikni- borðunum, var talið að með tilkomu hennar yrði þetta mögulegt. Á ráð- stefnu IATA, Alþjóðasambandi flugfé- laga, sem nú situr í Cannes, eru far- gjaldamálin til umræðu, en vafasamt er talið að flugfélögin, þrátt fvrir góðan vilja, geti lækkað fargjöldin svo nokkru nemi. En Boeing 747 getur ekki allt þó að hún geti mikið. Arngrímur Sigurðsson tók saman. hagalagcfar Gömul amboð Gömul amboð gisna, gapir rifa hvur, venusblómin visna, vökvalaus og þur. Eins er það með unga mær, ef hún það, sem eðlið kaus ekki í tíma fær. Af henni sjálfri. Á útmánuðum fannst oft þefur svip- aður þeim, sem fyrir lagði af súru sméri. Hann var kallaður lokalykt, og mun hafa stafað af pöddum, sem þá voru að koma á kreik. Menn töldu, að þefur þessi boðaði mannakomu og þá helzt vermanna. Kona, sem Jórunn hét þóttist finna lokalykt og hafði orð á. Þá var þessi vísa ort: Jórunn finnur lyktina loka liggur við hún ætli að koka. Eitthvað þó hún um hana gjálfri eflaust er hún af henni sjálfri. (Eyfellskar sagnir). Þeir (ferðalangarnir, sr. Eggert í Vogsósum og fyígdarmaður hans) voru að bíða eftir því að hitnaði á katlinum, og Jón á meðan að fara eitthvað yfir föggur sínar, mér skildist helzt til þess að ná upp reyktóbaki, því að báðir reyktu þeir pípu ... Eftir það 'létu þeir í pípur sinar, komu í bæinn og báðu um eld. Var þá komið með glóðarkögg- ul á pönnu, og báru þeir pípurnar að neistanum og drógu reykinn hressilega að sér eða svo fannst mér þá. Að þeim, og það presti, var borin glóð, en ekki eldspýtur til þess að kveikja í pípum sínum, sannar ekki það, að eldspýtur hafi ekki verið til á bænum enda ó- l'iklegt mjög, þar sem bær okkar lá svo nærri kaupstað (Ás við Hafnarfjörð), en sýnir þá nýtni og sparsemi, sem þótti sjálfsögð á þeim tíma. (Harðsporar). TÓI.FFJÓRÐITNGAGIL Oft var það á haustin þegar Eyjólf- ur (á Núpstað) var að gera til kola í skóginum, að hann skaut hrúta með kúlubyssu. Fullorðnir hrútar höfðu oft 80 punda fall og lambshrútar 40 punda. ... Einu sinni kvaðst Eyjólfur hafa bor- ið villihrút upp gil, sem er innan við Skollastíg í Núpsskógum. Gil þetta er svo slæmt, að það er illfært lausum mönnum. „Sá hefur ekki verið þungur, sagði þá einhver. — „Hann vóg nú samt tólf fjórðunga, sagði Eyjólfur. Hann þótti dálitið ýkinn. En síðan er gil þetta kallað Tólffjórðungagil. (St. Filippusson). HJALPARKOT Við bæinn Skarð í Kafdrananeshreppi í Strandasýslu er svofelld viðbót í jarða- bók Árna Magnússonar: f einum stað í landinu sést nokkuð til tófta en lítið til girðinga, er þar kallað Hjálparkot. Hvort þar hefur í gamladága býli verið vita menn ekki. Munnmæli eru að einhvern tíma fyrrum skuli fátækt fófk hafa haft þar hús og legið við Bjarnarfjarðará til silungs- veiða og hjálpað sér svoleiðis, en á vet- ur skuli húsið hafa í eyði verið. Kann ómögulegt að byggjast án skaða heima- jarðarinnar. — Kvensvift ein er þar, Óluf Jónsdóttir. Geldur öngva húsaleigu. Er lofað að vera í sumar. Hefur for- sorgast mesta part af kosti ábúandans og hefur gjört hönum nokkra þjónustu í heyverkum á móti. Er ótraust og komin upp á sveitarforsorgun öðru hverju. Nýtur einskis af jörðu. BÓNDINN SETUR. Mosfellingar þóttu engir búhöldar um það leyti, sem Jónas Hallgrímsson bjó í Reykjavík á æskuárum sínum. Er svo sagt, að þeir reiddu heyið á sumrin of- an ? Reykjavík og seidu það fyrir kram- vöru og brennivín. Gengu þær ferðir oft slörkulega og komu bændurnir kenndir heim. Jónas var á ferð uppi í Mosfells- sveit þegar hann orti vísuna og var þá einn bóndinn að búa sig í heysöluför til Rvíkur: Bóndinn situr á bæjarstétt bindur ’ann reipi, hnýtir ’ann hnúta. Hey ið er upp í sæti sett konan ætlar að kaupa sér fyrir það klúta. 20. október 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.