Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 12
Greta Garbo
Fraimhald af bls. 9.
í rúmgóðum híbýlum á Pera
Palace hótelinu. Þetta var í
desembermánuði árið 1924. Jól
voru í nánd. Fyrsta verkefnið
var auðvitað að halda hinni
sænsku nýlendu borgarinnar
dýrlega veizlu, en því næst
voru tekin dollaragrín á leigu
til þess að skoða hugsanlega og
væntanlega upptökustaði. Ekk
ert lá á. Vikur liðu, fólkið fór
í búðir og skoðaði sig um í
borginni, reikaði um markað-
ina og öngstrætin. Stiller færði
Gretu gullfallega loðkápu, en
það var hin venjulega gjöf mið-
aldra herramanna til ástmeyja
sinna á þeim tíma. Þau voru
saman mörgum stundum, en
stundum fór Greta einnig ein-
förum.
Loks, þegar Stiller þóttist
reiðubúinn til þess að hefja
töku myndarinnar gengu pen-
ingarnir til þurrðar. Hann lét
það ekki á sig fá, heldur sendi
umsvifalaust skeyti og heimt-
aði meira fé. Ekkert svar barst
við skeytinu. Stuðningsmenn
Stillers og fjárhaldsmenn voru
nefnilega famir á höfuðiið og
sænska sendiráðið í Konstan-
tínópel varð að greiða fargjald
hópsins heim.
Greta hafði engar áhyggjur
af þessu. Hún reiddi sig alger-
lega á Stiller, sem hafði séð um
alla hennar samninga. Svo var
hún heldur ekki nema smá-
stjarna ennþá. Stiller var
snöggur að bjarga sínu eigin
skinni; hann hraðaði sér til
Berlínar, þar sem hann tók
íbúð á leigu í Tíergaetenhótel-
inu og hafði Gretu með sér.
Hann var í prýðisskapi og hóf
samninga við hina og þessa um-
boðsmenn.
En honum bárust engin girni
leg boð. G.W. Pabst, annar leik
stjóri, var í þann veginn að
gera myndina „The Joyless
Street“, sem átti að vera raun-
sæ lýsing á eftirstríðshnignun-
inni og gerðist í Vínarborg.
Pabst vildi frá Gretu Garbo til
þess að leika hlutverk eldri
dóttur, sem reynir að halda
fjölskyldu sinni saman. Stiller
sá um samninga fyrir hönd
Gretu og hafði því nær gert
allar samningavonir að engu
með óhóflegum kröfum sínum.
Hann heimtaði, að allar greiðsl-
ur yrðu í bandarískum dollur-
um, uppihald hans yrði honum
að kostnaðarlausu og hann
fengi sinn eigin kvikmynda
tökumann. Pabst féllst á allt
saman, nema myndatökumann-
inn, en valdi í þess stað Guido
Seeber. Pabst átti mjög góða
samvinnu við alla leikara sína
(þar á meðal Mariene Dietrich,
sem hafði á hendi minni háttar
hlutverk), en efnd myndarinn-
ar féll áhorfendum hins vegar
misjafnlega í geð.
Stiller hafði æft Gretu fyr-
ir þessa mynd. En um sama
leyti var hann að reyna að
koma á laggimar risavaxinni
kvikmyndasamsteypu, sem átti
að tryggja þeim skötuhjúum
örugga framtíð. Hinar stórfeng
legu ráðagerðir hans fóru út
um þúfur. En um líkt leyti var
Pabst á höttunum eftir Gretu
í aðra mynd. Hún gætti þess
ekki að gera Stiller viðvart
um boðið og hann frétti það að-
eins utan að sér. Hann varð
ofsareiður og bar það á Gretu,
að hún hefði ætlað að svíkjast
aftan að honum. Greta brast í
grát en féllst svo á það að
hætta öllum samningum sínum
við Pabst.
Stiller hafði þegar fengið
aðra stórfenglega hugmynd, er
hér var komið sögu. Hann
komst á snoðir um það, að vold-
ugur bandarískur kvikmynda-
jöfur, Louis B. Meyer, gamall
skransali, sem orðið hafði
varaforseti Metro-Goldwyn-
Mayer félagsins (félags þess
sem hreykti sér af „fleiri
stjörniuim en væru á hkninfest-
ingunni") væri á leið til Berlín
ar. Mayer var að koma frá
Róm, þar sem hann hafði ver-
ið að greiða úr einhverjum fjár
málaflækjum í sambandi við
nýjasta milljónafyrirtæki fé-
lagsins, töku stórmyndarinnar
„Ben Húr“. Nú var Mayer á
ferð um meginlandið að þefa
uppi hæfileikafólk.
Stiller flutti sig nú um set
til hins glæsilega hótels
Esplanade. Honum fannst það
tilkomumeira og hélt það mundi
kannski verða honum að ein-
hverju liði. Mayer kom og
gerði honum tilboð. Stiller
hafnaði því, en krafðist þess í
stað óhóflegra launa — um sex
þúsund punda á viku. Mayer
gekk að þessu, en Stiller lét
sér ekki segjast fremur en
endranær hieldiur réðst 4 hainn
frá nýrri hlið. Hann kvaðst auð
vitað ekki geta farið til Banda-
ríkjanna nema hafa Gretu
Garbo með sér; yrði því einnig
að ráða hana. Mayer kvaðst
hafa meir en nóg af fallegum
stúlkum á samningi. En Stiller
varð ekki þokað. Hann krafð-
ist þess, að Greta fylgdi með í
kaupunum. Mayer sagðist þá
að minnsta kosti geta litið á
hana.
Garbo lýsti síðar fundi
þeirra á þessa leið: — Þegar
ég kom á fund herra Mayers
leit hann varla á mig. Hann
samdi um allt við Stiller. Ég
vissi, að mér var fyrir beztu
að gera allt, sem hann sagði.
Ég sagði alltaf „Er það ráð-
legt?“ og ef hann svaraði „Já“,
þá gerði ég það, sem um var
að ræða. —
Mayer gerði þriggja ára
samning við Gretu til þess að
fá Stiller. Greta átti að fá um
hundrað og fimmtíu pund á
viku fyrsta árið, tvö hundruð
og fimmtíu annað árið og þrjú
hundruð það þriðja. Þegar allt
var klappað og klárt skaut
hann þessu að Stiller: —
Segðu henni, að bandarískum
karlmönnum geðjist ekki að
feitu kvenfólki. —
Án efa hefur Greta búizt við
þvi að stræti New York borg-
ar yrðu þakin blómum í til-
efni komu þeirra. En svo var
nú ekki. Þegar sænska far-
þegaskipið Drottningholm lagð-
ist að hafnarbakkanum við
fimmtugasta og sjöunda stræti
hinn sjötta júlí árið 1925 var
einn einasti ljósmyndari mætt-
ur þar. Hann tók fáeinar mynd
ir í flýti og það var allt og
sumt.
Útlendingarnir tveir fengu
sér herbergi á Commodorehótel
inu. Hitabylgja geisaði í borg-
inni og Greta varði mestum
tíma sínum í köldu baði.
Stiller var yfirfullur af hug-
myndum. Hann hringdi í MGM
félagið og hugðist segja þeim
frá snjallri kvikmyndasögu,
sem hann var með í kollinum.
En enginn virtist hafa áhuga á
slíku. Nikolas Schenck, yfir-
maður New York-skrifstofu fé-
lagsins hafði aldrei tíma til
þess að hitta Stiller. Þetta var
auðmýkjandi reynsla manni,
sem var frægur um alla Evr-
ópu.
Stundum fóru þau Greta og
Stiller í kvikmyndahús eða í
leikhús og gaumgæfðu leikar-
ana, þrátt fyrir þá erfiðleika,
sem málið olli þeim. Tíminn leið
og þau fóru að leggja á ráð-
in um það að rjúfa samninga
sína og strjúka heim. Sænskur
vinur þeirra fór með þau í
vinnustofu ljósmyndarans An-
old Genthe. Honum þóttu and
litsdrættir Gretu „ljóðrænir"
og bað hana að sitja fyrir hjá
sér. Hann sveipaði einföldu,
gullnu sjali um axlir henni,
strauk hárið aftur um höfuð
henni og nokkru síðar birtist
heilsíðu mynd af henni í Vani-
ty Fair. Eimin útsendari MGM
rakst á hinar myndirnar, sem
teknar höfðu verið af Gretu
við þetta tækifæri og skipaði
svo fyrir, að fyrirsætan yrði
leituð uppi og reynt að ráða
hana. Það kom mjög á starfs-
fóikið, þegar Ijóst varð, að hún
var þegar komin á samning hjá
kvikmyndaverinu.
Þannig atvikaðist það, að
kallið kom frá Hollywood,
þremur mánuðum eftir að þau
Stiller og Greta stigu á land í
New York.
En ekki var allt fengið með
því. Þær kvenstjörnur, sem
vinsælastar voru í Hollywood
um þetta leyti voru smávaxn-
ar og víngerðar konur; Greta
hins vegar hávaxin oig öll stór-
gerðari. Hún ruddi að vísu
brautina fyrir Alexis Smith,
Ingrid Bergman og Ava
Gardner, en þeirra tími var
langt undan, er þetta var.
Greta var send í reynslu-
upptöku, en kvikmyndamenn-
irnir létu sér fátt um finnast.
Stiller var bálvondur vegna
þess, að ráða hans hafði ekki
verið leitað við upptökuna.
Hann krafðist þess, að önnur
taka færi fram og í það sinn
hafði hann sjálfur yfirumsjón
með hverju smáatriði. Árangur-
inn varð miklu betri, en í fyrra
sinnið og Mayer leizt æ betur
á Gretu.
Greta fluttist nú á Miramar-
hótelið, sem var lítið hótel í
Santa Monica. Stiller leigði sér
smáhýsi þar rétt hjá á strönd-
inni. Þau voru saman löngum
stundum og virtust hamingju-
söm. Þau komu oft til annarra
Svía þarna í nágrenninu og
skemmtu sér prýðilega. Greta
hafði yndi af því að leika sér
við börniin oig virtist hemni líða
betur með þedm en fullorðnia
fólkinu.
En brátt dró óveðursblikur
á loft fyrir Stiller. Stærsta
áfallið var það, er Greta var
lcnkis rá'ðiin til þess að leifca í
mynd og honum ekki fengin
leikstjórnin. Hann hafði tekið
talsverða áhættu er hann batt
frama sinn ferli Gretu og þetta
varð honum þungt áfall.
Monta Bell var ráðinn til að
stjórna „The Torrent“, sem
var gerð eftir skáldsögu
spánska rithöfundarins Blasco
Ibanez. Stiller æfði Gretu og
leiðbeindi henni á hverju
kvöldi. — Ef vel tekst, skaltu
fá að sjá bezta leik, sem þú
hefur nokkurn tíma augum
litið, — sagði hann hinum efa-
gjarna yfirmanni sínum,
Mayer.
Áður en taiklain hófst, sagði
Mayer Gretu að láta líta á
tennur sínar; honum þótti
alltof gleitt á milli þeirra.
Henni var líka skipað að
grenna sig. Hún fór í strang-
an megrunarkúr. Svo vann
hún samfleytt frá því klukk-
an sex að morgni til sex að
kvöldi, enda sagði þetta mikla
álag fljótlega til sím.
Greta var vöin miiklu nánari
tengslum og aðstæðum í hinum
litlu evrópsku kvikmyndaver-
um og hennd var um og ó um
hið iburðarmikla verksmiðju-
andrúmsloft, sem ríkti hjá
MGM félaginu. Henni veittist
auk þess erfitt að skilja ábend
ingar og tilsögn Monta Bell,
því hann talaði annað hvort
ensku við hana, ellegar með að-
stoð túlks. En Gretu fór brátt
fraim í enitikuinmi, a.m.k nóg til
þess, að henni fór að skiljast
merking setninga á borð við
„Hvað kemur þessum montna
Svía til þess að halda, að húti
geti leikið?" „Segðu þessum
heyrnarlausa Svía að kvik-
myndatakan sé að hefjast," og
„Hvar í f j andanum er þessi
flatfætla nú?“
En það fór að rætast úr fyr-
ir henni löngu áður, en töku
myndarinnar lauk. Fyrstu atrið
in komu Mayer mjög á óvart.
Þegar Greta sat með augun aft
ur á stól sínum milli atriða og
hengdi höfuðið, virtist hún ger-
sneydd öllum töfrum. Svo var
allt í einu kallað til kvik-
myndatöku. Þá reis hún úr
sæti síniu af miiklum tíg'uleik
og allt í einu lifnaði yfir and-
liti hennar og fegurð þess varð
öllum ljós, er viðstaddir voru.
Það varð sannkallað ástaræv-
intýri milli hennar og kvik-
myndavélarinnar.
Monta Bell skildist þegar í
stað, hvað um var að vera. öll-
um starfsmönnum við tökuna
varð ljóst, að stjarna var að
fæðast í heiminn. Mayer boð-
aði Gretu á sinn fund í skrif-
sitofú sína og sagðist vilja
semja á nýjan leik. Greta neit-
aði. Hún vildi bíða enn um
stund. Það líkaði Mayer illa,
sem skiljanlegt var. Hann
ræddi málið og kvaðst vilja
endurskoða auglýsingaherferð-
ina. Hann kvað Metro ætla að
'gera hama fræiga á alþjóðia-
vettvangi og það yrði að
hrinda af stað rækilegri aug-
lýsingaherferð með tilheyrandi
látum og fyrirgangi, sem sner-
ist um allt niður í Garbosápur
og annað í þeim dúr.
— Nei, ég held ekki, — svar-
aði Greta.
— Hugsaðu um alla pening-
ana, sem við eyðum í þig, —
sagði Mayer. Finnst þér
ekki þú ættir að sýna svolít-
inn samvinnuvilja? —
— Væri ekki ódýrara að gera
bara góða mynd? — spurði
hún.
Stiller fannst lokagerðin af
„The Torrent“ hræðileg. Gagn-
rýnendur fögnuðu hins vegar
nýrri stjörnu,
Nú bárust enn góðar fregn-
ir, þegar tilkynnt var að Stiller
ætti að stjórna næstu mynd
Gretu. Það var „The Temp-
tress", sem einnig var byggð á
sögu eftir Ibanez. En það fyr-
irtæki endaði með skelfingu.
Stiller vildi breyta handritinu
að efni til og gera myndina eft-
ir sínu eigin höfði. Hann rak
heilan herskara aðstoðarmanna
og hóf síðan tökuna, en ekki
eftir áætlun, heldur eftir því,
sem andinn innblés honum í
það og það sinnið, eins og
hann hafði gert í Evrópu.
Stiller, sérkennileg tækni
hans og almenn sérvizka varð
aðhlátursefni um gjörvallt
kvikmyndaverið. Stiller var
harðstjóri í starfi; hann sigaði
mönnum fram og aftur eins og
hundum og það jafnt starfs-
fólki sínu og fólki, sem hann
hafði alls ekkert vald yfir, eins
og frétta- og auglýsingamönn-
um. Þar við bættist, að hann
gaf gjarnan skipandr sínar á
sænsku, þýzku eða einhverju
slavnesku máli. Hann hafði
lært orðið ,,halló“ af því að
tala í símann og virtist halda,
að hann gæti fengið, hvað sem
væri, með því einu að hrópa
þetta orð. Svo reyndi hann
stundum að skipa fyrir um, að
vélarnar skyldu settar í gang,
með því að hrópa ,,stopp“, eða
þá hann reyndi að stöðva þær
með því að æpa „af stað“. Þeg-
ar nokkrar vikur voru liðnar
var hann settur frá stjórn
myndarinniar, en í staðinn kom
Fred Niblo, sem bjargað hafði
stórmyndinni „Ben Húr“.
Stuttu síðar bárust Gretu
þær fregnir, að Alva systir
hennar væri dáin úr berklum.
Allt þetta, þreytan, lát systur
hennar og áfall Stillers, dró
mjög úr henni kjarkinn, en
myndinni lauk hún samt. Við-
brögð gagnrýnenda voru öll á
eina lund. — Vera má, að hún
sé ekki bezta leikkona hvíta
tjaldsins, en engum dettur í
hug að deila um töframátt
hennar, — ritaði Robert Sher-
wood í Life.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
9. ágúst 1970