Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Síða 5
Reffisti, auteurs. kvikmyndageraanneiiii, eða hverjum nöfnum,
sem þeir nefnast, kvikmyndaleikstjörarnir, eru nú óðum að
öðlast sömu fræg-ð og stjörnumar sjálfar. tJm þessar mundir
eru menn á borð við Michelang'elo Antonioni að skapa kvik-
myndum framtíðariimar nýjan grundvöll um gjörvallan heim.
I miðið er Mike Nichols að verki. Tony Perkins er til hægri og
Alan Arkin í rúminu. Verið er að taka „Catch-22“.
Hér reynir Federico Fellini leikkonu fyrir hiutverk í „Satyri-
con“ og gerir það með tilþrifum.
harna er enski leikstjórinn David Lean við gerð myndarinnar
„Ryan’s Daughter“, en hún f jallar um írsku uppreisnina árið 1916.
ur og gagnrýnendur einhvern,
sem þeir geta hrósað eða
skamim.að fyrir kvikmyndinia í
heild, Þessi maður er leikstjór-
inn og þar, sem við bætist, að
farið er að klína upp á hann
heimspekiívafinu fræga, þá
hjálpar hvað öðru við það að
ýta honum fram í sviðsljósið.
Henry Hathjaway („True
Grit“), Howard Hawks („Red
River“) og John Ford („Chey-
enne Autumn") eir nú hampað
og þeir sagðir gefa línuna í
kúrekamyndum. Alfred Hitch-
eock hefur verið kallaður
framámaður í sál'fræði vegna
þess, hve honum tekst að leika
með áhorfendur sína og leik-
ara. Að vísu hefur lofið stund-
um fai'ið út í öfgar. Eitt sinn
var Jerry Lewis borinn saman
við Ingmar Bergman og Orson
Welles og fékk góða dóma!
En þegar öll kurl koma til
grafar, þá hefur viðurkenning
frönsku kenningarinnar fyrr
nefndu hjálpað bandarískum
leikstjórum mjög í stríði þeirra
við stúdíóin og tengt þá áhorf-
endum traustari böndum. Enda
þótt enginn bandariskur leik-
stjóri hafi enn náð jafn langt
og Englendingurinn David
Lean eða ítalinn Luchino Vis-
conti þá virðast fáeinir þeirra
ekki eiga mjög langt í land.
Arthur Penn er skilgetinn
sonur sjónvarps og leiksviðs.
Penn færði Broadwaystykki
sitt „The Miracle Worker" upp
á hvíta tjaldið með ágætum ár-
angri. í fyrstu gekk honum að
vísu betur að færa verk þann-
ig milli fjölmiðla heldur en
skapa sjálfur. „The Left-Hand
ed Gun“ hét snemmbær til-
raun Penns og þar lék Paul
Newman Billy the Kid. Mynd-
in galt Hollywood-kerfisins
illa. Á svipaða leið fór með
„Mickey One“, þar sem Warr-
en Beatty hafði aðalhlutverk á
hendi. En þrátt fyrir allar ó-
farir mátti glöggt sjá af mynd-
um þessum, að Penn bjó yfir
hæfileikum og skilningi og var
líklegur til afreka. Svo leið og
beið þar til Penn gerði „Bonnie
and Clyde“ og öðlaðist fulla
viðurkenningu alheims. Nýj-
asta mynd Penns heitir „Alice’s
Restaurant" og er nokkurs
konar bakhjall metsöluplötu
háðfuiglsinis Arlo Guthries, en
hún kom út í fyrra. Nú er
Penn að vinna að „Little Big
Man“, sem fjallar um banda-
rísku Indíánana nú á dögum
og leikur Dustin Hoffman að-
alhlutverkið.
Stanley Kubrick er miikið
eftirlæti höfunda frönsku
kenningarinnar. Það er því kald
hæðni, að hann skiuJi eiga í svo
miklum erf iðli; ikum með að
flalla að kenningunni og ramma
þeim, sem honum hefur verið
gerður. Myndir Kubricks líkj-
ast hver annarri að fáu, nema
sjá má þjálfuðum vinnubrögð-
um og næmu myndauga hans
bregða fyrir í þeim öllum. Þeg-
ar Kubrick tókst bezt upp
gerði hann „Path of Glory“,
beztu áróðursmynd gegn stríði,
sem gerð hefur verið í Banda-
ríkjunum. Þegar hann gerði
„Lolita" eftir skáldsögu Nábo-
kovs, tókst honum miður. En
„Dr. Strangelove" og „2001“
hafa fært honum sjálfstraustið
aftur. Samt ríkir enn nokkur
vafi á því hvort Kubrick geti
enn á ný skapað athyglisverð-
ar persónur. Hann vinnur nú
að kvikmyndun ævisögu Napó-
leons. Segja má að gömul at-
hugasemd Orson Wel'lies uim
Kubrick standi enn fyrir sínu:
— Kubrick er mikilhæfur
leikstjóri, sem enn á eftir að
semja meistaraverk sitt. —
Mike Nichols átti bæði fé og
frama að baki sér, er hann
kom til Hollywood. Hann hafði
verið skemmtikraftur um nokk
urt skeið og hafði á sér mikið
háðfuglsorð. Ennfremur hafði
hann verið leikstjóri ó Broad-
way og var þekktur þar undir
Mídasarnafninu, því að allt
heppnaðist, sem hann fékkst
við. Fyrsta kvikmynd hans var
„Who’s afraid of Virginia
Woolf?“ og hlaut hún geysi-
vinsældir. Var einkum tekið til
hinna þróuðu samtala. „The
Graduate“ var hins vegar jafn
blendin að gerð og dómarnir
um hana voru sundurleitir. Að
vísu létu áhorfendur það l'ítt á
sig fá. Fimmtíiu milljónir doll-
ara komu í kassann. í þann
mund sem hann lýkur . við
„Catdh-22“ virðist Nichols hafa
komið auga á fyrri villur sín-
ar. Nú hefur hann þetta að
segja:
— Mér finnst, að þá sé mark
inu náð í kvikmynd, þegar ekki
verður komið auga á tækn-
ina. —
Allir kvikmyndaleikstjórar
verða að hafa mikla þekkingu
á valdi sínu. Leikstjórinn verð-
ur að vera skarpvitur um tón-
list og kvikmyndun og geta
töfrað leikhæfileika fram hjá
leikurum sínum á ólíklegustu
stundum. En miklir leikstjórar
eiga einnig til að bera slíka
hæfileika, að þeir geta hnoðað
mörgum sundurleitum atriðum
saman í heild. í „The Seventh
Seal“ lætur Bergman manninn
með ljáinn vísa flokki trúða,
sem lúta stærri vilja en sínum
eigin, veginn yfir sjóndeildar-
hringinn og út í gleymsku og
dá. Þessi sena er mörgum
ógleymanleg og hún og aðrar
slíkar lyfta kvikmyndunum
upp á svið heimspeki, sálfræði
og jafnvel trúarbragða.
Það, sem sker að lokum úr
um stöðu listamanns í kvik-
myndaheiminum er endingin
„ísk“ aftan við nafn hans. Þeg-
ar sagt er að mynd sé „Fellin-
ísk“ er átt við það, að í henni
sé að finna áhrif frá eða sam-
stæðu við skoðanir og tækni
Fellinis. Sé hún „Godardísk"
eða „Antonionísk“ er átt við
sérkenni þessara tveggja leik-
stjóra. Penm, Nichols og Kub-
rick hafa enn ekki hlotið þenn-
an virðingarvott, en sá tími
þarf þó ekki að vera langt und
an, er það verður.
MATTHÍAS JOHANNESSEN
Hugsað
til þriggja
ára drengs
Hvítt hrímið og hrúðurkarlar
enn hylja þanglaust grjót,
þótt aðfallið afmái sporin
þar sem öldur gjálpa við fót.
Við sáurn hvar stígvélin stóðu
við steina, svo frosin og tóm
og þú sem í allra augum
varst í ætt við sumar og blóm.
Hún tók þig samt aldan sem átti
víst eftir að slokkna við sker —
hún brotnaði senn í brimið
og barst inn í dauðann incð þér.
En iðan þér skilaði aftur
með augu sem lokaða bók.
Og aldrei kviknar við kletta
sú kvika sem hafið tók.
19. október 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5