Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1970, Side 16
 ^ ^ • <fu, U-dlí f Ái '+'ZrfL C*U, V-J^—/JL *~~> UZttJZcfrccáXu. hJf' f^fr i JLlnm^r, aííí rjdtM^jcá tyU&~ Íl-Cíj-I. -jYjU* ar 'fifatLr (& ^ terk* Undirskriftirnar um erindisbréf fulltrúa Þjóðræðismanna í milliþinganefndinni 1908. tJr fundargerðarbók flokksins. S j álf stæðisf lokk- ui*inn gamli 1915 Framhald af bls. 4 nefndinni, og neitar að gefa minnihlut- anum kost á að nefna nema 2 menn, en kveðst til samkomulags mundu tilnefna Hannes Þorsteinsson, sem landvarnar- mann. Fundarstjóra falið að skýra meiri- hlutanum frá því, að minnihlutinn geti ekki tilnefnt menn í millilandanefnd- ina með þeim skilyrðum og eftir þeim reglum, er hann hefir sett.“ Á næsta fundi er skýrt frá því að meirihlutinn hafi samþykkt að Þjóðræð isflokkurinn nefni tvo menn í milli- landanefndina „og Sigurður Jensson gangi í nefndina með samþykki beggja flokka sem fulltrúi landvarnarmanna. En því er haldið föstu, að ekki megi tilnefna utanþingsmann." Áður en endanleg ákvörðun er tek- in um það, hvort Þjóðræðisflokkurinn skuli ganga að þessu tilboði meirihlut- ans, er ákveðið að spyrjast fyrir um það hjá landvamarmönnum „hvort þeir vilji viðurkenna Sigurð Jensson eða einhvern annan innanþingsmann sem fulltrúa sinn í millilandanefndinni, eða kjósi heldur að vera fulltrúalausir. Til að bera sig saman við landvarnar- menn og taka á móti svörum þeirra í þessu efni voru kosnir: Stefán Stefáns- son, Sigurður Stefánsson (frá Vigur) og Valtýr Guðmundsson." Á fundi miðvikudaginn 10. júlí er skýrt frá því að landvarnarmenn við- urkenni Sigurð Jensson fulltrúa sinn í millilandanefndinni, ef hann taki á móti tilnefningunni en á „prívatfundi þingmanna" þennan sama dag, kveðst Sigurður tilefna í nefndina fyrir hönd Landvarnarflokksins Jón Jensson, yfir- dómara. En þá lýsti ráðherra, Hannes Hafstein, yfir því, að tilnefning utan- þingsmanns yrði ekki tekin til greina. „Þá er borin upp sú tillaga að Þjóð- ræðisflokkurinn tilnefni menn í nefnd- ina, ef hann fær að tilnefna frjálst þrjá menn innanþings. Sigurður Jensson tekur það fram, að hann taki ekki þátt í tilnefn ingunni, af því hann kveðst vera búinn að tilnefna mann fyrir Landvarnarflokkinn. Téð tillaga var samþykkt með meiri- hluta atkvæða. Stefáni Stefánssyni og Ólafi Briem var faiið að tilkynna meiri- hlutanum þessi úrslit. Að stundu lið- inni komu á fundinn sendimenn frá meirihlutanum, Guðmundur Björnsson og Guðlaugur Guðmundsson, og skýrðu frá, að meirihlutinn hefði samþykkt kröfu Þjóðræðisflokksins um rétt til að tilnefna 3 menn í millilandanefndina skilyrðislaust. Jafnframt fluttu þeir þau tilmæli meirihlutans, að Valtýr Guðmundsson og Skúli Thoroddsen yrðu fyrir tilnefningu af hálfu Þjóð- ræðisflokksins. Var þá samþykkt að Þjóðræðisflokk- urinn tæki þátt i skipun millilanda- nefndarinnar með því að tilnefna 3 menn, og féllu atkvæði þannig: Jóhannes Jóhannesson 1. þm. Norðmýl. 10 atkv. Skúli Thoroddsen þingm. N. ísf. 10 atkv Stefán Stefánsson 2. þm. Skagf. 9 atkv. Þessir þrír menn eru því rétt til- nefndir í nefndina. Fundarstjóra var falið að tiikynna það ráðherra.“ Á næsta fundi er svo samþykkt af öllum þingmönnum Þjóðræðisflokksins „Fundarályktun um samningsgrundvöll í sambandsmáli fslands og Danmerkur," og sagt í upphafi að ísland skuli „vera frjálst sambandsland Danmerkur í konungssambandi við hana með full- veldi yfir öllum sínum málum,“ en í fyrstu grein hins endanlega Uppkasts eða Sambandslagafrumvarps 1908, segir: „ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru því í ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eftir orðið, „Danmerkur", orðin: „og íslands,“ seg- ir í samþykkt þjóðræðismanna. Og í öðrum kafla erindisbréfsins er sagt. að fela megi „þó Dönum að fara með ýmis mál fyrir íslands hönd, með- an um semur, þau er eftir ástæðum landsins þykir gjörlegt, t.d. konungs- erfðir, hervarnir, utanríkismál, mynt. Öll önnur mál skulu íslendingar vera einráðir um með konungi, og verða þau að sjálfsögðu eigi borin upp í ríkisráði Dana.“ Þá er rætt um sérstakan, íslenzkan þegnrétt, sem íslenzkt sérmál og sagt að fáni skuli „og vera sérstakur fyrir ís- land, en til samkomulags má vinna, að ákveðið sé, að íslenzk skip hafi dansk- an fána í utanríkishöfn". Loks er talað um að íslendingar ein- ir hafi rétt til fiskveiða í íslenzkri landhelgi, en með samningi megi veita Dönum rétt til fiskveiða í henni „gegn því að þeir annist landhelgisvarnir hér við land, meðan þörf er, eða láti önnur hlunnindi í móti koma“. „Framanritaðri fundarályktun til staðfestingar eru undirrituð nöfn allra flokksmanna: Björn Kristjánsson, Jó- hannes Jóhannesson, Ólafur Briem, Sig urður Stefánsson, Sigurður Jensson, Stefán Stefánsson, Einar Þórðarson, Ólafur Ólafsson, (Fríkirkjuprestur), Ólafur Thorlacíus, Skúli Thoroddsen, Valtýr Guðmundsson og Þorgr. Þórðar- son. f athugasemd segir Magnús Andrés- son, sem lengi hefur verið þingmaður, að hann álíti réttast „að millilanda- nefndin hafi frjálsar hendur til að starfa að verkefni sínu innan þeirra takmarka, að grundvöllur fyrir samn- ingum sé sá, að samband íslands við veldi Danakonungs byggist á frjálsu samþykki íslendinga og að þeir hafi fullveldi í málum sínum. Nánari ákvæði, er felast í framanrit- uðu erindisbréfi flokksins til nefndar- manna, skoða ég sem yfirlýsing hans um, að hann álíti að íslendingar hafi samkvæmt gamla sáttmála rétt til þess fyrirkomulags, sem tekið er fram í bréfinu, en það sé nefndarinnar að rannsaka og gjöra tillögur um, að hve miklu leyti það sé hagkvæmt að skipa sambandsmálinu þannig, og að þá eigi hún að hafa hvort tveggja jafnt fyrir augum: pólitískt og fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðar vorrar. Þar sem talað er um í erindisbréf- inu, að sérmál íslands skuli ekki borin upp í ríkisráðinu, þá lít ég svo á að til- gangurinn með því að taka það fram hér, sé aðeins sá, að nefndin eigi undir umræðum um málin að reyna til með lagi að komast að því, hvort stjórn- arskrárbreyting í þá átt mundi mæta mikilli mótspyrnu í Danmörku, en alls eigi hinu, að hafa neitt ákvæði um slíkt í sambandslögunum, eða gefa Dönum undir fótinn með að ráða nokkru um þetta, sem er sérmál vort. Með þessari athugasemd undirskrif- ar, Magnús Andrjesson." Það er svo á fundi föstudaginn 6. sept. 1907, sem þeir hittast til við- ræðna, „um samvinnu milli Þjóðræðis- flokksins og Landvarnarflokksins við undirbúning undir næstu alþingiskosn- ingar,“ Björn Jónsson ritstjóri, formað- ur í flokksstjórn Þjóðræðisflokksins, Kristján Jónsson, yfirdómari, og Guð- mundur Hannesson, héraðslæknir, af hálfu Þjóðræðisflokksmanna, og Jón Jensson, yfirdómari, Jens Pálsson, pró- fastur, Bjarni Jónsson frá Vogi, rit- stjóri og Benedikt Sveinsson, ritstjóri, úr flokki landvarnarmanna — „og var því máli vel tekið af fulltrúum beggja flokkanna." „Gert svo ráð fyrir, að flokksstjóm- ir beggja flokkanna beri sig saman um nánara fyrirkomulag þeirrar samvinnu og kosningaundirbúninginn í heild sinni.“ ★ ★ Til að fá einhverja hugmynd um það stjórnleysi, sem ríkti í röðum þjóðræð- ismanna fyrir heimsókn íslenzku þing- mannanna til Danmerkur 1906 og hversu hættulegt það gat reynzt þeim síðar, eins og raunar varð, er ástæða til að vitna í bréf dr. Valtýs og Jóhannesar Jóhannessonar, en langvarandi og ítar- leg bréfaskipti þeirra hafa verið al- menningi ókunn. Varpa þau þó ljósi á margt sem úrslitum ræður í landsmálum á löngum þingmannaferli þeirra. En auðvitað verður að taka slík bréf með fyrirvara, þótt þau ættu að geta verið sæmileg heimild um sumt það, sem þá var ofarlega á baugi í stjórnmálum landsins. Forsenda stjórnleysisins eða óeining- ar þjóðræðisimiaininia er þesisi: Þeigar Hannes Hafstein kemur heim til íslands af konungsfundi hefur hann upp á vaa- ann boð frá Friðriki VIII, þá nýorðnum konungi og vinveittum íslendingum, til íslenzkra þingmanna um að koma til Danmerkur til að kynnast og ræða við þingbræður sína þar. Er engu líkara en sú frétt hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir forystu- menn stjórnarandstöðunnar. Blöð þeirra verða ráðvillt, enginn virðist hafa samráð við annan og sérhver tek- ur þá stefnu sem honum bezt líkar. Er sýnilegt að þessi leikur Hannesar Haf- Forsetar Alþingis: Björn Jónsson, ásamt Hannesi Þorsteinssyni og Kristjáni Jónssyni (síðar ráðherra) á leið til Hafnar á konungsfund 1909. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. maí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.