Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Side 15
„Valdið í
hendur fólkinu“
John Lennon helur sent frá
sér nýja, litla plötu, þar sem
hann flytur lagið „Power To
People“ við undirleik hljóm-
sveitar sinnar, Plastie Ono
Band. Lag þetta er, að sögn
höfundar, sósialistískt og í sam
rœmi við nýjustu stefnu hans,
sem er í mun róttækari og póli-
tískari en áður.
í viðtali við blaðið Red Mole,
sem er brezkt „neðanjarðar"
tímarit, segir John, að hann
hafi alltaf verið pólitiskur, en
á meðan Bitlaæðið hafi staðið
sem hæst, hafi hann haft meiri
áhuga á trúarbrögðum og póli-
tikin setið á hakanum. Síðan
segist honum svo frá:
„Þegar á háskeiði Bitlaæðis-
ins reyndi ég að brjóta af mér
viðjar Bítilsnafmsins. Ge-orge
reyndi það líka. Við fórum
nokkrum sinnum tii Bandarikj
anna og Brian Epstein reyndi
alltaf að kjafta ökkur tii og fá
olkteur tii að segja ekkert um
VXetnam. En sá timi kom, að við
George sög&um: „Heyrðu, þeg
ar þeir spyrja oktour næst, þá
Skulurn við segja, að við séum
á móti þessu stríði og að þeir
eigi að koma sér burt þaðan.“
Og þetta gerðum við einimitt.
Á þessum tima var þetta ákaf-
iega róttækt, sérstaklega frá
stj'ömiumiuim f jórum.
Það er erfitt, þegar maður
trónir á básætimu og allir segja
að ma&ur sé svo yndislegur og
maður fær al'Xt það bezta og all
ar stelpurnar, það er erfitt að
brjótast út úr þessu og segja:
„Jæja, ég vil eikki vera kóng-
ur, ég vil vera raunveruleg-
ur.“
Sem barn úr verkamanna-
stétt hafði ég alltaf álhuga á
Rússlandi og Kina og öllu þvi,
sem tenigt var verkamannastétt
inni, jafnvel þó að ég væri að
hiegða mér eins og kapítalisti.
Um skeið kallaði ég sjálfan
mig kriBitiilegan ’kommúnista,
en, eins og sálfræðingurinn
minn segir, trúarbrögð eru iög-
gilt brjálæði.“
Joihn Lennon heldur áfram í
þessum dúr og væri freistandi
að birta meira úr viðtalinu, en
þess er eteki kostur vegna
rúmleysis.
Og á endanum
var það John
Deilunni um nafnið Jóhn
Paul Jones er lokið. Hinn upp-
runalegi og eini rétti Jóhn
Paul Jones, bassaleikairi Led
Zeppelin, hefur fengið sínu
framgengt og hinn ósvifni
John Paul Joans hefur sam-
þykkt að stytta nafn sitt nið-
ur í John. En hvað segir þá
John Lennon, sem hingað til
hefur vart þurft að nota eftir-
nafn sitt, þvi allir kannast við
John?
Paul og Linda: lagasmiðir.
Stór plata í
kaupbæti
Tríóið Emerson, Lake og
Palmer stefnir að útgáfu nýrr-
ar, stórrar plötu í næsta mán-
uði. Er ekki að efa, að platan
sú verði góð, ef dæma má eftir
fyrstu plötu þremenninganna.
En væntanlegir kaupend-
ur nýju, stóru plötunnar geta
strax farið að hlakka til, því
þeir E, L & P ráðgera að láta
hvern kaupanda fá aðra stóra
plötu alveg ókeypis í kaupbæti
með þeirri nýju. Á þessari
kaupbætisplötu verður aðeins
eitt verk, „Málverk á sýningu"
eftir Mussorgsky, enda tekur
það um 40 mínútur i flutningi.
Upptakan kostaði þremenning-
ana ekki krónu, þvi þarna er
um að ræða hljóðritun frá
hljómleikum, sem þeir komu
fram á í London fyrir nokkr-
um mánuðum. Þar voru sjón-
varpsmenn önnum kafnir við
að mynda hljómleikana og er
þessi hljóðritun ættuð frá
þeirri upptöku.
Um efni sjálfrar aðalplöt
unnar, þeirrar nýju stóru, er
litið hægt að segja að sinni,
þar sem það hefur vart verið
ákveðið ennþá.
Ölöglegar Bítlaplötur
Paul og Linda
semja saman lög
Ófyrirleitnir kaupahéðnar
hafa nú fundið upp nýja að-
ferð til að græða á poppinu.
Laumast þeir með segulbands-
tæki á hljómleika hjá þekkt-
um hljómsveitum og listamönn
um og taka alla tónlistina upp
á band. Síðan láta þeir fram-
leiða nlötur eftir böndunum og
selja þessar plötur siðan ok-
urverði i nokkrum, útvöldum
verzlunum.
Þannig hafa einhverj-
ir gróðabrallarar farið að á
hljómleikum Bitlanna í Shea
Stadium i New York fyrir
nokkrum árum og er nú haegt
að kaupa á plötu hljóðritun
frá hljómleikunum. Einnig
hafa einhveriir náungar tekið
ýmis misjafniega gömul Bitla-
lög og sett saman á eina stóra
plötu og er sú plata þvl nokk-
uð frábrugðin öðrum Bitlaplöt-
um. En að kaupendur séu að
fá eitthvað nýtt eða áður
óþekkt fyrir neningana sína er
af og frá.
Segja má, að það sé staðfest-
ing á að hljómsveit hafi náð á
toppinn þegar gefin hefur ver-
ið út ^lik ólögleg plata með
flutningi hennar. Nú eru á
markaðinum ólöglegar plötur,
á ensku kallaðar „Bootlegs",
með flutningf Led Zeppelin,
Rolling Stones, Deep Purple,
Jimi Hendrix, Pink Floyd, Bob
Dylan, Donovan, Crosby,
Stills, Nash & Young, Elton
John, Simon & Garfunkel og
sjálfsagt ótal mörgum öðrum
listamönnum og hljómsveitum.
En ekki er vitað til þess, að
þessar plötur hafi verið til
sölu hér á iandi fram til þessa.
Nýja, litla platan hans Paul
McCartney, sú fyrsta, sem
hann hefur gefið út, hefur rok
selzt að undanförnu og er nú
komin í annað sæti brezka vin-
sældalistans. Reyndar ber ekki
öllum músíkblöðunum saman
um þetta atriði, sum þeirra
setja hana í efsta sætið, en á
listanum okkar, sem er úr
Melody Maker, er hún i öðru
sæti. Lagið, „Another Day,“ er
eftir McCartney-hjónin og er
þvi fyrsta lagið, sem Linda,
kona Pauls, fær nafnið sitt
undir. Virðist hún hafa tekið
sæti John Lennons í lagasmiða
samsteypunni heimfrægu,
Lennon og McCartney, og þvi
verður nafnið á samsteypunni
í framtíðinni ritað á þessa
leið: Herra og frú McCartney.
Lag þetta er eitt af átján,
sem Paul hljóðritaði í Banda-
ríkjunum á nokkrum mán-
uðum, og naut hann við upp-
tökurnar aðstoðar þekktra
hljóðfæraleikara, brezkra og
bandariskra. Verður megnið af
þessum lögum sett á nýja, stóra
plötu, en hvað þau lög heita
er enn ekki vitað og það sama
gildir um útgáfudaginn.
Ráðagerðir eru uppi um að
láta Paul koma fram i sjón-
varpi og leika nokkur laga
sinna. Má allt eins búast við
að af þvi verði og er Paul
sagður farinn að smala saman
undirleikurum úr hópi þeirra,
sem léku með honum inn á plöt
urnar.
Dylan: Fjöhnargar ólöglegar pl ötur á inarkaðinuin.
28. marz 1971
Grace og guð.
Auðmýkt
og lítið g
Bandariska söngkonan Grace
Slick, sem hefur átt mikinn
þátt i velgengni hljómsveitar-
innar Jefferson Airplane, hef-
ur alið dóttur. Faðirinn heitir
Paul Kantner og er gítarleik-
ari i sömu hljómsveit. Þau hafa
enn ekki gefið dótturinni nafn,
en til bráðabirgða gengur hún
undir nafninu „guð“. Með litlu
g. „Við verðum að sýna auð-
mýkt,“ segja foreldrarnir.
Edison
og ekki Edison
En alltaf er hægt að deila
um nöfnin, og þó að ein deil-
an sé farsællega til lykta
leidd, er önnur óleyst og er
erfitt að sjá fyrir enda hennar.
Fyrir einu ári var geysivin-
sælt lagið „Love Grows“, sem
hljómsveitin Edison Lighthouse
flutti. Lagið var samið af
plötumeistaranum Tony Mac-
aulay og hann átti lika einka-
rétt á nafni hljómsveitarinnar.
En hljómsveitin náði ekki að
koma öðru lagi upp á vin-
sældalista og er liða tók á ár-
ið, gerðust liðsmenn hennar
óþolinmóðir. Því notuðu þeir
tækifærið, þegar slettist upp á
vinskapinn milli þeirra og
Tony Macaulay, og sögðu skil-
ið við hann og hans lög. En
Tony var ekki af baki dottinn,
útvegaði sér i snatri aðra efni-
lega hljómsveit og gaf henni
nafnið Ediison Lighthouse. Sið-
an samdi hann lagið „It’s Up
To You, Petula" og lét nýju
hljómsveitina leika það inn á
plötu. Sú plata er nú óðum að
ná vinsældum og er á leið upp
vinsældalistana.
En gamla hljómsveitin er
enn ekki dauð úr öllum æðum
og hefur nú leikið inn á plötu
nýtt lag, sem nefnist „Every-
body Knows“. Jafnfram-t hefur
hljómsveitin stytt nafn sitt
nokkuð, þar sem hún má ekki
skarta gamla nafninu vegna
einkaréttar Tony Macaulay.
En nú heitir hún bara Edison
og leggur allt kapp á að ná aft-
ur sinni fornu frægð. En ekki
þykir líklegt að það takist;
brezkir unglingar eru ótrúlega
fljótir að gleyma.
!»li
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15