Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1968, Blaðsíða 8
Fyrir um hálfum mánuði var rennt út úr einum af byggingarsölum Boeing-flugvélaverksmiðjanna í Banda- ríkjunum nýrri flugvél, Boeing 747. Enn í dag þykir það merkisatburður, þeg- ar ný flugvél kemur í fyrsta sinn út úr verksmiðju, en Boeing 747 vekur al- veg sérstaka athygli. Stærðin er geysi- leg, lengdin er svipuð og frá Pósthús- horni út að horninu á Útvegsbank- anum við Eækjartorg. Þyngdin er ekk- ert smáræði um 350 tonn. Þótt flugvél þessi sé svona stór, þá virðist hún ekki valda neinum vanda- málum, — svo lengi sem hún er á flugi. En um leið og hún snertir flugbraut- ina í lendingu, þá kemur annað hljóð í strokkinn. Þetta er sennilega í fyrsta skipti í sögu loftflutninga, sem ný flug- vél útheimtir slíkar ráðstafanir eíns og nú er verið að gera í öllum stærstu flughöfnum heims. Þessa dagana sitja á stöðugum fundum fulltrúar framleiðand ans, flugfélaga, ríkisstjórna og flug- vallayfirvalda. Með smíði Boeing 747 hafa allar stærðareiningar flugvéla tekið stærra stökk upp á við heldur en nokkru sinni áður. Með því að panta tugi flug- véla af þessari gerð, hafa flugfélögin þó viðurkennt framsýni Boeing-verk- smiðjanna, því að þær höfðu undirbú- ið smíði þessa risa loftsins löngu áður en lians var raunverulega þörf. Síðustu 15 árin hefur fjöldi flugfar- þega vaxið um það bil 14 prs. Það, sem þessari aukningu hefur valdið, er eink- um fjölgun fólksins, hækkandi þjóðar- tekjur og hærra menningartsig samfara aukinni menntun. Auk þess verður vart greinilegrar tilhneigingar til að ferð- ast oftar og lengra eftir því sem tekjur fólks hækka, og hraði flugflutninga er tekinn fram yfir ferðalög á annan hátt. Þá má geta þess, að sívaxandí yngri aldursflokkar hveris þjóðfélags, sem eru öðrum ferðamáta óvanir, líta á flug- ferðir sem miklu eðlilegri samgöngur en ferðalög með lestum, skipum eða langleiðavögnum. Spá manna er sú, að flugfarþegum fari enn fjölgandi á næstu árum. Gert er meira að segja ráð fyrir því, að far- þegafjöldinn tvöfaldist á . næstu fimm árum og þrefaldist á næstu tíu árum. Þá eru mepn enn bjartsýnari hvað varð ar farmfluthinga með flugvélum. Ef anna ætti þessum auknu loftflutn- ingum með þeim sömu þotum, sem nú eru í notkun, yrði nauðsynlegt að þre- falda hreyfingar (flugtök og lending- ar) flugvélanna. Það hefði í för með sér svo mikil þrengsli á flugleiðum og flugvöllum, að algjörlega óviðunandi á- stand skapaðist, og má það ekki mikið versna frá því, sem nú er. Reksturslega séð er miklu skynsam- legra og hagkvæmara, þar sem flutn- ingaþörfin réttlætir slíkt, að flytja mik- inn fjölda farþega í einni flugvél held- ur en að skipta þeim niður á milli tveggja eða þriggja minni flugvéla. Sé það gert, sparast kostnaður vegna þess að þá þyrfti færri áhafnir, minna við- hald og allur meðferðarkostnaður lækkaði. Fjöldi áhafnar á 400-sæta flug vél er sá sami og fyrir 150-farþega TIMAMOT o □□_ Boeing 747 er jafnstór og Mánafoss Eimskipafélagsins. Stélið er á hœð við 8 hœða hús. Hún vegur 350 tonn, rúmar 350 farþega og flugfélögin hafa pantað 157 vélar af þessari gerð nú þegar Teikning af Boeing 747 á flugi. Hún mun fljúga með 1000 km hraða á klst. Samanburðarteikningar, sem sýna muninn á Boeing 747 og stærstu farþegavél, sem nú er í notkun, Boeing 707. Nýja vélin verður með 9 sætaröðun?. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. október 1068

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.