Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Qupperneq 7
Christina, hina fræga skemmtisnekkja Onassis.
konu hennar um borð með loforði um
miðnæturdansleik. Jackie lét fúslega til-
leiðast að koma með í „Onassis-ferðina“
um Eyjahaf. Ohio þingmaðurinn Oliver
Payne Bolton varð æíur útaf vali
Jackie á gestgjafa, þar sem ríkisstjórn-
in átti í málaferlum við Onassis. Kenne-
dy forseti kallaði Jackie heim og hún
fékk áminningu um að fara ekki í
„Skip kom að landi“ með ókunnugum
Grikkjum. En áhöfn Christinu minnist
hennar enn sem eins kærkomnasta gests-
ins: hún gaf hverjum skipsmanni Kenne
dy- bindisnælu.
Síðan vita allir hvað hefur gerzt og
óþarft er að fjölyr'ða um það. Hjóna-
band Onassis og Jackie hefur vakið bæði
athygli og úlfaþyt.
Annað, sem rekur Onassis áfram er
áköf, nærri ofstækisfull samkeppni
hans við annan risa heimshafanna,
landa hans Stavros Niarchos. í tuttugu
ár hafa þessir skipafélagajöfrar eldað
grátt silfur saman. Hið einkennilega er
að þeir kvæntust báðir dætrum eins
fyrsta, gríska skipakóngsins, Stavros
Livar.os. í Grikklandi eiga mágar og
svilar að vera jafn nákomnir og al-
bærður. í stað þess hefur risið upp
tröllaukinn fianoskapur milli þessara
tveggja manna.
Samkeppnin fer út í svo hlægilegar
öfgar, að Livanos sagði eitt sinn: „Dæt-
ur mínar giftust tveimur krökkum“.
Eina skýringin á óvenjulegum lesta-
fjölda eins olíuskipa Niarchos, 106.000,
er sú, að þegar það var byggt var
stærsta olíuskip Onassis 105.000 lestir.
Þegar Niarchos keypti sér 700 lesta
þrímastraða skonnortu, Creole, sló Onn
assis hann út með 1600 lesta snekkj-
unni Christinu. Þegar Niarchos lagði 8
milljónir dala í skipasmíðastöð á eyj-
unni Salamis til að efla grískt efna-
hagslíf, lagði Onassis 30 milljónir í
gríska flugfélagið Olympic Airways.
Þegar 16 ára gömul dóttir Onassis
spurði „Pabbi, hversvegna átt þú ekki
eyju eins og Stavros frændi?“ festi
hann óðara kaup á eyjunni Scorpios.
Onassis og Niarchos hittast sjaldan.
Þegar ég bað Niarchos að ræða um
svila sinn, hrópaði hann reiður: „On-
assis? Onassis? Ég kannast við nafnið,
en manninn þekki ég ekki og vil ekki
þekkja". Sannleikurinn er sá að það er
varla til sá maður, sem hann þekkir
betur. Eins og höfðingjar tveggja óvin-
veittra ríkja halda þeir upplýsingalag-
er hvor um annan, sem nær yfir allt frá
viðskiptamálum til heilsufars. Þegar Ni-
archos skildi við konu sína, Eugenie, og
gekk að eiga Charlotte Ford, sem er 32
árum yngri en hann, sagði Onassis með
uppgerðar umhyggju: „Aumingja karl-
inn, hann er á breytingaaldrinum“.
Onassis þjáist af því sém kalla mætti
Golíats-komplex. Það er árátta á hon-
um að takast á við þá, sem eru honum
meiri. Þegar kona hans Tina skildi við
hann árið 1960 kvartaði hún undan því
að „hann ætti ávallt í stríði við ein-
hvern“. Hann hefur barizt við Banda-
ríkjastjórn, olíufélög heimsins, peru-
anska sjóherinn og fustadæmið Monaco
og sloppið grátt leikinn frá hverri við-
ureign. „Það hefur verið erfitt, hættu-
legt og kostnaðarsamt," segir hann, „að
standa í þessari baráttu og ég þakka
guði fyrir að ég skuli hafa efni á því
og að mér er ekki fisjað saman“.
Það var árið 1952, sem Ari fékk áhuga
á Monaco. í fyrstu vildi hann aðeins
fá leigt skrifstofuhúsnæði í tómri bygg-
ingu þar sem áður var Vetrarleikja-
klúbburinn. En hið volduga Sociéte des
Bains de Mer (SBM)samtökin, sem eiga
all't fjárhættuspilabáknið og öll helztu
hótelin og klúbbana í furstadæminu,
hafnaði tilboði hans. Ari tók upp hanzk-
ann með því að kaupa á laun hluta-
bréf SBM á verðbréfamarkaðnum í
París, gegnum vini sína og þau 49
Panama félög sem hann hefur töglin og
hagldirnar í. Hann kom sér upp 51prs.
meirihlutaeign í hinum milljón hluta-
bréfum félagsins og borgaði 4 til 5
dollara fyrir hvert bréf. Fréttir um að
hann væri að veita nýju fjármagni inn
í félagið hækkaði hlutabréfin upp í 15
dollara.
Ari kallaði Monaco-fyrirtækið „tóm-
stundagaman" en það átti eftir að verða
hans versti höfuðverkur. Fyrir ári tap-
aði hann langri og biturri deilu við
Hans Hágöfgi Rainiér III fursta, um
framtíð dvergríkisins.
.Mor.aco átti í upphafi hagsæld sína
að þakka veru sinni sem skattagrið-
iand og paradís fjárhættuspilara, en
bæði þessi ögn hafa nú misst aðdráttar-
afl sitt. Fjárhættuspil er nú lögheimilað
í Frakklandi og fleiri Evrópulöndum.
(.Viðskip'tavinir okkar hafa dreifst í
allar áttir,“ sagði féhirðir einn nýlega í
mæðutón yfir mannlausu spilaborði.
„Rómantíkin er horfin. Eitt sumarið
bjuggu hér fimm kóngar í einu á Hótel
de Paris og eyddu óhemju fjárfúlgum.
Nú koma hingað sjóliðar og stinga aur-
um í spilavélarnar". Árið 1962 hætti
Monaeo einnig að vera skattagriðland.
Fransk.a stjórnin heimtar nú tekjuskatt
og féiagaskatt af frönskum ibúum
Monaco.
í 1 essu ófremdarástandi vildi Onassis
breyta efnahagsgrundvelli Monacoríkis
úr fjárhættuspili í fasteignasölu. „Mér
finnst fjárhættuspil hreinasta bölvun
og vsndræði“, segir hann. „Það eru til
margar betri leiðir að vitundinni um að
maður sé að græða eða tapa fé.“
Þar sem viðskiptafélög hundruðum
saman vildu fá að setja upp raunveru-
legar eða ímyndaðar aðalbækistöðvar í
Monaco til þessa að geta noti'ð skatt-
fríðindanna (félagaskattar eru enn
miklu lægri þar en í Frakklandi), vildi
Onassis grafa upp skrautgarðana, rífa
niður gömlu hótelin og byggja skýja-
kljúfa með skrifstofuhúsnæði. Rainer
fursti reri öllum árum að því að örva
ferðamannastrauminn og viðhalda
ímyndinni um Monaco sem ríkið er
hefði blómabeð að landamærum.
Rainer hafði stuðning hinna 5000
þegna sinna í viðureigninni við innrás-
armanninn. „Ég er enginn Nasser“,
sagði hann, „en ef þörf gerist þjóðnýti
ég SBM“. Á síðasta ári skipaði stjórnin
SBM að gefa út 600.000 ný hlutabréf,
sem hún svo óðara keypti og kom með
því Onassis í minnihlutaaðstöðu. Minni-
hluta hluthöfum var gefinn kostur á að
selja hluti sína á verði sem bundið var
með gerræði við um 17 dali á hlut. Ari
gat ekkert að gert nema taka við ávís-
uninni frá Barclays banka upp á
39.912 000 franka (um 10 milljónir doll-
ara) þann 18. marz 1967, sem greiðslu
fyrir 500.489 hlutabréf hans í SBM. „Við
töpuðum,“ viðurkennir Onassis. „Þegar
ríkisstjórnin segir „Nú tek ég völdin“
þá fær enginn spornað við því. Þessi
hlutabréf voru sex eða sjöfalt meira
virði en ég fékk fyrir þau.“
Eftir því sem Onassis segir er þetta
það sem alltaf gerist: ríkisstjórnirnar
gera aðsúg að honum.
Hann heldur því fram að það hafi
gerzt árið 1945 þegar honum var stefnt
fyrir ríkisrétt og gefið að sök að hafa
brotið siglingalöggjöf Bandaríkjanna.
í lok síðari heimstyrjaldar var auðvelt
ftð græða stórfé ó kaupum afgangs
Liberty skipa. En samkvæmt siglinga-
lögunum frá 1916 mátti ekki selja þau
öðrum en félögum undir amerískri
stjórn. Onassis náði sér í ameríska með-
eigendur til að vera yfirvarp og kaupa
fyrir sig skipin. En ríkisstjórnin bar
fram þá kæru að Onassis ætti félögin,
ef ekki í orði þá á borði, og stefndi
honurr. fyrir rétt. Þetta endaði með því
að Onasssi varð við 7 milljón dollara
fjárkröfu ríkisstjórnarinnar en kæran
var látin niður falla.
Bandaríkjastjórn lagði hald á nokk-
ur olíuflutningaskip Onassis sem trygg-
ingu fyrir greiðslunni en á sama tíma
voru öll hin sett á svartan lista hjá
stóru olíufélögunum til að refsa Onass-
is fyrir óleyfilegt gróðabrall í Saudi-
Arabíu. Þau viðskipti voru engu síð-
ur athyglisverð. Onassis hugsaði sem
svo að fyrr eða síðar myndu þau lönd
sem framleiða og flytja út olíu slíta
flutningasamkomulagi sínu við stóru
olíufélögin og krefjast réttar til að fá
að flytja olíu með eigin skipum. Þetta
var einmitt það sem Saud konungur
vildi gera og Onassis féllst á að byggja
og reka lítinn olíuskipaflota undir
Saudi-fána, hefja þjálfun undirforingja
á skipin, dæla hluta af Saudi olíu út
í skipin ókeypis og ráða arabiskar
áhafnir. f staðinn átti hann að fá rétt
til að flytja 10 prócent af olíu frá
Saudi-Arabíu í sínum eigin skipum, en
af þessu hefði hann „orðið helmingi rík-
ari en Getty“, eins og einn vina hans
komst að orði. Þegar Onassis kom til
Jidda, höfuðborgar Saudi-Arabíu, var
hcnum tekið eins og endurheimtum
postula spámannsins.
Onassis fór frá Jidda í himnaskapi
og með samninginn upp á vasann. En
aðrir olíuflutningaaðilar í heiminum
voru ekki alveg á því að láta hann
ræna sig fjöregginu. Ef öll lönd sem
flyttu út olíu færu að byggja sín eigin
olíuflutningaskip gæti svo farið að olíu-
skipaflotar stóru olíufélaganna yrðu að
leggja upp laupana. Bandaríska utan-
ríkisráðuneytið, félag norskra skipa-
eigenda og brezka útvegsmálaráðuneyt-
Framh. á bls. 12
Fáar fréttir hafa vakið eins almenna athygli uppá síðkastiff sem gifting Jackie Kennedy og Onassis.
3. nóvember 1806
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7