Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 2
Úr æviminningum Björns Krist j ánssonar fékk ég að eiga eirm öngu! á ióð föðurbróður míns. Var ég oft heppinn með að fá fisk á öngulirm. Af því ég var heima- gangur í húsi verzlunarstjór ans, naut ég nokkurs konar for réttinda til að selja honum allt sem á öngulinn kom, sem venju lega var ýsa. Fyrir stóra ýsu fékk ég 4 skildinga (8 aura) en fyrir miðlungs ýsur og minni 2 skildinga (4 aura). Skildingum þessum var dyggilega safnað og heklaði Hólmfríður föðursystir mín buddu til að geýtmá þá í. Ekki hafði ég minnstu löngun til að kaupa fyrir þá leikföng, sem nóg var til af í búðinni. Og „gott“ voiru tmglingar ekki búnir að læra að kaupa í búð- um á þeim tima. • IÆHFÓFÍSVERZLUN Lehfólisverzlun mun hafa verið ein af stærstu verzlunum tondsins á þessum tíma. Við hana mun mikill meirihluti bænda hafa skipt úr Vestur- Skaftafeilssýsiu, Rangárvalla sýslu og Árnessýslu. Að öðru leyti skiptu bændur I þeim sýsl um við kaupmenn í Reykjavík. Mest áberandi var sumar- kauptíðin á Eyrarbakka, rétt fyrir sláttinn, er merm fluttu ull sína í kaupstaðinn. Bænd- ur holuðu sér niður til gisting- ar í kotunum á Eyrarbakka, þeir, sem það gátu, en aðrir lágu í tjöldum hingað og þang- að um sandinn, umhverfis verzl unarhúsin. Ávallt gisti sami bóndrnn í Garðbæ hjá ömmu mrnni, á meðan hún hafði sjálfstaett heimili. Það var Sigurður Magnússon á Skúmsstöðum. Hann var emhver langhöfðmg legasti og snyrtilegasti bónd- hm, sem fyrir min augu bar þar eystra. Hann var hár, þrek inn og vei vaxínn, og skein göf ugmennskan af honum f allri framkomu og látbragði. Hann mun og hafa verið mjög vel stæður. Ég þekkti mjög litið til al- menns efnahaigs bænda á þeirn tíma af því ég var svo ungur, en þó man ég, að talað var um, að Guðmundur bóndi á Keld- um í Rangárvallasýslu, væri stórríkur maður á mælikvarða þess tírna. Eins og að líkindum lætur, var mjög örðugt fyrir bændur að fá sig afgreidda í Eyrar- bakkaverzlun í sumarkauptið- inni, svo var viðskiptamanna- fjöldinn mikill. Aðalreglan mun hafa verið um hákauptíð- ina, að hver bóndi varð að bíða um heila viku eftir afgreiðslu, því allir voru afgreiddir eftir röð, eftir þvi sem þeir komu, án manngreinarálits. Það sýnir sagan bezt, sem þá var sögð um Guðmund rika á Keldum, sem eitt sumarið hafði verið búinn að bíða i nokkra daga eftir af greiðslu og var orðinn leiður á biðinni. Sagan var þá sögð svona: Guðmundur, sem var mesti geðspektarmaður, fer til Thor- grímsen, og spyr hann hvort ekki sé komið að sér með af- greiðsliu. Thorgrimsen athugar aókomumannaskrána og segir svo við Guðmund: „Sussu sussu nei, það er ekki nærri komið að yður“ Guðmundur á Keldum hikar við, en segir svo hæversklega: „Er þá ekki kom ið að lögðunum mínum i fyrra“? Thorgrí msen fiettir nú upp í höfuðbókinni og sér, að Guðmundur á Keldum hafði ails ekkert tekið út á „lagðana í fyrra.“ Skipaði Thorgrimsen þá þegar að afgreíða haxm. AMERÍKLFERÐIR Það fór nú óðum að styttast í búskap ömmu minnar, enda var hún orðin fjörgömul (varð 84 ára). Hólmfríður dóttir hennar giftist þá líka Teiti nokkrum Teitssyni og reistu þau bú á Skúmsstöðum á Eyrar bakka rétrt fyrir 1870. Og um líkt leyti fóru að berast glæsi- legar fréttir um liðan manna al mennt í Ameríku. Föðurbróðir minn Bjöm Vemharðsson, sem var á bezta aidri, varð svo snortinn af þessum fréttum það an, að hann ákvað að fara til Nýja fslands í Kanada. Og fór hamn rétt fýrir 1870 og dó þar á níræðisaldri. Amma mín og ég fluttumst því til Hólmfríð- ar dóttur hennar. Þar leið okk ur ágætlega. Þegar ég stálpaðist, fór ég oft út í skerin þar um fjöru, til að leita að hrognkelsum, i lónunum millí skerjanna, sem mikið var að gert í þá daga, og kom oft með fulla byrði mina. Einnig reri ég og aðrir drengir oft á sölvabátum út fyrir skerjagarðinn, þegar lá- deyða var, á sumrin, með hand færi og öfluðum við oft mikið af þyrsklingi. S-TÓMENNSKAN BYR4AR Þegar ég var nærri því 13 ára var ég ráðinn hálfdrætting ur á tíæring í Þorlákshöfn, mig minnir, að formaðurinn héti Hannes frá Eyrarbakka. Á sama skipmu var faðir minn ráðinn háseti, þvi hann var þá hættur að vera formaður í Þor lákshöfn. Ég var útbúinn með „nesti og nýja skó“, eims og þá gerðist, útbúinn með verskrinu, sem í öðrum endanum var fuftl af kæfu, en í hinum endanum full af smjöri. Og ennfremur útbú- i<nn með skinnstakk, brók, sjó- hatt og sjóskó. Ég man að ég hlakkaði til þessarar ævintýra- ferðar, þó ekki hefði ég enn séS hin væntanlegu húsakynni. En þau reyndust atmennar ver búðir, eins og þá gerðust þær, sem byggðar voru eins og löng fjós, með moldargóifi í miðju, en bálkum til beggja hliða tit að sofa á, og sem voru afmark- aðir með venjulegum fjósstoð- um millii bálkanTia. Þar bengdu menn sjóklæði sín miili róðra og buindu þau við stoðina og alveg eins þó þau væru mök- uð með lif'ur eða nýáborin. Loft ið í búðinnii var oft æði ógeðs- legt. Veirskrínan var látin standa á gólfinu vdð höfðalag- ið. f ftastum búðum voru þá skjágluggar (liknarbelgsglugg- ar) í þakinu. Örðugt var að ná þar í ósalt neyzluvatn, var svart kaffið því nærri ódrekk- andi. Þess vegna settu sumir sjómenn salta kæfu I kaffið og smakkaðist sumum vel. Þrátt fyrir þessa aðbúð man ég ekki eftir að neinir sjómenn veikt- ust i Þorlákshöfn þessa vertíð. Og mjög lítið var um drykkju- skap. Nú byrjuðu róðrarnir. Sat faðir minn fremist á barkaþóft unni og var ég látinn sitja á sama borð á næstu þóftu fyrir aftan, svo faðir minn gæti hjálpað mér til að innbyrða, ef stórir þorskar kæmu á öngul minn. ÖngulLinn var stór, smið aður á Eyrarbakka og hélt ég honum alltaf spegilfögrum. Þeg ar komið var á fíot í fyrsta sinn, tóku allir ofan hatta sína og lásu í hljóði sjóferðabæn sína. Ég hafði lært þessa bæn, svo og aðrar bænir og vers, sem móðir mín og amma mín kenndu mér. Hef ég jafn- an skoðað löngun mána, sem þær vöktu hjá mér til bæna- halds, þann bezta eða verðmæt asta arf, sem ég hef notið á lífsleiðinní. Þegar við höfðum róið 5 róðra sýndi það ság, að ég hafði dregið i öllum róðrunuim meir en „kastið" (v: 2 hiiuti) Formaðurinn ákvað þvi að skipta mér heilum hlut, þvi hann vildi ekki að ég bæri meira frá borði en hásetamiir. Og var ég þó mjög sjóveikur. Annað sérstakt skeði ekki á þessari vertíð, og fór ég svo heim í vertíðarlokin. Næsta vetur varð ég að róa á Eyrarbakka, af því að þá átti ég að ganga til prestsins. Og af því að á Eyrarbakka var notuð fiskilóð en efeki hand- færi, varð ég að róa fyrir hálf- um hlut vetrarvertíðina. Frestur þar var þá Páil Matt- híasen. Einn daginn er spyrja átti bömin var róið snemma, því veður var gott og mokafli á grunnmiðum. Við komum því að i fyrsta róðri rétt fyrir kl. 10, en kl. 10 áttu spumiingarn- ar að byrja. Ég dredf mig þvi úr skinnklæðunum og hljóp beint til prestsins og sagði bon um hvemiig á stæði, að ég væri að koma úr róðri og þyrfti að ná í næsta róður. Ég bað hamn því að spyrja mig fyrstan. Presituirinn tók mér afar vel og flýtti sér að yfirheyra mig og lét miig svo fara. Ég hljóp nú beint ofan að skipi, og stóð það heima, að skipsmenn voru til- búnir að róa í annað sinin. Kom ið var þangað kaffi og brauð mér til hressingar. Þennan dag var þriróið og fengu hásetarn ir 101 i hl-ut. I VEVNUMENNSKU Ég hélt tnú áfram með að róa vetrarvertíðina og að ganga til _ prestsins og um vorið ura 20. ’ mai 1872 var ég femadur. Og nú átti ég að fara að vinna fyr- ir mér, og að bera al'la ábyrgð- ina á sjálfum mér. En ekki réð ég þó minum samastað, heldur aðstandendur mánir. Amerikuferðahuigurinn héLt áfraim, og þeir sem vestur voru komnir, drógu aðra á eftir sér. Þess vegna ákvað húsiböndi minn, Teitur Teitsson og föður systir min Hólmfríður að fara ti'l Vestuirheiims og fóru þau 1873. Magnús nokkur Ormssian keypti bæinn af Teiti gegn því að hann annaöist öntmu mina Sigríði Bjarnadóttur ti'l dauða- dags. Dó hún 1879, 84 ára eins og áður er sagt. Ég var þvi þegar urn vorið, sem ég var fermdur vistaður sem vinnudrengur að Búrfells koti í Grimisnesi, til hjóna, sem byrjuðu búskap það vor. Skyldi ég meðal annars pasisa 60 óhagvanar ær, sem keypt- ar voru úr ýmsum áttum. Þessi hjón voru myndarmanneskj- ur til allra verka og allrosk- in, og var talið að þau hefðu stofnsett bú sitt með meiri efn um en almennt gerðist á þeim tíma hjá fruimbýlingum. Þau hjón tóku og uinglingsstúlku á aldur við mig sem vmnukonu. Ekkert bar nú til tíðimda ann- að en það, að mér leið ekki vel vegna ónógs og einhliða fæðis, svo ég varð brátt horaður. Konan var afar nízk og geð- vond, svo ekki var td'l neins að kvarta. En smám saman vand- ist ég þessari siæmu Hðan, eims og útigangshesturinn, og sætti mig við hana. Ekki miun svoma meðferð hafa verið almenn í Grímsnesinu á þeim tima, held- ur undantekning. Ekki vaj: um þessar mundir mikið um' bréfa- skriftir miiM marnna, enda fékk ég ekkert bréf úr neinni átt og skrififöng átti ég engin. Ég visisi því ekkert um fólk mitt á Eyrarbakka, mé það um mig. Um haustið fór ég á f jalk Húsbóndinn vildi nú eðliilega nota mig sem bezt, og því réð hann miig í skiprúm næstu vetr arvertíð, sem fullgildan háseta hjá Katli Steingrímssyni á Hliði á Álftanesi. Ég hlakkaði til þess að koimast i biii í mýtt umhverfí og skyldara þvi, sem ég hafði alizt upp við, en það var þó öðru nær en að ég hlakkaði til að eiga að ganga suður á þorranum í verið, eiga að fygjast með fulltíða karl- mönnum, sem ég átti að verða samferða, ef til viM í ófærð og að eiga að bera pjönkur mínar eins og þeir. Ég var þá Mka búimn að missa mikið af þvi ungdómsfjöri er ég hafði, er ég fór í vistina. Á þorra var nú lagt af stað í góðu veðri, en þungri iiærð vegna saijókomu, var ég með röskum karlmönnum, sem drógu etóki af sér. Ég átti þvi aifar erfitt með að fylgja þeim eftir. Fyrsta daginn genguim við að Nesjavöllum í Grafningi, og gist'iim þar. Næsta dag yfir Masfellsheiði að Miðdal í Mos- felissveiit og þriðja daginn suð- ur á Álftanes. Siðan byrjuðu róðrarnir og sjóvetkin, sem ekki reyndist mi.nni en í Þorlákshöfn, en svo var ég breyttur að öðru ieyti, að ég hafði misst aila fisknii mína, og dró nú í minna meðai- lagi. Kemndi ég því uim, hvað illa mér hafði liði'ð og að ég hafði misist mitt æskufjör. Ég hafði líka of litla matarlyst á morgnana, þvi snemma var ró- ið og ekki arnnað að borða en rúgbrauð og viðbit úr ver- skrínunini og svart kaflfi. Og ekki var nærri þvi kom- andi, að hásetar mættu hafa með sér mat á sjóimn, þvi þá átti maður ekki að fá bein úr sjó. Sllík var trú formanna í þá daga. Og stundum þegar leið á vertíð, var verið á sjónum heil- am sólarhring. Kom fýrir, eftir langræði, að ég gat naumliega staðið á lendingarklöppunum. | Líðan mín var því ekki öilu betri en heima. Að lokinni vertíð hirti hús- bóndinn hlut minn og réð mig svo aftuir til að róa vorvertið- imar á Álftanesi. Það var mikil útgerð á þeim tíma á vetrarvertíðum á Álifita nesi. Stærstu útgerðarmennirn- ir voru Ketil'l Steingrimsson og Chr. Matthiasen á Hliði og Þorlákur Jónsson í Þórufcoti. Hliðsbændurnir gerðu þá út 6 sexæringa hvor á vetrarver- tíðinni. Hliðsbændur reru þá ekki sjáifir, en Þorlákur í Þóru koti átti þá nýjan áttæring, sem hann hlífði ekki. Var hann áreiðanlega langmesti sjósókn- arinn á Álftanesi í þá daga og hið mesta glæsimenni. Ein- hvern táima hefuir Þorláki orðið kalt á annarri kinninni, því skeggið á öðrum vanganum var alveg hvítt, en rautt á hinuim vanganum. Hanm dó fyrir tím- ann á rúmlega miðjum. aldri ai su'llaveiki og varð mörgum harmdaiuði. Ketill Steingrímsson var hár og tígulegur maður og særndar- maður í hvívetna. Chr. Mabt híasen var mikill höfðingi, en bafði á sér meiri fomeskjulhöfð ingjablæ, og því ekki ölluim að skapi. Yfirleitt var þá velmeg- im á Álftanesi, miklu meiri en síðar varð og mega ÁJiftnesing- ar eflaust að miiklu leyti þabka það þessum ágætu florustumönn um sinuim. Á landlegudögum iðlkiuðu menn mikið glimur á þeim tima en pólitisk loddarameniniska var þá óþekkt. Það heifðu þótt tíðindi þá, ef kvisazt hefði að einhver hefði selt pól iitiska sarmfæring sina eða atkvæði fyrir peninga eða önnur fríð- indi. Svo voru memn ærukaar- ir þá. Um vorið var ég ráðinn í skiprúm að Bjamastöðum á Álftanesi og fór svo heim að vorvertíð lokinni. Ekki man ég hvort ég fór heiim gangandi eða ríðandi. Þegar ég kom heim um vorið, greiddli húsbóndi minn mér óumsamið árskauip 4 rikis- dali, eða 8 kr. og hafði ég áreiðanlega unnið fyrir þeim, þvi báðar vertíðimar fiskaðist veL Allt gekk nú sinn sama gang þegar heim kom Sumarið leið til fjallgangna og fór ég einnig á f jall þetta hauet og í Barmá- réttir, þar sem uinga fóiikið skemimti sér nóttma fyrir réttar daginn með söng, harmóniku- spiLi og fleiru, eiinkuim í hetl- uinum, sem þar eru skammit frá réttunum. Mátti segja, að það væri aðalskemmtun ársins þar í sveit. Næstu vetrarvertíð var ég ráðinn á útveg Þorláks Jónsson- ar í Þórukoti, vissi ég enga ástæðu til að verið var að flytja mig úr einum sitað í ann an. Þann vetur kynntist ég Þorsteini Eiríkssyni í Grashús- um á Álftanesi. Hann var góð- ur söngmaður og bezti drengur. Okkar vinátta hélzt á meðan hann lifði og það svo, að þeg- ar ég var sjötuigur gaf ég hon- um gott siiifurúr, er ég átti, er mér hafði verið gefið gullúr í afmælisgjöf og vandaða út- lenda loðhúfu með fangamarki mímu. En því m'iður naut haren þess ekki lengi, því hann dó skömmu siðar. Mig minnir að Þorsteinn þeis.si haifi fyrsbur manina vakið hjá mér söng- Framhald & bls. S. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. ágúst 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.