Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 13
FLUGFLUTNINGAR FRAMTÍÐARINNAR Farþegaflugvél framtíðarinn ar mun verða stærri og mun geta flutt miklu fleiri farþega og meiri farm á tveimur eð'a þremur þilförum heldur en þær fiugvélar, sem nú eru notaðar. Auk þess mun hún verða hag- kvæm í rekstri og geta flogið langar vegalengdir með minni tilkostnaði en nú þekkist. Þegar litið er til næsta ára- tugar, vaknar spurningin: Munu flugstöðvar og flugfélög in sjálf verða búin til að veita þessum flugvélum nauðsynlega þjónustu? Nú, sérstaklega eftir að Bo- eing 747 hefur verið tekin í notkun, hafa verið skrifaðar margar hugleiðingar og birtar margar skýrslur um flugsam- EÖngur næsta áratugar. Skýrsl- Vir þessar eru að sjálfsögðu hinar gagnlegustu fyrir alla skipuleggjendur flugmála, liver svo sem þáttur þeirra er. Flugmálin eru ekkert dægnr- mál og þar, ekki síður en á öðrum sviðum, er mikilvægt að horfa fram á við með söguna og þróunina að bakhjarli, en únnig með trú og bjartsýni til ituðnings vei ígrundaðri itefnu og þjóðhagslegu mark- l liði. Hér á eftir verður greint frá > okkrum þeim verkefnum, sem 1 lugflutningafélögin verða að ] eysa næstu 10—15 árin. Búizt er við því, að f jöldi farþegakílómetra (þ.e.a.s. fjöldi farþega margfaldaður með floginni vegalengd í kíló- metrum) muni meira en þre- faldast næsta áratuginn, en síð astliðin tíu ár tvöfaldaðist liann rúmlega. Allt bendir tii áframhaldandi aukningar, og það er mikilvægt að skipuleggj endur flugstöðva geri sér þetta ljóst og fylgist vel með þróun- inni. Fleiri farþegar munu ferðast lengri leiðir, og þetta mun krefjast áframhaldandi stækk- unar á flugvélum. Þannig er sennilegt, að um 1980 muni fólk ferðast í flugvélum, sem muni vega um 680 tonn full- lilaðnar. Jafnvel er talið, að þyngd þessara stóru flugvéla geti orðið allt að 900 tonn árið 1985. Þetta er mikil þunga- aukning, þegar þess eir gætt, að hámarksflugtaksþyngd lang- fleygra farþegaflugvéla nú er um 140 tonn. Þótt stærðartakmarkanir flugvéla muni einkum ráðast af flutningaþörfinni, reksturshag- kvæmni og aðstöðu í flugstöðv- um, er ekkert í vegi fyrir því, að hægt sé að smíða svo stórar flugvélar sem að framan grein- ir. Flugbyggingartækni nútím- ans er ekkert að vanbúnaði í þessum efnum. En jafnframt verða þeir, sem ráða mann- virkjagerð í flugstöðvum og lagningu brauta og akvega að taka tillit til þessa mikla þunga, því að nú er ekki óal- gengt, að flugvélar þurfi að staðnæmast yfir neðanjarðar- húsnæði eða þær verði að aka yfir brýr, sem lagðar eru yfir bílabrautir. Og ekki aðeins munu flugvél- ar framtíðarinnar vetrða þyngri heldur munu þær einnig lengj- ast. Um 1985 verða þær orðnar yfir 100 metra langar, en nú er langleiðaflugvél um 46 metra löng. Um leið og flugvélarnar verða hafðar stærri, er líklegt, að í þeim verði fleiri en eitt gólf, þær verði margra hæða, ef svo má að orði komast, til þess að rúma betur aukinn fjölda farþega og aukinn farm. í lok áratugarins væri ekki ólík legt að þriggjaþilfara flugvél- ar væru komnar í umferð. Þetta gerir nauðsynlegan nýj- an útbúnað í flughöfnum til að taka við og skila frá sér far- þegum. Ef við tökum til dæm- is Boeing 747, þá riimar hún næstum því 500 manns í sæti, og með lengingu flugvélar- innar, sem vel er möguleg, ætti hú» að rúma 600 manns. Næsta „kynslóð“ þota, sem kunna að verða teknar í notkun seint á þessum áratug, er ráðgert að geti rúmað 800 til 1000 manns í sæti á tveimur eða þremur þilförum. Eftir því sem flugvélarnar stækka, verður vænghafið meira og hæð stélsins verður meiri. Búizt er við því, að 900 tonna flugvél, sem ætti að vera tilbúin um míðjan næsta ára- tug, muni hafa 25—30 metra hátt stél. Berum saman stélhæð Boeing 727, en hún er 10.4 metrar. Vænghaf 680-tonna flugvélarinnar, sem tekin verð- ur í notkun seint á þessum áratug, myndi verða nálægt 80 metrum, en vænghaf Boeing 727 er 32.9 metrar. Þetta þýð- ir, að meira svigrúm þarf við flugstöðvarnar og svo miklu meira stæðissvæði utan við af- greiðslusvæðið. Það er vitað, að sums staðar liafa vöruflutningar í lofti auk- izt meira en flutningar farþega, einkum eftir að þotumar komu til sögunnar. Á næstu tólf ár- um eir gert ráð fyrir því, að vöruflutningar í lofti tífaldist, Um 1990 er talið, að hljóðhverfar þotur eins og Concorde verði orðnar yfir 500 og að þær verði notaðar á öllum helztu flugleið- Vinum. Á kortinu hér að ofan cru þcssar leiðir sýndar. Slitnu linumar sýna þá kafla leiðanna þar sem hljóðhverft flug verð- Ur ekki leyft. Xölumar sýna daglegan fcrðafjölda í báðar áttir. ef ekki langtum meira. Heild- arþungi fluttrar vöru í lofti mun verða jafn eða meiri en samanlagður þungi farþega fyrir árið 1980, þegar tekið er tillit til vegalengdar hvert ár. Flugvélar með einu gólfi eða þilfari mvmu geta flutt allt að 125 tonna arðfarm, án þess að gera þurfi meiriliáttar breyting ar á núverandi vörumeðferðar- kerfum. Fjögur hundruð og fimmtíu tonna arðfarmi verður að koma fyrir á tveimur þilför- um, og ef vöruflutningarnir aukast eins og spáð er, má bú- ast við, að þriggja þilfara flugvélar verði teknax í notk- un seint á áratugnum. Vöruflutningaflugvélar þær, sem nú eru í notkun, t.d. Bo- eing 707-320CF og Douglas DC-8-63F, eru í rauninni far- þegaflugvélar, sem liefur verið breytt til vöruflutninga, og þær geta flutt um 45 tonna arðfarm. Núverandi vörumeð- ferðarkerfi og svigrúm við flug stöðvar hæfa þessum flugvél- um. Næstu gerðir vöruflutninga- flugvéla munu verða gerðar þannig, að hægt verði að reka þær með hagnaði með 90 til 180 tonna arðfarm á leiðum sem vitað mestu um, hve stór spor verða stigin liverju sinni. Að lokum er rétt að minnast á eina grein flugflutninga, sem hér er af sumum nefnd al- mannaflug („general avi- ation“), og er þá átt við flug- flutninga á leiðum utan við leiðakerfi stærri flugfélaga, sem áætlunarflug stunda. Hér getur verið um að ræða flug- ferðir á milli stórra flugstöðva og lítilla flugvalla eða jafn- vel afskekktra staða. Þess hátt- ar starfsemi hefur vaxið stór- kostlega einkum í Bandaríkj- unum, þar sem farþegar þess- ara litlu fyrirtækja skipta milljónum. Flugvélaframleið- endur hafa brugðið skjótt við, og nú eru á markaðnum marg- ar flugvélar, sem flutt geta þetta frá 8 og upp í 20 far- þega. Flestar þeirra hafa venjulega strokkahreyfla, en nokkrar eru búnar hverfil- hreyflum. Á síðastliðnum 10 árum tvö- faldaðist fjöldi þessara litlu áætlunar- og leiguflugvéla, og búizt er við því, að fjöldinn tvöfaldist aftur á árunum fram til 1980. Þessar flugvélar flytja nú svo mikinn fjölda farþega, að þessi spádómur þykir hár- réttur. Farþega- og fraktflutningaskrá Ár Þús. millj. farþagiaikílómietra Þús. millj. tominikílómietria 1968 200 10 1972 350 ie 1976 600 30 1980 800 75 1984 1100 160 eru 3700 til 7400 kílómetrar. Hér verða að koma til nýrri og fullkomnari vörumeðferðar- kerfi, til þess að stytta tíma þessara flugvéla á jörðu niðri og auka þannig nýtingu þeirra. Enn liggja ekki fyrir neinar endanlegar teikningar eða lýs- ingar á nýjum afgreiðslukerf- um, en það er fylgzt mjög ná- ið með öllu í þessum efnum. Það er greinilegt af framan- sögðu, að það getur naumast átt við nema stór flug- félög eða flugfélagasamsteyp- ur. Að venju munu minni flug- félög reyna að feta í fótspor þeirra stærri, þótt markaður- inn og aðstæður allar ráði auð- Flugmálum um allan lieim er sýndur verðugur skilningur, enda er svo að sjá, að saman fari blómlegt þjóðlíf og góðar flugsamgöngur. Því greiðari flugsamgöngur, þeim mun meiri menningarsamskipti og betri verzlunarviðskipti. Við fslend- ingar þykjumst vel settir, hvað þetta varðar, en því miður fer því fjarri, að flugstöðvarmál höfuðborgariimar og annarra staða séu i því horfi, sem æski- legt væri. Margt er vel gert, en betur má, ef duga skal. Flugið er í örum vexti og sá stakkur, sem því er skorinn, er sífellt að breyta um stærð og snið, — og tíminn flýgur áfram. 17. miaá 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.