Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Blaðsíða 15
ósijálfrátt eftir föður Bonifacio þegar hann baðst fyrir í kirkj- unni sinni, „styddu mig þínum styrku höndum. . . “ Hann þagnaði aftur. „Með þínum fögru og hvítu höndum.“ Allt í einu flaug honum í hug, að Mærin héldi kannski að hann myndi biðja hana um að gera reglulegt kraftaverk fyr- ir sig og að hún myndi fyrtast við. „Ég bið ekki um mikið,“ sagði hann og bar ört á. „Mig langar bara í asna. Lofaðu mér að fá asna, hann Blanco hans Joaq- uins gamla.“ Hann laut höfði og þorði varla að draga andann, þar sem hann beið þarna í þöglum hell- inum eftir svari Mærinnar frá Pilar. Loks þóttist hann heyra styrka og hljómþýða rödd, er sagði: „Gott og vel, Carlos, ég gef þér hann. Ég gef þér asnann hans Joaquins gamla. Farðu að sækja hann.“ „Þakka þér fyrir,“ hvislaði drenigiuónin, „þakka þér fyrir. Þegar ég verð ríkur, skal ég byggja handa þér dómkirkju, fegurstu dómkirkju á öllum Spáni.“ Hann tók í öxl bróður síns og hristi hann til. Luis neri sér um augun, gretti sig, og ætlaði að fara að sofa aftur. „Vaknaðu,“ hvíslaði Carlos í eyra honum, „Mærin frá Pilar hefur gefið mér Blanco, asnann gamla karlsins. Við skulum koma að sækja hann.“ „Hefur hún gefið þér Blanco?“ spurði Luis vantrú- aður. „Get ég þá orðið munk- ur?“ Stjörnurnar slokknuðu hver á fætur annarri á fölum morg- unhimninum. Þrj ú lítil ský týndu smám saman flosmjúkum skapnaði sínum og leystust upp. Sólin var ekki komin upp, hún lá emn í feluim balk vilð fj'allið. Drengirnir tveir námu staðar rétt þar hjá, er Joaquin gamli bjó. Hurðin stóð galopin. Joaq- uin svaf á hálmdýnu á beru gólfinu, innst inni í skúr sín- um, Blanco svaf við dyrnar á dálitlum heybing. Hérakríli skauzt allt í einu fyrir fætiur Luiis, svo hann hop aði aftur á bak og steig á þurra trjágrein er brakaði undir fæti hans. Carlos dokaði við stundarkorn og hlustaði eftir andardrætti Joaquins gamla, læddist svo að asnanum og fór mjög gætilega. Blanco lá á hliðinni og hall- aði höfðinu að veggnum. Hann opnaði augun hlessa og blak- aði eyrunum. Carlos strauk hon um mjúklega eftir bakinu. „Farðu og náðu í tréfótinn gamla mannsins," sagði hann við eyra yngra bróður síns. „Það gengur ekki að hann geti farið út úr skúrnum og gert fólki viðvart." Luis hristi höfuðið. „Heiimigkinigi!“ sagði Carlos. Hann lét Blanco eiga sig og fór að leita í skúrnum. Hann varð að þreifa fyrir sér í myrkrinu. Tréfóturinn hékk á stórum nagla uppi yfir hálm- dýnunni. Drengurinn aðgætti gamla manninn nokkra stund. Hann svaf enn og hraut stórum, með galiopiinin taninlauisian miuininiimn. Carlos lyfti tréfætinum af nagl anum. Hann var þungur og fit- ugur. Carlos rétti hann bróður sínum. „Taktu við,“ hvíslaði hann. Svo gekk hann að asnanum og reyndi að fá hann til þess að standa á fætur. Blanco hreyfði sig ekki. Hann togaði í halann, en þá fór asninn að hrína. „Hver er þar?“ muldraði Joaquin syfjulegri röddu. „Flýttu þér burt,“ hvíslaði Carlos að yngra bróður sínum. Luis flýði, með tréfótinn und ir handleggnum. „Hver er þar?“ endurtók Joaquin og var nú glaðvaknað- ur. Hann fór að leita að tréfæt- inum. „Grípið þjófiinin!" hrópaði hann. Asninn horfði á Carlos dreym inn á svip. „Upp með þig,“ skipaði drengurinn og sló til hans með greinarstúf, er hann hafði fundið á gólfinu. Loks komst Blanco á fjóra fætur og fylgdi Carlos eftir. Inni í skúrnum hoppaði Joaq uin um á öðrum fæti og hafði gefizit upp við að fininia tréfót- inn. „Grípið þjófinn!“ æpt i'hiann. Allt í einu skrikaði honum fótur í myrkrinu og datt kylli- flatur. „Grípið þjófinn!" stundi hann enn einu sinni. Svo þagn aði hann. Drengirnir fóru útaf þjóðveg inum og inn á hliðarstíg, til þess að stytta sér leið. Carlos fór fyrstur. Blainco fylgdá hori- um gegninn og laut höfði. Eyr- un titruðu. Luis rak lestina, með tréfót Joaquins í fanginu. Hagamús skauzt út úr holu sinni og settist á afturfæturna, stnaiuik veiiðiihárin og þefiaö'i út í loftið. Luis fanmst húin stara á sig galopnum augum. Eflaust furðaði hún sig á því, hvað hamin væri að gera þarna m.eð tréfótinn hans Joaquins gamla. „Carlos,“ sagði hann, „ætti ég ekki að fara aftur með tré- fótinn til hans. Ég yrði ekki lengi. . . .“ Carlos yppti öxlum. „Til þess að hann ryki af stað að elta okkur uppi? Nei takk! Láttu mig flá hanm ef þú vilt ekki bera hann lengur" Og hanin batt tréfót Joaquins gamla sem bezt hann gat á bak asnanum með snærisspotta. „Svona, nú skulum við flýta okkur. Þessum Ameríkana væri vel trúandi til að taka hinn drenginn, ef við ekki komumst þangað fyrir klukkan átta.“ „Heldurðu,“ spurði Luis allt í einu, „heldurðu að þessi Am- eríkani þinn borgi þér að minnsta kosti þúsund peseta?“ „Já,“ sagði Carlos. „Þeir vita ekki hvað þeir eiga við pening- ana að gera, þarna í Amerík- unni. Það er eitthvað annað en við Spánverjarnir." Blanco nam snögglega staðar og rótáði með hófnum í dálitl- um taðhrauk. Hann var ber- sýnilega svangur, en gat ekki fengið sig til að kroppa úr tað inu þessi fáu strá er þar voru. „Áfraim,“ saigð'i Garlos. „O'kkur liggur á,“ siagði Luis. Blanco hafði loks ákveðið sig. Með ólundarsvip tíndi hann nokkur strá og tuggði þau lengi. Carlos danglaði í síðuna á Blanco, Luis ýtti á eftir hon- um, og Blanco fór aftur af stað, með síðasta stráið uppi í sér. Hann fór sér hægt, staðnæmd- ist oft og hrein við. „Hann gerir þetta viljandi,“ sagði Luis. „Við komumst aldrei alla leið.“ I þessu bar að tvo lögreglu- þjóna úr aðliggjandi götu. Lu- is, sem var áhyggjufullur út af því, hvað tímanum liði, hljóptil þeirra. „Afsakið, gætuð þér sagt mér hvað klukkan er? Annar lögregluþjónninn tók upp úr vasa sínum stærðar úr. „Klukkan er sjö,“ sagði hann. Drengirnir bjuggust til að halda áfram leiðar sinnar, þeg- ar annar lögregluþjónninn, sá eldri, skipaði þeim að nema staðar. „Hvað er þessi tréfótur að gera á baki asnans?“ spurði hann. „Ekkert,“ svaraði Carlos og tók sér stöðu milli asnans og lögregluþjónsins. „Hann er að hvíla sig,“ sagði Luis í flýti. Gamli lögregluþjónninn tók í hnakkadrambið á honum og setti hann niður þrjú skref frá asnanum, sem fór að hrína há- stöfum. „Ég vil fá að vita,“ sagði hann, „hvaðan þessi tréfótur kemur, og hvert hann fer.“ Carlos bölvaði Joaquin og tré- fætinum hans heitt og innilega í hj arta sér. „Þetta er tréfóturinn hans afa mins,“ sagði hann dapur í bragði. „Við erum á leiðinni með hann til söðlasmiðs til þess að láta skipta um ólar á hon- um.“ „Satt er það, ólarnar eru slitnar,11 sagðið gamli lögreglu- þjóinmLinn og ætlaði að fara burt við svo búið. En þá gekk ungi lögregluþjónninn að Carl os og spurði: „Á hann afi þinn asnann líka?“ „Já,“ svaraði Carlos. „Og hvað heitiir hanm afi þinn?“ Ungi lögregluþjónninn var með lítil og illúðleg augu, sem lágu mjög náið. Hann var höku skarpur og hárið hékk liðað fram yfir mitt ennið. „Rodrigu.ez,” sagði Carlos. „Juan Rodiriguez.“ „Skelfing er hann heimskur,“ hugsaði Luis. „Lögregluþjónn- inn hlýtur að vita að afi er löngu dáinn.“ Og til þess að bæta úr heimsku bróður síns sagði hann í flýti: „Hann heitir Joaquin, hann afi okkar.“ „Joaquin," hugsaði hann, „hann er þó enn á lífi.“ „Því ekki Vicente eöa Bas- ilio eðia Alfoiniso? Þið hafið stol- ið þessum asna. Fylgið mér!“ „Andartak,“ sagði gamli lög- reigluiþj óniniinin,. „Þessi as<nii,“ hélt hann áfram, „er skitugri en nokkurt svín. Við getum ekki tafið okkur á að taka hainm mieð.“ Ungi lögregluþjónninn skoð- aði Blanco. Hann hikaði við. „Mér fellur ekki að gert sé gys að mér,“ sagði hann loks. Hann setti byssuhólkinn um öxl sér, tók sinni hendinni í hvorn, Carlo« og Luis, og drasl- aði þeim með sér. Húsagarður lögreglustöðvar- innar var lítill og skuggalaus. Carlos settist á brunnbarminn. Tilfinningin um tilgangsleysi alls mótþróa gegn dómsúrskurði örlaganna gagntók hann. Hon- um fannst hann vera kraminn, gjöreyddur af vonleysi. En Lu is, sem venjulega var svo gæf- lymdur, réð sér ekki fyrir óþolinmæði. „Hún er bara tíu mínútur yf ir sjö, kannski kortér yfir,“ sagði hann. „Við getum ennþá komizt þetta.“ „Stattu kyrr, krakkaóféti," nöldraðd gamli lögregluiþjónin- inn. „Mig klígjar við þér.“ Hann hafði sett byssuna ájörð ina og setzt sjálfur á ri’ðiandi kollstól. Ungi lögregluþjónn- inn stóð teinréttur. Hann brosti hæðnislega og lét skína í skemmdar tennurnar. „Nú förum við að fininia hanin afa ykkar upplogna, ormarnir ykkar,“ sagði hann. „Við för- um að finna hann strax og liðs- foringinn kemur.“ Lokis bii'tisit Perez liðsforimgi í dyrunum. Hann var illur í skapi. Daginn áður hafði hann tapað 100 pesetum í fjárhættu- spili, og um morguninn hafði hann skorið sig við raksturinn. „Hvað gen'gur eiginlega á?“ spurði hann. Gamli lögregluþjónninn spratt á fætur. Ungi lögregluþjónninn hóf frásögn sína og lauk henni með því að segja: „og mér þótti ráðlegast að koma með þá hing- að.“ „Þótti þér ráðlegast að koma með þá hingað, ójá? Einn asna og tvo götustráka! Þú ert svei mér áhugasamur við vinnuna, Pedro sæll! Það er langt síðan ég tók eftir því.“ „En liðsforingi góður, þeir hafa áreiðanlega stolið þessum asna.“ „Stolið?“ spurði liðsforinginn. Hann hneppti frá sér efsta hnappnum á jakkanum og strauk sér um hökuna, þar sem rakhnífurinn hafði skorið hann. „Fífl!“ æpti hann svo allt í einu. „Því skyldu þeir hafa stol ið honum? Losaðu mig við þessa strákræfla og asnann og allt saman. Á dyr með það! Hentu því öllu saman út!“ „Klukkan er nákvæmlega tíu mínútur yfir hálf átta,“ hvísl- aði Luis. „Ef við flýtum okk- ur, getum við samt náð í tæka tíð.“ Sporvagnarnir voru þegar komnir á kreik og brunuðu um bæinn í allar áttir, úttroðnir af fólki. Blindingjarnir voru allir komnir á fætur og otuðu happ- drættisseðlum sínum að vegfar- endum. Skóburstararnir hring- sóluðu báðum megin götunnar mieð kaasa sima. „Liimpiia, limpia," söngl- uðu þeir. Gaimall sígauni sneri sveifinni á lírukassa frá Barbariu. Kona með ungbarn á baki ýtti á undan sér göml- um vaignii fulluim af fíkjum. „Una peseta la docena, aðeins eimn peseta tylftin.“ Klukkurnar í kirkju San Ju- an de Dios klingdu ákaft. Kon- an stöðvaði vagninn og signdi sig. „Áfram, Blanco,“ sagði Carl- os og slapp með naumindum fram hjá vagninum. Áfram, Blanco,“ át Luis upp eftir honum. Blanco skokkaði áfram, hmaikkiaikerrtur. Hófarnir runnu eilítið til á steinlögðu strætinu. Allt í einu losnaði tréfótur Joaquins og slóst í síðu Blancos. Hann nam staðar. Svartur vagn kom út úr hliðargötu, eins og sitór og óásjáleg skepna, ók sitt á hvað, en brunaði loks beint á Blanco, sem ennþá stóð í sömu sporum og íhugaði ef- laust með sjálfum sér, hvernig hann gæti bezt losnað við tré- fótinn. „Afturábak!“ veiniaði Luis, danðsikelkaður. „Afturábak, Blaraco!" Hann togaði í halann á asn- anum og reyndi árangurslaust að fá hann til að stíga aftur upp á gangstéttina. Carlos heyrði óp bróður sins og sneri sér við. Blanco lá á bakinu, fæturnir stirðir og snoppan í göturykinu. Hann dró andann með erfiðismunum. „Hann er búinn að vera, asn inn ykkar,“ sagði bóndi nokk- ur, sem beygði sig niður að Blanco og þuklaði hann á kviðnum. „Já, hann er búinn að vera,“ endurtók hann nærri því ánægjulega. „En falleg var skepnan." Carlos beygði sig líka niður að Blanco og þuklaði hann á kviðiniuim. „Snertu ekki á honum,“ sagði Luis. „Þú gætir meitt hann.“ Carlos barði sér á brjóst báð um hnefum. „En ég þá! Þú hugsar ekkert um mig, heldurðu kannski að mér líði vel?“ „Láttu hann deyja í friði,“ sagði Luis lágt. Hann laut höfði og bætti við: „Þér hefur skjátlazt. Mærin frá Pilar hefur ekki gefið þér Blanco. Ef hún hefði gefið þér hann, hefði ekkert komið fyr- ir hann.“ Eins og til þess að bera á móti orðum Luis tók Blanco kipp, stóð upp og gekk af stað. „Víst gaf hún mér haon!“ hrópaði Carlos sigri hrósandi. „Það er ekkert að Blanco!" Hann flýtti sér að taka af sér skóna, sem hvort eð var alltaf duttu af honum og hent- ist berfættur á eftir asnanum. Luis hélt í humátt á eftir hon- um. En Blanco nam staðar eftir fáein spor. Hann var óstöðug- ur á fótunum og skalf allur. „Áfram, Iflanco, reynidu nú,“ sagði Carlos í bænarróm. „Við erum nærri komnir til Plaza de Gracia.“ Blanco horfði á drenginn hryggur í bragði. Hnén skulfu, brugðust, og hann lagðist á hlið ina. Höfuðið skall á gangstétt- arbrúnima. Harnn lokaði auigun- um. Nasirnar kipruðust saman, svo sá í tennur honum. Svo hreyfði hann sig ekki framar. „Nú er hann alveg dauður,“ sagði Luis. Carlos samsinnti þvi. „Já, hann er dauður. Og Ameríkan inn hafði sagt: „Ef þú hefur ekki asna, tekur það því ekki fyrir þig að koma.“ Þeir þögðu stundarkorn. Lu is tók upp tréfót Joaquins. „Hann hefur ekkert skadd- azt að ráði, fóturinn. Við get- um skilað Joaqudin homim aftur. En hvernig getum við bætt hon um Blanco?" Carlos svaraði ekki. Hann settisit á ganigstéttarbrúnima, beygði sig niður og rótaði £ rykinu með stórutánni. „Við verðum víst að fara aftur að selja möndlur, úr því sem komið er,“ sagði hann loku. 17. maí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.