Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Page 11
ur“. Hann brosti og bauð mig
velkominn og rétti mér pönnu-
kökuna, og það var eins og að
taka í hramminn á handsterk-
um górilluapa. Síðan benti
Ihann mér á stól og sagði með
strdgabassa:
„Það var fallega gert af þér
að kippa henni heim.“
„Þakkir,“ sagði ég og horfði
á hann eins og ómannblendinn
sænskur barón.
„Sýnist ekki beinlínis veðrið
til þess að vera úti að reyta,“
sagði hann.
„Ónei,“ sagði ég með allar
frystivélarnar í góðu lagi.
„En það halda henni engin
bönd stuindum," sagði maður-
inn.
„Það væri þá fremur barna-
verndarnefnd,“ sagði ég kæru-
leysislega og vippaði augabrún-
unum eins og tunglferjum upp-
undir hársræturnar.
„Ha?“ sagði hann.
„Ekkert,“ sagði ég og veifaði
hendinni. „Datt þetta svona í
hug. Hélt að þú kannað-
ist kannski lítillega við það.“
„Má ég ekki bjóða þér vind-
il?“ sagði hann, eins og tilþess
að sleikja úr mér.
„Þökk fyrir,“ sagði ég, „en
ætli ég haldi mér bara ekki við
mínar eigin sígarettur sem eru
Teofani með glæru patentmunn
stykki og kosta fjörutíu og níu
krónur og fimmtíu aura pakk-
inn.“
Hann stóð á fætur og tók
eldspýtinjastokk úr vasanum og
gaf mér eld. Hann tók ösku-
bakka sem stóð á bókaskápn-
um og setti hann á borðið við
olnbogann á mér. Hann var
ekkert nema blíðulætin. Hann
settist aftur og hló og sagði:
„Hún fer að verða á við tvær
kaupakonur með sama áfram-
haldi.“
„Mig skyldi ekki undra það.“
„Að hugsa sér að hún skuli
varla hafa þekkt hrífu frá orfi
fyrir einum fjórum mánuðum."
„Að hugsa sér!“
„Eða njóla frá kartöflu-
grasi.“
„Já, er það ekki makalaust!“
„En það er sama hvað ég
segi: allt vill hún fá að reyna“.
„Einmitt já?“
„Já, ég hefði getað sparað
mér þær áhyggjurnar.“
„Þú hefur eflaust átt marga
andvökunóttina, aumingja mað-
urinn.“
„Hélt hún gæfist upp eftir
fyirstu vikuna."
„Það var fróðlegt."
„Hélt hún eirði aldrei hérna
— það var nú eitt — og svo
bjó ég mig líka óneitanlega
undir það að henni fyndist
þetta langtum of erfitt.“
„En henni hefur náttúrulega
fundist þetta barnaleikur
einn,“ sagði ég og sló öskuna
vandlega framan af sígarett-
unni. „Og það hefur eins og
nærri má geta aldrei komið fyr
ir að þér þætti vissara aðsegja
við hana fáein oi-ð um barna-
verndamefnd."
Hann reyndi aftur að troða
upp í mig vindli, eins og hon-
um litist ekkert á blikuna þeg-
ar ég var að minnast á nefnd-
'ina. Hann horfði líka dálítið
flóttalega á mig, eins og hann
væri ekki almenmilega með á
nótunum, en ég lét sem ekk-
ert væri. Eg sló öskuna aftur
vandlega framan af sígarett-
unni og hallaði mér makinda-
lega aftur á bak í stólnum og
hengdi hægri löppina snyrtilega
fram af þeirri vinstri og sagði
með ísköldu brosi:
„Það var eins og hún væri
dálítið vot, blessunin, og það
var kannski ekki alveg frítt við
það að hún væri — pínulítið
úfin, skulum við segja.“
Ég sá að innskot mín um
barnaverndarnefnd þvældust
fyrir honum, af því hann var
þannig á svipinn eins og menn
verða stundum þegar þeir hafa
hálft í hvoru á tilfinningunni
að það sé verið að gera gys að
þeim. Svipurinn á honum var
þannig eins og hann væri að
íhuga hvort hann ætti heldur
að kasta í mig bókaskápnum
eða hlæja hjartanlega. Hann
valdi síðari kostinn og sagði
þegar rokan var gengin hjá:
„Úfin? Heldurðu að þetta sé
mikið? Þá hefðirðu átt að sjá
hana í gærkvöldi!"
„Ef ég á að segja þér alveg
eins og er,“ sagði ég þurrlega,
„þá minnti hún mig áðan á at-
vinniulausan hafmarverkamann
á átakanlegri mynd í Þjóðvilj-
anum.“
Hann hló aftur og sagði:
„Hún sá Láru í Stóra-Gerði
vera að fara með mjólkina nið-
ur á veg í einmitt svona úlpu
og Þorgerður í Vilmundarholti
ráðlagði henni um daginn að
fá sér góðar vinmubuxur. Hún
gaf mér ekki stundlegan frið
fyrr en ég var búinn að panta
þetta neðanað."
„Og stígvélin hefurðu feng-
ið hjá fornsala," sagði ég blíð-
lega.
„Ég get ekki ímyndað mér
hvar hún gróf þau upp,“ sagði
haim. „Ég hélt ég hefði verið
búinn að kasta þeim fyrir
löngu.“
Ég sagði: „Kannski við ætt-
um að spjalla dálítið meira um
barnaveiTwiarnefnd."
Hann horfði aftur á mig eins
og hann væri ennþá í vafa um
hvernig hann ætti að bregðast
við, en sagði síðan og sló á
lærið:
„Þessi var góður!“
„Já, finnst þér ekki?“ sagði
ég.
„Kanmski við ættum að
spjalla dálítið meira um barna-
verndarnefnd!" sagði hann og
sló á hitt lærið. „Ég þarf að
segja Erlu þennan þegar hún
kemur inn.“
„Erlu?“
„Þú veist: konunni minni.“
„Hún er ekki háttuð?“
„Nei, fjandakornið! Hún á
eftir að koma með kaffið."
„Alveg ástæðulaust að fara
að snúa henni mín vegna.“
„Hva! Hún hefur bara gam-
an aí þessu!“
„Búin að vera lengi gift.“
„Bráðum í níu ár.“
„Það er allur munurinn að
eiga góða konu,“ sagði ég.
„Já, það geturðu hengt þig
upp á!“
„Hefurðu nokkurntíma,“
spurði ég, „velt því fyrir þér
hvernig gæti farið ef þú féll-
ir frá?“
„Nei,“ sagði hann. „Ekki get
ég nú sagt það.“
„Þið eigið börn ætla ég.“
„Fjögur."
„Skuldugur?“
„Hver er ekki skuldugur
upp fyrir haus!“
„Hvað heldurðu þú mundir
segja,“ sagði ég, „ef þú féllir
frá og konan þín flosnaði upp
með börnin ykkar?“
Hann horfði enn á mig eins
og hann væri að reyna að lesa
hugsanir mínar, og síðan eins
og hló hann, þó að það væri
engin ofsakæti í hlátrinum, og
síðan sagði hann eins og hann
væri að rembast við að silá
þessu upp í glens:
„Ja, ég mundi náttúrlega ekki
segja mikið ef ég væri dauður,
er það?“
Ég sagði kuldalega:
„Ég tek bara svona til orða.“
„Núj á.“
„Dæmisaga“.
„Nújá.“
„Mundirðu kæra þig um
það,“ sagði ég og brýndi raust-
ina, „mundiirðu verða sérlega
hrifinn af því, maður minn, ef
konan þín hafnaði hjá verka-
lýðsböðli sem ræki hana á fæt-
ur með hænsnunum og héldi
henni síðan í púlvinnu fram á
rauðar nætur?“
„í púlvininu?“ hváði sá stóri.
„í púlvinnu segi ég!“
„Allan liðlangan daginn?“
„Frá morgni til kvölds!" •
„Ég held ég mundi ganga
aftur,“ sagði maðurinn og
kreppti pönnukökurnar þang-
að til þær voru orðnar eins og
nýfallin mjöll — „ganga aft-
ur og slíta annan fótinn af
þrjótnum og hnýta honum ut-
an um hálsinn á honum og
kyrkja hann.“
„Jæja, þú skilur þá væntan-
lega hvað ég á við,“ sagði ég,
„og stendur ekki einhversstað-
ar s'krifað: „Það sem þú vilt
eigi að þinni ekkju sé gjört, það
skalt þú og eigi gjöra ekkjum
meðbræðra þinna.“
Hann sagði: „Þú mátt bóka
það, lagsi, að þar stend ég með
þér!“
„Það var gaman að heyra,“
sagði ég.
„En af hverju erum við eig-
inlega að tala um þetta?“ sagði
hann og klóraði sér í höfðinu.
„Þú nefndir konuna þína,
manstu", sagði ég.
„Já“, sagði hann ákafur,
„sú er nú ekki að súta það! Al-
in upp við borgarlíf og bílífi
og líttu svo bara á hana núna!
Nei, hún er sko ekki bangin!
Það var hún sem heiimtaði að
við dengdum okkur í búskap-
inn þegar hún heyrði á mér að
ég gekk ennþá með bakteríuna.
Ég hef aldrei náð sveitamann-
inum úr mér þó að ég yrði inn-
lylk'Sa í Reykjaví'k eiftir skól-
ann. Þetta hefur alltaf fylgt
mér: draumurinn um að eignast
jörð. En ég var samt alveg bú-
inn að gefa hann upp á bát-
inn. Ef Erla hefði ekki tekið af
skarið, þá hímdi ég ennþá við
skrifborðið og skrifaði nótur.
Þú mátt reiða þig á það.“
Ég sagði aftur að það væri
allur munurinn að vera vel
giftur oig að sá sem ætti sér
góða konu að lífsförunaut,
hann þyrfti ekki að berja lóm-
inn.
„Svo var ég líka dauðhrædd
ur um,“ sagði hann, „að henni
mundi leiðast. Kona sem er vön
borgarlífinu: þetta eru svo
harkaleg umskipti. En ég hefði
ekki þuirft að bera kvíðboga
fyrir því. Sveitalífið á við hana
og fólkið er fólk eftir hennar
höfði og svo er hún náttúrlega
óforbetranlegur ærslabelgur
og prakkari ef því etr að
skipta.“
„Engan ætti það að skaða,“
sagði ég.
„Það sem hún getur fundið
upp á!“ sagði hann.
„Hressandi hlátur lengir líf-
ið,“ sagði ég.
„Jú,“ sagði hann, „ekki skal
ég bera á móti því, en stund-
um liggur samt við að mér
blöskri."
„Hva!“ sagði ég. „Þetta er
ungt og leikur sér. Og maður
verður að hafa kímnigáfuna í
lagi, maður minn.“
Hann hló og sagði:
„Ég ætla bara að vona að
náunginn sem birtist hérna um
næstliðna helgi hafi haft sína
kímnigáfu í góðu standi.“
Ég hló líka og sagði:
„Hún hefur verið eitthvað að
glettast við hann eða hvað?“
„Hvort hún var!“ sagði hann.
„Og hvernig þá?“ spurði ég
og brosti út að eyrum.
„Aumingja maðurinn stóð,
allt í einu skjálfandi af bræði
hérna úti á tröppunum og var
að burðast við að hafa í hótun-
um við mig!“
„Bh“ sagði ég.
„Pínulítill rindill!"
„Eh?“ sagði ég.
„Mikið hvort hún var ekki
búin að telja honum trú um að
hún væri kaupakona hjá mér.“
„Eh?“ sagði ég.
„Ég átti víst að hafa krakk-
ana svo gott sem undir lás og
slá, og svo var hún búin að fá
hann til þess að trúa því að ég
hefði hana í holtinu hér fyrir
austan á kvöldin við grjótburð
og þvíumlíkt."
Ég var að rýna framan i
manninn til þess að ganga úr
skugga um hvort hvergi örlaði
á glettni í svipnum, þegar
dynnar í endanum á stofunni
lukust upp og konan með spé-
koppinn kom inn um þær með
bakka með kaffi og sætabrauði
og setti hann á borðið við oln-
bogann á mér og bauð mér að
gera svo vel. Hún var kembd
og strokin og var í snjóhvít-
um baðslopp úr einhverskonar
loðnu voðfelldu efni og með
snjóhvíta fremur hælaháa inni-
skó á fótunum með hvítum
skinnbnoðrum ofan á tánum,
og hárið úr spunagullinu var
fléttað í eina gullfléttu í hnakk
anum og eins og bringaði sig
um hálsinn á henni með eina
snjóhvíta silkislaufu í endan-
um.
Maðurinn með sæbláu augun
seildist í bollann sinn og horfði
hreykinn upp á Ijósa manið og
sagði:
„Er ekki notalegt að vera
komin í þurrt, ástin mín?“
„Æjú,“ sagði hún. „Víst er
það gott.“
„Garðurinn hleypur nú ekki
frá þér þó að þú gefir honum
frí í svona veðri.“
„Uss, eins og ég láti fáeina
regndropa taka af mér ráðin!“
„Heyrðu, ég var að segja
honum frá manngarminum sem
þú gabbaðir hingað heim um
daginn."
„Aumingja kallinn," sagðl
hún og hló. „Hann þóttist vera
svo ógnmikill maður: Reykvík
ingur og allt sem heitir!“
Hún settist á stólbríkina hjá
manninum og lagði aðra hönd-
ina á öxlina á honum og byrj-
aði að strjúka um svírann með
hinni. Hún horfði á mig og
brosti og sagði:
„Maður verður að finna sév
eitthvað til dægrastyttingar í
sveitinni. Það má víst ekki
bjóða þér kleinu?“
lð. október 1969
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H