Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 12
i’GERfl SKflLÞéR KOSTÁ >GSSU;
SfiGIR SKflRPbSí)IN, "€F >U VILT
FARfl nEft OSS OG G&VlR fíÐ
NOKKUÐ'L.BUNDU MIR ÞRÐ ZTE-Ð
Wlgn-MICTTTW
KSSfí NÓTT MWA SÖ2TU KoJi. AöR-ÐUR VALGAR-ÐSSOW 0(3 TÓKU ÞáiR
VOPN SÍN NUÁUSSVIR OS KÁRI Od RTÐU í ’BRRXJT.
...OG BIÐU ÞfíB UJA GARUI N0KKRUIT. VEUUR VAR GOTT OS SÓL
LÍPP KOMIK.
ÞSIR FÓRU, ÞÆR TIL £R Þ£IR
KOMU í OSSB.BÆ...
tmtilS
SöGU
’i jöSEfv.N ‘ ' V viÆfw -'iliír/'y&if&tQrQct -<
Fernandel
Framhald af bls. 9.
Bandarikjanna árið 1953, til
þess að leika í útisenunum í
„Óvinur no. l.“ Hann hafði
mjög gaman af að segja frá þvi
að í Xew York væri dálítil
rauf á vegg í hótelherbergjum
og gætu gestir fieygt þar not-
iiðum rakblöðum. Þetta fannst
honum stórkostlegt. „AJilt ann-
að höfum við heima.“
Don Camillo, síðasta persón-
an sem Fernandel lék
Það var Julien Duvivier sem
benti Fernandel á Don Cam-
illo, norður-ítalskan prest, sem
með framkomu sinni hneykslaði
alla, sem til þekktu. Þetta hliut
verk hentaði Fernandel dæma-
laust vel. Prestur þessi var
bráðlyndur og átti í sífelldum
erjum við bæjarstjórann
Peppone, „versta" vin sinn,
kommúnista, og enduðu deilur
þeirra stundum með handalög-
máii. Efni Don Camiilo mynd-
anna var sótt í metsölubók ítal-
ans Giovanni Guareschi, en
myndirnar urðu ails íimm.
Sjöttu myndina tókst Fern-
andel ekki að Ijúka við fyrir
dauða sinn. Presturinn „Don
Camillo" varð feikilega vin-
sæil á Italíu. Guðhræddar kon
ur stöðvuðu Fernandel stund-
um á götu og báðu hann að
blessa sig. Lítil stúlka í Róm,
bað hann að snerta brúðu sína.
„En ég er elcki „aJvöru prest-
ur,“ sagði Femandel. „Það ger
ir ekkert," sagði stúlkan,
„brúðan mín er ekki „aivöru-
barn“.“
Fernandel, eiginmaðurinn
og faðirinn
Á 40 ára starfsferli þrýsti
Fernandel fjölmörgum þokka-
fyllstu konum heims að barmi
sér — en það var bara vinna.
Púlsinn sló ekkert örar þótt kon-
urnar væru eftirsóttar fegurð-
ardísir svo sem Ginette Lederc
eða Birgitte Bardot. Fernandel
lifði í hamingjusömu hjóna-
bandi með Henriettu, konu
sinni, sem hann kvæntist árið
1924. Hann kynntist Henriettu
þegar hann vann í banka, stutt
an tíma. Bróðir hennar var
starfsbróðir hans í bankanum
og ekki var að sökum að
spyrja. Fernandel sá Henriettu
og varð strax ástfanginn.
Femandel tökst alla ævi að
verja einkalif sitt fyrir for-
vitnum augum almennings.
Hegðun hans gaf sJúðurdálk-
um dagblaðanna aldrei tilefni
til skrifa. Kona hans var ekki
viðstödd frumsýningar á mynd
um hans, né tók þátt i hefð-
bundnum hanastélsveiziium er
þeim voru samfara.
1 hjónabandinu eignaðist
Fernandel tvær dætur og son,
sem hefur fetað í fótspor föð-
ur síns, skemmt í sönghöllum
og leikið i kvikmyndum.
Óbroínar lífsvenjur —
tryggð við Marseille
Aðstæðumar knúðu Fem-
andei til þess að setjast að í
París, en alia tíð var hanm
Marseiilebúi að „þjóðerni", og
átti tvo bústaði þar syðra,
þar sem hann dvaldi í fr'uum
sínum. Hann hélt í heiðri suB-
rænum „þjóðarsiðum", kúlu-
spili, 13 ábætisréttum á jólahá-
tíð og „pastis“ dryfttkju. Marg-
ar veiðiferðir fór hann á bátn-
um „Camera" og var viinur
hans Reynaud, gamall fiskimað
ur háseti í þeim ferðum. Þeir
vinimir sigldu oft langt út á
flóann í sólskini og þá var haf
ið blátt og gagnsætt. Félagarn-
ir drógu síðan fisk iangt fram
eftir degi, en héldu tiil lands
með aflann siðdegis. Mótor-
skellirnir í bátnum enduróm-
uðu frá klettunum. Þetta voru
skemmtilegir dagar. Fernandel
sagði stundum: „Hér í Mar-
seille fell ég svo vel inn
i landslagið, enginn snýr sér
við á götunni til að horfa á
eftir mér — nema þá eitthvert
aðkomufólk.“
„Afi er alveg jafn skemmti-
legur og félagar mínir“
I Breseello, þorpinu hans
Don Camillo er steikjandi hiti.
Á litla trébekknum framan við
kirkjuna sitja biskupinn —
Fernandel og bæjarstjórinn —
Peppone. Enginn veitir þeim
sérstaka athygli. Bæjarbúar
vita að verið er að gera sjöttu
Don Camiho myndina. Menn-
irnir tveir hafa breytzt síðan
fyrsta Don Camillo myndin var
gerð. Þeir eru þunglamalegri
og liklega skynsamari, rabba
saman eins og menn, sem alizt
hafa upp í sama þorpi og eru
nú teknir að reskjast. Fern-
andel er ekki eins Ilkur hesti
í framan og hann var fyirr á
dögum. Tennurnar hafa gengið
lengra inn í munninn á honum.
Hamn segir stundum í gamni:
„Tennurnar eru að færast inn
í munninn á mér aftur." Fem-
andel kvartar öðru hvoru um
mæði. Hann býr í litlu hóteli
í Parma meðan á myndatök-
unni stendur. Christian-Jaque
er leikstjóri. Martine, tvítug
dótturdóttir Fernandels, hefur
komið til að dveílja hjá afa sín-
um í sumarfrii sínu. „Afi er al-
veg jafn skemmtilegur og félag
ar minir,“ sergir hún. Fáar
manneskjur vita að Fernandel
á skammt eftir ólifað. Þennan
sólskiinsdag leitar Fernandel í
skuggann undan hitanum, en
þá setur fljótt að honum hroll.
Á máltíðum er hann þó lyst-
ugur og borðar mikið. Að
vanda talar hann án afliáts,
hættir einungis að tala, meðan
hann gleypir matinn og gefur
þá til kynna með handahreyf-
ingu, að hann hafi ekki iokið
máli sínu, svona til að koma í
veg fyrir að elnhver taki af
honum orðið. Nokkrum dögum
síðar verður að hætta mynda-
tökunni og senda alla, sem að
myndinni vinna burt. Læknir-
inn segir að Femandel þurfi
að taka sér hvíld um tíma.
Honum var ekki afturkomu
auðið. Nokkrum mánuðum síð-
ar, þegar kista hans var borin
úr Saint-Honore d’Eylau
kirkju, stóðu fjögur þúsund
manns á götunum úti fyrir og
drúptu höfði. Don Camillo hafði
gengið á fund dómara síns.
Þýtt stytt úr Paris Match.
Úr
æviminningum
Framhald af bls. 7.
Ég stundaði námið af kappi
til vors og fór svo heim til Isa-
fjarðar um vorið með seglskipi
og var 6 vikur á leiðinni.
Nú tók ég aftur til starfa
við iðn mina og kenndi sönig-
félaginu áfraan næsta vetuir.
Þegar ég kom frá Höfn fékk
ég mér húsnæði hjá Aðaibioii
Jóalkimssyni skipstjóra í til-
tölulega nýju timburhúsi, næst
Pollinum í sömu götu og hús
Þorvaldar Jónssonar læfcnis.
Húsið var portbyggt, háar tré-
tröppur voru að þvi, og gluggi
á portinu yfir tröppunum, svo
vel mátti sjá ofan á tröppurn-
ar af loftirau. Stiginn upp á
loftið var beint upp frá for-
stofuinnganginum. Aðalbjörn
bjó niðri, en svaf uppi í vest-
urenda loftsins. Ég, Halldóra
systir min og tveir starfsmenn
minir, höfðum tvö herbergi á
austurlofti. Hafði Halldóra
systir mín annað, en við
þrir karlmennimir sváfum í
fremra herberginu, sem var
með 3 föstum rúmum út við
vegginn. Umdir þessum her-
bergjum, eða niðri, var tré-
smíðaverkstæði, og á gólfi þess
stóð mjög stór og hár steinn,
sem barinn var á fiskur.
Þegar haustaði 1880, fórum
við að heyra einkennilegt
hljóð úti, eftir að búið var að
slökkva öll Ijós á kvöldin. Það
var eins og slegið væri í
] 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. ágúst 1971