Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Page 7
gerði skilmerkitega grein fyrir
strax í upphafi máls míns, en
hún var ekki í reiðbuxum eins
og mér hafði sýnst þegar ég
sá hana á sokkaleistunum hinu
megin við lækinn, heldur í
nankinsbuxum. Það hafði glap
ið mig að skálmarnar voru
girtar ofan í sokkana, eins og
sveitamaðurinn gerðí í gamla
daga. Buxurnar höfðu búðar-
slikjuna ennþá á sér þar sem
sá í þaer fyrir moldinni, og
úlpan sem var af hnotbrúna
boldangskyninu sem verkamað
urinn notar við vinnu sína í
vondum veðrum virtist sömu-
leiðis sama sem ný. En stígvél
in sem hún bar á fótunum
voru bæði gömul og ófrýnileg.
Þau voru þar að auki næstum
kátbroslega fyrirferðarmikil,
og þau höfðu augljóslega til-
heyrt karlmanni áður en hún
eignaðist þau, og það hafði ver
ið sargað ofan af þeim rétt fyr-
ir neðan hnén, eins og ein-
hver hefði þó haft vit á því
að það væri kannski þægilegra
fyrir alla parta að konan gæti
að minnstakosti kjagað til
vinnu sinnar þó að aldrei væri
annað.)
„Það er líklega ekki að
íþyngja þér með of háu
kaupi!“
„Ætli því finnist ég gera bet
ur en vinna fyrir uppihaldi
mínu og barnanna," ansaði hún
þá.
„Mig grunaði það!“ sagði ég
og augu mín skutu vafalaust
gneistum.
„En svo hrekkur nú til
manns eitthvað til að skýla sér
með stundum," sagði hún, ,,og
manni ber vístnokk að vera
þakklátur fyrir það.“
„Eins og til dæmis þessi stíg-
vélaræksni", sagði ég og gnísti
tönnum.
„Já, til dæmis eins og þau,“
svaraði hún með angurværu
brosi. „Húsbóndinn taldi sig
víst ekki hafa not fyrir þau
öllu lengur.“
Ég fékk mér sjálfur sígar-
ettu og kveikti í henni með
nýja ellefu hundruð króna
Ronson sígarettukveikjaranum
ínum eð patentloganum.
„Eru þau mörg?“ spurði ég
og bandaði frá mér reyknum.
„Þau?“
„Börnin sem þú ert með.“
Hún horfði út í rigninguna
og svaraði ekki alveg und
ireins, eins og henni fyndist ég
kannski gerast nokkuð nær-
göngull núna, en að lokum
svaraði hún:
„Þau eru fjögur."
„Fjögur!“ hrópaði ég og var
nærri kominn útaf veginum,
svo mikið varð mér um tíðind-
in. Fjórir sakleysingjar! Lið-
lega þrítug kona með tvær
hendur tómar að reyna að sjá
sjálfri sér farborða og fjórum
föðurlausum goggum! Liðlega
þrítug kona með blíð augu og
mjúka hönd að erfiða úti á
víðavangi í ausandi slagviðri
fyrir samviskulausar nánasir
og brælapískaira!
Ég sagði: „Mér kemur betta
að vísu ekkert við . . . “ Og ég
þagnaði og saug duglega upp í
nefið og sagði ekJki meira.
Hún lagði höndina þýðlega á
handlegginn á mér og sagði
þýðlega:
„Stundum finnst manni það
mikið lán að geta bara talað
við fólk. Manni finnst maður
llklega vera hálfgerður ein-
stæðingur stundutn."
„Þú ert vísast ýmsu vön,“
tautaði ég.
„Hvað áttu við?“
„Þetta er kannski ekki í
fyrsta skiptið sem þú mátt
vinna hörðum höndum hjá
vandalausum."
En hún hristi höfuðið.
„Jú,“ sagði hún stillilega.
„Ég er nú einmitt hrædd um
það.“
(Þessi játning vakti mér
samt ekki eins mikillar furðu
og ætla mætti. Mig var farið
að gruna ýmislegt. Hún orkaði
einhvernveginm þannig á mann
í slabbgallanum eins og hún
væri ekki vön svona flíkum.
Hún var eitthvað ankannaleg í
búningnum, eins og hún væri
jafnvel í lánsflíkum, og hún
minnti mig hreint ekki lítið á
telpuhnokka sem á að fara í
fyrsta sinn til sumardvalar í
sveit og stendur heldur óburð-
ug fyrir framan spegilinn í
svefnherbergi foreldra sinna
og er komin í alla múndering-
una sem hún á að klæðast í
sveitinni, og gallinn eins og
gleypir hana með húð og hári,
svo að hún þekkir naumast
stóreygu kvíðafullu einmana-
telpuna sem húkir andspænis
henni í þessum sterku manna-
legu fötum.)
Ég sagði: „Þú ert þá ekki
vön svona erfiði?"
„Onei,“ sagði hún. „Það er
víst engin goðgá að segja það!“
„Þú ert kannski Reykvíking
ur?“ spurði ég.
„Já.“
„Og kannski úr Vesturbæn-
um?“
„Já, líka það.“
„Af Ægissíðunni ef til vill,“
sagði ég, „þar sem mil'larnir
liggja í haugum og bíl-
hlössum."
„Þú átt kollgátuna," svaraði
hún. „Þar átti ég heima.“
„Og hefur þá líklega séð
betri daga ef mér skjátlast
ekki,“ sagði ég.
„Betri?“ Hún laut áfram og
marði sígarettuna til dauðs í
öskubakkanum og reisti höfuð-
uðið. „Betri?“ endurtók hún.
„Dreptu mig ekki!“
(Ég hef aldrei haft mikið dá-
læti á þessari upphrópun sem
er ungæðisleg og þar að auki
bull og vitleysa, því að vitan-
lega er maður ekki að búa sig
undir að myrða fólk þegar það
skríkir þetta af öllum kröftum
út í vindinn. „Drottinn minn
dýri!“ eða „Guð hjálpi mér!“
eru ólíkt viðfelldnari gól, sam-
anber „Drottinn minn dýri, ætl
arðu að drepa mig, maður!“
en „Dreptu mig ekki, ætlarðu
að drepa mig, maður!“ sem er
fáránlegt. En þetta var hvorki
staður né stund til þess að
berjast við ambugur, og konan
sem sat við hliðina á mér þarfn
aðist áreiðanlega annars frem-
ur í svipinn en námskeiðs í ís-
lenzku.)
Hún fór með fingurna und-
ir hálsmálið á úlpunni eins og
hún ætti erfitt um andardrátt-
inn, en hún hafði ekki einu
sinni haft fyrir því að hneppa
úlpunni frá sér síðan hún kom
inn í bílinn, og það hvarflaði
svona að mér að hún bæri lík-
ast ekki þau skartklæði undir
burunni að hún legði ofurkapp
á að veifa þeim frama í
ókunnuga. Hún var líka ennþá
með klútinn á höfðinu, en það
var að vísu hætt að spýtast
undan honum vatn til allra
átta í tilkomumiklum bunum
og skvettum og skoppa hjal-
andi ofan í aumingja sætið
mitt eins og lækir á vordegi,
en mig óaði samt sem áður við
dýinu sem hún hlaut að sitja
í.
Ég varð að hafa allan hug-
ann við stjórnvölinn þegar hér
var komið ferðalagi okkar, af
því nú lét bílkvölin þannig á
veginum eins og við værum
stödd í miðri Reykj anesröst í
norðvestan tólf vindstigum og
ísingu. Snigill hefði þotið fram
úr okkur án þess að blása úr
nös, og á köflum var færðin
ekki beysnari en það að þó að
við geystuimst áfram eins og fót
fráasta antilópa samkvæmt
hraðamælinum þá miðaði okkur
svosem hálfan þumlung á mín-
útu þegar best gekk.
Loks komum við samt í lygn-
ari sjó, og um leið og ég varp-
aði öndinni léttara og slakaði
á dauðagripi mínu á stýrishjól-
inu, þá sagði ég við konuna:
„Hvílíkur vegur!“
„Vegur?“ ansaði hún og lést
koma af fjöllum. „En góði mað-
ur, hann er þarna hinumegin
við leitið! “
Við hlógum bæði að þessari
kímni hennar og það hýmaði
yfir okkur um stund af því
ekkert balsam í allri veröldinni
jafnast á við klingjandi hlát-
ur. (Ég átti einu sinni frænku
sem var sífellt að veina um
gigt, en jafnskjótt og maður
byrjaði að kitla hana — að ég
nú ekki tali um ef það var að-
komumaður — þá voru þraut-
irnar roknar út í veður og
vind.)
En þegar við vorum búin að
klingja um hríð þá sótti allt
veður í sama farið. Sorgin sat
í aftursætinu, ef ég mætti leyfa
mér að komast svo skáld-
lega að orði, og hláturinn dó á
vörum konunnar og hún lét höf
uðið síga fram á bringuna og
sagði hæglátlega:
„Hvað í fjandanum ersvona
fyndið með leyfi að spyrja?“
„Eh?“ sagði ég. „Ha? Nú,
ekkert, geri ég ráð fyrir.“
„Ég var að rifja upp fyrir
mér kvöldin sem við áttum
saman,“ sagði konan þá og and-
varpaði.
„Eh?“
„Maðurinn mirm og ég,“
sagði hún.
„Auðvitað!" sagði ég. „Mað-
urinn þinn og þú! Hvernig læt
ég!“
„Það var feiknastór arinn í
stofunini okkair,“ hélt hún
áfram, „úr marmara og ala-
basti og silfurbergi, og þegar
maðurinn minn var heima, þá
var hann vanur að kveikja
upp í arninum og leiða mig
blíðlega að arinhellunni og
segja: Ornaðu þér nú hérna,
ástarengillinn minn, á meðan
ég sæki þýska bjórinn.“
„Þýska bjórinn?" hváði ég,
kannski ofboð- pínulítið undr-
andi.
„Já, maðurinn minn var afla
kóngur,“ sagði hún.
„Auðvitað!“ sagði ég. „Hvað
er ég að hugsa! Vitanlega!"
„Þú hefur áreiðanlega heyrt
talað um hann,“ sagði hún og
horfði á mig. „Magnús Hilar-
íusson og var venjulega kennd
ur við Brunna við ísafjarðar-
djúp. Þeir eru varla margir
sem kannast ekki við hann, og
þú hefur þó að minnsta kosti
heyrt talað um Mangamið."
„Auðvitað!“ sagði ég. „Ætli
ég hafi heyrt þau nefnd! Hva!
Mangamið! Það vantaði nú
bara!“
Ef satt skal segj a gat ég samt
alls ekki komið þessum Mag-
núsi fyrir mig né þessum
Brunnum né þessum Mangamið
um, og það var helst að ég
fynidi botin þegar hún kom með
mig í ísafjarðardjúp. En ég
vildi ekki særa hana með því
að halda áfram að hvá, og
eims og Sesar sagði ef ég er
ekki að rugla: Betra er að vera
lýgnasti maðurinn í helvíti en
sá næstlýgnasti í himnaríki.
Á meðan konan var að upp-
fræða mig um Manga sinn byrj
aði hún eins og að rjátla við
lokuna á hólfinu þar sem ég
geymdi sígarettumar, og lik-
lega var það af því hún nefndi
bjórinn sem mér datt í hug að
hvort hún kærði sig kannski
um að dreypa á viskýinu sem
ég átti líka geymt í hólfinu.
Ég seildist til lokunnar og
sagði:
»Ég má víst ekki bjóða þér
einn gráan?“
En nú brá aftur svo við að
það eins og feom á hana þegar
ég nefndi áfengið og hún
spurði næstum með þjósti og
tortryggnislega að mér fannst:
„Hvað áttu við?“
Ég lét eins og ekkert hefði
ískorist, og sagði með hægð:
„Hvað ætli ég eigi svosem
við! Ég er bara að bjóða þér
að dreypa á fyrirtaks skota, og
varla er það nú nema saklaust
vænti ég, og í þessu líka veðr-
inu þar á ofan.“
Þá beygði hún höfuðið og
sagði lágri röddu: „Fyrir-
gefðu.“
„Það er ekkert að fyrirgefa,"
sagði ég. „Góða besta! Ég átti
einu sinni frænku sem þoldi
ekki að heyra orð eins og pip-
arjónka og piparjómfrú, og
einu sinni ætlaði hún meira að
segja að bíta af mér hausinn
af því ég nefndi piparrót í ná-
vist hennar."
Hún leit upp og síðan niður
á tæmar á rosabullunum sín-
um og sagði lágri röddu:
„Hann segir nrfnilega að ég
sé drykkfelld.“
„Drykkfelld!" át ég upp eftir
henni.
„Já.“
Eraimih. á blis. 10
119. október 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7