Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 22
íslenzki hluti sambandslag-anefndarinnar 1908 ásamt ritara: Jón Magnússon, Lárus H. Bjamason, Hannes Hafstein, Steingrímur Jónsson, Jóhannes Jóhannesson og Stefán Stefánsson. Skúla Thoroddsen vantar á myndina. sanna réttmæti þessara orða, sem voru byggð á tilfinningasemi, en ekki rök- hyggj u eða réttu mati. Nú var kosin 7 manna nefnd til að semja tillögur til samkomulags í sam- bandsmálinu. Ingólfur náði í þær, birti þær og kallaði bræðinginn. Þá eru gerð- ar nýjar tillögur, landvarnarmenn snú- ast strax gegn . þeim, bæði Þjóðvilji Skúla Thoroddsens og Ingólfur Bene- dikts Sveinssonar. Þessar síðari sam- komulagstillögur Sambandsflokks- manna kallaði Ingólfur grútinn. Bjöm Kristjánsson stendur allfast í ístaði sjálfstæðisstefnunnar, en ekki eins og Þorleifur í Hólum, Skúli Thoroddsen, Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson, svo að nokkrir séu nefndir. Þau urðu lok þessa máls í sem fæstum orðum, að Hannes Hafstein skýrði á fundi í Sam- bandsflokknum fyrir þingsetninguna 1913, frá árangri af málarekstri sínum í Danmörku, en samþykkt var með öll- um atkvæðum gegn einu, eftir tillögu frá honum sjálfum, að sambandsmálið skyldi ekki tekið fyrir á þinginu. Lá það síðan í dvala til 1918. Á fundi þessum sagði minnihlutinn sig úr Sam- bandsflokknum og flokkaskiptingin riðlaðist enn einu sinni. Og stefna Sambandsflokksins beið ósigur í kosn- ingunum, Flokkurinn skrimti þó í nokk ur ár, en þá var gamli Heimastjómar- flokkurinn endurreistur, 1915. Hafði flokksbrot hans þó starfað undir for- ystu Lárusar H. Bjarnasonar, mágs Hannesar, en samstarf þeirra fór út um þúfur, eins og kunnugt er, og vináttan rofnaði. Varð úr því mikill og óvenju- legur harmleikur í islenzkri stjóm- málasögu. Dr. Valtýr gekk ekki sízt tregur til þessa leiks vegna þess að hann þekkti andrúmsloftið í Kaupmannahöfn betur en flestir aðrir íslendingar. Hann veit, að Danir eru íslendingum gramir eftir ósigur Uppkastsins, en þá þóttust þeir hafa gengið eins langt til móts við ósk- ir íslendinga og þeir frekast treystu sér til — og, að áliti margra í Dan- mörku, feti lengra en rétt væri. f bréfi, sem dr. Valtýr skrifar Jóhannesi Jó- hannessyni, dags. 19. sept. 1912, segist hann hafa talað við konung, Kristján X, í klukkustund. „En það þóttist ég finna að hans afstaða gagnvart kröfum fs- lendinga er allt önnur en föður hans (Friðriks VIII), og býst ég við, að hann verði allörðugur viðfangs í ýmsum greinum. Ég forðaðist sem mest að segja nokkuð sjálfur um sambandsmál- ið, en lofaði honum að segja sína mein- ingu. Meðal annars vill hann hvorki að ísl. hafi annað flagg en Dannebrog, né að íslands nafn sé tekið upp í titil konungs." Og í bréfi dags. 19. nóv. 1911, segir hann m.a. að konungur (Friðrik VIII) hafi sagt við sig tveimur dögum áður, „að skrítið væri, að báðir synir (Björns Jónssonar) væru í félagi, sem samþykkt hefði skilnað og vissi fleira um það. Hann kvað og B.J. hafa sagt sér, að hann gæti engin áhrif haft á ísafold — „man maa jo tro sin minister . . . “ Hann virtist gera sér von um að alþingi mundi fella B.J., er það kæmi saman, en þá vonaði hann að menn færu ekki að bjóða sér þennan mann, sem talað hefði verið um. En ég gat ekki komið því við að fá út, hvort hann átti þar við Skúla eða Björn Kr. Líklega hefur hann þó átt við Skúla Thoroddsen, því ég hef heyrt, að hann áliti hann ófæran fyrir framkomu hans í kommisioninni (milliþinganefndinni 1908). Hann gæti respekterað (virt) mismunandi skoðanir, en ekki aðferð hans þar, að slá fyrst í baksegl á síð- ustn stundu. Hann talaði um vandræði maS mannaval — „og hvad skal en stakkels kong göre, som vil være parla- imejitarisk“ („og hvað á einn aumur ••-->ngur að gera, sem vill fara eftir þingræðisreglum? “) “ ★ ★ Fundargerðarbók Sj álf stæðisflokks- ins ber þess rækilegt vitni, að ástandið innan flokksins í júlí 1912 var harla bágborið vegna innbyrðiiis togstreitu oig óeiningar um þá leið sem fara eigi, og þá einkum hvaða afstöðu skuli taka til Sambandsflokksins. Var hver höndin uppi á móti annarri. Hinn 18. júlí um kvöldið er fundur haldinn í Sjálfstæð- isflokknum. „Allir 10 flokksmenn voru mættir. Þetta gerðist á fundinum: 1. Var kosinn fundarstjóri og skrif- ari og skyldi sú kosning gilda yfir þingtímann. Kosningu hlutu: „Björn Jónsson var kosinn til fund- arstjóra með 6 atkv. (ólafur Briem hlaut 1 atkv, 3 greiddu ekki atkv) . . . 2. Bornar fram tillögur frá Bjarna Jónssyni frá Vogi, sem komu fram á fundi í gær, en þá var frestað að ræða þær þar til í dag. Tillögurnar voru lagðar fram skrif- legar og urðu þannig hljóðandi: „Með því að Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast við stefnu sína óbreytta í sambandsmálinu, þá samþykkir hann að gefnu tilefni: að stuðla að því, að ekkert verði hreyft við sambandsmálinu á þessu þingi, samkvæmt loforðum flestra þing- manna í haust, að stuðla að því, að stjórnarskrár- frumvarpið verði borið fram á þessu þingi. Ennfremur samþykkir flokkurinn af gefnu tilefni að leitast verði að af- stýra því, að Hannes Hafstein verði ráðherra við næstu stjórnarskipti. Um tiilögurnar urðu nokkrar umræð- ur og undir umræðunum kom fram svo- látandi skrifleg tillaga: „Flokknum þykir hyggilegast að sjá hverju fram vindur, fram eftir þing- inu, áður en tekin sé úrslitaályktun í flokknum um tillögurnar, er nú liggja hér fyrir." Þessi tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkv. gegn 3 og var þar með frestað atkvæðagreiðslu um tillögur Bjarna frá Vogi. Fleira var ekki rætt. Fundi slitið. Jósef Björnsson." Næsta kvöld er flokksfundur hald- inn í Sjálfstæðisflokknum. „Þetta gerðist: 1. Samþykkt að kjósa varaformann og varaskrifara og fór sú kosning fram. Varaformaður var kosinn Ólafur Briem (með 4 atkv.) Varaskrifari var kosinn Björn Þorláksson. 2. Þá var lagt fram bréf frá þeim Bjarna Jónssyni, Skúla Thoroddsen og Benedikt Sveinssyni, dags. í gær, þar sem þeir telja alla Sjálfstæðisflokks- þingmenn, er nú sitja á þingi, „horfna frá stefnu íiokksins“ nema sig eina, og virðast telja sig eina í flokknum, en alla aðra úr honum. Bréf þetta leggst hér með. En með skírskotun til fund- argerðar í gær nær þessi skoðun þeirra og aðfarir engri átt, og var því út af þessu í einu hljóði samþykkt svolát- andi tillaga: Óréttmæta telur fundurinn alla rökleiðslu og ályktun þriggja flokks- manna: Bjarna Jónssonar, Skúla Thor- oddsens og Benedikts Sveinssonar í bréfi þeirra til vor hinna annarra flokksmanna, dags. í gær, og höldum vér 7 uppi Sjálfstæðisflokknum jafnt sem áður.“ Fleira ekki rætt. Fundi slitið. Jósep Björnsson." Næsta dag, 20. júlí, er flokksfundur enn haldinn í Sjálfstæðisflokknum. „Fyrir var tekið: 1. Hverja afstöðu flokksmenn vilja laka um samningatilraun um sambands- málið. Eftir nokkrar umræður kom fram svolátandi tillaga: „Vér undirritaðir viljum styðja að því, að nýr þingflokkur myndist nú á þinginu, sem hafi það markmið að fá sambandsmálið leitt sem fyrst til sæmi- legra lykta, með þeim breytingum á uppkastinu frá 1908, sem ætla má að verði til þess að sameina sem mestan þorra af kjósendum landsins um málið og jafnframt séu líklegar til samkomu- lags við Danmörk. Jafnframt áskiljum vér, að þeir, sem í þingflokk þennan ganga (Sambands- flokkinn), verði ekki öðrum flokks- böndum háðir á þessu þingi.“ Atkvæðagreiðslu um þessa tillögu var frestað til næsta fundar, sem ákveð inn er næstkomandi mánudag kl. 7 e.h.“ Þá er haldinn flokksfundur 22. júlí. „Þorleifur Jónsson var veikur og mætti ekki á fundinum. Björn Jónsson var sömuleiðis veikur og mætti ekki. Til umræðu var tillaga sú, er kom fram á síðasta flokksfundi 20. þ.m. og hafði Björn Jónsson undirskrifað lrana. Um tillöguna voru þessar ákvarðanir teknar: 1. „Björn Kristjánsson stendur vdð yfirlýsingar þær um sambandsmálið, er hann hefur áður undirskrifað, en gerir að skilorði fyrir því að ganga í nýjan flokk: a, að ráðherra hins nýja flokks og hinn nýi flokkur heiti því að styrkja Landsbankann, sem verður að skoðast einn aðalþáttur í sjálfstæðismálinu. b, að foringjar þessarar nýju flokks- myndunar semji stefnuskrá fyrir flokk- inn og sérstaklega frumvarp um sam- bandsmálið, svo allir flokksmenn viti frá upphafi, hverju flokkurinn ætlar að halda fram. Það telur hann nauð- synlegt, ef trygging á að vera fyrir því að flokkurinn geti haldið saman nauðsynlega langan tíma. c, að hann fái glögga vissu fyrir því, hve margir úr Heimastjómarflokknum ætli að ganga í þennan nýja flokk.“ Þessar yfirlýsingar voru fram lagðar skriflega af Bimi Kristjánssyni sjálfum. 2. Björn Þorláksson kvaðst að svo stöddu láta mál þetta hlutlaust. 3. Björn Jónsson hafði þegar sam- þykkt tillöguna og undirskrifað hana. Sömuleiðis em þeir Jens Pálsson, Ólaf- ur Briem og Jósef Bjömsson tillögunni samþykkir og undirskrifa hana, og leggst hún hér með. Þeir lýstu því og jafnframt yfir, að þeir samþykktu til- löguna í von um, að það kynni að geta leitt til þess árangurs fyrir sambands- málið að í því komist á það samkomu- lag í þinginu og hjá meginþorra þjóð- arinnar, sem þjóðin gæti vel við unað.“ Hér ‘er fjaillað um samistarf sjáilfsfæð- ismanna við Sambandsflokkinn, en eins og kunnugt er, tók Björn Kristjánsson að lokum ekki þátt í því samstarfi. Undir síðustu fundargerð Sjálfstæð- isflokksins, sem varðveitt er í þessari fundagerðarbók, dags. 24. ágúst 1912, rita Björn Jónsson, Þorleifur Jónsson, Ólafur Briem, Jens Pálsson, Björn Kristjánsson, Björn Þorláksson og Jósef Björnsson, en í lok hennar er þess get- ið, að þeir Skúli Thoroddsen, Benedikt Sveinsson og Bjarni Jónsson frá Vogi hafi ekki mætt á fundinum, þó að þeir bafi verið boðiaðiir. Þar með eru sjálf- stæöisimienn emn einu sininá klofn>- ir, nú veigina afiStöðuinniair til Siambianid®- flokksins, þó að leiðir eigi eftir að liggja saman aftur og þá undir forystu Sigurðar Eggerz. ★ í næstu Lesbók: Sigurður Eggerz og keppinautar hans, Einar Arnórsson og Bjöm Kristjánsson. 'cX-tZZ-/, r ‘tft/2 -?-}. ryc/f-^esZZ- crrro (//fe-rre/c-rr-ö'<%//)* /^j-rzzéz-rz. ■Zsz/T'<Aerm-c-rty Tze-étCi. ÁAc 'Zze'-C í-s/j- j /C7. Uppkast að launskeyti dr. Valtýs til Björns ritstjóra, um efni Uppkastsins. 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. miad 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.