Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Side 12
Asgeir Jakobsson:
Lággengi
bókmenntcmna
og innrétting
menningar-
stofunnar
Þessum hugleiðingum er ekki
setlað annað hlutverk en það,
að vekja mér fróðari menn til
umhugsunar af nýjum sjónar-
hóli, um menningarþróunina í
landinu síðustu árin. Það má
segja um bókmenntirnar, líkt og
íþróttirnar, að árangurinn gef-
ur tilefni til róttækrar endur-
skoðunar. Það verður að telj-
ast undarlegt, hvað lítið er um
það, að seinni tíma skáld okk-
ar og rithöfundar hafi eitthvað
það að segja um heiminum um-
hverfis okkur sem hann telur
forvitnilegt. Við búum þó í
mjög sérstæðu landi, við sér-
stæða atvinnuhætti og sérstætt
þjóðlíf og ættum að kunna til
verka ekki síður en aðrir á rit-
veilinum. Það er því að vonum,
að landsmenn spyrji hverjir
aðra: — Hvað er að. — Nú er
kannski ekkert að nema það
sem algengast er og óviðráðan-
legast — almennt hæfileika-
leysi, en út frá því verður þó
ekki gengið hér, heldur gert
ráð fyrir að lággengi íslenzkra
bókmennta megi rekja til á-
kveðinna þjóðfélagsfyrirbæra
svo sem:
a) pólitískrar skiptingar
skálda á kreppuárunum
b) einhliða menningarsam-
skipta við Svía
c) harðvítugrar og heimsku-
legrar formdeilu eftirstríðsár-
anna
d) breyta og mjög andbók-
menntalegra þjóðfélagshætti.
HIN PÓLITÍSKA SKIPTING
KREPPIJÁRANNA
Þorsteinn Erlingsson og síð-
ar Þórbergur Þórðarson áttu
sér pólitíska samherja, sem
studdu við bakið á þeim með
ýmsum hætti, en ekki var það
skipulögð starfsemi. Það varð
ekki fyrr en í kreppunni að
pólitísk skipting skáldanna
varð glögg og alger. Kristinn
E. Andrésson kom upp frá
Þýzkalandi í byrjun kreppunn
ar, lærður í bókmenntum, en
slíkir menn voru ekki á hverju
strái á þessum árum, en jafn-
framt rammur marxisti. Undir
væng Kristins söfnuðust síðan
róttækir höfundar og ádeilu-
ritum á þjóðfélagið tók að rigna
yfir þetta þjóðarkorn, sem vissi
ekki einu sinni að það væri
þjóðfélag, en var nú allt í einu
orðinn burðarásinn í heimsbylt-
ingunni.
Með æfðum höndum áróðurs-
mannsins hnýtti Kristinn ekki
aðeins uppí fyrirmennina held-
ur hvern einasta efnilegan ung-
an mann að heita mátti og tyllti
jafnharðan í stertinn á næsta
og var þetta orðin mikil lest
öll undir böggum Kristins og
kommúnismans.
En Kristinn átti sér and-
stæðing ekki minni ofstækis —
né áróðursmann en hann var
sjálfur. Það var Jónas frá
Hriflu. Jónas stóð höllum fæti í
þessari viðureign. Tíminn var
á móti honum, en Jónas lét það
ekki á sig fá, heldur barðist
ótrauður fyrir þeim draumi sín
um að bændur skrifuðu róman-
tískar sveitalífsbækur fyrir
þjóðina með annarri hendinni
meðan þeir tutluðu úr kúnum
með hinni og hann sleppti engu
tryppi fyrr en í fulla hnefana
í hendur Kristni.
Fyrir atfylgi þessara tveggja
mikilhæfu manna skiptust loks
allir listamenn landsins og ekki
aðeins skáld og rithöfundar en
þjóðin öll í tvær fjandsamleg-
ar bókmenntafylkingar og var
Sturla í Vogum aðalkappinn í
annarri en Bjartur í Sumarhús-
um í hinni. Önnur fylkingin las
ekki skáld hinnar fylkingar-
innar og gilti þar einu hversu
gott verk var um að ræða.
Þessi pólitíska skipting
skáldanna og þjóðarinnar var
ríkjandi fram yfir stríð og
spillti auðvitað fyrir bókinni.
Þessi skipting hélzt þar til form
deilan tók við.
Hinni pólitísku skiptingu
fylgdi sá kostur fyrir skáldin
sjálf, að þau voru ekki umkomu-
laus og uppá ljóðvini sína eða
leysendur eina komin heldur
áttu að baki flokk harðsnúinna
manna, sem efldu þau í hví-
vetna og reyndu að halda til
þeirra þeim fáu brauðmolum
sem til féllu.
SVÍAR OG
MENNINGARSTIMPILLINN
Að loknu stríðinu lá Ev-
rópa flakandi í sárum með blóma
sinn dauðann á vígvöllunum, en
þó voru tvö lönd, sem komu
auðug og blómleg útúr styrj-
öldinni — Svíþjóð og ísland.
Svíar buðu til sín að veizlu-
borðinu ungum íslenzkum
skáldum eftir stríðið.
Svíar lifa öðrum þræði í göml
um stórveldisdraumi, en hinum
þræðinum i þeim veruleika, að
þeir byggja kotríki. Þeir eiga
námur auðugar og eru sagðir
hyggnir og duglegir og í krafti
peninga sinna reyna þeir að
kaupa á sig menningarstimpil
og gera sig þannig gildandi í
heiminum sem menningarstór-
veldi og vilja með því bæta
sér upp töpuð landssvæði. fs-
lendingar búa um margt við
svipaðan draum. Við lifum öðr-
um þræði í fornri frægð, en
hinum þræðinum við þann veru
leika að vera ein minnsta þjóð
veraldar. Okkur dreymir eins
og Svía um menningarstimpil til
að gera okkur gildandi í heim-
inum, og höfum reynt eins og
Svíar að kaupa á okkur þann
stimpil. Þarna skilur það á milli
að Svíar hafa efni á þessum
kaupum, en það höfum við, fs-
lendingar, afturámóti ekki.
Til að sýna menningarlegt
frjálslyndi sitt og forystuhlut-
verk tóku Svíar til að „upp-
götva“, menn í útkjálkum heims
og nutum við góðs af því, og
erum á einu máli um, að það
hafi komið í góðan stað niður.
Þannig er alls ekki útilokað,
að menningarsnobbarinn geti
uppgötvað rétt. Við eltum Svía
einnig á þessu sviði og tókum
að „uppgötva", skáld og lista-
menn og „beztu bók, sem skrif-
uð hefur verið á íslenzku," sem
er orðin eins konar árbók.
Menningarstimpilshugtalið og
menningarsnobbið hér er því
sænsk kynjað og sú menningar-
stofa, sem við erum í óðaönn
að innrétta, er sænsk lagerinn-
rétting.
AFTURÚRSTEFNUMENN —
FRAMÚRSTEFNUMENN OG
BRJÁLÆÐINGAR
fslenzku ungskáldin komin
úr stríðseinangrun íslands
drukku sænskt franskt menn-
ingarskolpið frá dögum Berna-
dotte úr Signu, eins og þyrst-
ur maður svaladrykk. Þau
komu upp sem umskiptingar og
jafnvel Kristinn þekkti sum
þeirra ekki aftur. Með þessum
skáldum barst framúrstefnan
til íslands og er það þó
kannski fulldjúpt tekið f ár-
inni, því að þessi skáld hrærð-
ust í tiltölulega ódýrum forma-
lisma, hins vegar er framúr-
stefna í orðlist í orðsins fyllstu
merkingu, tilraun með orðið
sjálft en ekki ytri búning
verka, eins og hér varð deilu-
efni. Framúrstefnumenn eru að
reyna þanþol orðsins og að út-
víkka túlkunarmöguleika þess í
átt til mynd- eða hljómlistar,
vilja vita, hvað hægt sé að
komast langt á þeirri leið.
Hérlendis snerust tilraunirn-
ar ekki um meginatriðið, til-
raunina með orðið sjálft, held-
ur um nokkra stafi, einn í
fyrri hendingu ljóðs og tvo í
síðari. Eg tala hér um framúr-
stefnu, þegar kannski ætti frem
ur að tala um surrealisma eða
einhverja áþekka formstefnu,
og læt orðið framúrstefna gilda
fyrir formbreytinguna og sem
andstæðu afturúrstefnunnar,
eða hefðbundna formsins.
íslenzku framúrstefnumenn-
irnir höfðu uppgötvað ytra ein
hverja formúlu um ljóð og
sögðu við okkur fáfróða heima-
mennina: ljóð má ekki vera
svona, heldur svona, og það
var meginnglæpur að þessir þrír
ofannefndu stafir, Ijóðstafir
svo nefndir, fyndust í ljóði.
Það gat þá ekki verið ljóð. Þó
tók út yfir ef endaorð einnar
Ijóðlínu rímaði við endaorð
annarrar ljóðlínu, það var bein
línis andmenningarlegt.
Kristinn lenti utangátta í
þessum leik, það var ekkert
talað um þetta í marxisma og
reyndar kom svona snakk
þvert á heimsbyltinguna og
ruglaði fólk aðeins í ríminu,
enda fylgdu þessu annarlegar
heimspekistefnur eins og exist-
ensialismi og þess háttar.
En það var annar maður, sem
ekki lét vopnin falla. Það var
Jónas. Hann óð nú enn á ný
framá völlinn og hóaði um sig
svonefndum afturúrstefnu-
mönnum, sem fordæmdu allt í
listum sem ekki var gert eftir
forskrift Snorra og þaðan af
verri manna. Og enn skiptist
þjóðin í tvær fylkingar og
fylgdi önnur framúrstefnu, en
hin Jónasi og Snorra og svo
fjandsamlegar sem hinar tvær
pólitísku fylkingar áður voru
hvor annarri, þá varð nú eld-
urinn miklu heitari og völdu
skáldin hvert öðru hin hæði-
legustu nöfn og ortu níð hvert
um annað og hvert í kapp við
annað. Afturúrstefnumenn köll
uðu framúrstefnumenn atóm-
skáld en framúrstefnumenn
nefndu hina rímþræla.
Afturúrstefnumenn sögðu að
Ijóðstafir væru helgitákn og
endarím líftaug þjóðarinnar og
ætti að kasta þessu hvoru-
tveggja væri úti um þjóðina, en
það er ævinlega loka niður-
staða okkar í öllum meirihátt-
ar deilum.
Ekki hækkaði hagur ljóðsins
og bókarinnar við þessar deil-
ur. Þær voru ekki aðeins rekn-
ar af glórtilausu ofstæki á báða
bóga heldur framúrskarandi
lágkúrulegar og leiðigjarnar.
Eins og jafnan verður, þeg-
ar nýjungar eru á döfinni, sem
almenningur áttar sig ekki á,
blómstruðu brjálæðingar í
skjóli þess, sem óskiljanlegt
var.
Framúrstefnumennirnir lögðu
sig fram um að yrkja sem fram-
andlegast og sögðust eftir því
frumlegri, sem ljóð þeirra voru
óskiljanlegri þjóðinni óvanri
laumálsformi á ljóði. Brjálæð-
ingarnir gripu tækifærið og
blönduðu sér í hópinn og urðu
um tíma fyrirferðamestir, lík-
ast til, um það verður aldrei
vitað, þar sem þeir þekktust
ekki, afturúrstefnumennirnir
þekktu þá ekki frá framúr-
stefnumönnunum og framúr-
stefnumennirnir þekktu þá ekki
frá sjálfum sér.
Það eitt er víst að um tíma
var hægt að gera ótrúlegustu
kúnstir án þess að menn gerðu
sér ljóst að um innanklepps-
menn var að ræða, en ekki heið-
arlegt atómskáld og eru um það
fræg dæmi, eins yrkingar skóla
piltanna í Svíþjóð, sem settu
saman heila ljóðabók á einni
nóttu vel drukknir og hlutu
lof fyrir, og svipaðan leik léku
aðrir tveir piltar hér við Vik-
una.
Á málfundi í M.A. gerðist
það eitt sinn að menn deildu
ákaft um atómljóð og afturúr-
stefnuljóð og lofuðu framúr-
stefnumenn mjög fegurð atóm-
ljóða, og loks stóð upp hæglát-
ur piltur las upp tvö ljóð og
sagði síðan: — Annað ljóðið er
eftir NN, eitt frægasta atóm-
skáldið, en hitt er eftir mig.
Gjörið svo vel að tilgreina höf-
undinn að hvoru ljóðinu um
sig. —
Það er ekki búið að því enn
þá. Þannig mætti mörg dæmi
nefna um þann rugling, sem
varð á heilbrigðu mati almenn-
ings á ljóðagerð.
Þetta gat ekki leitt annað af
sér en ljóðleiða til viðbótar
því, sem orðið var við hina
pólitísku togstreytu um ljóðið,
og skáldið.
Þegar Kristinn fór að missa
útúr hverju tryppinu á fætur
öðru í þessari formstreytu og
andmarxistiskri heimspeki, sáu
vinir þjóðfélagsins, borgararn-
ir sér leik á borði. Þeir fóru
útí hagann fullan af lausbeizl-
uðum skáldum, sem snerust í
hring í existensialisma og
formalisma, hnýttu uppí þau og
teymdu þau í hús eitt af öðru.
Hjá okkur er húsrými og mat-
ur sögðu borgararnir réttilega
og við erum frjálslyndir, þið
megið yrkja eins og þið viljið
og mála líka. Borgararnir sáu
nefnilega ekkert athugavert við
að hýsa skáld, sem enginn skildi
lengur og verk þeirra höfðu
ekkert gildi í þjóðlífsbaráttunni.
Hins vegar var alltaf punt
að skáldum í menningarstofu
og það var einmitt menningar-
stofan, sem átti að fara að
byggja um þessar mundir.
Bygging menningarstofunnar
kom ekki eins til góða yngri
mönnum af afturúrstefnuskáld-
um eins og framúrstefnuskáld-
um. Það gerði forskriftin frá
Svíþjóð. Þjóð sem vill fá á sig
menningarstimpil, verður um-
fram allt að vera frjálslynd
og það sýnir hún bezt með því
að tylla þeim hæst, sem hún
skilur sízt og reyndar hefur
andúð á, það er hámark frjáls-
lyndis.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. janúar 1969