Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 12
SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Hverjar völdu þeir beztu myndir ársins 1970? Tvenn samtök í Bandaríkjun um, sem g-agrnrýna kvikmyndir reglulega, The National Board of Review og The National Society of Film Critics, birtu nýlega val sitt á beztu mynd, bezta leikstjóra og beztu leik- urum árið 1970. Völdu hin fyrr nefndu „Patton" beztu inn- lendu mynd ársins, en „The Wild Child“ hins vegar beztu erlendu myndina, og bezta leik stjórann Francois Truffaut fyr- ir sömu iriynd. Gagnrýnendur nefndu „KASH“, ádeilukennda gaman- mynd um Kóreu-styrjöldina, sem beztu myndina. Bezta leik- stjórann Ingmar Bergman fyr- ir „The Passion of Anna.“ Handritaiiöfundinn og Ieikstjór ann Eric Rohmer völdu þeir fyrir gerð bezta handrits að „My Niglit at Maud’s" og kúb anska kvikmyndatökumanninn Nestor Almendros, nefndu þeir fyrir beztu lci'ikmyndatöku i „The Wild Child“ og „My Night at Maud’s". Um val beztu leikara í aðal- hlutverkum, bæði karl- og kveniilutverki, ber samtökun- iim saman. Eru það George C. Scott, fyrir titilhiutverkið í „Patton“, og Glenda Jackson í hiutverkí frelsuðu systurinnar í brezku myndinni „Women in Love“, eftir sögu D. H. Lawr- ence. (Scott hefur einnig verið tilnefndur til Oscars-verð- launa, en hann hefur hafnað þeim fyrirfram á þeim forsend um, að hann vilji ekki taka þátt í þeirri ,,k.jötsýningu“.) Sem beztu leikara í aukahlut verkum valdi The National Board of Review Karen Black, fyrir leik hennar sem lagskonu hins rótlausa unga manns i „Five Easy Pieces”, og Frank Langella fyrir hlutverk hans í „Diary of a Mad Ilousewife" og „The 12 Chairs”. Gagnrýnendur nefndu hins vegar Lois Smith beztu leik- konu í aukahlutverki, fyrir leik hennar í hlutverki fiæk- ingsins í „Five Easy Pieces," og Chief Dan George, sem bezta leikara í aukahlutvcrki, í mynd Artliurs Penn, „Littie Big Man“. Hann leikur þar sjálfan sig, aldraðan, amerískan indí- ánahöfðingja. UM MÁNUDAGSMYNDIR Þegar Háskólabíó gerði mánu daga að sérstökum degi í lífi kvikmyndaunnenda, iiðlaðist það náð og virðingu fyrír aug- liti þeirra, að ég segi ekki geislabaug umhverfis þakið. Verður þetta framtak seint þakkað og aldrei metið að fullu. Sýnir aðsóknin að þess- um myndum bezt, hversu mikil þörf var orðin á einhverju slíku fyrirkomulagi. En eitt tæknilegt vandamál Jiefur skotið upp kollinum á nokkrum þessara sýninga. Þeg- ar um hefur verið að ræða kvikmyndir, sem teknar hafa verið í „normaI“ hlutföllum (Academy format; hlutfall 1.33:1) eins og til dæmis „Yo- ung Afrodites” og „Sjö Samúr- ajar“, liefur í sýningu skorizt svo mjög ofan af myndinni, að höfuð leikendanna hafa iðulega horfið að hálfu cða öllu leyti, auk þess sem engin myndbygg- ing kemst réttilega til skila. Stafar þetta af því, að við sýn- inguna er notuð „wide screen“ linsa (hlutfall 1.85:1), sem breiðir úr myndinni á þverveg- inn með fyrrgreindum afleiðing um. Hins v’egar ■imn vera hægt að breyta þessu án nokkurrar fyrirhafnar, þannig að mynd ramminn komist allur til skila, eins og liöfundarnir i'öfðu gert ráð fyrir í upphafi, en við það mundi myndin minnka nokkuð á tjaldinu, textinn jafnframt smækka og færast ofar i mynd flötinn. Ásta'ðan fyrir bví að þetta hefur ekki v?rið gert e? einfaldlega sú, áð Iiáskólabíó hefur talið, :ú) áhorfendum niiindi ekki falla slíkt í geð, og þar af leiðandi hefur verið teygt á þeim eins og fyrr segir. Mín skoðun er samt sú, að stór liluti mánudagsgesta hlyti að fagna því, að fá að sjá þess- ar myndir óbrenglaðar og í upp runalegum stærðarhlutföllum. Væri ekki úr vegi fyrir liúsið að athuga þetta nánar, og mætti þá t.d. sýna þessar myndir í uppriinalegum hlutfölhim einn mániidag af þremur og augiýsa það þá sérstaklega. Væri fróð- legt að heyra álit annarra á þessu máli. UM SÝNINGAR KVIKMYJÍDAHÚSANNA ALMENNT Sú ánægjulega þróun virðist nú vera að eíga sér stað, að kvikmyndahúsin fái stöðugt nýrri myndir til sýningar, og að þriggja til fjögurra ára ald urinn, sem áður var algengur sé smám saman að færast nið- ur í tveggja til þriggja ára ald ur. Ber að fagna þessarí þróun og vona, að liún stefni áfram í sönitl átt. En eitt er það atriði, sem vert er að víta kvikmyndahús borgarinnar fyrir, eða að minnsta kosti mörg þeirra. Er það ekki skilyrðislaus réttur kvikmyndahúsgesta að fá að sjá kvikmyndina ALLA, nafna lista og annað, sem oft koma í lok myndarinnar? Það er engin afsökun fyrir sýningarstjórann að draga tjaldið fyrir, þótt all- ir standi upp, þegar endalokin fara að nálgast. Æðibunugang. ur þeirra, sem þurfa að hraða sér út í einum spreng, veldur þvi að hinir, sem meiri tíma hafa, VERÐA að standa upp tii að reyna að sjá á tjaldið. En þá þykir sýningarstjóran- um náttiirulega sjálfsagt, úr því allir eru staðnir upp, mál til komið að draga tjaldið fyr- ir og kveikja í salnum. Hver til gangurinn er með öllum þess- um hraða af hálfu kvikmynda- liússins, kemur livergi skýrt fram. Nú hlýtur sýningamönn- um að vera borgað fyrir að sýna myndina alla og tæplega em þeir að slægjast eftir þess- ari einu mínútu, eða svo, sem eftir var af ntyndiiini ? Eða er það? Það er afdráttarlaus krafa þeirra kvikmyndahúsgesta, sem liafa vilja og tíma, að fá að sjá allar myndir til cnda. Þessi ó- siður, sem hlýtur að vera Jaga brot, Itefur iiðizt alltof Iengi ó- átalinn til að svo megi vera áfram. Skora ég á þá, sem þenn an ósið fremja að leggja hann nú af og sýna myndir framveg is til enda og kveikja ekki i sainum fyrr en myndinni er lokið. Fari ég hins vegar með rangt mál varðandi rétt k\1k- myndaliúsgesta í þessuni efn- um, þætti mér vænt um að vera leiddur í allan sannleikann. 32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. marz 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.