Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1968, Síða 15
TIZKAN Eramih. af bls. 9 eins allsráðandi og St. Laurent kysi helzt. Og ekki er loku fyrir það sfcotið að skærrauðu og bláu bregði fyriir suimssitað- ar. Pilsasíddirnar verða fjórar, segi og skrifa fjórar. Talið að ofan verða þær minipils (stutt pils), ofan við hné (tvo þuml- unga) midipi'ls (á miðjum kálfa) oig maxipiis (niður á ökla). Margir tízkufrömuðir hafa rek ið mikinn áróður fyrir midipils- inu, en ekki orðið ágengt og virðist hin milldsíddiin (2 þuml unga fyrir ofan hné) eiga einna mestu fylgi að fagna. Má te'lja þetta „samkyns" tízkunni til tekna þar sem midi-pilsin áttu að fylgja blúndupífu róman- tízkunni. Annars hefur tízku- boðskapur sérfræðiniganina aldrei verið jafn ósamhiljóða og nú, hvað sem það kann að gefa til kynna. Til skrauts á fötum verða einkum hafðir allskyns klútar og belti, sem oft eru úr málmd. Skartgripir verða djarflegri og fyrirferðameiri en áður, litlir kúlueyrnalokkar eða ein næla ekki látin nægja heldur eru þungar keðjur og málmfestar hafðar margfaldar um háísinn allt niður í mitti og þungir eða hver utan yfir aðra og ná hlefckir og keðjur um úlnliði. Þekktur skartgripaframleiðandi segir þetta stafa af því að und- ir niðri vi'lji konur vera am- báttir. Skór verða kantaðir, klunnia- legir og þægiiegir. í rauninni er það eina sem hinar ýmsu velheppnuðu gerðir tízkufatnað ar eiga sameiginlegt þetta árið það, að þær eru hentugar og þægilegar. Eins og áður er vikið að og hvort sem manni líkar betur eða verr, er París á undan- haldi sem háborg tízkunnar, parísartízkan er að missa tök- in á heimsmairkaðnum. Stór- breytimgair í tízkunni, sem kom- ið hafa fram á undanförtnum ár um og náð fótfestu, hafa ekiki komið frá París, svo sem stutt- pilsin, sem sáu fyrst dagsins ljós í Eruglandi, ofsjónaiitirnir og blómamynztrin eru upprunn in hjá hippíunum í Haight Ash bury, Matisse-litasamsetningarn ar sem halda vinsældum sínum þótt St. Laurent líti svörtum augum á málið og beinsniðni kjóllinn, sem sett hefur mestan svip á þennan áratug og sást fyrst hjá Larry Aldrich í New York árið 1957. í skartgripa- tízkunni er það Ameríka, sem ræður og skó og töskur sér Ítalía um. Ekki starfar þetta þó af því að franzkir tízkumenn séu hætt ir að kunna til verka, því öll föt á tízkusýningum í París eru frábærlega vel teiknuð og unn in. Tízkuteikniurum eins og St. Laurent, Ungaro og Corréges hefir tekizt aðdáanlega að gæða föt sín æskulífi og svipmóti geimaldarinnar. Tízkuteiknarar í París eru emgu síður opnir fyrir nýjum hugmyndum eða vakandi fyrir þeim hreyfingum sem kunna að hafa áhrif á smekk fólks nú en áður var. Þeir hafa fylgzt með þróun mála hjá hippíum, svörtum þjóð ernissinnum og byltingarsinnuð um s-túdentum. St. Laurent kvað meira að segja hafa boðið tára gasi og handsprengjum byrginn í stúdentaóeirðunum, í leit að byltingarhugmyndum — varð- andi klæðnað. En viðskiptim, sem parísar- tízkuhúsin hafa einkum byggt á, fara óðum þverrandi þ.e. kon ur sem vilja ganga í fötum saumuðum eftir máli og verzt- anir sem helzt vilja selja föt, sem stæld eru saum fyrir saum eftir Parísartízku. Fáar auðugar konur nú á dögum hafa næga þolinmæði, nægan áhuga á föt- um eða eru nægilega snobbað- ar til að binda viðskipti sin við frönsk tízkuhús. Yngri kyn slóð þeirra ríku vil’l heldur leita sér að nýjum baðströndum á Nýju-Kaledóníu eða Mauriti- us og vill þá alveg eins klæð- ast skyrtu og síðbuxum við það. Fyrir hátíðlegri tækifæri vill hún heldur leita sér að fötum í viðiurkenndum verzlunum Lundúnabongar en skipta við hin fínu frönsku tízfcuhús. Því fer fjarri að frönskum tízkufrömuðum sé ekki 1 jóst hvert stefnir og þeir hverfa nú óðum í æ ríkara mæli að auk- inni samvinnu við stóra fata- fram’leiðendur eða þeir kaupa verksmiðjur og verzlanir og hefja sjáfir stórframleiðslu og sölu á tízkufötum sínum eins og Pierre Cardin, sem nú á 132 verksmiðjur víðsvegar og er sífellt á höttunum eftir fleirum. Hann er laundrjúgur og segir: „Ég þarf ekki að láta bjóða mér í sendiráðin. Ég er ekki upp á það kominn og hef ekki áhuga á að vinna fyrir lítinn hóp útvaldra." Ungaro hefur látið í ljós áhuga sinn á „sam- vinnu við stóran fataframleið- anda, ef til vi'll amerískan". Mikil grózka er nú í tízku- sköpun, bæði í Englandi og í Ameríku, og hafa tízkuverzlanir og fataframleiðendur í London, New York og í Californíu sí- vaxandi áhrif á útfit kvenfata- tízkunnar. Engir hafa gert eins mikið far um það og am- rískir fataframleiðendur og teiknarar þeirra að forðast all- ar öfgar og verða við kröfum nútímakvenna um þægilegan og hentugan fatnað, og má því vera að sú verði stefnan í kven fatatizkunni á næsfu árum. — Kona nú á dögum gegnir of mörgum hlutverfcum til þess að geta fclæðst sérstafclega sam- kvæmt einiu þeirra. Hún vill ekki þurfa að skipta um föt í sífellu frá því hún vinnur hús- verkin á morgnana, fer út í há- degismat með vinkonu sinni, sækir foreldrafund í sfcóla barn anna, tekur á móti manni sín- um heim úr vinnunni og þang að til þau fara út að skemmfa sér um kvöldið. Hún vill kaupa föt sem hæfa sem flestum hlut verkum hennar en eru um leið falleg, þægileg og hentug. Og hún vonar að það sem hún kaup ir verði nothæft næsta ár, og árið þar á eftir. Og samkeppni tízkufrömuð- anna um heimsmarkaðinn — fatakaup fjöldans, sjá henni nú fyrir fleini möguleikum og meiri tilbreytni í þessa átt en nokkru sinni fyrr. NÍUNDI VASAKLÚTURINN Framh. af bls. 5 minnstu hugmynd um hvað hann var að fara. Hann hætti því við að spyrja hana beint út. Skýringarinnar var að leita dýpra, mik'lu dýpra. Hann var sannfærður um, að níundi vasaklúturinn mundi afhjúpa leyndar- dóminn. Stundin var komin. Hann kannaðist við þessi magnþrungnu augnablik úr vísindaferh sínum. Fyrst liðu vikur við rannsóknir, samlagningar, frádrætti og filraunir með formúlur unz maður stend ur frammi fyrir lausninni, líkt og maður væri að ná'lgast tindinn eftir erfiða fjallgöngu. Allur efi er rokinn burt — aðeins nokkur skref enn og lausnin er fengin. Ástin á einnig slík augnablik. Eitt tillit og hún er vakin, eitt orð og hún hrynur til grunna. Einhvern vaginn hafði hann öðlazt þá barnaíegu hugmynd, að svartur fer- hyrningur væri saumaður í níunda vasa klútinn. Þvínæst ímyndaði hann sér, að hann fyndi einnig nafnspjald með heim- ilisfangi, hann myndaði sér jafnvel á- kveðna skoðun um útlit þess, sem hann átti að heimsækja og hvernig húsið liti út. Að lokum var hann farinn að trúa því, að hann fyndi bréf, jafnvel bók, eða beiðni um eitthvað. Eða lykil. Óstyrkur og án þess að mæla orð af vörum, tók hann við þvottinum. Hegðun hans kom afgreiðslustúlkunni á óvart. Hann gaf sér engan tíma til að spjalla eða brosa. Hann hugsaði ekki um ann- að en níunda vasakhitinn. Eftirvæntingin dofnaði jafnskjótt og hann var kominn út á götu í maran- mergðina og hávaðann. Hann fór að finng til hræðslu. Hann hafði búizt við góðum tíðindum, eða að minnsta kosti jákvæðum skilaboðum. Ef þetta væri dómur? Skipun? Valdboð um eitthvað, sem fól í sér hættu? Hann tók ti'l fótanna, rakst á fólk, nam aftur staðar. Óttasleginn leit hann við, ókunnugur maður kastaði á hann kveðju. Hvers vegna hafði hann heilsað honum? Allt angraði hann. Aug- lýsingaspjöld borgarinnar einblíndu miskunarlaust á hann. Hann stanzaði frammi fyrir sýningarglugga AIR INDIA-ftugfélagsins, þar sem hópur fólks tróðst. Andartak fann hann til léttis yfir því að vera einn af hópnum og geta gleymt sér við að skoða það sem var til sýnis. Innan um líkön af flug- vélum og eftirlíkingum af fljúgandi klæðum ævintýranna hékk búr úr gulli. Lítill api með túrban á höfði stökk fram og aftur í búrinu. Börnin þrýstu sér upp að rúðunni og börðu hnúunum í ’hana, og litli apinn þaut óttasleginn fram og aftur. Honum leið illa. Ekki þurfti annað en horfa í augu hans til að sjá það. „Hvað eruð þér að troðast með þessa tösku? Sjáið þér ekki, að hér eru börn?“, hvæsti þrekvaxin kona, um leið og hún ve'lti honum með voldugum lík- amshnykk út á gangstéttina. Kominn heim, opnaði hann fyrst gluggann í svefnherberginu. Það var hlýrra úti en inni. Vor var í lofti. Spör- fuglar sungu á nöktum trjágreinum. Alls staðar gekk lífið sinm vanagang — bæði í herberginu við hKðina, í eld- húsinu, í forstofunni og í baðherberg- inu, alls staðar voru hróp og háreysti, hávaði í útvarpi og hávaði í leirtaui. Spörfuglarnir sungu í kapp við útvarp- ið, svo heyrðist útvarpsklukkan slá og það var sama langdregna nefhljóðið í þessum útvarpsþul. Hann hafði alltaf átt erfitt með að þola hann — aldrei gat hann lært að bera greinilega fram og hafði hann þó viðurværi si.tt af því, að bera greinilega fram ... Hann lokaði augunum. Þannig stóð hann nokkra stund hreyfingaríaus með þvottapakkann í höndunum. Svo opnaði hann pakkann. Tvisvar, þrisvar, fimm sinnum, tíu sinnum leitaði hann i þvott- inum. Níundi vasaklúturinn var þar ekki. Hann gekk frá þvottinum og lokaði skáphurðinni. Síðan gekk hann að glugg anum og starði á trén í garðinum. Ár- angurslaust reyndi hann að einbeita sér, mana fram eina einustu hugsun. Hann gat ekki gert upp við sig, hvort hann ætti að fagna því að þessu var lok- ið, eða hvort hann ætti að hverfa á vald djúprar og vonlausrar örvænting- ar. Hann beygði sig eftir snærinu, sem lá á gólfinu og vafði því í hnyki'l, sem hann bjó til með því að brjóta fyrst annan endann tvöfaldan nokkrum sinn- um, unz snærið var allt upp undið. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka: Bólu-Hjólmar Ekki þótti hann orðavar, átti kynngi vísna og ljóða, lífsins þungu byrðar bar Bólu-Hjálmar, skáldið góða. Leiðin um hans langadal lá um urð og klungur. Hávært var þar heimskra tal, harðar nöðru tungur. Skildu fáir skapið hans, skerpt á liungurvöku. Þar var aldrei meðalmanns mái á neinni stöku. Kvað hann jafnt við kröm, í byl, krepptra handa neytti. Og við lífs síns lokaskil ljóðastöfum beitti. Löngu er gróið leiðið hans, leiftrar þó af stáli, því ennþá loga öreigans orð í bragarmáli. hagalagcfar Ekki gefa í „fleng“. Benedikt Eggertsson, prófasts í Reykholti fékk Lund árið 1833. Var hann þá búinn að vera aðstoðarprest- ur föður síns í sjö ár. — Ekki þóttu þeir feðgar mælskir eða ræðuskörung- ar í anda þeirrar tíðar. Kom það fyrir, að gázkafullir hagyrðingar köstuðu fram stökum undir ræðum þeirra. Með- al annars var þessi vísa kveðin í orða- stað sr. Eggerts, þegar hann í stólræðu var að áminna áheyrendur sína að líkna nauðstöddum, en tók þó fram að þess yrði líka að gæta að gefa ekki í „fteng“. Gefa skaltu fjárs af feng fátækt þeim sem bera en maður enginn má í fleng miskunnsamur vera. Kunn er í Flóa ... Sr. Gunnar Pálsson andaðist í stóru- bólu 1707 eftir að han-n hafði haldið Stafholt í 11 ár. Um hann farast dr. J. H. svo orð í bók sinni um sr. Jón Halldórs- son í Hítardal: „Allsyfir hefir sr. Gunnar verið ræf- ilmenni, enda talinn af sóknarfólki sínu illa innrættur. Gunnar á að hafa haft megna andstyggð á köttum, og segir sagan, að eitt sinn hafi hann, er hann var staddur í Skálholti, sáígað ketti, er á vegi hans varð. Jón Vídalín var þá kirkjuprestur í Skálholti og á að hafa kveðið stöku þessa út af kattarmorð- inu: Kunn er í Flóa saga sú senn hjá mengi vitru: Gunnar hjó í heilabú högna saxi bitru. 3. nóvember 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.