Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1969, Blaðsíða 10
ir- V HÍJ) ISIJAZKA nOKMKMA~H'L\(i, || i:1 >'xt: \»!Íh<th1,i itimti b>lcnzk« lúngu o£ «d franta i*| x f> •!<(:» ftiít .i í.-i<ttKl), iu/ffr taM og krwid, <«<& og \>.f(X m ítt.'d jKxsiin npmi skr«i tAknefnir :<». * ■'. *■■&/./ s’i' V/ *Át'/ ///' </< ss ' 1*. \ <}V: . y' v' ' !♦}•: ./:.,/>«itsOHwt Oliuin |Htm r< ui <>g skvidnnt '\l: M :tt j.Oflíkutt) lclí^tim i lögum Jxss {ítjktlin tTCtí í* i <• ii II ('«'íid t jní íVkMr/^jL Íkftkiuwit^HfiíÍagi^ þðO« ; Félagsbréf Jóns Sigurðssonar Lengi fékk hver félagsmaður bréf um það, að hann vseri félagi, og hér getur að líta félagsbréf Jóns Sigurðssonar for- seta, dagsett 27. nóvember 1835. Þorgeir Guðmundsson prestur, forseti féiagsins undirritar það ásamt Brynjólfi Péturssyni, rit- ara félagsins. Safn til sögu íslands og islenzkra bókmennta. I. flokkur. Á fundi í Kaupmannahafnardcild Bókmenntafélagsins 20. september 1851 bar Gísli Brynjúlfsson, síðar prófessor 1 ís- lenzkri sögu og bókmcnntum við Kaupmannahafnarháskóla, fram tillögu um, að félagið gæfi út árlega timarit, sem hefði það hlutverk að birta ritgerðir og skjöl, cr lúta að sögu lands- ins og bókmenntum. Til þessarar tillögu á rót sina að rckja ritsafnið Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta. Kom 1. hefti þess út árið 1853, en siðan hefur safnið komið út eftir hentuglcikum. Á timabilinu 1853—1939 komu út 6 þykk bindi. En árið 1952 var hafin útgáfa á nýjum flokki. Af ritgerðum, sem birzt hafa, skulu nefndar: Biskupa tal á íslandi cftir Jón Sigurðsson, Biskupa-annálar Jóns- Egils- sonar, Um tfmatal I íslendinga sögum i fornöld ef’ir Guð- brand Vigfússon, Ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siðaskipta tím- ana, Lögsögumannatal og lögmanna á íslandi cftir Jón Sig- urðsson, Varnarrit Guðbrands biskups á Ilólum, Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórssonar, Skúli landfógcti Magnús- son og fsland um hans daga eftir Jón Jónsson, Um Sturlungu eftir Björn M. Ólsen, Skýrslur um skaptárgosin eftir Jón Steingrimsson o.fl., Skýrslur um Kötlugos, Skýrslur um Mý- vatnsclda 1724—1729, Um skattbændatal 1311 og manntal á íslandi fram að þeim tima eftir Björn Magnússon Olsen, Ferðir, siglingar og samgöngur milli íslands og annarra landa á dögum þjóðveldisins eftir Boga Th. Melsted, Sólarljóð, gefin út með skýringum og athugasemdum af Birni M. Ólsen, Þcgar Keykjavik var 14 vetra eftir Jón Helgason, Dómkirkjan á Hólum eftir Guðbrand Jónsson, Vínlandsferðirnar eftir Matt- hías Þórðarson, Um íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar eftir Pétur Sigurðsson og Um íslendingasögur. Kaflar úr háskóla- fyrirlestrum eftir Björn M. Ólsen. Bókmenntafélagið Framhald af bls. 7. hún gaf út á þessum tíma, má nefna Ilíons kvæði Hómers í þýðir.gu Benedikts Gröndals (1856), íslenzkar réttritunar- reglur eftir Halldór Kr. Frið- riksson (1859), Mannkynssögu Páls Melsteds í 4 bindum, sem byrjað var að gefa út 1864 og lauk 1887, Tölvísi eftir Björn Gunrnaugsson (1865), Um sið- bótina á íslandi eftir Þorkel Bjarnason (1878) og Um eðli og heilbrigði mannlegs líkama eftir Jónas Jónassen landlækni (1879). Ennfremur má nefna tímaritið Fréttir frá íslandi, sem deildin byrjaði að gefa út 1873. Jafnframt bókaútgáfunni lagði Jón Sigurðsson mikla á- herzlu á að safna handritum til handritasafns Hafrtardeild- arinnar og varð þar mikið ágengt, en nánar verður gerð grein fyrir handritasafni Bók- menntafélagsins í sérstökum kafla. Alla forsetatíð Jóns Sigurðs- sonar starfaði Bókmenntafé- lagið í tveimur deildum, eins og áður hefur veiið mimnzt á, og almenmt mun sú Skipan hajfa verið talin sjálfsögð. En eftir dauða hans gerðust þær raddir háværari en áður, að flytja bæri Hafnardeildina til ís- lands. TÍMABILIÐ 1879—1911 egar hér var komið sögu, hafði Reykjavík vaxið verulega Þar voru nú búsettiir ýmsir fræði- og lærdámsmenm, og mienntastofmanir höfðu risið upp eða vísar að þeim, samgömgux höfðu batnað við aðra lands- hluta og prentsmiðjur verið sett •ar á fót. Var nú auðveldara en áður að fá bækur prentaðar á íslandi og dreifing þeirra um landið ekki sömu vand’kvæðum bundin og áður. Upphaflegar ástæður fyrir deildaskiptingu voru nú ekki ótvírætt fyrir hendi.Ýmsir kom ust á þá skoðuin, að menintalífi þjóðarinnar yrði það til nokk- urs framdráttar, ef Bókmennta- félagið yrði algerlega innlent. Þessar ástæður ollu því, að skömimu eftir dauða Jóns Sig- urðssonar hófst barátta fyrir því að flytja Hafniardeildina heim. Árið 1883 samþykkti Reykjavíkurdeildin eftir til- lögu Gests Pálssonar skálds, að deildin í Höfn skyldi lögð nið- ur. Fyrirsvarsmemn Hafnardeild ar risu öndverðir gegn þessari tillögu og spratt af deila milli deildanna, sem stóð í 6 ár. Lyktaði herani þannig að við deildaskiptingu var ekki hrófl- að. Stóð nú þessi skipan óhögg- uð, unz malinu var hireyft að nýju árið 1906 og voru nú sak- ir þannig, að ágreiningur stóð ekki milli deildanna, heldur innan Hafnardeildar. Lauk mál- inu þó svo, að sættir tókust um það, að deildirnar skyldu sam- einaðar í eitt félag með heim- ili í Reykjavík, en að auki voru gerðar ýmsar breytingar á skipulagi félagsins í þá veru að takmarka vald funda, en auka vald stjórnar og gera hana fastari í sessi. Voru þessi nýju lög samþykkt í Reykjavíkur- deild 8. júlí 1911 og í Hafnar- deild 31. október sama ár. Að þessu loknu voru eignir Hafn- ardeildar allar fluttar heim og komið fyrir á aðsetursstað fé- lagsins á lofti Dómkirkjunnar í Reykjavík. Vorið 1912 var í fyrsta sinn kosin ein stjóm fyrir félagið samkvæmt hinium nýju lögum og tók hún form- lega við á aðalfundi félagsins 17. júní 1912. í stað Hafnardeildar Bók- menntafélagsins var stofnað Hið íslenzka fræðafélag í Kaup- mannahöfn, sem enn starfar og gefið hefur út margar menkar bækur. Má_ þar m.a. nefna Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og Safn Fræða félagsins um ísland og fslend- inga, sem m.a. hefur að geyrna ævisögur og bréfasöfn ýmissa merkra fslendinga, svo og ýms- ar ritgerðir í bókmennta- og menningarsögu. Ennfremur má nefna nokkur rit Þorvalds Thor oddsens, svo sem Árferði á ís- landi og Ferðabókina. Um útgáfustarfsemi gerist Reykjavíkurdeildin á þessu tímaskeiði miklu athafnameiri en áður, og má segja, að efling hennar sé eitt helzt einkenini þessa tímabils. Árið 1880 hóf Reykjavikur- deild að frumkvæði Gríms Thomsens skálds útgáfu á Tíma riti Hins íslenzka bókmennta- félags, og kom það út til árs- ins 1904. Árið 1890 tók deildin við útgáfu Skírnis, og hefur harm síðan verið gefinn út í Reykjavík. Ekki varð nein breyting á hlutverki Skírnis við flutninginin til íslands. Hann hélt áfram að flytja fréttir, en við hinar erlendu fréttir var aukið slrstökum báiki, frétt- íslenzkt fornbréfasafn — Diplomatarium Islandicum 1—15 ásamt Bréfabók Guðbrands Þorlákssonar og því, sem út er komið af 16. bindi. Þann 23. ágúst 1854 bar Jón Pétursson yfirdómari fram á fundi I Reykjavíkurdeild Bókmenntafélagsins tillögu þess efnis, að hafin yrði útgáfa á islenzku fornbréfasafni. Var tillagan samþykkt í báðum deildum, en Jón Sigurðsson hratt verkinu af stað bæði með því að útvega fjárstyrk frá stjórninni og leggja fram handrit I. heftis. Kom það út 1857, og með því var útgáfa 1. bindis fornbréfasafnsins hafin. Útgefendur hafa verið þessir: 1. Jón Sigurðsson 1. bindi. 2. Jón Þorkelsson dr. phil. 2.—11. bindi. 3. Páll Eggert Ólason dr. phil. 11.—15. bindi. 4. Björn Þorsteinsson cand. mag. 16. bindi. Upphafl'ga gaf Kaupmannahafnardeild félagsins fornbréfa- safnið út, en árið 1899 var útgáfan flutt til Reykjavlkur, og þar hefur siðan úigáfustaður þess verið. Oft og einatt hefur verið kvartað yfir því, að útgáfa forn- bréfasafnsins gengi seint, og er það sízt að ástæðulausu. Þó má benda á, að slíkar heimildaútgáfur taka ævinlega mjög langan tíma. Árið 1847 hófu Norðmenn útgáfu á norska fom- bréfasafninu — Diplomatarium Norvegicum. Ekki cr þeirri útgáfu enn lokið. Þjóðverjar hófu árið 1817 útgáfu á Monu- menta Germani’e Historica, sem að sumu leyti er hliðstæð fombréfasafninu, og ekki er þeirri útgáfu lokið enn. Nú hin seinni ár hefur fyrir kostnaðar sakir tekið fyrir út- gáfu flcstra hinna veigameiri bóka. Bókaútgefendur og blaða- menn I Reykjavík eru sem stendur nærri einráðir yfir ís- lenzkum bókmentum, og er að miklu leyti komið undir menn- ingarstigi þeirra, hvaða gagn er að því, sem á prent kemst; al- þýðan verður nauðug viljug að taka við því, sem að henni er rjett, og venst smátt og smátt á ljelegan smckk forkólfanna, þegar eg var forseti Hafnardcildar Bókmentafjelagsins, stóð til að byrjað væri að prcnta alþýðurit, en það fórst fyrir þegar dcildin var flutt heim. Eins og allir vita er það ekki arðsöm atvinna að vcra rithöfundur, allra slzt á íslandi. Engin vinna er jafnilla borguð hvað ljeleg sem hún er. Fyrir strangvísinda- leg rit, hvað merkileg sem þau eru, eru erlendis vanalega cngin ritlaun borguð þvi þess konar rit lesa og kaupa svo örfáir; þeim er flestum útbýtt gefins til annara visindastofnana, er skiftast bókum á. Vísindamenn verða því að lifa af einhverju öðru en ritstörfum, annaðhvort af efnum sinum eða embættum. Á íslandi hafa mcntafjelögin vanalega í seinni tið borgað 30 króna ritlaun fyrir örk án tillits til þess livcrt efnið var; þeir sem ganga að cinföldustu verkum mundu ekki gera sig án- ægða mcð slík laun, sem eru 5—6 sinnum lægri en kaup óbrcyttra vcrkmanna nú (1920). Vcgna fjclcysis gcngur mjög seint að prenta stórar bækur á islcnzku; það tók Bókmcnta- fjclagið 35 ár að prenta 4 bindi af Sýslumannaæfum Boga Bencdiktssonar, og 13 ár að prenta landfræðissögu mina. Aftur var Ferðabók mfn, sem líka er i 4 bindum, prentuð á rúm- um 2 árum, cn það kom af því að eg kostaði sjálfur útgáfuna að öllu leyti og kostaði hún 6000 kr., en eg gaf Fræðifélaginu mestalt upplagið. Hefði bókin bcðið þangað til eftir striðið, hefði engi kostur verið á að gefa hana út, mcð þvi að prentun og pappir hefur hækkað svo afskaplega. Árferði á íslandi kostaði eg lika sjálfur og sumar ritgjörðir fleiri. Ritlaun þau, sem cg fjekk fyrir útlend ritstörf, hafa mestöll gengið til að prenta það sem eg gaf út á íslenzku. Þorvaldur Thoroddsen Minningabók II, bls. 130—131. Þann tíma komu bækr út úr bókmentafélagi fslendinga . . . Skírnir, eda tidindi, komu hvert ár; voru þá margir náms- menn íslendinga i bókmentafélaginu, med mörgum höfdingj- um íslenzkum ok útlenzkum, ok innlendum í Danmörku. J. Espólin, ísiands Árbækr XII. deild, bls. 186 (um árið 1832). 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. júlí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.