Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Blaðsíða 1
» r 41. t.hl. 3. nnvember 1968 — 43. árg. Eftirþankar um sýningu húsgagnaarkitekta Glöggir menn segja, að séreinkenni Reykjavíkur séu bókabúðir og húsgagna- verzlanir. Samkvæmt þessu erum við hvorttveggja í senn, bókelsk og húsgagna- þurfi. Það fyrra höfum við lengi vitað, en það síðara gæti verið afleiðing af því hvað við byggjum stórt. Það segir sig sjálft, að það þarf urmul af hús- gögnum í þessi stóru hús. Og ekki nóg með það, nútíma húsgögn eru tísku- varningur. Þar skjóta tízkufyrirbrigði upp kollinum, verða allsráðandi á mark- aðinum og svo verða allir leiðir á þeim í einu. Einu sinni var talað um, að kaupa sér húsgögn fyrir lífið. Nú má teljast gott, ef húsgögn endast lengur en tíu ár. Ekki það, að þau séu þá ónýt heldur hitt, að þá vilja margir skipta á ein- hverju nýtízkulegra. Allt ýtir þetta undir húsgagnaiðnaðinn, þótt í sjálfu sér sé það sóun og sjálfsagt minnkar það eitthvað með rýrnandi kaupgetu. Þegar litið er yfir hinar fjölmörgu húsgagnaverzlanir, þú verður ljóst, að fjöl- breytnin í húsgagnaiðnaðinum er þrátt fyrir alít afskaplega lítil. Efnisvalið er oftast tekk og aftur tekk og stundum eru þessi óendanlegu tekkhúsgögn látin inn í íbúðir, þar sem allar hurðir, sólbekkir og jafnvel veggþyljur eru úr tekki. Þegar verzlunarstjórar og framleiðendur eru spurðir um osakir fyrir þessu mikla dálæti á tekki, þá kemur hið klassiska svar: Fólkið vill þetta. Hinsvegar ber lítið á því, að fólkinu sé gefinn kostur á að sjá margt annað. Sérstaklega hefur vantað úrvaj húsgagna í ljósari viðartegundum, svo sem eik, ask, álmi og furu. Framleiðendur virðast hika við að móta smekk almennings í stað þess að láta hann ráða. Til þessa hefur einhverskonar kjölfestu vantað í húsgagnaiðnaðinn. Hann hefur verið fálmandi eftir tízkufyrirbrigðum, einkum frá Norðurlöndum og fyrir bragðið hefur vantað klassísk húsgögn, sem alltaf standa af sér rás tímans. Aftur á móti verður þess vart nú upp á síðkastið, að aukinn áhugi er á húsgögnum í rókókó- stíl, sem eitthvað hafa verið flutt inn. Framleiðendur hafa sjálfir lagt línuna, ef svo mætti segja. Þeir hafa litið í kring- um sig, einkum á Norðurlöndum og kannski ekki örgrannt um, að þeir hafi stöku sinni haft með sér hluti heim og framleitt eftir þeim án leyfis. Fyrir bragðið hefur ekki náð að myndast neitt, sem kalla mætti íslenzkan stíl. Vissu- lega hafa þó verið framfarir í húsgagnaiðnaðinum og kannski er þetta allt á réttri leið, þótt hægt gangi. Til er í þessu landi lítill hópur manna, sem hefur sérmenntað sig í því að teikna og forma húsgögn. Fáir sérfræðingar hafa þótt eins óþarfir og það er miður. Þetta eru raunverulega mennirnir, sem framleiðendur ættu að snúa sér til, þegar nýjunga er þörf. Og vissulega gerist það í vaxandi mæli. Húsgagnaarkitektar hafa nýlega vakið hófsamlega athygli á tilveru sinni með sýningu: „Húsgögn ’68“ í iðnskólahúsinu á Skólavörðuholti. Raunar var sýning af þessu tagi ekki nýlunda; húsgagnaarkitektar hafa áður efnt til slíkra sýninga, en þeir sýndu nú svo ekki verður um villst, að þeir hefur vaxi'ð fiskur um hrygg. Efst: Stólar og borð eftir Stefán Snæbjörnsson. í miffju: Verfflaunastóll Gunnars Magnússonar. Neffst: Stóll úr áli eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.