Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 15
Ein nýbyrjuð
Mangir hafa heyrt getið utn popp-
klúbbinn Mai'quee í London, sem hefur
verið nefndur bezti poppklúbbur í
heimi. Staðurinn hefur orð á sér fyrir
að vera eins konar uppeldisheimili fyr-
ir efnilegar hljómsveitir og einnig virt-
ur og vinsæll staður, þar sem margar
af beztu hljómsveitum Breta leika með
fárra daga mi’llibili. Andrúmsloftið þar
inni er sérstætt í meira lagi, þvi að það
virðist mettað tónlistaráhuga, enda ofur
eðlilegí þar sem staðurinn er jafnan
fjölsóttur af tónlistairáhugamönuum,
en lítið fer fyrir stjörnudýrkendum,
stelpum á táningaaldri.
Andrúmsloftið í Tónabæ á fimmtu-
dagskvöldið í fyrri viku var ekki
ósvipað fyrmefndu andrúmslofti í
Marquee. Mörg hundruð unglinga sóttu
staðinn til að heyra og sjá nýja hijóm-
sveit koma í fyrsta sinn fram opinber-
lega. Hljómsveitin sú nefndist RIFS-
BERJA og vissu flestir áhorfendur, að
hljómsveitin hlaiut að vera góð, ef miða
mátti við fyrri afrek liðsmanna hennar
á tónliistarsviðinu. Þegar Rifsberja-fé-
lagarnir stigu upp á sviðið um tíuleyt-
ið, var gólfið fyrir framan hljómsveitar
paJlinn þegar troðið og áhorfendurnir
sýndu bljómsveitinni fyrsta virðingar
vottinn með góðu klappi.
Er Skemmst frá að segja, að hljóm-
sveitin brást ekki vonum manna og má
segja að hún hafi heldur farið fram úr
þeim en hitt. Flutti hún tónlist, sem
telzt til þunga rokksins, og var hljóm-
sveitin óvenjulega vel samstillt af nýrri
hljómsveit að vera og ekki hægt að
benda á neitt, sem betur mætti fara i
tónlistarflutningi hennar. >ar sem ég er
að eðlisfari dálitið íhaldssamur og var-
kár, vil ég ekki kveða upp lokaúr-
skurð um gæði hljómsveitarinnar eftir
að hafa hlýtt á leik hennar í eina
kvöldstund, en áskii mér rétt til að
bíða meö hann þar til ég hef heyrt
Mjómsveitina leika á dansleik. En
ekki kæmi mér á óvart að hann yrði
eitthvað á þá leið, að hljómsveitin
hefði rokið beinit inn í efsta gæðaflokk
íslenzkra hljómsveita og það er ekki
svo litið afrek.
Hijómsveitin RIFSBERJA er skipuð
eftirtöidum mönnum: Þórður Árnason,
gítarleikari, Ásgeir Óskarsson, tromm-
ari, Tómas Tómasson, bassaleikari, og
Gylfi Kristinsson söngvari.
Þrjár
hljóm-
sveitir
Ein í fullu fjöri
Um langt skeið hafa sveitaiböll í ná-
grenni Reykjavíkur verið fjölsótt af
Reykjavíkurunglinigum, sem þótzt hafa
himin höndum tekið, er þeir komuist að
raun um, að eftirlit með áfengisneyzlu
var í lágmarki og hver sem vildi gat
borið inn i danshúsin næstum allt það
vín sem hamn vildi. Eftirlitið er þó held
ur stramgara í Reyikj-avik; þar er yfir-
leitt í hæsta lagi hægt að komast inn
með vínið í maganum, þ.e. eftir að hafa
sturtað í sig fyrir utan.
Ég heimsótti einn slíkan sveitaball-
stað ekki alls fyrir löngu. Þóttist ég
viss um að það væri vel þess virði að
fara að hlusta á „komunga sveitaball-
anna“, Mána frá Selfossi, sem um ára-
bil hafa fyllt sunnlenzk félagsheimili
um hverja einustu heigi.
I>að er fróðlegt að íhuga þann vanda,
sem forráðamenn félagsheimilisins
lentu í þetta laugardagskvöld. Aðsókn-
in var svo gífurleg, að þeir urðu að
margbrjóta allar reglur um slíkt sam-
komuhald. Ekki gátu þeir lokað dyrum
hússiins klukkan hálf tólf, þar sem gífur
legur fjöldi ölvaðra unglinga var enn-
þá fyrir uitan. Ef þeir hefðu lokað,
hefði það aðeins ieitt af sér rúðubrot
og ólæti. Ekki gátu þeir lokað dyrum
hússins, þegar þeir voru búnir að selja
hánarksfjölda aðgöngumiða, því þá
hefði mákvæmlega það saima gerzt:
Rúðubrot og ólæti. Þess vegna héldu
þeir bara áfram að selja aðgöngumiða
þangað til háiftími var eftir af dans-
lei’knuim og 'HMega hafa þeir selt ríf-
lega tvöfaldan hámarksaðgöngumiða
fjölda.
Áfengisneyzla unglinganna var svo
mikil, að það heppilegasta fyrir húsráð-
endur var að láta allt víneftirlit lönd
og leið og vona bara það bezta, láta
sér nægja að tína þá „dauðu“ út en
láta hina í friði.
Það þarf aJveg sérstakar stáltaugar
til að geta staðið uppi á sviði fyrir
framam öskrandi lýðinn um hverja helgi
og leikið öll vinsælustu lögin. En þetta
geta Mánar og virðast hafa lítið fyrir
þvi. Meira að segja leika þeir lögin
mjög vel og ef litið er á lagalistann
þeirra, vekur það furðu manns hve
mörg af nýjustu lögunum þeir leika.
Virðast þeir óvenju duglegir við æf-
ingar. Er óhætt að segja að þeir hafi
aldrei verið betri en einmitt nú og er
leitt til þess að vita, hve sjaldan þeir
leika í Reykjavik, ])ar sem áheyrendur
eru þó heldur siðmenntaðri en austan-
fjalls.
Ein nýhætt
Enn ein hljómsveitin hefur runnið
æviskeið sitt á enda. Að þessu sinni var
ekki haft hátt um það, enda var hljóm-
sveitin ekki ein af þeim allra vinsæl-
ustu og hefði liklega aldrei getað orð-
ið. Hana vantaði herzJumuninn. 1
hverju var hann fólginn, þessi herzlu-
munur? Það var einkum tvenint, sem
hann var gerður úr. 1 fyrsta lagi viirt-
ust liðsmenn hljómsveitarinnair ekki ai-
veg nógu góðir. Þeir voru eins og
knattspyrnumenn í meistarflokki, sem
ekki eru nógu góðir til að komast í
aðalliðið og eru þvi varamenm. Láðs-
menn hljómsveitarinnar voru í vara-
mannagæðaflokki. Þó er það kannski
ekki alveg rétt, því að sumir þeirra
kunna að hafa verið betri og átt skiJið
að komast í aðaliiðið. En ein hljómsveit
getur aldrei orðið betri en veikasti
hlekkur hennar, slakasti liðsmaðurinn,
og þess vegna eru hinir betri heldur
dregnir niður en hitt.
í öðru lagi voru liðsmenn Mjómsveit-
arinnar ekki nógu miklir „gæjar“. Þetta
voru viðkunnanlegir strákar, rétt eins
og margir aðrir, sem leika i vinsælustu
hijómsveitunum. En enginn þeirra var
framúrskarandi „gæjaiegur“, enginn
þeirra var efni í stjömu. Topphljóm-
sveitimar hafa allar innan sinna vé-
banda einn eða fleiri liðsmenn, sem
skera sig úr vegna þess, hve mikið að-
dráttarafl þeir hafa, andlegt og eða
líkamílegt. Óþarfi er að nefna dæmi
þessu til stuðnings, þau getur hver og
einm fundið sjálfur.
En þannig verður það liklega alltaf.
Sumar hljómsveitir komast fljótiega í
fremstu röð, en aðrar vantar alltaf
herzlumuninn. Hljómsveitina Trix vant-
aði herzlu’muniim. Hún komst saimit
sæmilega af, hafði lengi fast aðsetur í
Silfurtunglimu og lék einnig töluvert oft
í skólum og á öðrum dansstöðum í
Reykjaivik. Liðsmenn hennar unnu allir
önnur störf á daginn og tónlistin var
þeim aðeins tómstundaiðja, ánægjuleg
út af fyrir sig og einnig fyrir þá sök,
að af henni mátti hafa allgóðar tekjur.
Strákarnir i Trix sáu álengdar það sæld-
arlíf, sem liðsmenn vinsælustu hljóm-
sveitanna lifðu’ en sjálfir komust þeir
aldrei svo hátt að geta lifað því sjálfir.
Þeir fundu iyktina af réttunum, en
fengu aldrei að bragða á þeim.
Vonandi gengur þeim betur næst, ef
þeir fara aftur af stað saman eða ltver
í sínu lagi. Og einn þeirra virðist þeg-
ar kominn vel af stað: Trommuleikar-
inn í hljómsveitinni RIFSBERJA er
einmitt fyrrverandi trommuleikari Trix,
Ásgeir Óskarsson.
29. ágúst 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15