Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Síða 6
 SMÁSAGA EFTIR GEORGES GOVY ASNINN Sonja Diego þýddi Joaquin horfði beint fram undan sér. Vinstra augað var háLflukt, hið hægra galopið, kringlótt og starandi og því sem næst á leið út úr höfðinu af einskærri árvekni. Carlos safnaði saman munn- vatnin-u sem þornaði í munni hans og hrækti hátíðlega á göt- una. „Mig langar til að verða vatnsberi," sagði hann. „Eins og þú.“ „Já einmitt það,“ sagði Joaq- uin. Steinsnar frá honum stóð asn inn hans, BLanco, falleg skepna, mj úkhærð'Ur. Carlos gekk aö honum og strauk titrandi lend- arnar. „Lábtu Blanco vera, láttu asn ann minn í friði!“ sagði Joaq- uin gamli. „Asuiainin þinin! Asmiainn þinn!“ Joaquin sat úti fyrir dyrum kofa síns á samanbrotnuim strigapoka. Hann staippaði nið- ur tréfætinum tii áherzlu. „Einhvern tíma verður hann þín eign. Ég hefi lofað þér því.“ „Þegar þú ert dauður, já,“ sagði Carlos með beizkju. „Þeigiar þú ert daiuður, já,“ samsiinnfi Joaquin. Sólin stærði sig á miðjum himni, líkust æfareiðum hana, og þurr mold Andalúsíu engd- ist sundur og saman í loga hennar. Carlos hreyfði aftur tunguna í skrælþurrum munninum og iagaði td á sér buxurn'ar, sem aldrei tolldu almennilega uppi um grannan líkamann. „Hvenær býstu við að deyja?“ spurði hann. „Eg veit ekki,“ sagði Joaquin gamli og færðdst undan. „Kannski eftir svona tvö-þrjú ár.“ Carlos yppti öxlum. „Ég trúi þér ekki. Þið, þessir gömlu menin, þið getið aldrei almenni- lega haft ykkur á burt. Það er eibthvað annað en við krakk- arnir. Við förum fljótt. Líttu bara á hann Matias blinda í Saai Diego. Haran átti að deyja í veitur. Allir voru á einu mál'i um það, konan hans, læknir- inn og presturinn, sem veibti honum syndaafilausnina. Nú, og hann er ekki dauður enn!“ „Satt er það,“ sagði Joaquin. „Matiae lifír enn. Hann er meira að segja hættur að hósta. Og hann er orðinn rjóður í vöngum eins og öfþroskaður tómaibu r.“ „Hann Anton gamli, afi hanis Pepito,“ hélt Carlos áfram og skeytti engu skvaldri Joaq- uins, „hann átti líka að deyja. Fyrir mörgum mártuðum! Og við að sjá hann, hryggbrotinn og svona nábleikan, mundi mað ur halda, að hann væri þegar dauður. Sonur hans var meira að segja búinn að panta lQc- kisbuna. En hvað gerir Anton? Deyr hann? Ónei, ekki alveg. Hann fékkst svo sem til þess að hátta ofan í líkkistuna, svona bara tn reynslu — en það var líka allt og sumt.“ Joaquin brosti lítillega. , Jú, sjáðu til, við erum varkárir, við gömlu mennirnir. Við hik- urn við að leggja upp í þessa löngu reisu. Maður veit svo sem hvað það er, sem maður yfirgefur, en hvað kemur í stað inn, ja, það veit maður sko ekki.“ Brosið hvarf af innföllnum munninum og hann bætti við: „Og þesis vegna, Carlos góðu-r, hugsum við okrkur um og veg- uim þetta með okkur.“ „Þú ert að hæðast að mér,“ sagði Carios og var óþolin- móður. „Ég er búinn að fá nóg af því að selja möndlur, að akjótast milli kaf fihúaaborðairma eins og þjófur og a-lltaf með þjóaana á hælunum. Ég vil verða vatnisberi! Þú ert gamall, þú kemst ekkert úr sporunum með þennan tréfót þinn. Þú græðir ekkert. Gefðu mér Blanco meðain þú lifir! Ég skal láta þig fá helminginn af öilu því, sem ég vinn mér inn.“ Joaquin virtist athuga málið. Hann kippti tveim gráum hár- um úr eyra sér og skoðaði þau gaumgæfilega. „Nei,“ sagði hann loks. „Ekki á meðan ég er á Hfi. Þú skalt fá Blanco, þegar ég dey. Ég hefi þegar sa.gt þér það.“ Hann lokaði vinstra auganu að fullu, og héLt áfram: „Þú vilt verða vatnsberi, segirðu, þú þarft ekki Blanco til þess. í minu ungdæmí. . . “ „í þínu ungdæmil“ CarLos rann í skap svo um munaði. „I þínu ungdæmi! En nú á tímum ferðast fólk ekki lengur í hest- vagni. Það fer með lestum eða í bíl eða í flugvél. Og vatns- berarnir bera ekkí lengur krukkurnar sínar á bakinu. Þeir eiga asnaí“ Reiðrn náðí tökum á honum og hann gleymdi allri fyrir- hyggju. „Nóg barmaðirðu þér til þeiss að fá þenmiaai aismia þmin, svo mikið er víst. Og þegar borgarstjórnin vildi losna við þig og lét þig fá Bianco eins og beim væri fleygt í humd, ætli þú hafir ekki verið ánægð- ur þá!“ „í 'hunid!“ Nú varð Joaquin verulega IILur við. „Ekkiþurfti ég að bar.ma mér til þess að fá asnann. Þeir gáfu mér Blanco, stráikófétið þibt! Og héldu meira að _segja ræður mér til heiðurs. Ég barðist í striðinu fyrir Spán, ójá, það gerði ég.“ „Já,“ sagði Carlos. „Satt er það, víst barðistu í stríðinu og víst misstlrðu annan fótinn. En samt sem áðiur. . . . “ Joaquin Ieysti tréfótinn. snar- lega af leggstúfnum og hristi hann framan. í Carlos. „Heldur þú að fótleggur, al- mennilegur fótleggur úr holdi og beini sé ekkí eins aisnamæf- ils virði? Svaraðu!" „Ég veit ekdd,“ svaraði CarL- os og var þungbrýndur. „Ég hef aldrei gengið víð tréfót." Hann Ieit af Joaquin gamla. „Þú varst í stríðin'U, satt er það. En þú ert enn á Iífi. Og þar að auki hefurðu eignazt asna. Til eru aðrir. .. “ „Hvaða aðrir?“ spurði Joaq- uin og var fúLL 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. maí 19“0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.