Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1969, Side 12
lÍÍKW- / --
HM. UUPMRGSSOtJ
Ðrengunrui %\ód þur'h.jd. uvis. uoqcir um gcJfvV GaW
moáoLn dmu.gun.nn. jö«, pon- nú. droug'y. m|óg ái sux
Vrvgunum frum og uftur Wxx cr hcxnn &naro.r pon-
og «x hocr%u þolr uJJcu. bnCjum v Wíxxm. og V>por
qreipum um «.hóJcxC|oXfui
apúr Ipojjm sem hroliá
hsjfáu úr hrúgouruú onda
þdOisí: nú pdtunnn. skdjcx
oá hcunn mujndx haJdo.
ciá fcxrvð umn. cxá Ixácx cxá
dogc og þoc oújt hann
fUjlix sQr- aom cuxúvú so.
Tlú komur \oar ui droug-
unnn hofur kon\«J ódum
ponxngum ofon 1 kú\uO£X
oftur.
Dwngnum þyhur nú fo.ror-
sn\ú cx dxoxxopoi, horua <nU-
or oá sn&tost fhwn úr
sfcókunum. Dr«ngunnn.
koa.6 honum cWó. mu* du
Ixogja cx oA Vvo&x aór soo
mjcg ox\ drougur kuoi soo
uonx þoc rúx o®n komurvn
cUxgur. (Ödor drougur þú
út Výú honum Qaþdtur-
cnn toh þó td hcxns 09
oddx aftro. horuxm. 6a
þor kom oú um úváúr cú
drougunan mdxUst þtdf
til dmngscns og koaá hon-
um nú QjKtei longur m<xndc
tfcx cxá oftrcx sér útgöngu.
ELDFLUGAN
Framh. af bls. 5
ekki séð hvaða gagn er að því
fyrir nokkurn. En ef þú gætir
plægt akrana eins og uxinm eða
dregið vagn eins og hesturinn
eða gætt kinda eins og hundur-
inn, þá væri einhverju af að
státa.
Góða mín, sagði eldflugan
með miklum þótta í röddinni,
— ég sé að þú ert af lágum
stigum. Manneskja í minni
stöðu og stétt gerir aldrei neitt
gagn. Okkur er ýmislegt til
lista lagt o.g það er rneira en
nóg. Ég er frábitin ödLu bjástri
og alveg sérstaklega þessu sem
þú varst að telja fram. Enda
hefur það alltaf verið skoðun
mín að vinnukergja sé athvarf
þeirra sem ekkert hafa að geira.
Það var nú það, saeði önd-
in sem var fjarska friðsöm og
deildi aldrei við neinn — sínum
augum lítux hver á silfrið. Ég
vona samt að þú setjist að
hérna.
Ég er hér barasta sem gest-
ur, blessuð mín, tiginn gestur,
sagði eldflugan. Og frómt frá
að segja finnst mér þessi stað-
ur heldur óyndislegur. Hér eru
hvorki höfðingjar né einveru-
næði. Sem sagt útkjálkalegt. Ég
býst við ég fari aftur til hirð-
arinnar, því ég veit það á fyrir
mér að liggja að vekja mikla
eftirtekt í heiminum.
Ég var nú lika einu sinni
að hugsa um að láta til mín
taka, sagði öndin, það er svo
fjölmargt sem þarfnast endur-
bóta. Ég tók meira að segja for
sæti á fundi fyrir skömmu þar
sem margar samþykktir voru
gerðar og fordæmt allt sem
okkur var ekki að skapi. En
það var eins og þær hefðu eng-
in áhrif. Nú hef ég snúið mér
innávið og hugsa bara um
bónda minn og börn.
Ég er öll útávið — sagði eld-
flugan — eins og allir mínir
ættingjar, jafnvel þeir aum-
ustu. Hvenær s.em við komum
fram, vekjum við hina mestu
athygli. Sjálf hef ég eiginlega
ekki komið fram ennþá, en þeg-
ar ég geri það verður það
stórkostleg sjón. Þessi heima-
roluháttur eidir mann svo fljótt
og dregur hugann frá hærri
sviðum.
Já, það háleitasta og æðsta
í lífinu er dásamlegt — sagði
öndin — og það minnir mig á
hvað ég er orðin svöng. Og
hún synti burt hnakkakert og
sagði rapp, rapp, rapp.
Vertu kjur, vertu kjur —
æpti eldflugan — ég þarf að
segja þér heilmikið. En öndin
amzaðd henni ekki. Ég er fegin
hún er farin — sagði hún við
sjálfa sig — sú var nú ekki á
marga fiska, og hún seig stöð-
ugt dýpra í forina. Og hún
fór að hugsa um hvað snilling-
arnir eru einmana. Þá komu
tveir litlir drengir hlaupandi
niður á bakkann með ketil og
sprek.
Þetta hlýtur að vera nefnd-
in — sagði eldflugan — og
gerði sig sem virðulegasta.
Nei, sjáðu bara þetta er
bulluskaft — sagði annar
drengurinn — hvernig skyldi
það vera komið hingað? — og
hamm dró eldfluguna upp úr
forinni.
Bullluskaft! saigði eldflugan —
það er ómögulegt. Gullskaft
hefur hann auðvitað sagt. Gull-
skaft er mikill heiður fyrir
mig. Hann heldur náttúrlega að
ég sé hátt sett við hirðina.
Við skulum setja hana í eld-
inn — sagði hinn drengurinn
— til að kynda undir katlinum.
Svo hrúguðu þeir öllum spýt-
unum saman og settu eldflug-
una ofan á og kveiktu svo í
öllu saman.
Nú líkar mér — sagði eld-
flugan — þeir ætla að hleypa
mér af um hábjartan dag svo
allir geti séð mig.
Nú skulum við leggja okkur
— sögðu drengirnir — þangað
til sýður á katlinum. Siðan
lögðust þeir niður í grasið og
létu aftur augun.
Eldflugaui var mjög blaut svo
það var lengi að kvikna í
henni. Loksins læsti eldurinn
sig í hana.
Hana, nú fer ég á stað —
hrópaði hún og rétti úr sér. Ég
veit ég fer miklu hærra en
stjörnurnar, miklu hærra en
tunglið, miklu hærra en sólin.
Ég fer svo hátt aíS . .
Fiss, hviss — og hún rauk
beint upp í loftið.
Er það ekki dásamlegt! hróp
aði hún. Svona held ég áfrarni
endalaust.
Mikið afbragð er ég!
En það sá hana bara enginn.
Þá fór að fara um hana ein-
hver undarlegur fiðringur.
Nú spring ég — hrópaði
hún. Ég ætla að kveikja í öll-
um heiminum og gera þvílík-
an hvell að ekki verði um
annað talað í heilt ár. Og hún
sprakk vissulega. Það var ekki
vafamál.
En það heyrði hana enginn,
ekki einu sinni litlu drengirn-
ir tveir, því þeir steinsváfu.
Svo var ekkert eftir af henni
nema skaftið, og það datt nið-
ur og lenti í bakinu á gæs, sem
var að spóka sig á sikurðbakk-
anum.
Drotrtinn minm dýri — sagði
gæsin — það rignir bara sköft-
um. Og dembdi sér út í vatn-
ið.
Ég vissi það mundi að mér
kveða, sagði eidflugan ogsaup
hveljuir um leið og hún logniað-
ist út af.
Árni Guðnason þýddi.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
15. júní 1969