Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Síða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Síða 18
hræddur um það úti um landið, ef menn héldu fundi og skýrðu þar málið. Ég er í stökustu vandraeðum með, hvað ég á nú að skrifa heim og leggja til. Mér er skapi næst að stinga af til Ameriku frá öllu saman í sumar, hvað sem gert verður, og láta svo þá hafa fyrir að hafa hér orðið, sem hafa verið mest áfram um að fara og hafa allan sóm- ann af því. Því gagnslaust verður það, hvort sem er.“ Þessu svarar Jóhannes m.a. á þessa leið í bréfi, dags. 30. apríl: „Þessu heim- boðsmáli er nú svo komið, að það verð- ur okkur til skapraunar og skaða. Bj. og E.H. hamast á móti því, án þess einu sinni að ráðfæra sig við kollega sína í flokksstjóminni, svo turnerar (snýst) ísafold, áður en hún er búin að fá að vita, hve mikið og sterkt fylgi sú skoð- un hefur í flokknum, sem hún hefur haldið fram. Blöðin, sérstaklega ísa- fold, eru því kompromitteruð (skuld- bundin), hvemig sem fer og er það mikill skaði. Þjóðviljann hef ég ekki séð, svo ég veit eigi, hvað hann kann að hafa sagt. Eins og ég skrifaði þér um daginn, erum við séra Einar þeirrar skoðunar, að bezt væri að enginn færi, en nú er viðbúið að einhverjir séu búnir að binda sig. Ég held að það væri því rétt- ast að lýsa yfir þvi, að þingmenn flokksins hefðu eigi viljað gjöra það að flokksmáli, hvort taka skyldi hoðinu, en að svo sem flestir færu, ef einhverj- ir eru búnir að binda sig eða viija fara, svo af þvi getur ekki orðið að enginn fari. Þetta virðist mér i fljótu bragði vera bezta ráðið til þess að bjarga áliti blaðanna að því, sem hægt er, því uppá- stunga ísafoldar um sendinefnd finnst mér vera ómöguieg: Það er annars ekki gaman að eiga við svona mál, þar sem hver situr i sínu horni og menn ná ekki einu sinni til að tala saman og bréf geta ekki gengið á milli manna á þess- um árstíma." Bréf þessi sýna vel, hversu forystu- laus Þjóðræðisflokkurinn hefur verið á þessu tímabili. Menn sitja hver í sínu horni, fara sínu fram og enginn hefur samband við annan. Hér örlar á þeim klofningi, sem síðar varð milli tveggja fuíltrúa Þjóðræðisflokksins í uppkasts- nefndinni, og Skúla Thoroddsens og Bjöms Jónssonar og gömlu landvam- armannanna. í bréfi frá dr. Valtý, sem dagsett er 8. maí, segir hann m.a., að Stefán Stefánsson sé „rasandi við flokksstjórnina . . . út af aðgerðum hennar með sendinefnd og þvílíkt til og frá, sem rétt er.“ Og 13. maí segir dr. Valtýr enn: „G.Han. (Guðmundur Hannesson) heldur áfram að agetera (hafa uppi áróður) fyrir skilnaði og tel ég það fremur gott að vissu leyti, þó ég sé skilnaðinum algerlega mótfall- Jón Jensson A' /o ?■ jtfsisLsiA. Q—Asl/0 /yyiX^C Aist. 'VJÍ’ /ÍAS' /2-~/ /a-C V! • - ? , ' y/ - » / ÁCA~-t /-éw i 2A^sl* • jl ' y/ y? • a /' /JA.__v '//* - ^ r y í4->n- ^ ^ /t+'d y-4—t __i /ot/y / ów4* j /c/t /m —. «, ^ w / Rithönd Jóhannesar hæjarfógeta. inn, hugsa annars fremur lítið um póli- tik um þessar mundir . . . “ Ekki er kyn, þó að slík vinnuhrögð sem þarna hafa tíðkazt, eigi eftir að draga dilk á eftir sér i afstöðunni til Uppkastsins tæpu ári síðar. Ekki verð- ur leitazt við hér að kveða upp dóm um það, hver þá hafði rétt fyrir sér, en Jóhannes Jóhannesson lýsir yfir því á þingi siðar, að þeir Stefán Stefánsson hafi ekki svikið Þjóðræðisflokkinn, heldur flokkurinn þá og kom sama við- horfið fram í ræðu, sem Stefán Stefáns- son flutti á fjölmennum fundi í barna- skólaportinu í Reykjavík, sem frægur er orðinn. Dr. Valtýr Guðmundsson feilst á uppkastið, enda er hann samþykkur því, þó að hann tvístigi siðar eins og sýnt verður fram á. Hann var pragma- tískur stjórnmálamaður, sumir segja tækifærissinnaður, en þetta tvennt er sitt hvað. Dr. Valtýr reynir að standa fót- um í báðum herbúðum, en flest snýst honum öndvert. Jóhannes reynir að halda honum við efnið. Hann skrifar honum 4. júní athyglisvert bréf um það, þegar þeir Stefán koma frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur, eftir að þeir hafa undirskrifað Uppkastið og reynir að gera honum grein fyrir þeim áfanga, sem þeir telja að nú hafi náðst. En mik- ill hití er í mönnum og erfitt að rök- ræða málið af skynsemi. Og tilfinning- arnar hlaupa með ýmsa í gönur: „Seyðisfirði, 4. júni 1908. Elskulegi Valtýr minn. Fáeinar línur verð ég að senda þér með Ingólfi, eða fyrstu skípsferðinni sem fellur, eftir að ég er kominn heim, bæði til að þakka þér fyrir síðast og svo til að láta þig vita, hvernig sakír standa, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt og ég get. Við komum til Reykjavíkur um miðj- an dag þann 27., tveimur dögum undan áætlun. Seinnipart dagsins fórum við Stefán (Stefánsson) til Bjöms Jóns- sonar til að tala við hann. Hann tók okkur vel og kurteislega og áttum við tal við hann inni á innri kontór og fór- um í gegnum uppkastið og skýrðum mál ið fyrir honum, en þegar við vorum komnir aftur i mitt uppkastið, var hurð- inni hrundið upp og inn kom Bjarni frá Vogi, sagðist hafa heyrt til okkar fram á fremri kontórinn — staðið á hleri — og tók orðið af Birni Jónssyni og fór að skattyrðast við okkur Stefán með sínum venjulegu öfgum og reigingi, svo ekkert varð úr rólegu samtali. Þá um kvöldið kom út blað af ísafold, fullt af árásum, og það svæsnum, á uppkastið og jafnvel stórlygum, sbr. greinina: „Einir ráða þeir.“ Við Stefán fórum því ekki til Björns daginn eftir, uppstign- ingardag, heldur notuðum hann til ann- arra heimsókna. Við fórum til Einars Hjörleifssonar og töluðum lengi við hann. Hann talaði af sannsýni um frum- varpið, en hafði dálítið að athuga við einstök atriðí, t.a.m. uppsegjanleikann. Svo til Jóns Jenssonar, sem er algjör- lega með og sagði að frv. gengi lengra en Jón Sigurðsson hefði dreymt um; til Kr. Jónssonar, sem einnig setur óupp- segjanleikann fyrir síg, eða slær þvi út; hann kvað í hjarta sínu vera'með frv„ en kona og börn láta hann ekki í friði og eru mjög æst! til Guðm. Magnússon- ar, sem er algjörlega með. Svo töluðum við við fleiri stjórnarandstæðinga, sem eru algjörlega með, t.a.m. Jón Helga- son, Jón Ráðgerðing, Einar Arnórsson. Séra Ólaf (Fríkirkjuprest) fundum við ekki þá, en síðar, og var hann fremur góður, þótt hann vildi ekki hailast óhikað að frv. Hannes (Þorsteinsson), ritstjóri, er og á báðum áttum, veit ekki hverjir muni hafa betur, því svo mikl- um moðreyk hafði Bjarni getað þyrl- að upp að eigi var gott að átta sig. Stefán talaði lengi við Guðmund Hannesson, en hann er alveg á móti og hefur áhrlf á fsafoloar<í5jom. A HJstu- dagsmorgim kom Bjöm upp til mín til Gunnars Þorbjörnssonar, þar sem ég bjó, og sagðist vilja interviuera (eiga blaðasamtal við) okkur Stefán og prenta það loyalt (af trúmennsku) í Isafold daginn eftir. Við settum þá upp, að þar væru ekki aðrir við, og við ekki trufiaðir, og töiuðum við hann tvo tíma um daginn. Um laugardags- morguninn fengum við svo að sjá inter- viuið (samialið) í próförk og gera athugasemdir við það, og er við skil- uðum því aftur, ruddust þeir Bjami Jónsson og Benedikt Sveinsson inn á okkur — höfðu séð mig fara inn tál Bjöms — en þá vísaði Bjöm þeim burtu og sagðist vera upptekinn. Við Stefán heimtuðum svo kallaða saman flokksstjóra og representana (fulltrúa flokksins) á fund á laugardaginn og lofaðí Bjöm því, en óskaði að Guðm. Hannesson væri með sem formaður I stjóm iandvarnarmanna og samsinnt- um við þvL Á laugardaginn kL 6 átti fundurinn að vera á Hótel íslandi og mættu þar þá ekki aðrir af okkar mönnum en Björn, Einar Hjörleifsson, Kristján Jónsson og Bjöm Ólafsson, en svo þeir Guðm. H., Þorst. ErL og Jón Galti. Við Stefán protesteruðum (mót- mæltum), sögðumst engan reikning eiga eða vilja standa öðrum en okkar flokksmönnum. Svo skömmuðum við Björn fyrir framkomu hans, sérstaklega frá flokkssjónarmiði, sögðum að hann hefði átt að teija kosti frv. og eigna okkur þá, svo hefði hann getað kritiser- að (gagnrýnt) galla þá, ef honum fyndust vera. Guðm. Hannesson vildi skella skuldinni á þig, þú hefðir vak- ið vonir, er hefðu brugðizt. Ég sagði honum, að það væri jafnan hægt verk að skella skuldinni á fjarverandi menn, en ekki að sama skapi drengilegt. Björn tók skömmunum vel og hélt að siðustu ræðu fyrir okkur Stefáni. Sagði að við, eftir framkomu okkar, gætum ekki haft óhreint mél í pokanum og þakkaði okkur fyrir starf okkar í nefndinni. Og undir það tóku aliir, sem viðstaddir voru. Svo um kvöldið kom ísafold með interviuið athugasemdar- laust. Um kvöldið fórum við í samsæti allir nefndarmenn, sem rúmir 100 menn úr öllum flokkum héldu okkur: í „Iðnó“. Þar talaði Guðm. Björnsson vel fyrir minni nefndarinnar, en Jón Ólafsson flónskaðist til að þakka okkur Stefáni sérstaklega, en Stefán mótmælti því. Á sunnudagsmorguninn kl. 9 fór ég úr Rvík með Próspero og kom heim í gær um miðjan dag. Fálkinn beið til 4. í Rvík vegna fæðingardags konungs. Á laugardagskvöldið boðaði stjóm Land- varnar (eða B. Jónsson í umboði henn- ar) til prótestfundar (mótmælafundar) í Bárunni og bauð öUum, sem vildu Skúli Thoroddsen * 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. maií 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.