Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Page 20
Kr.J. og E.H. á bandí sínu. Ómöguilegt við þá að eiga, taka engum sönsum. Kristján Jónsson þó sá villtasti af þeim, »em ég hef talað við. Hann fann ekkert gott í frv. en allt athugavert og einlseg afsöl á réttindum. Hann er hreinn skiln- aðarmaður og það eru þeir raunar allir, þó þeir játi það ekki allir — af opportuniskum (tækif ærissinnuðum) ástæðum. Ég tók það strik aS ganga Inn á breytingar, þannig að allt kæmi flkýrt og ótvírætt fram, sem nefndin áliti og ætlaðist til að feldist (sie) í frv., án þess að grundvelli þess væri raskað. Ætlaði með þessu að reyna að friða menn og sefa og byggja brú á milli. Talaði við Jón Jensson og Sig- tirð sýslumann Þórðarson, og þeir (voru) mér alveg samþykkir, sömuleið- is Guðm. Hannesson, sem heldur þessu striki áfram, en komst ekki upp fyrir moðreyk í landv.stjórninni og sagði sig svo úr henni. Bj. var og farinn að lin- ast, þótt illt væri að komast að að tala við hann, því þar um voru ætíð ein- hverjir stúdentar eða jafnvel skóla- piltar að gjamma fram í og stæla við mig. Mér fannst hann kominn að þess- ari niðurstöðu, eina hríð fyrir áhrif mín og Guðm. Hannessonar máske, sem ég hafði algerlega unnið. En svo hefur landv.klikkan aftur fengið yfirtökin . . . Þú talaðir við mig í Höfn, að við skyld- um hvorugur bjóða okkur fram, ef flokksstj. eða flokkurinn snerist á móti. Ég hef nú afráðið að bjóða mig ekki fram og vildi mikillega óska, að þú gerðir hið sama. Það er illt afstöðu að berjast á þingi gegn sínum gömlu flokksmönnum og verða stimplaður sem „overlöber“ (liðhlaupi), bezt að halda flig fyrir utan.“ Samt fór nú svo að dr. Valtýr bauð sig fram, og þeir báðir. Dr. Valtýr var kosinn með eins atkvæðis mun á Seyð- isfirði, en kosningin var dæmd ógild og reynt að bægja honum frá þingsetu, en hann átti þó eftir að sitja á þingi eftir þetta, koma þar við sögu og lenda jafn- vel að nafninu til í sama flokki og Hannes Hafstein og Bjöm Jónsson. Þá glaðnar heldur en ekki yfir honum, þegar hann skýrir frá því í bréfi frá 29. okt. 1908 að ástæðan til þess að andstæðingar hans vilji ekki fá hann á þing sé sú, að „þeir hafi heyrt (hvað flagt er í Reykjavík), að H.H. vilji helzt hafa mig sem eftirmann sinn og eru lafhræddir um, að svo kunni að fara. En nú kvað það efst á baugi hjá þeim að gera Bjarna frá Vogi að ráðherra (þetta er alvara, virkilega), þó sumir Ara (Arnalds). Skúli veikur og hefur auk þess lítinn byr. Bj. ófáanlegur og Kr.J. líkl. líka, auk þess sem landv.m. vilji hann ekki.“ Gefur þetta nokkra mynd af átökunum í liði sjálfstæðis- manna, því að ekki er hægt að brigzla dr. Valtý um að hann hafi ekki fylgzt með, þótt um ýmislegt megi saka hann. Og enn segir hann 18. næsta mánað- ar: „Það er komin hreinasta óöld, sem kórónaðist, ef Bjarni frá Vogi yrði ráð- herra, sem nú kvað efst á baugi hjá Landv. Skúla vilja þjóðræðism. ekki (bera veikindum hans við af óhrein- lyndi ...)... Flestir þjóðræðism. vilja hafa Bj. ritstjóra, en hann segist sjálf- ur ekki vilja.“ ★ ★ Þegar dr. Valtýr Guðmundsson bauð sig fram á Seyðisfirði um þetta leyti, var hann hræddur um að falla og taldi að það yrði sér mikill álitshnekkir. Hann býður sig samt fram, en gefur áð- ur út yfirlýsingu, þar sem reynt er „að byggja brú á miOlli", te!kur jafmveO. upp orðalag, sem Skúli Thoroddsen kvaðst hafa fremur kosið en það, sem ofan á varð í Uppkastinu. Þegar dr. Valtýr nokkrum árum síðar húðskammar Jó- hannes, mág sinn, fyrir fylgispekt við Hannes Hafstein, einkum fyrir samstarf þeirra í Sambandsflokknum, og gefur jafnvel í skyn að hann sé orðinn flokksþræll, svarar Jóhannes fullum hálsi, m.a. með því að vísa til óstöðug- lyndis hans og stefnuleysis í Uppkiasts- málinu. Yfirlýsing dr. Valtýs til Seyð- firðinga er til með eigin hendi hans og er svohljóðandi: „Með því að nú er orðið svo álðið sumars að mér bæði sökum embættis- stöðu minnar og óhentugra skipaferða er fyrirmunað að koma til íslands og eiga sjálfur tal við háttvirta kjósendur í Seyðisfjarðarkaupstað, leyfi ég mér hér með að senda yður svo látandi yf- irlýsingu um afstöðu mína í sambands- málinu: „Ég vil byggja á þeirn grundvelli, sem sambandslaganefndin hefir lagt með frumvarpi sínu, en gera þær breytingar á „uppkasti" hennar, er geri skýrt og ótvírætt allt, sem nefndin sjálf álítur og ætlast til að í því felist. Meðal ann- ars vil ég, að tekið sé fram í sjálfum sambandslögunum með beinum orðum að ísland sé fullveðja ríki, (orðalag Skúla Th.) jafnrétthátt Danmörku. Ennfrem- ur vil ég að inn í lögin sé tekið ákvæði um, að Danir megi ekki gera hervirki hér á landi án samþykkis íslands, og að Islendingar taki nú þegar nokkurn Benedikt Sveinsson (með staf) og Magnús landshöfðingi í hópi þingmanna. þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, á líkan hátt og Þjóðfundurinn 1851 fór fram á, að gert yrði með „erindreka“ þeim við hlið konungs, sem hann stakk upp á. Þetta mætti þó máske gera með stjórnarskrárákvæði einu saman, eftir samkomulagi við Dani. En ég álít, að slík hluttaka í meðferð hinna sameigin- legu mála geti bæði haft allmikla praktiska þýðingu, einkum í utanríkis- málum, og sé lika nauðsynleg til að sýna í verkinu fullveldi fslands yfir öllum sínum málum. Ákvæðin um gjörðardóm- inn vil ég líka taka til athugunar og reyna að finna þar hagkvæmari úrlausn. Aðrar breytingar finn ég ekki ástæðu til að minnast á sérstaklega, en læt þess aðeins getið, að mér finnst hverjar þær breytingar geta komið til álita, sem ekki raska svo grundvelli frumvarpsins, að fyrirsjáanlegt sé, að þær verði frumvarpinu sjálfu að beinu falli. Á ákvæðið um að ísland sé viður- kennt sem fullveðja ríki legg óg mesta áherzlu; og láti stjórn og þing Dana slíkt ókvæði verða frumvarpinu að falli — þvert ofan í ummæli sín í nefndarálitinu, — þá á það að falla. Kaupmannahöfn 8. ágúst 1908. Virð- ingarfyllst, Valtýr Guðmundsson." í bréfi, dags. 5. marz 1914 mótmælir dr. Valtýr að hik hafi komið á sig í baráttunni um Uppkastið 1908 „þegar okkar gamli flokkur snerist á móti. Nei, það kom ekki svo mikið hik á mig, þó bókun Berlíns væri óþægileg. Ég játaði alltaf og játa enn, að ég var hissa á, hve langt þið komust og ég lagði allt hvað ég gat að B.J. og B.Kr. að taka þessu (Birni Jónssyni og Birni Kristjánssyni). En hjá þeim réði valda- spursmálið of miklu, en ég lét það ekki fá áhrif á mig. B.J. bauð mér eftir fund minn í Hafnarfirði, að ísafold og flokk- urinn skyldi tryggja mér kosningu í Gullbr. og Kjósars., og ég skyldi vera þeirra ráðherrakandídat, ef ég vildi undirskrifa yfirlýsingu um að fella uppkastið. En ég neitaði, og veit ekki af neinum, sem þá lagði meira í sölurn- ar fyrir að standa fastur með uppkast- inu. Hitt var satt, að ég sá þá þegar, að ganga yrði að því að gera á því nokkr- ar breytingar, ef nokkur von ætti að vera um að afla því sigurs, og þá hélt ég þeim fram af taktískum ástæðum og sagði H.H. að það væri eini vegurinn. En hvað gerðuð þið uppkastsmennirnir svo? Genguð þið ekki inn á breyting- ar á þinginu 1909? Jú, sannarlega, og það fleiri en ég vildi. En sá var mun- urinn, að þið gerðiuð það of seint . . . Það var ekki taktík (baráttuaðferð) mín, sem gerði það, að mínir fyrri flokksmenn útskúfuðu mér. Þeir buðu mér gull og græna skóga, það hæsta sem þeir höfðu í boði: þingmennsku og ráðherratign, ef ég vildi beygja mig fyrir þeim og svíkja ykkur. Er það tókst ekki, þá fðr fjandlnn f svfnlff, og þeir brutu lög á mér með því að ónýta kosningu mína (á Seyðisfirði). B.J. var hræddur við mig sem keppinaut, ef ég kæmist í flokkinn (þess vegna mátti ég ekki einu sinni komast á flokksfund), og Bjarni frá Vogi heimtaði beint, að ég væri eyðilagður." ★ ★ Merkilegur er spádómur dr. Valtýs um átökin milli gömlu sjálfstæðisgarp- anna, Björns Jónssonar, ritstjóra ísa- foldar, og Skúla Thoroddsens, ritstjóra Þjóðviljans. Dr. Valtýr hefur þekkt báða vel, og spá hans á eítir að ræt- ast með dramatískum hætti. Bjöm Jóns- son er varla tekinn við ráðherra- embætti, þegar Skúli hefst handa um árásir á hann. Ekki er annað að sjá en rígurinn milli þeirra hafi staðið dýpri rótum, en við blasir í fljótu bragði. En ummæli dr. Valtýs um Bjöm Jónsson haustið 1909 verður einnig að skoða í því ljósi, að hann hafði hug á því að verða bankastjóri Landsbankans, en Björn ekki léð máls á því en skipaði í embættið Björn Kristjánsson, sem nú var einn dyggasti stuðningsmaður hans. Var aðför sú, sem Birnirnir gerðu að Tryggva Gunnarssyni í Landsbankcin- um upphafið að falli Bjöms Jónsson- ar, þótt fleira kæmi til. Um miðjan júní 1909 skrifaði Jóhannes bæjarfógeti dr. Valtý m.a.: „Væntanlega verðum við að sitja með Björn sem ráðherra til næsta þings, en ég efast um að hann hangi lengur. Óánægja mikil með hann hjá mörgum þingmönnum meirihlutans." Hér er enn sagt fyrir um það, sem Björns Jónssonar beið. Verður nú nánar að því vikið. Þegar Björn Kristjánsson ræðir um þingið 1907 í ævisögubroti sínu, segir hann m.a.: „Eins og ég hef áður vikið að, var mikil breyting á hugum manna í landinu út af meðferðinni á sjálf- stæðismálunum í hinni nýju stjórnar- skrá, 1903. Sj álfstæðismenn í landinu klofnuðu út af því máli og upp reia nýr stjóm- málaflokkur, Landvamarflokkurinn, sem studdisit við blaðið Ingólf. For- ingi þessa flokks var Jón Jensson, há- yfirdómari, bróðir séra Sigurðar Jens- sonar alþingismanns, sem reynt hafði svo drengilega að opna augun að minnsta kosti á sjálfstæðismönnum á þinginu 1903, en ekki tekizt þá. Það leyndi sér ekki, þegar á þing var komið, að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi, sem svo óttalaust höfðu samþykkt ríkisráðsákvæðið og fleira með stjórnarskránni 1903, höfðu nú alveg breytt um stefnu í sjálfstæðis- málinu. Og meira að segja gáfu þeir nú Sjálfstæðisflokknum nýtt nafn og kölluðu hann á því þingi „Þjóðræðds- flokk“, sennilega til að gera væntan- lega samvinnu við Landvarnarflokkinn í landinu aðgengilegri. En samþykkt var að leita samvinnu við þann flokk um alþingiskosningarnar, sem stóðu fyrir dyrum á næsta ári, og var slík samvinna samþykkt af báðum flokkum. í byrjim þings, eða 11. júlí, sam- þykkti þingflokkurinn nýja stefnuskrá í sj álfstæðismálinu, og eru öll höfuðatriði hennar mjög í samræmi við sambands- samninginn (sambandslögin 1918), sem að lokum var gerður milli íslands og Danmerkur. Til þess nú að sýna alvöruna með þessari stefnubreytingu, bar Skúli Thoroddsen ásamt sex öðrum sjálfstæð- ismönnum, þar á meðal mér, fram frum- varp til breytingar á stjórnarskránni, þar sem auk annars ríkisráðsákvæðið, sem stóð í stjórnarskránni 1903, var numið burt. Frumvarp þetta var aðeins rætt í neðri deild. Heimastj órnarmenn urðu einróma á móti því og ráðstöfuðu frum- varpinu út úr þinginu með rökstuddri dagskrá.11 Síðan minnist Björn Kristjánsson á þingmannaförina til Danmerkur, segir 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. miaí 1'970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.