Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Qupperneq 1
Matthías Johannessen: Hannes Hafstein, ráSherra. I)r, Valtýr Guömundsson Klofningur Si álf stæðisf lokksins Sj álfstæðisbarátta íslenzku þjóðar- innar fyrri hluta þessarar aldar hefur að vonum dregið að sér athygli þeirra sem nú lifa, enda má margt af henni læra, ef hún er litin réttum augum. Ýmislegt hefur verið um hana ritað á seinustu árum og kennir þar margra grasa. Að vonum er lagt misjafnt mat á menn og atburðarás og hver lítur á mál- in frá sínum sjónarhóli. En þá er auð- vitað ekki sama, af hvaða sjónarhóli horft er. Auðvitað getur það verið skemmtileg sagnfræði að gefa sér forsendur, leiða síðan atburðarásina inn í þær og velja og hafna heimildum samkvæmt for- skriftinni. Slík sagnfræði skapar oft hetjur, sem gnæfa yfir alla aðra, eða þá ómerkinga, sem hverfa inn í skugg- ann af sjálfum ,sér. Síðan er skilið við þetta fólk eins og í leikriti, sem endar auðvitað á þann veg einan, sem höf- undurinn ákveður. En þó að sagnfræði og leikritun eigi vafalaust ýmislegt sameiginlegt, er vafasamt að rugla algjörlega saman skáldskap og sagnfræði. Engum kemur til hugar að nota leikrit Shakespeares fyrir sögulegar heimildir, þó að þau séu auðvitað merkari lýsing á fólki og atburðum en þær heimildir sem til eru réttastar. ★ ★ Þegar litið er á liðna atburði í þjóð- arsögunni er annars vegar hægt að skoða þá með okkar augum, sem nú lifum, eða láta heimildir fyrri tíma sem mest tala sínu máli. Á þann hátt getum við komizt næst því að sjá atburðina með augum þeirra, sem lifðu þá og tóku þátt í þeim. Sú leið verður að mestu farin í því yfirliti sem hér fer á eftir og fjallar um sjálfstæðisbaráttuna og nokkra helztu örlagaatburði í sögu Sjálfstæðisflokksins gamla, en í hon- um voru saman komndr, eins og kunn- ugt er, flestir þeir sem ítrustu kröfur gerðu á hendur Dönum. Ástæðan til þess að rétt þykir að rifja atburðina upp á fyrr nefndan hátt, er sú, að ýmislegt hefur verið um þá skrifað frá öðrum sjónarhóli og því ekki fráleitt að leyfa liðnum tíma að taka sj álfum til máls. Yíirlit þetta er byggt á ýmsum gögn- um úr sögu Sjálfstæðisflokksins gamla og þeirra sem að honum stóðu, og hafa sumar þessar heimildir ekki verið á allra vitorði. Þær geta því varpað nýju ljósi á nokkur atriði þessarar sögu og ætti fróðleikurinn, sem í þeim felst, að réttlæta samantekt þessa. Heimildirnar, sem um ræðir, eru áður óbirtar fundagerðarbækur Sjálfstæðis- flokksins gamla og Þjóðræðisflokksins frá örlagastundum eins og við upphaf samningagerðar um Sambandslagasamn inginn 1908, ákvörðun nokkurra sjálf- gamla 1915, undanfari og afleiðing stæðismanna að eiga aðild að Sam- bandsflokknum ásamt dr. Valtý Guð- nuunidssyni og Haraniesi Hafistein, eða þá þegar sjálfstæðismenn klofna 1915 við átökin milli Sigurðar Eggerz og stuðn- ingsmanna hans, þversum-manna, og Ein- ars Arnórssonar og samherja hans, lang- sum-manna, en auk þess er stuðzt við fundagerð Sjálfstæðisflokksins þegar átökin verða milli Bjöms Kristj ánsson- ar og Sigurðar Eggerz við myndun fyrstu samsteypustjómar á íslandi und ir forystu Jóns Magnússonar, um ára- mótin 1916—’17. Þá er í fyrsta sinn vitnað í bréf dr. Valtýs Guðmundsson- ar og Jóhannesar Jóhannessonar, bæj- arfógeta, um stjómmál þessara ára, en bréfaskipti þeirra hafa ekki áður ver- ið tiltæk til birtingar á opinberum vettvangi. Auk þess hef ég haft að- gang að broti úr ævisögu Björns Krist- jánssonar, en þar má á nokkrum stöð- um sjá inn í hugskot hans og samherja hans. Allar þessar heimildir, sem hér verð- ur einkum stuðzt við og áður hafa að mestu verið ókunnar, ættu að gera fræðimönnum auðveldara að meta og leggja dóm á þá atburði, sem þær fjalla um. ★ ★ Það gefur auiga leið, að elkkii voru allir íslendingar á eitt sáittir, hvaða leiðfara ætti í sjálfstæðiismá'linu. Jafn- veil þeir, sem töldu á stund- um örvæntingar nauðsynlegt að krefj- ast algers skilnaðar við Dani í því skyni að fá öðrum kröfum fremur fram- gengt með þeim hætti, gerðu ekki svo ákveðnar sjálfstæðiskröfur, þegar þeir sjálfir höfðu tögl og hagldir. En aukið sjálfstæði var mönnum leiðarljós, þó að ekki væru allir á eitt sáttir um, hvort taka ætti því sem fengist hverju sinni, eins og í samningunum um uppkastið. En eitt er það atriði, sem ávallt fylg- ir deilum þessara éira, þ.e. ríkisráðs- fleygurinh, sem settur var inn í stjórn- arskrána, þegar Hannes Hafstein varð ráðherra 1904. Samkvæmt honum sam- þykkja íslendingar að íslenzk sérmál skuli borin upp fyrir konungi í ríkis- ráði Dana, jafnframt því serai þeir fá ráð- herra intn i landið. I gleðjvímiutnni út af þeim áfanga, sem náðist 1903 og ’04, sam þykktu íslendingar þetta atriði, þó að Mótmælafundur á Austurvelli, júlí 1905. é

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.