Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1969, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1969, Qupperneq 10
Bókmenntir og listir Framhald af bls. 3. ar eðlileg heimkynni skáldsins. í prósaljóðinu Um frelsi, yrkir skáldið um bílljós. í þessu ljóði er ekki hin venjulega heimþrá íslenskra skálda til sveitanna og náttúrunnar, það sem skáldið þráir, er að „aka dálítinn spöl í bíl, til dæmis seint um kvöld, um upplýsta borg, stíga út og finna fólk allt í kring, tala við fólk.“ Ljóðið Um frelsi, lýsir að vísu fyrst og fremst löngun inni til að rjúfa einangrunina, sundra einmanakenndinni í fé- lagsskap anarra manna, en engu að síður er það dæmi um skáldskap borgarbúa en ekki sveitamanns. Komu soimars er til dæmis lýst í lokaljóðinu með eftirfarandi orðum um það, sem návist þess kemur til leið- ar: „búðarstúlkurnar aðgerðar lausar í dyrum búðanna — og hrá borgarlyktin eftir nætur- regnið og gluggaþvottinn." Skáld, sem bregður upp mynd- um af þessu tagi, hefur skilið gildi eigin umhverfis fyrir skáldskap sinn, leitar ekki burt frá því, sem það þekkir. Milli ljóðabóka Sigfúsar Daðasonar eru átta ár. Hendur og orð, komu út 1959. Skáld- ið hafði þá verið lengi við nám í París og lokið því. Hendur og orð, eru ekki jafn heilsteypt bók og Ljóð, augljóst er að skáldskaparþörf æskunnar hef- ur dofnað, en í staðinn hefur yfirvegun og íhygli færst í aukana. Ljóðin í Hendur og orð, eru flest vitsmunalegs eðl- is, lítið í þeim af hreinni ljóð- rænni tilfinningu. Hendur og orð, eru engu að síður bók, sem höfðar til nútímaos, og fyll ir þá mynd, sem lesendur höfðu búið sér til af Sigfúsi Daða- syni sem heimspekilega sinnuðu skáldi. Vantrú á orðinu, sjál'fu máli ljóðsins, kemur fram í Hendur og orð. En það sem fyrst og fremst vakir fyrir skáldinu, er að „biðja menn að fara var- lega með orð“: Orð ég segi alltaf færri og færri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Tign mannsins segja þeir þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr né með hverju þeir geti borgað. Bergmál frá Ljóðum, heyrist á öðrum stað: ó veit tungu minni skírslu í eldi veit tungu minni hörku í eldi I prósaljóði, sem líkist helst Útgefandi: Hjf. Árvakur, Heykjavík. Fratr.kv.8tJ.: Harakiur Sveinsson. Ritstjórar: Siguröur Bja.rnascn Iré Vigur. JMatthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónss'on. Ritstj.fltr.: Gisli SiguröZHon. Auglýsingar: Árni Garðar Krijtinsson. Ritstjórn: Aöalstraetí 6. Simi 1C/1C3. í*orsteinn L. Jónsson R j úpnaskytturnar i. Eitt sinn var hér upp til heiða 3. Um berangur á fölum frera útibarin rjúpa á flótta flögrar rjúpa, — úti býr. undan valnum vígagreiða Lítill skúti, — kiettaklasi, villtist inn í bæ af ótta, köldum faðmi að henni snýr. hrædd á náðir húsfreyjunnar, Þangað inn í kafaldskyljum hennar, sem þar bjó í dalnum, hrafns meff brjóstið, — hendur kunnar, — krönk og hungruð einatt flýr. hröklast rjúpan xmdan valnum. Ekki er hún ein í ferðum, ungar fjórtán eru með, Aður fyrrum oft var kotið einnig karrinn elskuiegur, upp til f jalla hið vistasnauða. áhyggjur samt þyngja geð: Þar var oft að litlu iotið, Hvort fáum við þeim fjórtán bömum lagt á borð hið útaf-dauða. Konuna rak því kannski neyðin, farborða í vetur séð? kröm og sultur, matur eyddur. 4. Himinsendíng var því veiðin I lyngbrekkuna LÖGBERGS HELGA vesalingi, fuglinn meiddur. leituðu þessar einhvern dag, fengu bar margt ber að bragða. Oft fær ljcð, sem lýður nemur, BREKKAN unni beirra hag. laðað margan þjóðarsóma, Sólin gyllti svellað hraunið, heiðrað dáð, sem hjartað semur, en hermdarverk fá sektardóma. signdi allt með gleðibrag. Húsfreyjan í heiðardalnum Ahyggjurnar eins og bóla hjúkrar núna mæddri rjúpu, eða reykur hurfu þá. lágt ef finnur lúta í valnum Hér var nóg að bíta og brenna, lemstraða af skoti djúpu. basl og vesöld liðin hjá. — En einmitt þegar kátast kváðu, Ég horfi í dag til hárra fjalla. — Hverja sé ég þar á ferðum? kappa sáu koma þrjá. Ei húsgangslýð né köpurkarla, Báru þeir digra byssuhólka, en kappafjöld af öllum gerðum. buldu skotin eftir það. En nú er komin öldin önnur, ÞJÓÐMENNING og ÞJÓÐARSÓMI enginn sultarkostur lengur: þama fengu upprif jað, Stegldar rjúpur, — steikarpönnur, hve ómildin og öfugstreymið stórhöfðingja veizlufengur. eru nálægt lijartastað. 2. Rjúpna-hjóna hópur fríður Drekkur villt hvern dropa af blóði hóf sig upp um nokkur set. dýrið grimmt í veiðiför. Skyttur tíu úr hópnum hæfðu, Annars líf skal vélum vinna, en HELGUR STAÐUR blóði grét, veiðilund er þyrst og ör. — því honum bauð við banamönnum Vofir yfir láði og legi leiftur — augu djúp og snör. og bannaði þeim veiðimet. Ekki vitund um það skeyttu, Ueikurinn er lævi blandinn, elta hinar lengst sem má. Iæsist hrammi villibráð, — í svona ferð á sunnudögum úr því ekki var á verði, þeir segjast beztri heilsu ná. verjast hefur engin ráð. Slík er jafnan játning þeirra: Er á hnotskóg Úlfur Refsson, öðrum hugsar banaráð. „í jólamatinn drepum þá!“ upphafinni hugleiðingu, segir skáldið: „Stundum kann að koma í Ijós að lífið sem við lif- um er jafngildi skáldskapar. Hversu sár raun er þó að upp- götva það.“ í ljóði um Thomas Mann, standa þessi orð: Rödd hlutuð þér ekki til að yfirgnæfa dyninn af æstum vélum af stormi veðurs af straumfalli blóðs yðar en rödd yðar var búin hinum lægsta hljómi. Því yður var ætlað að tala hljóðlega án þess að skeyta hvort verðugir næmu mál yðar. Engu er líkara en skáldið hafi gleymt að fara varlega með orð í upphafi seinni hluta bókar þess, sem nefnist Borgir og strendur. Fyrsta ljóðið, sem er langur bálkur, sýnir að svo mikið er skáldinu niðri fyrir, að það getur ekki komist hjá því að grípa til mælsku: „Hví- líkar lygar hvílík óheilindi hví lík söguleg stórslys", stendur þar. Ljóðið fjallar um „miðlungi þróað þjóðfélag — hálfbyggt land“, um það hvernig bylting- in, að öllum líkindum kommún- istísk, gæti umturnað því. Þetta ljóð er eitt af þeim fáu eftir Sigfús, sem geta kallast „innlegg í baráttuna“, en öllu heldur er það rökræða um hvaða vopn eigi að nota í bar- áttunni. Enda þótt ljóðið sé forvitnilegt, ekki síst fyrir þá, sem líta öðruvísi á málin en Sigfús, er hringur þess of þröngur, skáldskapargildi þess of fátæklegt, til þess að heil bók verði byggð á því. En til- raun skáldsins réttlætist af þeirri „vægðarlausu aðför veruleikans", sem það trúir les- andanum fyrir. Mun eftirtektarverðara er lokaljóð bókarinnar, sem einn- ig er þjóðfélagslegt ljóð. Þar lýsir skáldið af sannfæringar- krafti von og óvon, þeim átök- um, sem maðurinn getur ekki flúið. Ljóðið hefst þannig: Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin en orrustan geisar í heitu höfði okkar í miðju hverju landi lýstur fylkingum saman og sérhvert lágt hús er sundurtættur vigvöllur óvona og vona — ... Þetta Ijóð er afkvæmi órólegra tíma: uppreisnarinnar í Ung- verjalandi, Súezstríðsins. Hend ur og orð, gefa til kynna að heimspekingurinn Sigfús Daða son er að breytast í mjög póli- tískan borgara, enda hafa greinar hans um stjórnmál í Tímariti Máls og menningar tekið af allan vafa um það efni. Eftir að Sigfús gerðist rit stjóri Tímaritsins hafa bók- menntaleg áhugamál hans þok- að fyrir kröfu um þátttöku í stjórnmálabaráttunni, þannig að stundum virðist eríitt að koma auga á skáldið, sem orti heimspekilegu ljóðin og ástar- ljóðin forðum daga. Á þetta er drepið hér vegna þess að álíka þróun er vægast sagt mjög óvenjuleg í hópi íslenskra nú- tímaskálda. f Ljóðum, orti Sigfús Daða- son dapurlega um ástina, en í Höndum og orðum, eru ástar- Ijóðin full af hamingju. Ljóð VIII, um konuna, sem kann „að breýta dökkri nótt í dag“, og trúir með skáldinu „að heim- urinn sé heill“, er dæmi um þess koniar skál'dsikiap. Ljóð IX er kannski enn sterkara í ein- faildlieik sinum: Hin mikla glcði: að vita ekki þegar þú tókst í hönd mína hvort þú tókst í hönd mína — eða hvort hendur okkar væru aðeins hendur — þegar við töluðum saman: að vita ekki hvort við töluðum saman — eða hvort orð okkar væru aðeins orð. Og hin mesta gleði þegar sá tími kom að við vissum að hendur okkar og orð voru lifandi og fullkomin en ekki aðeins hendur og ekki aðeins orð. Þetta ljóð leiðir huigiamtn a'ð ljóði XIV úr fyrri bók Siigfúsiar, sem hefst á þessum línum: „Við töl- uðum ekki um dauðann, því að hann hafði komið til okkar — og sumarið grænt eins og perla í vatninu". Samanburður á ljóðunum sýnir skáldlegan þroskia Sigfúsar, að það er fullorðið skáld, sem yrkir síð- ara ljóðið. Prósaljóðin í Hendur og orð, eru með þeim bestu í bók- inni. Það eru tengsl milli þeirra og þess, sem mesta at- hygli vakti í Ljóðum. Yfirleitt tjá þau persónulegri og óbundn ari reynslu en önnur ljóð bók- arinnar. Þau segja frá því, sem skáldinu býr innst í hug, en eru ekki skyldukveðskapur. Gott dæmi um andrúmsloft þeinra og kunnáttusamlega byggingiu er ljó'ð XXII: Einnig sú stund barst þér að vitum: Þú varst á gangi í borg þar sem enginn þekkti þig, staðnæmdist á torginu fyrir framan hátíðarlýsta kirkjuna sem er eldri en borgin, hallaðir þér upp að skál gosbrunnsins. Þér bar í grun annarlega liluti; var það gutlandi vatnsniðurinn, kirkjan sem ber vitni um að mennirnir eru stærri en þeir sýnast, voru það hinir hisp- urslausu kumbaldar reistir á sprengirústum kringum torg- ið og hljóðnandi kliður veg- farenda á fáförnum götum eftir eril livíldardagsins? eða hvað hafði skyndilega veitt þér örugga vissu um ágæti þess lífs sem lifað var, ein- mitt hér, þetta kvöld? Er skáldið ekki hér að end- urtaka það, sem stendur í upp- hafsljóði Ljóða um andlit, róm- inn, fjallið, það sem er velkunn- ugt, en þó æsandi og ný eign? Ekkert er ódýrt. Við skulum standa uppréttir. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. nóveimber 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.