Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 4
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
Arno Schmidt
VIND-
MILLUR
Jóhanna
J óhannesdóttir
þýddi
Arno Schmidt
Frásöern þessi, rituð 1960
birtist fyrst í tímaritinu
„konkret“ (nr. 22,1960)
Höfundurinn er faeddur
1914 i Hamborgr- Iláskólanáni
í stærðfræði. Hermaður, síð-
ar tekinn til fanga. Býr í
Bargrfeld, Celle, Nieder-Sach-
sen og starfar sem rithöfund
ur. 1950 bókmenntaverðlaun
þýzku Vísinda- og bók-
menntaakademiunnar. 1949 —
61 frásagnir, 5 skáldsögur,
auk þess samtalsbók, ævi-
sag-a, smásögrur, rttg'erðir, þýð
ingrar.
„Hvað skyldu vera tii marg-
ir bæir í Vestur-Þýzkalandi
sem kók fæst ekki í?“ spurði
hainn gremjulaust; enda þótt
hann þyrfti i annað sinn að
stiga á bremsuna, þvi að þessi
griðarstóri vörubíll fyrir fram-
an okkur hægði enn á sér: aug
lýsingaskiltið við vegarbrúnina
var orðið á stærð við vegg
verksmiðjuframleidds einbýlis-
húss, (svo að ekki sé minnzt á
rauða litinn á þvi!). „Eftir út-
reikningum Gauss eru þeir
jafn algengir og 5 fönixar, 10
einhymingar eða 22 skuggar,
sem Marz lætur falla á Júpi-
ter.“
„Kemur það yfirleitt nokk-
um tímann fyrir? spurði hann.
„Til dæmis 9.1. 1591,“ svaraði
ég kaldur og öruggur og hann
hnussaði vantrúaður.
Olíutumar allt í kring. Frú
Tækni hreyfði þúsund liðamót
í einu. Á milli lágu grunlausir
akrar, (að visu var útfarar-
krans úr ryðguðum gaddavír á
einum girðingarstaumum —
nú bættum við sorgarslæðunni
við með göturykinu).
FRIMMERSEN 2 km? Ég
sneri spyrjandi lófa að Rík-
harði, þegar hann beygði.
„Verð að fara með bréf til
baðvarðarins," útskýrði hann,
„var búinn að lofa þorpsnaut-
inu því.“
Þá til Frimmersen. 1 fyrstu
virtist þorpið til allrar ham-
ingju vera gjörsneytt merkis-
stöðum, svona undirbúnings-
laust kom mér heldur enginn
þekktur maður í hug, sem hefði
fæðzt hér, en þar skaut það
upp kollinum: hinir blendnu
Janusardrættir suðursaxa-
þorpsins, þar sem hugsuður
nokkur hafði séð dagsins ljós
á óheiiiastundu. „Þú átt við á
heillastundu,“ leiðrétti hann
mig. Eftir þvi hvemig á það er
litið. En einkennilegt var það
samt útlits: til vinstri var ró-
legt, gamait greypingahús, til
hægri nýi brunnurinn, sivain-
ingur úr steini, sem líktist olíu
tunnu, úr sponsgati hennar lak
vatnsbuna, sem kom niður þar,
sem Móðir Jörð gerði smástút
á sig úr sementi — og þar
hvarf hún.
Enn fleiri slæmir draumar úr
sementi og gleri, nikkel og
svörtu plasti. „Þú meinar góð-
ir,“ áminnti hann. Já, eftir þvi
hvernig á það er litið. Ráðhús
ið. (Skyldu blómin fyrir fram-
an það heita ,,fundíur“?) Út yf
ir allt tók, að mínu hyggjuviti
sparisjóðshúsið: annaðhvort
voru þessir arkitektar langt
framar samtíð sinni. (Munnur-
inn á mér lokaðist af sjálfu sér
á undan orðimi eða, þar sem
ég er oft og tíðum leiður á skoð
unum mínum, eins og hver ann
ar siðaður maður.)
„Austem-Stew og Lifrar-
kæfa og Krabbar og Hamborg-
arar?“ „Farðu bara inn, hér
færðu ailt,“ sagði hann; „þeir
hafa jafhvel „leikhús" þama.
Þú rennir sjálfsagt frá.“
(Skyldi það einmitt hafa verið
þetta konsiderabla augnaráð
mitt, sem kom honum tii að
gera þessa grófu athugasemd?
He‘s so terribly ruddalegur).
1 áttina til slátrara þá, stirð-
ur eftir bilferðina. Fyrst að
hleypa knal'lertinum framhjá,
eins og Danir kalla vélhjólin.
Hér í Þýzkalandi væri þetta
orð ómögulegt, því að okkur
skortir bæði hugmyndaflug og
kimni. Meðal annars. Og svo aB
hleypa þessum tveimur fram-
hjá, ha, væri hægt að láta sér
detta í hug þorpsstúlkur við
þetta tækifæri? Andlit um-
kringd úfnu, brúnu hári, blúss
ur úr marglitu sirsi; um mjaðm
irnar sveiflast iampaskermur;
fótleggir úr mælonkrepi, neðst
voru flatbotnaðir gerviefnis-
skór. Þá inn i búðina (jafnvel
herbergisloftið var hér sett
köklum); stamað fram beiðn-
inni, horft á langa heimskonu-
granna handleggi afgreiðslu-
stúlkimnar. (Á veggnum meist
arabréfið, fæddur 16.6. 1900).
— „Ég hef þvi miður bara 50
marka seðil . . .?“ „Ó, það er
allt í lagi.“ (Auðvitað, en sú
heimska, við vorum í Frimmer-
sen hvorki meira né minna). Og
aftur út til Rikharðs með pakk
ann í olnbogakróknum; í dauða
sætið! Og varla hafði hann
stigið á bensinið, fyrr en stökk
brettið kom í ljós. Við beygð-
um inn á veginn meðfram fal-
legum, gömlum grasfleti. Og
svo auðvitað, það er liklega
kismet okkar, vagnaþvaga bíla
stæðis (en strax handan við
limgerðið sást líka urmull af
stórum og smáum, og hlátur
og öskur kváðu við).
Að baki mér skellti Ríkharð
ur snilldarlega dyrunum aftur.
Handan vimetsins, sem var á
hlið við okkur, brá fyrir ein-
hverju, sem líktist litlum, hvít
um hundi. (Á baik við hann
voru stokkrósir, sem mér
þykja mjög fallegar: háar og
grannar og með blúndum).
„Tveir miðar fyrir ekki-bað-
endur, takk.“ Sú hrafnsvart-
hærða við iúgvma ýtti til min
smámyntinni án þess að líta af
bókinni; hvernig væri annars
að vera höfundur þeirrar bók-
ar? Ég truflaði hana þess
vegna einu sinni enn, keypti
þetta póst'kort hérna, loftmynd
af baðstaðnum, nú neyddist
hún tii að lyfta höfðinu — og
leit, já, hvernig á ég að lýsa
þvi, timalaus út, mér datt strax
sparisjóðshúsið í hug.
Ríkharður var strax kominn
á hæla mér, brosandi af undr-
un að negra, sem þama var;
hann hafði rétt fyrir sér: mik-
ið að sjá fytrir litinn pening.
Burstaklipptur grasfiötur.
Með blómum á afslætti. Djass
úr hátalaral jóskerj um. Þrjár
laugar: vaðlaug, ein fyrir
ósynda, og hækkuð, alveg uppi
við brekkuna, laug fyrir út-
lærða. (Og tengdur við hana,
pollur til að ganga í gegnum;
til að skola af fótunum fyrst;
ágætt!). Hvitur, haganJiega
grannur turnrisi stóð álútur
með tíu handleggi útbreidda
ástúðlega. Og hið venjulega
kraðak í kringum mann: við
bláan sundbol var ljósgul
hetta, við dökkrauðan engin.
Hérna fjaðurmagnað göngulag
fegurðardisarinnar; þarna
þykk flétta í feiminni hendi;
allar voru samt píreygar í sól-
inni. Við gengum meðfram lág-
um vegg vaðpolisins að bað-
varðarhúsinu. Hann hallaðist í
rykskýi yfir grindverkið,
súkkulaðilitaðar herðar, búkur
úr gömlu koparblikki, fætur
eins og á Lúísu sáiugu drottn-
ingu, hún var þekkt fyrir,
hvað fótstór hún var. (Svolit-
ið minni en fætumir á mér?
Kannski sem svarar þykkt
strætómiða.) Hægri augabrún-
in hermannlega úfin, hátt Vi/1-
hjáimskelsaraskegg — var mað
urinn Hóensoller-fam ? En hár-
ið á honum hékk alþýðlega og
blátt áfram niður á ennið, og
munnurinn muldraði með þægi-
legu latmæli.
„Gleður mig“ —; (hét hann
Frits Bartels? Það var erfitt að
skilja ættarnafnið.) Innihald
gul- og svartröndóttrar bað-
kápu á stól til hliðar var Ojg-
en eitthvað: og var bakið á
honum ekki úr kölsvörtu siikd;
á því var mynd af dreka með
ginið i rasshæð og skottið niðri
á hælum? Hann lét frá sér
fara glæsilegan reykjarhring
og virti mig rannsakandi fyrir
sér í gegnum hann. Þangað til
ég sneri mér við.
II.
Hæ, hér ofan að gat maður
bara sagt Ó, þú mikla úthaf
—: Vatnið var málmeiturblátt.
Jólatréskúlum með þessum Iit
mundi ég eftir frá því ég var
krakki. Laugin, sem eldrauðir
stigar lágu niður I, var rétt-
hyrnd eins og vanalega, 50x20,
úr annarri langhliðinni var þó
búið til gleitt horn: við eina
skammhlið fimmhyrningsins,
sem þá myndaðist stóð hekaton
kheir stökkturnsins, svo að
maður gat bæði steypt sér til
sunds og buslað í kapp á átta
brautum: markalínuraar virt-
ust vera handarbreiðar á blá-
um grunninum úr svimandi
hæð, þær voru á lit eins og
þornað blóð, þær færðust til.
(Þar með ekki „þetta venju-
lega“). Á hverju stökkbretti
sat hafmey, handleggir mjóir
eins og reimar, vafðir um fót-
leggi, sem voru mjóir eins og
stafir, eða hrikalegt bakspik,
sem ógerlegt var að faðma,
hlírarnir, ef nökkrir voru, að-
eins fingurbreiðir (í saman-
burði við þá hlíra, sem notað-
ir voru, þegar ég var strákur).
Og allir héidu, að þeir væru
fakírar, létu ofbirtu sólarinnar
falla á slétta húðina, hvort sam
hún var gul, rauð eða brún,
þar ta blöðrur mynduðust.
„Inni í hnöttum sólkerfisins
kvað vera margra milljóna
stiga hiti,“ sagði ég til að rjúfa
vandræðalega þögnina á íburð
armikinn hátt. „Það hlýtur að
vera mjög óþægilegt," muldr-
aði sá röndótti dauflega, (og
hinir flissuðu, það var mér
mátulegt. — Eða þá ekki: Ein-
hver verður að færa vitsmuin-
uruum fóm, þegar svona stend-
ur á.) Alla vega hafði ég brot-
ið isinn, rutt leiðina. „Hverrrig
liður frúnni?". Ríkihairður sneri
sér að baðverðinum. „Hún til-
biður mig,“ leiðrétti hann þung
búinn: „jafnskjótt og hún sér
mig, hrópar hún, „Ó, guð minn
góður.“ “ Þegar við höfðum
glott að þessu, sagði sá röndótti
með ástúðlegri, óhugnanlega
lágri röddu: „Poki úr gömlum
nælonsokki, svolítið af E-605-
dufti i hanar, hengdu hann rrið
ur í tebollann þinn og allar
áhyggjur hverfa eíns og dögg
íyrir sólu." Hainn opnaði vespu
sloppinn sinn og krosslagði
stælta fólleggina. . . : var ná-
unginn ekki í sundskýlu úr
brókaði? (En Ríklharður, sem
hafði tekið eftir, að mér fipað-
ist, ieit til himins og sendi mér
skeyti með öllu andlitinu, svo
að ég skildi fljótlega, I can
taike a hint.)
Enginn hafði tekið eftir
þessu, helidur, af góðum og
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
29, ágúst 1971