Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 6
I MÖRG , HORN AD UTA Ég gat tæplega valið mér óheppilegri tíma til að biðja um viðtal við frú Valborgu Sigurðardóttur en einmitt þessa síðustu daga í september. Yngsti sonur henjiar með hettusótt og þurfti að liggja í nokkra daga í rúminu og Fóstruskóí- inn að hefja vetrarstarf sitt í 22. sinn. Þegar við um síðir hittumst á heimili hennar að Aragötu 8, var mesta ann- ríkið liðið hjá í bili. Hún bauð mér inn í stofu og sagði hlæjandi: „Ég hefði náttúrlega átt að hafa uppbúið borð með skrautlegum kökum og þykjast vera einhver fyrirmyndar húsmóðir. En það er nú svo, mér lætur ekki að leika'1. Og þegar við kvöddumst, eftir að hafa spjallað um allt milli himins og jarðar hátt á þriðju klukkustund, sagði hún í léttum dúr: „Vinkona mín sagði, að þér munduð örugglega spyrja um uppá- haldsrétt eiginmannsins, og ég var meira að segja tilbúin með svarið, sem er að- eins tvö orð: soðin ýsa.“ Valborg Sigurðardóttir er, eins og mörgum er vafalaust kunnugt, eiginkona Ármanns Snævarrs, háskólarektors, og eiga þau hjón fimm börn. Auk þess hefur hún verið skólastjóri Fóstruskól- ans frá upphafi, að árunum 1952—54 undanskildum, þegar starfsemi skólans féll niður. Það gefur því auga leið að frú Vatborg hefur í mörg horn að líta, bæði utan heimilis og innan. Mér lék hugur á að vita hvernig unnt væri að samræma þessi þrjú tímafreku störf, án þess að állt færi úr skorðum og hún svaraði: „Heimilishaldið er sjálfsagt eins og gengur og gerist hjá mér. Ég hef stúlku mér til aðstoðar á heimilinu, án þess gæti ég hvorki unnið úti né sinnt skyld- um mínum á vegum Háskólans. Þetta hefur hlaðizt upp smátt og smátt, eftir því sem árin hafa liðið. Þegar ég kom frá námi í Bandaríkjunum árið 1946 og Fóstruskólinn hóf starfsemi sina undir minni stjórn, hafði ég bara um mig eina að hugsa. Svo kom að því að ég giftist ár ið 1950, og þegar Fóstruskólinn tók á ný til starfa eftir tveggja ára hlé árið 1954 var ég búin að eignast tvö börn og átti það þriðja skömmu síðar. Ég var á báðum áttum, hvort ég ætti að taka við stjórn skólans aftur vegna þessara breytinga á högum mínum. Niður staðan varð samt sú, að ég tók starfið að mér og hef gengt því síðan, og nú er skólinn mér sem mitt sjötta barn, eins og ég segi stundum í gamni. Þegar maðurinn minn var skipaður rektor Háskóla íslands árið 1960 kom aftur hik á mig. Eiginkona rektors hef- ur ýmsum skyldum að gegna sem slík. Þá var svo komið að ég gat ekki valið á milli. En eins og ég sagði áðan, þá hef ég alla tíð haft stúlkur, bæði inn- lendar og erlendar, sem hafa reynzt prýðilega. Síðustu sex árin hef ég ein- göngu haft íslenzkar stúlkur. Það er oft talað um, að erfitt sé að fá stúlkur til húsverka, en ástæðan held ég sé einfaldlega sú, að ekki sé búið nægilega veí að þessari starfsgrein. Stúlkurnar þurfa sinn fasta vinnutíma og sambæri- legt kaup við aðrar stéttir. Sá tími er liðinn að hægt sé að hafa vinnukonu við höndina nótt sem nýtan dag, og við verðum að laga okkur eftir samtímanum. Þér spurðuð mig áðan hvernig mér tækist að samræma þessi þrjú störf mín eins og þér orðuðuð það. Kjarni málsins í því er sá, að mað- urinn minn hefur frá upphafi hvatt mig til þess að starfa utan heimilisins. Hann er svo mikill og einlægur kvenréttinda- maður. Hann heldur að ég njóti mín betur með því að sinna áhugamálum utan heimilisins og þá vill hann leggja sitt til að það geti orðið. Hann er ó- latur við að hjálpa mér, hvort sem það hefur verið að hafa ofan af fyrir barni, taka af borði eða hjálpa mér að leysa eitthvert vandamál í sambandi við Fóstru skólann. Að vísu eru tómstundir hans orðnar æ færri, eftir að hann varð rektor, til að hjálpa mér beinlínis, en hugur hans er hinn sami, og það er e.t.v. ekki síður mikils virði. Við erum sem sagt sammála um að þetta eigi að vera svona. Ég segi oft í gamni — og þó nokkurri alvöru — að ég skuli verða eldheit karlréttindakona, þegar þess ger ist þörf. Karlmennirnir eigi það skilið af mér. „Hverjar eru skýldur yðar sem rektors frúar?“ „Þær eru fyrst og fremst í sambandi við gesti Háskólans, sem eru aðallega erlendir vísindamenn í ýmsum greinum. Við höldum boð fyrir gesti þessa lang- oftast hérna á heimilinu, en einstaka sinnum á hótelum. Ég hef orðið þess vör, að erlendir gestir eru mjög ánægð- ir yfir því að koma inn á íslenzkt heimili. Þeir eru yfirleitt ekki vanir slíkri gestrisni á ferðalögum sínum, en þá ber að gæta þess að flestar erlend- ar háskólaborgir hafa upp á miklu meira að bjóða en Reykjavík gerir. Að vísu eigum við fagurt land, en það sýnir okkur ekki alltaf sínar beztu hliðar, og mér finnst við geta bætt þessa fá- breytni með gömhi, íslenzku gestrisninni. Auk þess finnst mér ég kynnast gestun- um betur og kynnin verða ánægjulegri, þegar ég tek á móti þeim í okkar eigin stofum. Ég hef kynnzt mörgu merku fólki gegnum starf manns míns, sumir hafa orðið góðir vinir okkar hjóna, en aðrir horfið út í buskan eins og gengur. Einnig fylgir rektorsstarfinu allmikið samkvæmislíf út á við — en þar sem ég hef gaman af að kynnast fólki og blanda geði við það, tel ég það tóm- stundagaman, þó að við verðum oft að gæta þess að það verði ekki of tíma- frekt. Ennfremur höfum við ferðast er- lendis fyrir hönd háskólans, m.a. til Júgóslavíu og Þýzkalands tií að kynn- ast háskólastörfum þar, til Vínar þegar háskólinn þar átti 600 ára afmæli og nú í sumar, þegar háskólinn í Lundi varð 300 ára“. Ég spurði frú Valborgu hvernig hún verði tómstundunum. Þótti henni sýni- lega gaman að þeirri spurningu og svaraði: „Þær nú heldur af skornum skammti hjá mér og sömu sögu er að segja um manninn minn. Um sumarfrí er tæplega að ræða. Við hjónin reynum að vera sem mest með börnunum okkar í frí- stundum, skjótumst með þau í stutt ferða lög um helgar og þess háttar. En svo að ég svari nú spurningunni heiðarlega, þá hef ég mikið yndi af máíaralist, þó ég beri ekki við að mála sjálf. Ég dvaldi í nokkra mánuði í New York áður en ég kom heim 1946 og kynntist mörgu ágætu listafólki þar. Þegar ég stundaði háskólanám tók ég bókmenntir og listir sem aukagrein og EN ÞÚ ERT Framh. af bls. 5 garði Reykholts, en mér skilst, að enginn viti með vissu, hvort Snorri sé grafinn þar eða ein- hversstaðar annarsstaðar. Þó er ekki fráleitt að gizka á, að einmitt þarna sé legstaður hans. Þegar ég geng þar um innan um hávaxinn, skriðinn punt síðsumarsins, þá kemur mér í hug ágæt vísa Jóns Helgasonar, prófessors: Hér stíg ég enn mínum fæti á fold og fylíti lungun í blænum, en þú ert örlítil ögn af mold undir sverðinum grænum. Af þessum stað blasir Rauðs- gil við; þaðan er Jón. Hann er skáld Reykholtsdalsins, að vísu á fjarlægum slóðum. Ekki er mér kunnugt um, hvar hann var staddur eða við hvern hann átti, þegar hann orti vísuna. Það er gott að blaða í minn- ingum Kristleifs og sjá með öðru auganu þá öld, sem var og með hinu sjáífa verðand- ina. Margt hefur hann skráð fróðlegt um almenningsálit og uppeldisáhrif í æsku sinni. Honum finnst gott, að mann- greinarálitið hefur minnkað á hans dögum. „Það eru margar tröppur frá sveitarlimnum til biskupsins", segir hann og bæt- ir við: „Þegar ég bar saman kjör mín og sona ríkisbænda og presta, urðu þau næsta ólik. þeir feHgu að sofa sem þá lysti og gera það eitt er gott þótti. Þeir fengu að fylgja feðrum sínum lausríðandi til Reykja- víkur á vorin og voru þá kall- aðir hestasveinar eða meðreið- armenn. Að mínum dómi báru þá skáld og kraftamenn höfuð og herðar yfir alla aðra. Égheyrði lesnar sögur þar sem margra hreystiverka þeirra var get- ið. Þorsteinn uxafótur, Ormur Stórólfsson, Grettir Ásmundar- son og Egill Skallagrímsson, þetta voru karlar í krapinu í mínum augum“. s kJamkvæmt frasögn sagna- ritarans á Stóra Kroppi, reyndu menn á þessum dögum einkum að komast að niður- stöðu um tvennt: Hverjir væru fimm sterkustu menn á íslandi og hvaða fimm skáld væru bezt. Skoðanir um þá sterkustu voru mjög á reiki og fór það eftir héruðum. Kristleifur hefur þessa uppástungu frá eldri bróður sínum: Pétur Sívertsen, bóndi í Höfn í Me'lasveit, Guð- mundur Bjarnason, prestur á Meíum, Pétur Pétursson, bisk- up, Bjarni Jónsson, rektor og Garða-Björn, lengi bóndi á Breiðabólstöðum á Álftanesi syðra. Heldur er listinn tortryggileg ur og harla ólíklegt í fyrsta lagi að biskupinn og tveir prest ar hafi staðið fílhraustum erfið isvinnumönnum framar að lík- amsburðum. f öðru lagi er und- arlegt, að allir þessir menn skuli vera þar vestra eða í Reykjavík. En svo vikur Krist- leifur að skáldunum: „Það var skáldaást og kvæða þorsti, sem auðkenndi svo mjög hina fákunnandi fjallabúa á þessu tímabili. Þjóðmálin fóru aftur á móti fyrir ofan garð og neðan hjá okkur flestum" Kristleifs á Kroppi hefur ekki lifað og hrærst í dægurmálum, en leitað á vit skáldskaparins og ævintýrisins. Margir töldu þá, að Kristján Jónsson, Fjalla skáld væri bezta skáld lands- ins, segir hann, „en móðir mín áleit Matthías Jochumson betra skáld en Kristján, að minnsta kosti væri börnum hollara að lesa og læra kvæði Matthíasar. Um Grím Thomsen og Stein- grím Thorsteinsson vissu þá flestir lítið og sumir alls ekk- ert. En Grímur var þó tekinn í tölu stórskálda, er Skúli fóg- eti birtist í Þjóðólfi 1871 og ekki síður er Skúlaskeið birtist þar ári síðar. Það er margt forvitailegt í fórum Kristleifs og gott að verða honum samferða; hafa hann til leiðsögu um Borgar- fjörð síðustu aldar. Hann minn ist lítillega á yfirheyrslurnar við ferminguna: Þá spurði prest urinn börnin útúr í kirkjunni. Kver og biblíusögur voru þau fræði, sem helzt var talið nauð syn að kunna. En það var einn- ig talið hentugt,, að piltar lærðu skrift: „Allir vissu, að fögur rit- hönd jók álit ungra manna í augum kvenna og varð það m.a. nokkur hvatning til æfa þessa list. Og betra var hjá sjálfum sér að taka, en sinn bróður að biðja, ef menn vildu hefja bónorð bréflega. Samt vissi ég um menn, sem leituðu á náðir annara um hjálp í þessum sök- um. Gat það verið gott úr því, sem gjöra var, þegar erindið gekk að óskum. En á miklu stóð að fá trúan lesara, þegar svarið kom bréflega og biðill- inn var ólæs á skrift. En þess vissi ég dæmi, að gjörvulegir menn og sæmilega greindir, gátu ekki bjargast á eigin spýt ur“. K-ristleifur minnist ekki á, hver skrifaði svarbréfin fyrir heimasæturnar, en svo er að skilja, að þær hafi síður verið skrifandi en piltarnir. Kannski hefur faðirinn tekið þetta að sér, en þá má láta sér detta í hug, líkt og Kristleifur minn- ist á, að dæturnar hafa átt tals vert undir trúmennsku ritarans ef þær voru ekki læsar sjátf- ar. Ein staðreynd í lífi manna voru draugarnir. Afasystir Kristleifs var Guðný Snorra- dóttir, dóttir hins frægakrafta og galdramanns, séra Snorra á Húsafelli. Á sinni tíð fræddi Guðný fólk mjög um þessi efni og Kristleifur kveðst hafa trú- að því eins og hinir. Við Drauga rétt hjá Húsafelli voru þá dá- litlar ójöfnur í grasrótinni og 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ___ ___________20. október 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.