Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Qupperneq 6
SMÁSAGA
eftir
GÍSLA
J.
ÁSTÞÓRSSON
Það
má
víst
ekki
bjóða
þér
kleinu?
Hinumegin við lækinn sem
rambaði sömu leið og vegar-
nefnan stóð kona og veifaði til
mín. Hún var í úlpu og með
klút á höfðinu og ég sá ekki
betur en að hún væri í reið-
buxum. Ég sá hinsvegar engan
gæðinginn, og stígvélin hennar
lágu á tvist og bast við
fæturna á henni, eins og hún
hefði viljað hvíla þá svolitla
stund þrátt fyrir rigninguna.
Ég hefði ekki átt að stansa en
gerði það samt. Konan gat rétt
eins verið að veifa til mín að
gamni sínu eða þá af rælni eða
þá bara af því hún væri í
svona skínandi góðu skapi þó
hann rigndi á hana. Fólk er
alltaf að veifa til manns í
sveitinni. Það baðar út öllum
öngum þó að það sjái ekki
nema óverulegan rykhnykil á
veginum eftir aumustu Tra-
bantstík. Þetta er eitthvað sem
það ræðuir ekki við, einhver
sálarbéygla. Ég sveigði út á
vegarbrúnina og stansaði og
skrúfaði niður rúðuna og hróp
aði:
„Nokkuð að?“
„Fara til Reykjavíkur?" kall
aði konan.
„Já.“
„Maður fær kannski að
fljóta með?“
„Gerðu svo vel.“
„Bíddu snöggvast.“
Hún flýtti sér í stígvélin
eins og hún treysti því ekki
meira en svo að ég biði eftir
henni, og flýtti sér síðan að
ösla lækinn sem þóttist vera
orðinn þó nokkuð syndaflóð í
úrfellinu, og síðan kom hún
nærri því á hlaupum upp á
veginn, að svo miklu leyti sem
hún gat yfirleitt hlaupið fyrir
stígvélahnöllunum. Ég opn-
aði framdyrnar og hún smaug
inn í bílinn við hliðina á mér
og bauð góða kvöldið.
Ég sullaðist aftur út í forar-
fenið og sagði eins og nærri
má geta: „Hann rignir."
(Hvað ætli við íslendingar
tækjum annars til bragðs ef
við hefðum ekki veðráttuna til
þess að klippa á þagnir með?
Ætli við hættum kannski alveg
að tala saman?)
„Já, það ber elklki á öðru“,
ansaði konan eins og henni bar
líka skylda til samkvæmt ritú-
alinu.
„Eklki beinlínis suimarlegt",
sagði ég og bjó mig undir að
gera ítarlegan samanburð á
surrari líðandi stundar og til
dæmis á sumrinu fjörutíu og
sjö sem ég kann utanbókar.
„Ég er líka orðin holdvot,
sagði konan og horfði niður á
sig, og þeigar hún gerði það,
þá spratt þessi líka litla lækj-
arspræna fram undan höfuð-
klútnum hennar og bunaði í
tígulegum boga milli fótanna á
henni.
„TTeldurðu ekki að það væri
ráð að fara úr úlpunni?“ sagði
ég.
(Það skal játað undanbragða
laust að ég sagði þetta ekki
síður af umhyggju fyrir bíln-
um mínum en gestinum. Kon-
an var ekki að ýkja þegar hún
sagðist vera vot. Það var ekki
þurr þráður á henni. Og allt
þetta vatn lak viðstöðulaust of
an í fína sætið mitt.)
„Ænei“, ansaði konan, „þetta
er allt í lagi. Mér er strax far-
ið að hlýna, þaklka þér fyrir“.
(Það er sannarlega ekki orð-
um aukið að sumt fólk skilur
ekki fyrr en skellur í tönnum.
Fjandan ragaði það mig hvort
hún var við suðumark eða frost
mark?)
„Þú ert búsett hérna?“
spurði ég samt og lét sem ekk-
ert væri.
„Já“.
„Komin dálítið úrleiðis, er
það eiklki?“
„Hvað áttu við?“
„Ég hélt það væru engir bæ-
ir svona ofarlega. Hélt þeir
vænu aiill'ir fraimiar í daliruum.
Hélt að hér væri ekkert nema
landslagið ef svo mætti að orði
komast".
„Jú, hinumegin við hálsinn
þarnia þar sem bergið kemur út-
úr honum. Þar er nýbýli".
„Vissi það ek)ki“, sagði ég.
„Það eir eikiki von. Það sést
ek'ki frá veginum“.
„Dálítði útúr sýnist manni
nú samt“, sagði ég.
„Ekki ef maður hefur jepp-
anin“, ainsiaði hiún.
„Er ég kannski að tala við
húsi£rieyj'Unia?“ spurði éig
hæversklega, tilbúinn að reisa
hattinn.
Þá fannst mér eins og það
'kæimi snöggvast hik á hana, en
síðan horfði hún upp á hálsinn
og sagði:
„Nei. Ætli það færi ekki best
á því að kalla mig bana kaupa-
konuna".
Ég gaf í skyn að hún hlyti
sjálf að ráða nafnbót sinni og
bætti þeirri skarplegu athuga-
semd við að þær væru ekki
á hverju strái kaupakonurnar
núorðið.
Hún var sammála mér um
það.
„Fólkið kýs heldur skarkal-
ann í bæjunum og þar fram eft
ir götunum. Nú, og menning-
una, mætti vist segja“.
„Já, það l'ítur út fyrir það“.
Ég þagnaði og átti svona
hálft í hvoru von á því að hún
segði mér eitthvað frá högum
sínum. Veðurfarsbyrjunin er
ekki frumleg en hún losar um
málbeinið. Mér fannst sennileg
ast að konan væri ein af þess-
um ógæfusömu ógiftu mæðr-
um sem komast nánast á ver-
gang hjá okkur, þeir góma þær
helst gWWvotgar, bændurnlr,
þegar þæir eru með syndina
skrifaða á ásjónuna og afleið-
ingarnar háskælandi á hand-
leggnum. Það gat líka verið að
hún væri ekkja eða fráskilin
frú og hefði þá ef að líkum
léti slangur af soltnuim munn-
um aftan í sér. Sveitin villlíka
verða þrautalendingin þannig
kvenpersóna þegar öll önnur
sund eru lokuð.
(Ég þóttist sjá á fötum henn
ar að hún hefði allavega vistast
hjá vondu og ómannúðlegu
fólki sem gerði sér mat úrneyð
hennar. Hún var ákaflega lura
leg til fara þegar mér gafst
tóm til að skoða hana betur.
Það var engu líkara en hún
hefði sbaðið í moldarvinnu. Hún
hefði getað verið nýstigin upp
úr 'skurði í Stórreykj avík eft-
ir langan og strangan dag við
skófluna. Það var komið fram
á varirnar á mér að spyrja
hvern þremilinn hún hefði
verið að atast, en hún varð á
undan mér.)
„Hvað gerirðu?” spurði hún
forvitnislega og horfði á mig:
á frakkann og á hanskana og
á fjórtán hundruð og níutíu
krónia glænýja höfuðfatið mitt.
„Ég er sölumaður".
„Áttu þá nokkurt heimili
þannig. séð?“
,Ég er sölumaður en ekki
fláklkari“, sagði ég og brosti.
„En þú ert mikið að heim-
an, er það ekiki?“
„Ekki held ég að konunni
finnist það“.
„Það var slkrýtið“.
„Og er ég þó með slkemmti-
legri mönnuim“, muldraði ég.
Hún saug nokkrum sinnum
upp í nefið eins og óframfærið
fólk gerir stundum þegar það
er að safna í sig kjarki til þess
að biðja mann bónar. Það eins
og sýgur áræðið upp um nas-
irnair. Síðan stundi hún því
upp:
„Þú átt ek'ki sígarettu?“
„Það á að vera pakki þarna
í hólfiniu fyrir framiaon þiig,“
sagði ég. „Gerðu svo vel“.
Hún opnaði hólfið og þreif-
aði imn í það og ég bætti við:
„Varaðu þig á viskýflösk-
unni“.
Þá stansaði hún oneð hönd
ina inni í hólfinu og sagði:
„Af hverju segirðu það?“
„A'f Ihverju segi ég hvað?“
sagði ég.
„Ekkert,“ sagði hún og tók
pakkann útúr hólfinu og fékk
sér sígarettu, og ég gaf henni
eld í hana með nýja ellefu
huindruð króna Ronson sígar-
ettukveikjiaranum mínum með
patentloganum.
(Hún studdi við höndina á
meðan ég kveikti í sígarett-
unni, og ég leit snöggvast af
veginum og horfði loksins beint
framan í hana. Hún var
kannSRI þrttug: rétt svona ný
búin að dýfa litlu tánni ofan
í fjórða áratuginn. Vanginn á
henni strauk höndina á mér
þegar hún beygði sig eftir eld-
inum, og hún hafði mjúkan og
heitan vanga. Hún hafði líka
himinstór himinblá augu; þau
voru ímynd sakleysisins og alls
sem er hrjáð og hrakið í hörð-
um heimi. Og höndin sem hélt
við höndina á mér var óhrein
og þybbin og barnaleg, en hún
hafði samt sem áður mjúka og
heita hönd.)
Hún svolgraði í sig reykinn,
ef það er hægt að tala um að
fólk svolgri reyk, og ég hugs-
aði: Veslings konan! Það er
eins og hún hafi ekki séð sígar-
ettu síðan á fermingardaginn,
skyldi helvítis rakkarapakkið
sem hún er vistuð hjá jafnvel
neita henni um þá ánægjuna?
Hvílík hneysa! Hún hlýtur að
eiga dobíu af soltnum munnum.
Við fóirum eiginlega fetið í
bílnum, svo mikill var vatns-
elgurinn á veginum, og svo var
hann líka heldur en ekki byrj-
aður að hvessa. Við hefðum
eins getað ekið lækinn. Vegur-
inn var þar að auki samfellt
mynstur aif gkorninguim og
pyttum, og konan valt til og
frá í sætinu þegar aumingja
bíllinn minn tók dýfurnar, og
mér fannst hún byrja að verða
syfjuleg í fraiman, eins og barn
sem verið er að vagga í svefn,
og ég hugsaði með mér: Get-
ur helvítis hyskið ekki einu
sinni unnt henni þess að hvíl-
ast á kvöldin? Ólukkans ótukt
ar svíðingarinr! Ó, hvílík
ósvinna!
Ég saug sjálfur upp í nefið
þó að það táknaði samúð mína
en ekki sígarettubetl, og ég
sagðli:
„Þú sýnist hafa yfrið nóg að
starfa."
„Ójá,“ sagði hún.
„Þetta er líklega ansi
strembið.“
„Ég er hrædd um það.“
„Ertu búin að vera hérna
lengi? Hér í sveitinni meina
ég. Þú ert kannslci borin og
barnfædd hérna?“
„Ef maður væri nú svo lán-
samur,“ sagði hún. „Nei. Ég
kom hingað í vor.“
„En þú ert kannski vön
sveitavinnunni?" sagði ég.
„Ónei. Ekki er nú því að
heilsa," svaraði hún.
„Þú ert æði illa verkuð er
ég hræddur um,“ sagði ég, en
ég reyndi samt að segja það í
léttuim tón.
Hún horfði niður um sig og
eins og kannaði þykktina á
moldarskámnni á hnjánum á
sér með fingurgómunum og
yppti síðan öxlum.
„Ætli ég fari ekki nærri um
útlitið," sagði hún.
(Hún var í úlpu eins og ég
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. oiktóber 1969