Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 14
 fiiWMl + Húi ' AK U I ©- lEÍK' 13. MQLri uR tffi FIIKUtl 5 fui fflf/fið- MfiRK 5 'P \ R- URH- RR STRflqn Mf* + SK-vr. JMfOVR 4RmI ÍI//Í3 fKouie flFHEM. eiínoij- 8ýi.i ERl.. , íSSSftf irití’tíT’i KfiFiL- miKM WOL- EP7II 'fU HlTó{) FÆRI irflutfl Aí / c;ep- £+PI- u i p MflMWS- Nnruc ÚK' /o/l- RU€> ÚYiWiJ (?HR- EiK- IflDI KflPP i/ETlÐ BL.CM wm rt-fjm nm UbJO Hitím ÚTHfl HLÍOMf) Hflí- í£ Pl Hf y K-I/É-// Oi'R ;ú$ nuyn 7k Ftem ITOFfi Tsort CiRRTFI í£im- F/Z Rl MfúK Vot> l <0 ÍKlP/H v i£Ffí m«o 5 KVH- FÆRfl V£iZ/9 Pl/IM -V- VfíR- Pfíál IflMM MtmmtBiwtwmtt. a\ m i mmwm Lausri á síðustu krossgátu LÖNGUM hejur útþráin ólgað í ís- lenzkum brjóstum. Engan þarf að undra, þótt sú hvöt sé sterk, sé upp- runi okkar hafður í huga. Allar götur síðan land byggðist hafa ís- lendingar séð sig knúða til að kveðja land sitt um skeið og sjá lönd og álfur og þeir hafa komið heim, reynslunni ríkari og eigið land verið þeim hugþekkara eftir. Ferðalög íslendinga á síðustu áratugum eru með nokkuð öðrum brag en áður hefur tíðkazt. Það er út af fyrir sig ánægjulegt tímanna tákn; þróunin blívi. En jafn gleði- legt er, að íslendingseðlið er samt við sig; svo virðist sem taugin til föðurhúsa hafi kannski aldrei ver- ið jafn römm og hjá þeim tslend- ingum, sem nú hleypa heimdragan- um til að sleikja sólskinið í fram- andi löndum. Nú velkjast ekki efnalitlir, œvin- týraþyrstir íslendingar á smákæn- um um heimshöfin, vaska diska á vertshúsum til að hafa fyrir mat sínum og taka að sér ýmis óþrifa- leg störf til að geta kynnzt lands- lagi og þjóðlífsháttum í útlöndum. Nú dugar ekkert minna en þœgilegt þotuflug og morð gjaldeyris upp á vasann til að geta keypt nóg af kókírommi. Og helzt er ferðin farin án viðkomu í nokkrum heimsborg- um; við kippum okkur ekki upp við skýjakljúfa og listasöfn lengur. Sjálf eigum við bœði Árbœjarsafn og Hallgrímskirkju beint við nefið á okkur. Nú fljúgum við rakleitt á baðströndina, köstum okkur þar umsvifalaust niður og köllum öðru hverju á svarthœrðan yngispilt með blik í augum, sem fœrir okkur hressingu og slœr okkur ótalda gullhamra. Aldrei höfum við verið hraustari en nú og við verðum æ veraldar- vanari. Og þótt einhver hafi sagt forðum ,,þar sem enginn þekkir mann þar er gott að vera,“ o.s.frv. þá vitum við sem er, að slik full- yrðing fær ekki staðizt lengur. Við höfum aldrei verið eins liœnd að hvert öðru og nú og við finnum œ betur, að elcki er gott að maðurinn sé einn og yfirgefinn. Til að koma í veg fyrir það förum við helzt ekki nema í nokkur hundruð manna hópum, og til þess að sem allra fœstir þurfi á því að halda að tala tungumál viðkomandi baðstranda- þjóna. En þótt við leggjum á okkur að yfirgefa ísland fyrir sólskinið erum við tengd fósturjörðinni svo nánum böndum, að ógerningur er að við getum séð af henni lengur en hálf- an mánuð til þrjár vikur í senn. Og þó er það að verða okkur fullerfitt. En sem betur fer rennur nú upp bjartari tíð. Þeir, sem hingað til hafa þurft að snaka í sig útlendu uxakéti og annarlegum gróðri, hyggja gott til framtíðarinnar; liangikjötið hefur rutt sér til rúms á baðströndum, hákarlinn líka. Og í stað þess að sitja undir óþjóðlegri gítarmúsík snareygðra spanjóla geta íslenzkir ferðamenn nú hugg- að sig við, að síðhœrðir, íslenzkir tónlistarfrömuðir hafa lýst sig reiðubúna til að leggja land undir fót með rafmagnsgræjurnar og framleiða þjóðlega tónlist fyrir landann í sólarlöndum. Þessi byrjun lofar góðu. En áfram þarf að stefna eftir sömu braut. Og margt kemur til álita. Til dœmis mœtti varpa fram þeirri hugmynd, hvort ferðaskrifstofu- menn og hrossaútflytjendur gœtu ekki tekið höndum saman og flutt út dálítið af íslenzkum hestum, ís- lenzkum ferðamönnum til afnota og afþreyingar á ströndinni. Og til að viðhafa hagrœðingu á sem flestum sviðum, mætti stilla kosttiaði við heimflutning hrossanna verulega í hóf, þegar ferðamannatímabilinu lýkur hverju sinni; slátra gripun- um og sjóða kétið í súpu að góðum og gömlum íslenzkum sið í stað þess að narta í útlenda grísi, steikta á teinum á harla óþjóðlegan hátt. Þar með fengjum við tœkifœri til að sitja eina allsherjar íslenzka og ógleymanlega hrossakétsveizlu, þó svo á erlendri grund væri. Slík unaðsstund gœti án efa orðið há- punktur ferðalagsins. Jóhanna Kristjónsdóttir. AðstoSarritstJ,: RitstJ.fltr.: Aufnlýsinfar: Rltstjórn: H.f. Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmlr Gunnarsson Gisll SifurSsson Arnl Garðar Kristlnsson ASalstræti 0. Sími 10100 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. ágúst 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.